Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Stjórnarformaður og forstjóri Samherja um Hæstaréttardóm á aðalfundi Uppby ggingar star f áfram tryggt í íslenskum sjávarútvegi Morgunblaðiö/Kristján Kári Arnór Kárason, fráfarandi stjórnarformaður Samherja, ræðir við Óskar Magnússon á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. STJÓRNARFORMAÐUR Sam- herja, Kári Arnór Kárason, gerði dóm Hæstaréttar í svokölluðu Vatn- eyrarmáli að umtalsefni í ávarpi sínu á aðalfundi félagsins sem hald- inn var í Nýja bíói á Akureyri í gær. Hann sagði niðurstöðu dómsins að því leyti afdráttarlausa að fiskveiði- stjórnunarkerfið stæðist stjórnar- skrá. „Almannavaldið hefur heimild til að takmarka aðganginn í auðlindina og skiptingin á hinum takmarkaða veiðirétti í samræmi við veiði- reynslu var eðlileg og sanngjörn regla. í ljósi þeirrar umræðu, sem verið hefur um íslenska fiskveiði- stjómunarkerfið eru ekki líkur á að þessi dómur einn og sér skapi sátt um kerfið. Umræðurnar hafa að mestu gengið út á hvað sé réttlátt og ranglátt í þessu efni, en þar mun nú sem endranær reynast erfitt að finna algildar mælistikur, sagði Kári Arnór. Dómurinn gerir það hins vegar að verkum að sú uppbygging sem átt hefur sér stað í íslenskum sjávarútvegi og byggst hefur á nú- verandi kvótakerfi mun halda áfram. „Pað er meginmálið og það sem mestu skiptir bæði fyrir sjávar- útveginn sjálfan og íslenska þjóðar- búið,“ sagði Kári Arnór. Hvað rekstur félagsins varðar sagði Kári Arnór afkomuna valda vonbrigðum en hagnaður af rekstri Samherja var 200 milljónir króna á síðasta ári. Stefna Samherja væri að taka þátt í mörgum greinum sjávar- útvegs, bæði heima og erlendis og dreifa þar með áhættunni í rekstrin- um, það hefði skilað góðum árangri og gert að verkum að afkoman hefði verið viðunandi. Sveiflurnar á síð- asta ári hefðu hins vegar verið með þeim hætti að áhættudreifingin í rekstri félagsins skilaði ekki árangri og rekstramiðurstaðan verið óvið- unandi. Erfítt í Þýskalandi Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, gerði á aðalfundin- um grein fyrir rekstri félagsins á liðnu ári, m.a. erlendra dóttur- og hlutdeildarfyrirtækja en hann reyndist erfiður árið 1999, einkum þýska dótturfélagsins Deutsche Fischfang Union, DFFU, en það var gert upp með miklu tapi. Aflabrest- ur í Barentshafi veldur þar mestu um. Fimm ár eru frá því Samherji hóf afskipti af DFFU og hefur á þeim tíma verið varið um 2,7 millj- örðum króna vegna endurskipu- lagningar, endurnýjunar flotans og kaupum á Hannover. Þorsteinn Már gerði grein fyrir þeim möguleikum sem Samherja- menn sjá í félaginu, en þar er fyrst og fremst um veiðiréttindi að ræða, en félagið hefur langstærstan hluta botnfiskveiðiheimilda þjóða Evr- ópubandalagsins. Þá nefndi hann að veiðum væri stjórnað með ströngum rúmmálsreglum, strangar reglur gilda um endumýjun og stærð fiski- skipaflotans. Sagði Þorsteinn Már þetta vera framtíðarréttindi sem væru mikils virði. Nú er unnið að því að selja eitt skipa félagsins, Wies- baden, og eru samningaviðræður á lokastigi. Þorsteinn Már sagði Sam- herja og dótturfélög búa yfir mikilli þekkingu á evrópskum sjávarútvegi og menn ætluðu að láta fjárfesting- una skila árangri. Þorsteinn Már gerði að lokum nýfallinn dóm Hæstaréttar að um- talsefni og sagði að sem stjórnanda fjölmenns fyrirtækis væri áhyggj- um af sér létt. „Þessi dómur þýðir að við höldum áfram því uppbygg- ingarstarfi sem átt hefur sér stað í íslenskum sjávarútvegi og skilað okkur afkastamesta sjávarútvegi í heimi; sjávarútvegi sem horft er til, sjávarútvegi sem á stóran þátt í einu mesta hagvaxtarskeiði Islandssög- unnar,“ sagði Þorsteinn. Sárnar umræður um að sjómenn hendi físki „Umgengni um auðlindina er lyk- ilatriði fyrir framtíð okkar. Eg er því mjög viðkvæmur fyrh’ sífelldum ásökunum um að sjómenn séu að henda afla fyrir borð og sóa stór- kostlegum verðmætum. Enn og aft- ur var það gert að stórmáli í umræð- um gærdagsins. Mér sárnar mjög að hlusta á að starfsmenn mínir og aðr- ir sjómenn fremji lögbrot og hendi fiski fyrir tugi milljarða. Ég er stolt- ur af sjómönnum Samherja og ver þá hiklaust hvar sem er og hvenær sem er. Það er hins vegar umhugs- unarefni að