Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Morgunblaðið/Kristinn Verð á hljómtækjum hefur verið að lækka. Aukning í sölu hlj ómtækj a „Það er ekki okkar reynsla að unglingar vilji ekki lengur hljóm- tæki. Þvert á móti þá sjáum við hjá Radíóbæ fram á 50% aukningu í sölu fyrir fermingarnar ef við miðum við árið í fyrra,“ segir Sig- urður J. Hafsteinsson hjá Radíó- bæ ehf. í vikunni var sagt frá því á neyt- endasíðu að BT-verslanirnar væru með öll hljómtæki á útsölu því fermingarkrakkar kysu frekar MP3-spilara og hátalara í tölvur. Bragi Guðmundsson deildar- stjóri hjá hljómtækjadeild Orms- son tekur í sama streng og Sig- urður og segir að töluverð aukn- ing sé í sölu hljómtækja hjá fyrir- tækinu Bræðrunum Ormsson. „Ef við miðum við siðasta ár sjáum við að töluverð aukning hefur orðið í sölu hljómtækja fyrir fermingarn- ar, ekki síst í sölu svokallaðra IS hljómtækja frá Pioneer sem virð- ast vera vinsælastu tækin hjá krökkunum núna. Pioneer eru þeir fyrstu sem reyna að bijóta upp þessi hefðbundnu hljómtæki." Dulbúnar auglýsingar „Þetta líkist dúlbúnum auglýs- ingum og alhæfingarnar um að krakkar vilji ekki lengur græjur eru út í hött.", segir Sigurður. Bragi er sama sinnis og segist enga trú hafa á því að krakkar nenni að standa upp úr rúminu á kvöldin og slökkva á tölvunni þeg- ar á að fara að sofa heldur noti fjarstýringuna frekar og slökkvi þannig á græjunum.. „Eins efast ég um að fólk al- mennt nenni að ræsa tölvuna að- eins til að spila og hlusta á einn disk.“ Sigurður segir að það megi vera að ákveðin fyrirtæki sem sér- hæfa sig í sölu á tölvum og tengd- um búnaði séu að selja lítið af hljómtækjum. „Skýringuna er ekki að fínna í áhugaleysi á hljóm- tækjum. Hún er miklu frekar sú að þeir eru ekki að bjóða réttu vöruna. Radíóbær ehf. hefíir verið með umboð fyrir Aiwa á íslandi undanfarin 20 ár og verið með á bilinu 30-40% markaðshlutdeild. “ Sigurður segir að ef borið sé saman verð á tölvum og nauðsyn- legum búnaði til að spila tónlist sé verið að tala um verð sem er 5 til 6 sinnum hærra en góð hljómflutn- ingstæki kosta. „Verð á hljómflutningstækjum hefur verið að lækka um 10% á ári undanfarin fímm ár og hljómtæki sem kostuðu um 79.900 krónur ár- ið 1995 kosta í dag um 35.900 krónur. Vinsælasta fermingar- stæðan kostar um 24.900 krónur.“ Nýjung hjá matvælaiðjunni Vilko á Blönduósi Pönnukökuduftið varð að djúpsteikingardeigi Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Stoltir starfsmenn hjá Vilko á Blönduósi með djúpsteikingardeigið sem er nýjung í framleiðslu fyrirtækisins. Morgunblaðið/Blönduósi Matvælaiðjan Vilko á Blönduósi er að senda frá sér sína átjándu afurð þessa dagana. Um er að ræða djúp- steikingardeig sem nefnist orlydeig. Gunnar Valdimarsson, verksmiðju- stjóri Vilko, sagðist hafa fengið hug- myndina að þessari framleiðsluvöru hjá kokki í veiðihúsinu við Víðidalsá. Kokkurinn hafði keypt töluvert af pönnukökudufti sem Vilko framleið- ir og hafði Gunnar orð á því við hann hversu duglegir veiðimenn væru í pönnukökubakstri. Kom þá í ljós að kokkurinn var að nota pönnuköku- deigið við djúpsteikingu. Síðan þá hefur Ámý Amadóttir, matvæla- fræðingur á Blönduósi, unnið að þróun vörannar sem nú er að koma í verslanir. Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að meginstefna Vilko væri „bara vatn til viðbótar“. Það er þó nokkuð um að sambærilegar vör- ur sem framleiddar era þurfí, auk dufts og vatns, egg og smjör. Gunn- ar sagði ennfremur að djúpsteiking- ardeigið væri ókryddað,því mismun- andi smekkur réði því hvaða krydd hæfði hverju sinni. Deigið er fram- leitt í 275 g pakkningum sem Gunn- ar segir að dugi til djúpsteikingar á hálfu kílói af rækjum. Auk rækjunn- ar nefndi Gunnar að djúpsteikingar- deigið væri kjörið íyrir ýsu, kjúkling og blómkál en möguleikamir væra raunar miklu fleiri. Vilko framleiðir deigið einnig í pakkningum íyrir hinn svokallaða stóreldhúsamarkað. Matvælaiðjan Vilko hefur starfað í 14 ár á Blönduósi og hjá fyrirtæk- inu vinna 7 manns. Gunnar Valdi- marsson verksmiðjustjóri sagði að afkoma íyrirtækisins síðastliðið ár hefði verið mjög góð og menn hefðu margar hugmyndir um nýjar fram- leiðsluvörur, sumar væra í burðar- liðnum en aðrar yrðu að bíða síns tíma. D-vítamínbættur mj ólkurdry kkur Mjólkursamsalan hefur sett á markað nýjan mjólkurdrykk, Keilu. Að sögn Baldurs Jónssonar markaðsstjóra hjá Mjólkursam- sölunni er með þessum drykk verið að koma til móts við óskir Manneldisráðs um að D-vítamín- bæta fituskerta mjólk Þetta er fyrsta skrefið í þá átt. „Sam- kvæmt upplýsingum frá Mann- eldisráði er neysla D-vítamíns af skornum skammti hjá mörgum aldurshópum, ekki síst hjá ungu fólki. Keiludrykkurinn er fitu- skertur og fellur því vel að manneldismarkmiðum. Við þurftum að fá sérstaka heimild frá Hollustuvernd ríkis- ins til að D-vítamínbæta drykk- inn.“ Baldur segir að til standi að D- vítamínbæta léttmjólk síðar á þessu ári. Þá geta neytendur val- ið léttmjólk með eða án D-víta- míns. Keila inniheldur að sögn Bald- urs 25% af ráðlögðum dag- skammti D-víta- míns en hann segir að skortur á vítamíninu geti komið í veg fyrir að kalk nýtist líkaman- um. Baldur segir \ að lokum að i Keilan hafi öll næringarefni sem eru í venjulegri mjólk. Hægt er að fá Keilu með þremur bragðteg- undum, jarðarberja-, peru- og appelsínubragði. Keila með app- elsínubragði er án viðbætts syk- Spurt og svarað um neytendamál Verðið á pítsunni hafði hækkað Viðskiptavinur Bónus tók eftir því þegar hann keypti Chicago Town-pítsu að hún hafði hækkað úr 297 krónum í 339 krónur. Af- hverju þessi hækkun? „Chicago Town-pítsurnar komu á markað í fyrra og þær hafa ver- ið á tilboðsverði úti um allan bæ,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. „Bón- us eltir auðvitað öll tilboð sem koma frá öðrum. Núna hefur ekki verið tilboð hjá okkur í nokkurn tíma en við erum samt sem áður að bjóða lægsta verðið. Þess má geta að nú erum við með tilboð á tvöfaldri 920 gramma Chicago Town-pítsu og kostar hún 599 krónur," segir Guðmundur. Fjölskylda með tvo GSM-síma hjá sitt hvoru símafyrirtækinu kom með þá fyrirspurn hvers vegna símaflutningur væri ekki mögulegur á milli sím- anna? „Flutningur úr GSM-síma frá Landssímanum yfir í GSM-síma hjá Tali er ekkert mál og virkaði ágætlega þegar við