Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hekla lækkar bflverð umfram vöru- gjaldið HEKLA hf. ætlar að lækka verð á nokkrum gerðum bíla umfram það sem breytingar á vörugjaldi gefa tilefni til. Einnig lækkar Hekla verð á sumum bílum þótt vörugjald af þeim hafí ekki breyst. Fyrirtækið hefur endur- skoðað verðskrá allra nýrra bíla í kjölfar breytinga á gjaldaflokkunum. Þótt gjald- skrárbreytingin gæfi tilefni til hækkunar á vissum gerðum hefur Hekla ákveðið að hækka ekki verð á neinum bíl. Með þessu vill Hekla leggja sitt af mörkum til að gera neytend- um kleift að eignast bíla á góðu verði, segir Jóhannes Reykdal, blaðafulltrúi Heklu. Sem dæmi um bíla sem bera sama vörugjald en lækka samt í verði má nefna Mitsu- bishi Colt 1,3, sem kostaði áð- ur 1.420.000 kr. og kostar nú 1.280.000 kr. Þá lækka Mitsu- bishi Space Star og Carisma Sport um 100.000 kr. ■ Verðbreytingar/18 Skæður vírus í laxeldi í Færeyjum Unnið að tillögum um vernd íslenska laxastofnsins ÓTTAST er að vírusinn ISA berist í íslenska laxastofninn en vírusinn greindist í laxeldisstöð í Fuglafirði í Færeyjum með þeim afleiðingum að Færeyingar neyðast til að slátra eld- islaxi að verðmæti 700 milljónir króna. Fulltrúar NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, vinna nú að grein- ingu á vandanum í Færeyjum. Þeir leggja væntanlega fram tillögur inn- an skamms um það hvemig hægt sé að minnka áhættuna á því að sjúk- dómurinn berist tU íslands. Landlægnr sjúkdómur í Noregi Orri Vigfússon, formaður NASF, segir að sjúkdómurinn hafi lengi ver- ið landlægur í Noregi, sennilega vegna fiskeldisins þar. „Fyrir tveim- ur árum komst hann svo af einhverj- um ástæðum til Skotlands. Yfirvöld hlustuðu ekki á varnaðarorð okkar og síðan hefur hann breiðst út og gert mikinn usla í fiskeldinu í Skot- landi,“ segir Orri. Orri segir að Iíklegt sé að veiran hafi nú borist frá Hjaltlandi til Fær- eyja. „Auðvitað fáum við aldrei full- vissu fyrir því en hvað sem öðru líður er þetta komið upp í Fuglafirði. Við höfðum strax samband við yfirvöld í Færeyjum. Ráðherrann sem fer með þessi mál, Finnbogi Arge, samþykkti strax að laxinum yrði öllum fargað,“ segir Orri. Skjót viðbrögð Færeyinga Orri segist vera mjög ánægður með snögg viðbrögð færeyskra yfir- valda. „Þarna er auðvitað um gríðar- legt fjárhagslegt tjón að ræða fyrir Færeyinga, sennilega nemur tapað útflutningsverðmæti um 10 milljón- um dollara eða um 700 milljónum ís- lenskra króna,“ segir hann. ■ Veirusýking/32 -------------- Hvalfjarðargöngin Skipt um 500 perur HVALFJARÐARGÖNGIN voru lokuð þrjár nætur í vikunni vegna viðhalds. Meðal annars var verið að skipta út um 500 ljósaperum, þvo og mála h'nur á veginn og sagði Stefán Reyn- ir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar, að þetta væri samkvæmt við- haldsáætlun eftir 18 mánaða rekst- ur. Morgunblaðið/Arni Sæberg Viðræður við öll verslun- armannafélög í uppnámi SAMNINGANEFND Verslunar- mannafélags Reykjavíkur ákvað á fundi í gær, sem haldinn var eftir að upp úr viðræðum við vinnuveitend- ur slitnaði, að halda sig við fyrri kröfur en lýsa sig reiðubúna til að skoða útfærslur á einstökum þátt- um áður en gripið yrði til aðgerða. Landssamband íslenskra verslun- armanna er í samfloti með VR í samningaviðræðunum og hefur því einnig slitnað upp úr viðræðum allra verslunarmannafélaga í land- inu við atvinnurekendur. Ingibjörg Guðmundsdóttir, formaður LIV, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að á fundi framkvæmdastjórn- ar og samninganefndar sambands- ins á mánudag yrði staðan metin í ljósi þess sem fram er komið og af- staða tekin til framhaldsins. „Við er- um með því sem næst sömu kröfu- gerð og VR,“ sagði hún og kvaðst hafa trú á að innan sinna samtaka kæmu fram svipaðar áherslur og hjá VR á fundinum á mánudag. títfærsla á annan hátt Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði að á fundi samninga- nefndar VR í gær hefði komið fram óánægja með gang mála að loknum tveggja mánaða viðræðum. „Það var einróma ákvörðun samninganefnd- arinnar að halda sig við kröíúrnar en áður en gripið yrði til aðgerða gætum við skoðað að útfæra ein- hveija þætti þeirra á annan hátt.