Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 Líkamsfita Aukakílóin fara ekki af eftir hátíðarnar. Blóðþrýstingur Ólífuolía hefur lækkandi áhrif á blóðþrýsting. Hreysti Stungulyf Nýjar aðferðir gætu kom ið í stað nála. Líkamshreysti eykur lífs- gæði og lengir lífið. Hvernig er hægt að meta hreysti? Þessir ágætu Bandaríkjamenn vakna fyrir allar aldir á morgnana til að stunda líkamsrækt saman úti undir berum himni. BETTY Ball hafði verið leikfimikennari í Kal- iforníu í átján ár og fylgst með hundi-uðum krakka svitna og þrælast í gegnum fjölda- mörg leikfimipróf. Núna er Ball orðin 75 ára og The Wall Street Joumal greindi frá því, að fyrir skömmu hafi hún farið að velta því fyrir sér hvernig líkamlegri hreysti hennar væri komið. Henni fannst hún hraust miðað við ald- ur, en samt treysti hún sér ekki til að hlaupa hundrað metrana. Þetta vakti spumingar um það hvemig hægt sé að meta hreysti á efri ár- um. Fjöldi Bandaríkjamanna sem kominn er yf- ir 55 ára aldur er alls ekki viss um hvort hann getur talið sig líkamlega hraustan eða ekki. Hversu hratt getur maður hlaupið eina mílu? Eða öllu heldur: Getur maður yfirleitt hlaup- ið? Er maður eins og leikarinn Jack Palance, sem gerði armbeygjur á annarri hendi þegar hann tók við Óskarsverðlaununum? Eða hikar maður við að gera svo mikið sem eina arm- beygju? Vísindamenn segja að oft sé erfitt fyrir eldra fólk að meta hreysti vegna þess að veikindi komi í veg fyrir að það geti gert til- teknar líkamsæfingar. Sem dæmi er nefnt að hinn þekkti taugalíf- fræðingur, Ohver Sacks, geti ekki hlaupið langt, en það sé ekki vegna þess að hann sé ekki líkamlega vel á sig kominn. Hann sé 66 ára, og sé einfaldlega slæmur í hnjánum. En hann geti auðveldlega synt rúmlega fimm kí- lómetra. Einungis einn af hverjum fjórum eldri Bandaríkjamönnum stundar reglulega líkams- rækt, og um það bil þriðji hver, sem orðinn er eldri en 55 ára, hfir hóglífi. Það eru einmitt þeir, sem eldri eru, sem hafa mest gagn af því að stunda líkamsrækt. Ekki er nóg með að líkamshreysti auki lífsgæði á efri árum, í Ijós hefur komið að hreysti beinlínis lengir lífið. í rannsókn sem gerð var á hátt í 10 þúsund mönnum í Dallas í Bandaríkjunum, gengust þátttakendumir undir þolpróf með um það bil fimm ára millibili, og síðan var fylgst með þeim í fimm ár til viðbótar. f ljós kom, að þeir sem töldust ekki hraustir, við bæði prófin, reyndust hafa hæsta dánartíðni. En það kom líka í ljós að það er aldrei of seint að byrja líkamsrækt. Þeir sem töldust ekki hraustir við upphaf rannsóknarinnar, en voru komnir í hóp hraustra þegar seinna prófið var gert, reyndust draga úr dánarlíkum sínum um 44%. „Hreysti er mjög góður mæhkvarði á lífslík- ur,“ sagði Steve Blair, aðalhöfundur rann- sóknarinnar. „Þeir sem ekki eru sérlega hraustir eru í um það bil tvisvar sinnum meiri hættu en þeir sem teljast í meðallagi hraust- ir.“ Að meta eig’in hreysti En þeir sem ekki eiga kost á að taka þátt í umfangsmiklum rannsóknum til að komast að því hversu hraustir þeir eru, geta sjálfir próf- að sig áfram. í fyrsta lagi gæti maður talið saman allar þær stundir þegar maður reynir á sig, til dæmis þegar maður notar stiga í stað lyftu, þegar maður tekur til í garðinum og svo framvegis. Ef maður reynir nokkuð á sig í um fimm klukkustundir á viku telst maður hraustari en flestir sem eru á svipuðum aldri. Miðað er við áreynslu sem jafnast á við hressilega göngu. Reyni maður á sig í um þijá tíma á viku telst maður í meðallagi hraustur, en ef áreynslan er í innan við eina klukku- stund á viku telst maður ekki sérlega hraust- ur. Munurinn á líkamlegri hreysti þess sem reynir á sig í fimm tíma á viku og þess sem reynir á sig í einn tíma er gífurlegur. Hinn síðamefndi er fimmfalt