Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Áfangasigur og
sóknarfæri
SIGUR vannst í
glímunni um Eyja-
bakkasvæðið. Hann
vannst vegna þrot-
lausrar baráttu mikils
fjölda náttúruvernd-
arsinna m.a. í Hálend-
ishópnum, í Ljóða-
hópnum, í Náttúru-
verndarsamtökum ís-
lands og fleiri. Og
hann vannst ekki síst
vegna baráttu Um-
hverfisvina, sem söfn-
uðu undirskriftum ríf-
lega 45 þúsund
Islendinga til stuðn-
ings kröfunni um lög-
formlegt mat á um-
hverfisáhrifum fyrir-
hugaðrar Fljótsdals-
virkjunar.
Það verður að telj-
ast glæsilegur árang-
ur nokkurra vikna
erfiðis og er til vitnis
um vaxandi skilning
og umhyggju lands-
Kristin manna fyrir náttúru-
Halldórsdóttir verðmætum.
Áhrif Umhverfisvina
Enginn vafi er á að barátta of-
angreindra hópa og ekki síst und-
irskriftasöfnun Umhverfisvina
hafði mikil áhrif á þjóðfélagsum-
ræðuna, sem var geysilega öflug
og mikil að vöxtum allan tímann,
meðan söfnunin stóð sem hæst.
Fundir og ráðstefnur voru haldnar
og blaðagreinar skiptu mörgum
tugum. Leiðarahöfundar dagblað-
anna fjölluðu ítrekað um málið og
voru hliðhollir aðgerðunum. Marg-
ir þjóðþekktir menn létu til sín
*
*
ÍSLENSKT MÁL
ATHYGLISVERT eða at-
hyglivert, leikfímishús eða
leikfimihús. Þessar orðmyndir
eiga ekki óskilið mál, því að at-
hygli hefur frá því í fornöld ým-
ist verið hvorugkyns eða kven-
kyns, ekki síður hvorugkyns á
árum áður. Hvemig sem á er
litið er það smekksatriði hvort
menn segja athyglisvert, eins
og umsjónarmaður hefur van-
ist, eða athyglivert.
I hinu dæminu vandast málið
svolítið meira, því að leikfimi er
víst alltaf kvenkyns. Þá verður
að rifja upp að samsetningar í
íslensku eru með þrennu móti.
Við getum samsett af stofni
(fast samsett), eignarfalli (laust
samsett) eða með bandstaf eða
tengistaf. Hið síðastnefnda er
sjaldgæfast, svo að miklu mun-
ar. Helstu bandstafir eru i (eins
og í eldiviður), u (eins og í ráð-
unautur) og s (eins og í leikfim-
ishús) ef við viljum svo hafa. En
við megum auðvitað ekkert síð-
ur búa til samsetninguna leik-
fimihús, og verður í þessu dæmi
ekki greint á milli, hvort það er
stofnsamsetning eða eignar-
fallssamsetning. Þetta er því
aftur smekksatriði.
Mjög er á reiki hvort menn
hafa bandstafinn s eða ekki til
þess að búa til samsetningar af
kvenkynsorðum sem enda á i og
eru eins í öllum föllum. Ráðandi
er að segja Iandhelgisgæsla,
enda mundi þykja stutt á milli
g-anna í *landhelgigæsla. Þá
munu flestir segja skynsemis-
trú fremur en *skynsemitrú.
Óhætt er að segja að fyrr á
þessari öld hafi menn fremur
aðhyllst samsetningar með s-i
en nú er orðið. í Blöndalsorða-
bók má finna margar slíkar
samsetningar, svo sem guð-
fræðisdeild, stærðfræðisupp-
dráttur og verkfræðisnám. En
þar eru líka samsetningar eins
og stærðfræðilegur og verk-
fræðilegur. Fór þetta kannski
eftir því hvaða orðflokkur síðari
hlutinn var?