enn og aftur gera for- ystumenn sjómannasamtakanna ekkert til að verja umbjóðendur sína heldur taka þátt í að gera þá og okkur tortryggilega í augum þjóðar- innar,“ sagði forstjóri Samherja. Finnbogi Jónsson nýr stjórnarformaður Ný stjórn var kjörin á aðalfundin- um, en Kári Arnór gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. í nýrri stjórn sitja Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður, Hjörleifur Jak- obsson, Óskar Magnússon, Þor- steinn Jónsson og Kristján Jó- hannsson, en Finnbogi Baldvinsson og Kristján Þór Júlíusson voru kjörnir í varastjórn. Stjórnarformaður Granda telur dóm Hæstaréttar vekja bjartsýni Uggur vegna karfaveiða á Reykjaneshrygg GRANDI stendur frammi fyrir ákveðinni óvissu um horfur í rekstri og afkomu og vildi stjórnarformað- ur félagsins, Arni Vilhjálmsson, hafa sem fæst orð um horfur félags- ins á aðalfundi þess í gær. „Veiðar á úthafskarfa á Reykja- neshrygg skipta okkur miklu máli og undanfarin tvö ár hafa þær veið- ar gengið ágætlega og skilað okkur miklu. Það sem snertir okkur sér- staklega eru skorður sem settar hafa verið um það hvernig skuli staðið að veiðunum á komandi ver- tíð og á hvaða dýpi afli skuli feng- inn. Það er ógerningur að sjá fyrir hversu íþyngjandi þessar takmark- anir munu reynast. Vonir standa þó til að hagnaður fyrir frádrátt tekju- skatts verði svipaður og síðastliðið ár þegar út hefur verið tekinn allur söluhagnaðurinn. En þá er á það að líta að yfirfæranlegt skattalegt tap er upp urið svo tekjuskattur mun leggjast með fullum þunga á skatt- stofna," sagði Arni í ræðu sinni. Hann sagði þó ríkari ástæðu til bjartsýni til lengri tíma litið en áður hefði verið. „Svo er fyrir að þakka nýlegum dómi Hæstaréttar þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að lögin um stjórnun fiskveiða standast kröfur stjórnarskrárinnar. Vonir hafa glæðst um að undirstöð- um stjórnunarkerfisins verði ekki raskað og menn nái að stilla saman strengi sína í viðleitni til að bæta kerfið." Auka þarf samstarf sj ávar útvegsfy r irtækj a Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, sagði í ávarpi sínu að ljóst væri að miðað við óbreytta starf- semi myndi Grandi skila hlutfalls- lega svipaðri framlegð og undan- farin ár. „Við munum að sjálfsögðu vinna að því að nýta enn betur tæki og þekkingu fyririækisins í form- legu eða óformlegu samstarfi við önnur sjávarútvegsfyrirtæki, enda er trú mín að ef sjávarútvegur á ís- landi á að vaxa og þróast enn frekar og verða öflugur samkeppnisaðili í alþjóðlegu umhverfi sem matvæla- framleiðandi þurfa fyrirtæki að efla samstarf sitt með fyrirtækjaneti eða hreinum samruna," sagði Brynjólfur. Að hans sögn hafa aflabrögð heldur verið að glæðast í ár en þau voru treg í byrjun ársins. A fyrstu þremur mánuðum ársins hafa veiðst 5.521 tonn en á sama tímabili veiddust 6.070 tonn árið 1999. Verð- mæti aflans er um 40 milljónum minna en í fyrra. Mikil óvissa er enn um verðlag, bæði á fiskimjöli og lýsi, en þó standa vonir til að verð geti farið að styrkjast þegar líður á árið að sögn Brynjólfs. „Ekki er búist við miklum breytingum á verði í erlendum myntum fyrir bol- fiskafurðir, en nú sem fyrr er mikil óvissa um þróun gengis erlendra gjaldmiðla og íslensku krónunnar,“ segir Brynjólfur. A aðalfundinum voru tveir nýir stjórnarmenn kjömir; þeir Þor- steinn Vilhelmsson og Kristján Loftsson. Auk þeirra voru Árni Vil- hjálmsson, Ágúst Einarsson, Bragi Hannesson, Einar Sveinsson og Grétar Br. Kristjánsson kjörnir í stjórn. Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar um greiðslu 11% arðs vegna ársins 1999, að fjárhæð alls 162.684.500 krónur. LAGERSALA Faxafeni 8 opið virka daga 12-19 laugard. 12-18 sunnud. 12-17 Handmálaðir grískir íkonar frá kr. 1.990 Tilvalið til fermingargjafa mtmír Klapparstíg 40, sími 552 7977. Leiðrétt í viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag var rangt farið með föðurnafn Bjarna Markússonar, framkvæmdastjóra ITC ísland ehf., dótturfélags Kaupþings hf. I viðtalinu var Bjarni sagður Þórisson en ekki Markússon. Beð- ist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Á fermingarborðið Borðdúkaúrvalið Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.