hklegri til að deyja af völdum hjartasjúkdóma. Þótt maður geri ekki meira en að mjaka sér úr hópi þeirra sem reyna á sig í einn tíma og í hóp þeirra sem reyna á sig í þrjá tíma dregur það umtalsvert úr hættunni á að maður deyi af völdum hjartasjúkdóma eða krabbameins, að sögn lækna. Einnig er hægt að verða sér úti um viðmið- anir frá heilbrigðisyfirvöldum um hversu hraustur maður telst í ljósi þess hversu fljótur maður er að hlaupa, eða hversu margar arm- beygjur maður getur gert. Skokk, sund og hjólreiðar og önnur leikfimi sem kemur hjart- anu til að slá hraðar dregur úr hættunni á æðakölkun, sem er ein aðalástæða hækkaðs blóðþrýstings, styrkir hjartað og eykur getu líkamans til að nýta súrefni. Líkamsæfingar á borð við Ióðalyftingar og mótstöðuæfingar styrkja beinin og stæla vöðvana, auk þess að bæta jafnvægisskynið. í leiðbeiningum frá Bandariska íþrótta- læknaháskólanum segir til dæmis, að ef mað- ur geti gert um eða yfir 20 armbeygjur í einu teljist maður mjög hraustur og hafi stælta vöðva. Ef maður nái 14-19 armbeygjum sé hreystin í meðallagi, en geti maður ekki gert nema 13 armbeygjur sé útht fyrir að maður hafi ekki æft sig í öðru en að lyfta sjónvar- psfjarstýringunni, og þá sé ráð að fara að lyfta lóðum. Konungur fitunnar er kosinn árlega á kjötkveðjuhátíðinni í Río de Janeiro. Alex de Oliveira Silva ber tignina íjórða árið í röð. Safnast er saman kemur BANDARÍKJAMENN bæta ekki á sig jafn mörgum kíló- um um hátiðamar og al- mennt hefur verið talið, en þau safnast saman með ár- unum, segir í læknaritinu New England Joumal of Medicine nýverið. Flestir eru þeirrar skoð- unar að yfirleitt þyngist fólk um tvö til fimm kíló frá þakkargjörðardegi, í lok nó- vember, og til nýársdags. Rannsóknin leiddi hins veg- ar í ljós, að sjálfboðaliðarnir 195, sem tóku þátt í rann- sókninni, bættu aðeins á sig að meðaltali um einu kiiói frá í september 1998 til mars 1999, þar af mestu um hátíðamar. Innan við 10% þátttakenda þyngdust um 2,5 kíló eða meira um hátíð- amar. Þættir á borð við það, hversu margar veislur fólk- ið fór í, virtust hafa lítil áhrif á þyngdaraukningu, en skortur á líkamlegri hreyf- ingu hafði meira að segja. í september 1999 vora þeir 165 sjálfboðaliðar, sem tóku áfram þátt í könnuninni, að meðaltali hálfu kflói þyngri en þeir höfðu verið ári áður, og bendir það til þess, að þeir hafi ekki lést yfir sum- armánuðina heldur þvert á móti bætt aðeins á sig. Ræða nýjar lyfjaleiðir San Francisco. AP. TÆKI sem geta komið lyfj- um í gegnum húðina á hljóðhraða, örflögur sem stjórna lyfjagjöf og gena- breytt matvæli, sérhönnuð til að bera lyf eru meðal þeirra leiða sem ræddar voru á þingi vísindamanna um aðrar leiðir til lyfja- gjafa en nál og sprautu. „Af hverju er fólki í nöp við nálar? Einfaldlega vegna þess að þær meiða mann - og fólk vill ekki láta meiða sig,“ sagði Mark Prausnitz, prófessor í efna- verkfræði við Georgia Inst- itute of Technology í At- lanta í Bandaríkjunum. „Nálar hafa verið notaðar lengi, en við teljum að hægt sé að finna betri leiðir íyrir lyf og komast yfir ýmsar hindranir í líkamanum." Þróun sumra af þeim tækjum sem rætt var um á þinginu er nú komin á það stig að verið er að gera til- raunir með þau á fólki, en að minnsta kosti tvö ár eru þangað til þau koma á markað. Meðal þess sem verið er að prófa er tæki sem nýtir helíum undir há- Reuters þrýstingi til að koma lyfj- um á duftformi í gegnum húðina. Fyrirmyndin var fengin úr sjónvarpsþáttun- um Star Trek. Þá eru vísindamenn farnir að huga að mögu- leikum á að nota gena- breytt matvæli til að koma lyfjum til skila og á þinginu var kynntur íjöldi rann- sókna á kostum þess að bæta næringu í grænmeti og annan mat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.