Skýrasta dæmi um breyttan
smekk er þó það, að í Árbókum
Háskóla íslands frá upphafi eru
höfð deildaheitin guðfræðis-
deild, heimspekisdeild o.s.frv.,
allar götur tU námsársins 1954-
1955. Þá er breytt um og s-ið
féllt úr öllum slíkum samsetn-
ingum. Við skulum í þessu eftii
reyna að treysta á eigin smekk.
Ef menn ætla sér að breyta at-
hyglisverður > athygliverður
og leikfimishús > leikfimihús,
þá þykir mér það bera keim af
ofvöndun (hypereorrection).
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1.052. þáttur
★
Það er betra að segja miklu
betra en mikið betra, einhverju
minna en eitthvað minna o.s.frv.
Auðkenndu orðmyndirnar í
þessum samböndum standa í
mismunarþágufalli (abl. differ-
entiae). Þetta mismunarþágu-
fall lifir bestu lífi í sambandinu
sýnu betra, sýnu minna o.s.frv.
Sýnu merkir þá „svo að sjónar-
munur er á“. Hvemig væri að
íþróttafréttaritarar segðu að
hlaupari hefði orðið sýnu fljót-
ari en annar, ef sjónarmunur
hefur verið á þeim?
★
Orðið leið er kvenkyns, í fleir-
tölu með greini þær leiðimar.
Fleirtalan fallbeygist svo: leið-
ir, um leiðir, frá leiðum, til
leiða. Umsjónarmaður feitletr-
ar þolfallið af vondu tilefni. Enn
hættir sumum til að karlkenna
orðið leið, a.m.k. í sumum sam;
setningum, eins og Flugleiðir. í
fréttum heyrðist fyrir skömmu
að samið hefði verið við „Flug-
leiði“. Þetta er undarleg kyn-
villa, orðið haft karlkyns, rétt
eins og við værum að beygja
„lækir“.
Allmörg orð beygjast eins og
leið og kallast I-stofnar (kven-
kyns), svo sem dáð, hlið, hh'ð,
húð, nora, sorg og sút, en þetta
er ekki tæmandi upptalning. Ég
hef aldrei heyrt þessi orð beygð
vitlaust á sama hátt og þegar
menn karlkenna Flugleiðir.
Menn segja sorgir, um sorgir.
Ekki um „sorgi“! „Mínar eru
sorgimar þungar sem blý.“ Úti
um grænar grundir.
Hvers vegna eru þá Flugleið-
ir stundum karlkyns? Er þetta í
hugum manna eitthvert karla-
veldi? Gott væri að fá skýring-
artilgátur um þetta efni.
★
Aldrei þessu vant, var síðasti
þáttur ekki alveg hreinn. Lak-
ast var að Melgaard varð
„Helgaard“ og komma kom á
eftir gó (þátíð af geyja) í ann-
arri limrunni. Beðist er velvirð-
ingar á þessu.
★
Vilfríður vestan kvað:
Ferdínand Jónsson á Fossi, -
það fór um hann velsældarblossi, -
en viðbrigðin sár,
honum vöknaði um brár,
er hann vaknaði á bakinu á hrossi.
Og enn kvað hún:
Eftir þúsund ár þrotin er trúin,
vor þjóð er til Mammons umsnúin.
Enþaðfaragumar
tilPingvallaísumar,
og þar með er draumurinn búinn.
★
Það dregur hver dám af sín-
um sessunaut, segir gamalt orð-
tak, elsta bókfest dæmi í rímum
frá 17. öld. Dámur merkir lykt,
þefur, og er þá merking orð-
taksins upphaflega sú, að lyktin
berist af einum sessunaut á
annan. Síðan víkkar merkingin
og orðtakið tekur að merkja að
líkjast, hvað sem lyktinni líður.
Mér finnst að þetta sé yfirleitt
notað í niðrandi merkingu, en
ekki þarf það að vera. Að
minnsta kosti hefur mönnum
þótt nauðsynlegt að setja last-
andi forskeyti framan á, og
verður þá til ódámur = ólykt,
en er svo notað um menn nokk-
urn veginn sama og skíthæll.