“ Hann sagði að menn teldu ekki ástæðu til að vísa deilunni til ríkis- sáttasemjara fyrr en hún væri kom- in á það alvarlegt stig að grípa yrði til aðgerða. Um það hvað við væri átt með skoðun á öðrum útfærslum sagði hann að skoða mætti hvort vægi yrði fært frá einum þætti til annars. „Það sem við erum að bjóða er um- ræður um hvort við færum vigt frá einum þætti til annars en ekki að hverfa frá kröfugerðinni sem slíkri sem við teljum að sé í heild á mjög skikkanlegum nótum,“ sagði Magn- ús. Magnús sagði kröfuna um 2% mótframlag atvinnurekenda í sér- eignarlífeyrissjóð þá einu kröfu VR sem fram hefði náð að ganga en um hana hafði einnig verið samið í samningi VR við stórkaupmenn og í samningum Flóabandalagsins og SA. Krafa um lægstu launin sagði Magnús að væri enn á umræðustigi. Hann sagði að krafan um mark- aðslaun vægi þyngst af þvi sem á milli bæri. Yjað hefði verið að mark- aðslaunakröfunni í viðræðum við at- vinnurekendur árið 1995 og líkt og verslunarmenn hefðu atvinnurek- endur kjmnt sér fyrirkomulag þeirra mála í Danmörku, sem næði þar til 85% verslunarmanna og bæði launamenn og atvinnurekendur létu vel af reynslunni. Þreyttir á gömlu dönsunum „Þetta er nútíminn og morg- undagurinn en viðsemjendurnir vilja halda sig við gamla kerfið sem hefur leitt til þess að launataxtar eru 67-84 þúsund krónur, sem þýðir að við erum að gera samninga sem ná til 5% félagsmanna VR,“ sagði Magnús. „Við viljum fara út úr þessu fornaldarkerfi. Við erum orðnir þreyttir á gömlu dönsunum.“ Ari Edwald sagði að ákveðin skil væru komin í viðræður atvinnurek- enda og verslunarmanna og kvaðst gera ráð fyrir að þráðurinn yrði tek- inn upp aftur þótt sú niðurstaða væri fengin að aðilar væru ekki að ná saman á þeim grundvelli sem kröfugerð verslunarmanna byggðist á. Þar vægju markaðslaunin þyngst. Grundvallarbreyting „Við erum þarna að fjalla um grundvallarbreytingu á samskipta- háttum á vinnumarkaði þegai- við erum að ræða um að verkalýðsfélög komi með ákveðnum hætti að per- sónubundinni launamyndun í fyrir- tækjum, sem þau hafa ekki komið nærri áður. Þetta er gríðarlega rót- tæk breyting og það er afar stórt skref fyrir atvinnurekendur að gera slíkar breytingar," sagði Ari. „Eg geri mér hins vegar vonir um að við getum að einhverju leyti nálgast málin á nýjum grundvelli þegar við höfum farið yfir það hvor í sínum ranni hvaða áhrif þetta hafi á upp- byggingu samningsins." Hægara sagt en gert ALÞINGISMÖNNUM var í gær boðið að skyggnast inn í heim heyrnarlausra og kynnast tákn- máli, uppbyggingu þess og nokkr- um táknum. Félag heymarlausra bauð upp á þessa kennslustund og nýttu margir þingmenn sér tæki- færið. Eins og sjá má á svipbrigðum þingmannanna er langt í frá auð- velt að ná tökum á þessu móðurmáli heyrnarlausra. -----í-H---- Hannes er meðal efstu manna NICK E. De Firmian, Hannes Hlíf- ar Stefánsson og Luke J. Mcshane unnu skákir sínar í þriðju umferð á Reykjavíkurmótinu í skák í gær. Þeir eru því efstir, með þrjá vinninga af þremur mögulegum. McShane vann Xiangzhi Bu, Hannes lagði Harmen Jonkman og De Firmian bar sigurorð af Tomas Oral. Af öðrum úrslitum bar hæst sigur Sigurðar Páls Steindórssonar, 17 ára, á Helga Ólafssyni. Sigurður Páll er í 4.-12. sæti með tvo og hálfan vinning. í dag 20 Sfcift LESBÖ JÉ£ MOHGUNBLAÐSINS ALAUGARDOGUM Með Morgun- blaðinu í dag er dreift blaði Fé- lags bókaútgef- enda „Vika bók- arinnar" -i Sl'iU II. •••••••••••••••••••••••••••••••••••• Haukar kjöldrógu Aftureldingu í Mosfellsbæ/B3 Nýi KR-búningurinn kynntur til sögu/Bl Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.