prófuðum hann í framhaldi af þessari fyrir- spurn,“ segir Olafur Stephensen, forstöðumaður kynningarmála Landssímans. „Þetta á að vera vel framkvæmanlegt. Ég ráðlegg þessari fjölskyldu að koma með símana í þjónustu- miðstöð Símans og láta skoða þá,“ segir Ólafur. Brúðhjón Allur borðbúnaður - GIísíIpij gjaíavara - Briiðhjónalislar VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. Eldhús sannleikans Saltfískur Tómas R. Einarsson bassaleik- ari var heimsóttur í sjónvarps- þættinum Eldhúsi sannleikans í gær, föstudag. Eldaður var salt- fiskréttur. 500 g útvatnaður saltfiskur ______________hveiti_____________ ólífuolía (gjarnan jómfrúarolía) 2 meSalstórir laukar 2 meðalstórir rauðlaukar 6-8 hvítlauksrif 5 stórir tómatar (ekki verra að notg kirsuberjgtómatg í bland) 3 stórar paprikur (rauð, gul og græn) 1 stk. fennel stórar ólífur 1. Fyrst er allur laukurinn (hvít- laukur meðtalinn) látinn malla á mjög lágum hita í olíu í a.m.k. 20 mínútur og þess vegna lengur en hann má alls ekki brúnast. 2. Á meðan laukurinn mallar er ágætt að skera paprikuna í mjóar ræmur og saxa tómatana og fennelinn og skella þessu svo á pönnuna (eða wok-pott) og láta dóla á lágum hita áfram. 3. Ofninn er hitaður í 200 gráð- ur og vatn látið sjóða í potti. 4. Fiskflakið (eða stykkin) er beinhreinsað ef með þarf og skorið í stykki og stungið ofan í sjóðandi vatnið. Það á að sjóða í 5-6 mínútur. 5. Fiskstykkin eru sett á disk og látin kólna (á þessum tímapunkti er ágætt að smakka lítinn bita til að vita hvort fiskurinn er nægi- lega saltur og bæta úr því ef með þarf). 6. Olíu er hellt á pönnu og hún látin hitna vel. Svo er fiskurinn roðflettur, stykkin tekin í sundur og litlum bitum velt upp úr hveiti og þeir settir á pönnuna og steiktir vel báðum megin. 7. Þegar steikingunni er lokið á grænmetið að vera búið að malla í að minnsta kosti 50-60 mínútur (paprikan á að vera orðin vel mjúk). 8. Helmingur grænmetisins er settur í botninn á ofnföstu fati (látinn þekja hann) og síðan allur fískurinn þar ofan á og svo af- gangurinn af grænmetinu efst. Þar ofan á koma svo ólífurnar. Yfir þetta er gott að setja ál- pappír svo efsti hluti grænmetis- ins brenni ekki. 9. Fatinu er svo stungið í heit- an ofninn og rétturinn látinn bakast í 30-40 mínútur. Með matnum er gott að bera fram baguette-brauð eða áþekkt brauð, ískalt vatn og hvítvín. Nýtt Páskamalt Komið er á markað- inn páskamalt sem framleitt er hjá Sól- Víking á Akureyri. Bragðið einkennist af malti, karamellu og lakkrís. Páska- malt er orkuríkt og inniheldur meðal annars flókin kol- vetnissambönd. Maltið er selt í hálfs lítra flöskum og inni- heldur enga fitu. Rakakrem Rakakremið Hydraxx Forte er komið á markað fyrir þurra og við- kvæma húð. Rakakremið er ein- göngu byggt upp á jurtum og inniheldur B-vítamín. í fréttatil- kynningu frá Ýmus ehf. seg- ir að það kunni að gagnast fólki með exem og útbrot á líkamanum en það myndar vatnsfráhrindandi himnu og hlífir því viðkvæmri húð. Hydraxx Forte er alhliða líkams-, andlits- og handáburður. Raka- kremið fæst í flestum apótekum og lyfjabúðum um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.