★
Baldur Ingólfsson, bekkjar-
bróðir minn, skrifar mér svo:
„Kæri vin. Undanfarið hef ég
heyrt menn rugla saman orða-
samböndunum ekki ennþá og
ekki lengur. Dæmi: Nýlega
spurði ég á sjúkrahúsi eftir
manni sem ég vissi ekki betur
en að lægi þar: Liggur Jón
Friðmundsson hér ennþá?
Svar: Nei, hann er ekki ennþá
hér, hann fór heim í gær.
Þetta er raunar skemmtilegt
dæmi um duttlunga málsins
sem vill svo oft fara sínar eigin
leiðir - og fer.“
Umsjónarmaður þakkar kær-
lega fyrir bréfíð. Við Baldur
þekkjum það af langri kennara-
reynslu, að málið setur okkur
reglur, þótt við séum sí og æ að
bisa við hið gagnstæða.
★
Hringfari sendir Salómon(i)
sunnan kveðju sína^ en leyfir
sér að ávarpa hr. Ólíver von
Búdapest (sem hljóp sjálfan sig
uppi) svofelldum orðum:
Alfrægur sértu, Ólíver!
Pinn ofurhraði geðjast mér.
Ogsvoverðursíð
þín sjónhendingvíð,
að sjá máttu í hnakkann á sjálfum þér.
Þeir lofuðu Knút fyrir kraftinn,
enkölluðu ’ann bölvaðan raftinn.
I upphlaupi hratt
hannöfúgurdatt
afturábakákjaftinn.
Hringfari.
Hálendið
Glæsilegur árangur
nokkurra vikna erfíðis,
segir Kristín Hall-
dórsdóttir, er til vitnis
um vaxandi skilning og
umhyggju landsmanna
fyrir náttúru-
verðmætum.
heyra og studdu málstaðinn. Öll
þessi umfjöllun leiddi í ljós ýmsar
hliðar á málinu, sem mörgum voru
áður huldar, ekki aðeins hvað
varðar náttúru svæðisins, heldur
einnig fjárhagslegar hliðar þessara
áforma og hugsanlegar félagslegar
afleiðingar þeirra.
Kúvendingin í álvers- og virkj-
anamálum á Norðausturlandi opn-
ar ný sóknarfæri fyrir náttúru-
vernd á Islandi sem nýta þarf til
fullnustu og hvergi láta undan
síga. Markmiðið er að tryggja Is-
lendingum áfram þann sess meðal
þjóða Evrópu að eiga og vernda
stærsta ósnortna víðernið í þess-
um heimshluta. Samfellt verndar-
svæði frá strönd sunnan Vatnajök-
uls og til strandar í Öxarfirði er
framtíðarsýn sem keppa þarf að.
Það er bæði raunsætt og skynsam-
legt markmið.
Aðkoma Norsk Hydro
Baráttan skilaði árangri þótt illa
liti út á tímabili. Þar skipti aðkoma
Norsk Hydro miklu. Forsvars-
mönnum fyrirtækisins er væntan-
lega ljóst að ímynd þess hefði beð-
ið alvarlegan hnekki heima fyrir
og annars staðar ef það hefði átt
þátt í því að Eyjabökkum væri
fórnað á altari virkjanafram-
kvæmda vegna mengandi stóriðju.
Segja má að í raun hafi þeir bjarg-
að íslendingum frá því að verða
stimplaðir á alþjóðavettvangi sem
skemmdarverkamenn í einstæðri
náttúru landsins. Það var því frá-
leitt út í hött að vekja athygli
Norðmanna á málinu með all sér-
stökum hætti sem flestum er í
minni.
Hitt er svo fróðlegt og raunar
stórmerkilegt hvernig ráðamenn
reyna að snúa sig út úr arðsemis-
klemmunni. Fjöldi hagfræðinga
hrakti Landsvirkjunarmenn upp
að vegg í rökræðunni um arðsemi
Fljótsdalsvirkjunar. Sú umræða
vakti með mörgum þá spurningu
hvort þeir hefðu ekki vitað betur
eða hvort þeir ætluðu einfaldlega
að fela staðreyndir þar til ekki
yrði aftur snúið. Er nú eftir að sjá
hvernig þeim gengur að sannfæra
sjálfa sig og aðra um arðsemi
Kárahnjúkavirkjunar sem hafi það
hlutverk eitt að sjá einu stykki ál-
versflykki fyrir orku.
Áhættan af slíku ráðslagi getur
ekki talist neitt annað en fífl-
dirfska.
Víðernin verð-
mætari ósnortin
Kaflaskipti eru nú í baráttunni
gegn óafturkræfum spjöllum á víð-
erninu norðan Vatnajökuls. Björg-
un Eyjabakka er í höfn og allar
fyrirhugaðar framkvæmdir þurfa
nú að fara í gegnum lögformlegt
mat á umhverfisáhrifum. Ef vel er
að verki staðið kann það að ljúkast
upp fyrir nægilega mörgum, að
víðerni hálendisins eru okkur
margfalt verðmætari til framtíðar
ósnortin en sundurskorin af virkj-
unum, skurðum og háspennulínum.
Málstaðurinn á mikinn hljómgr-
unn hjá einstaklingum og samtök-
um um allt land.
Náttúruverndarsinnar þurfa nú
að samhæfa kraftana sem aldrei
fyrr.
Framtíð hálendisins er í húfi.
Höfundur er fyrrverandi
alþingiskona.
Moskvulínan
ÚT ER komin bók
um merkilegt mál, hún
heitir Moskvulínan og
er eftir prófessor í
heimspeki við Háskóla
Islands, Arnór Hanni-
balsson. Þetta er saga
kommúnismans á Is-
landi frá því um 1920 til
vorra daga. Allt þetta
tímabil hefir hann ver-
ið mjög lifandi. En nú
mun lífi hans að mestu
lokið. Guði sé lof! Um
tíma leit út fyrir að
hann ætlaði að verða
ein mikil ógn fyrir
mannkynið. Það er rétt
að Kína segist kenna
sig við kommúnisma, en eitthvað er
þar málum blandað. Á Vesturlönd-
um virðist sem sól hans sé ekki lík-
leg til þess að rísa aftur í bráð.
Prófessor Arnór er ákaflega vel
menntaður maður. Hann er vel að
sér í erlendum tungumálum, nokkr-
um sem fáir Islendingar kunna, svo
sem rússnesku og pólsku, þetta eru
erfið mál. Hann er prófessor í heim-
speki við Háskóla íslands.
Sósíalisminn er orðinn stór þáttur
í hugsunarlífi íslenskra mennta-
manna. Því miður. Þetta virðist svo
einfalt og sjálfsagt mál. En þegar út
í framkvæmdina kemur, þá kemur
annað í ljós. Þá kemur ýmislegt í
ljós. Frelsi mannsins í efnahagsmál-
um er þá mikilvægara en í fyrstu
virðist. Þetta frelsi er þá undirstað-
an undir öllu hans frelsi. Án þessa
frelsis getur hann ekki orðið annað
en þræll. Það væri
ákaflega æskilegt að ís-
lenskir menntamenn
læsu bók Arnórs og
legðu orð hans sér á
hjarta því að ég veit að
hann hefir keypt þau
dýru verði. I sumum
efnum þurfti ég að
ganga sömu braut og
hann.
Þessi bók er sannar-
lega skyldulesning fyr-
ir Islendinga, raunar
alla. Það eru fleiri en
íslendingar sem þurfa
sannleikann í þessum
málum. En það er hann
sem prófessor Arnór
flytur þjóð sem flutt hefir verið mik-
ið annað af miklum sannfæringar-
Bækur
Það væri ákaflega
æskilegt að íslenskir
menntamenn læsu bók
Arnórs, segir Benjamín
H.J. Eiríksson, og legðu
orð hans sér á hjarta.
hita. Hann þyrfti sannarlega að þýða
á önnur tungumál og gefa út.
Höfundur er hagfræðingur og
fyrrv. bankastjðri.
Benjamín
H. J. Eiríksson
KONFEKTMÓT
PÁSKA-
GGJAMÓX
PIPAROGSALT
MATARLITIR
Póstsendum
Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 3614 |