Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 81 I DAG Arnað heilla O fT ÁRA afmæli. í dag, O t) laugardaginn 8. apr- fl, verður áttatíu og fimm ára Anna Þorsteinsdóttir, Ofanleiti 17, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Kristinn Hóseason. Þau eru að heiman í dag. BRIPS Umsjón fínðmundur Páll Arnarson HÉR er gáta sem gæti tekið nokkurn tíma að ráða: Laufnía vesturs er lykillinn að vörninni gegn íjórum spöðum suðurs. Hvers vegna í ósköpunum? Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ D2 ¥ KG6 ♦ R1043 + AD82 Vestur Austur * 5 + ÁG73 * D8753 ¥ Á42 * D7652 ♦ ÁG9 * 93 * 1074 Suður + K109864 ¥ 109 ♦ 8 * KG65 Spilið kom upp í annarri umferð MasterCard-móts- ins. í leik Samvinnuferða °g Hlíðakjörs varð Rúnar Einarsson sagnhafi í fjór- um spöðum í suður eftir opnun á veikum tveimur. Eéiagi hans í norður var Isak Örn Sigurðsson, en í AV voru Þorlákur Jónsson °g greinarhöfundur. Utspilið var smátt hjarta, lítið úr borði og Þorlákur tók á ásinn. Hann lagði nú tígulás inn á bók og spilaði hjarta! Rúnar átti slaginn á gosann og henti strax laufi í hjarta- kónginn. Hann trompaði oæst tígul og spilaði síðan spaða á drottninguna og ás austurs. Þorlákur kom nú áhorfendum á óvart með því að spila laufi upp í gaff- ul blinds. En hugmynd hans var frá upphafi sú að reyna að koma í veg fyrir að Rúnar gæti stytt sig nógu oft heima í trompinu tfl að ná af honum tromp- gosanum í lokastöðunni. Og þar kemur laufnían til sögunnar. Rúnar lét lítið lauf og nían neyddi út drottninguna. Rúnar svín- aði spaðatíu, en varð síðan að játa sig sigraðan. Hann átti aðeins eina innkomu oftir f borði (á laufásinn), en þurfti tvær; aðra til að trompa tígul og hina til að spiia úr blindum í lokin. Skoðum þetta betur: Ef hlindur fær að eiga slag á laufáttu, svínar sagnhafi í trompinu, spilar laufgosa inn á drottningu og tromp- ar tígul. Spilar loks lauf- kóng á ás (austur fylgir alltaf), og þá á blindur út í tveggja spila endastöðu, þar sem austur heldur á G7 í trompi, en suður K9. r7 ÁRA afmæli. í dag, 4 U laugardaginn 8. apr- íl, er sjötugur Guðni B. Frið- riksson, aðalbókari, Silfur- götu 26, Stykkishólmi. Eiginkona hans er Elsa S. Valentínusdóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. pT A ÁRA afmæli. Á t) V/ morgun, sunnudag- inn 9. apríl, verður fimm- tugur Hjörtur S. Sigurðs- son, Háaleiti 13, Keflavík. Af því tilefni munu hann og eiginkona hans, Erna Björnsdóttir, taka á móti gestum á heimili sínu í dag, laugardaginn 8. apríl, eftir kl. 20. SKAK Umsjón Hclgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Meðfylgjandi staða kom upp í Islandsflugsdeildinni sem lauk fyrir stuttu á milli stórmeistarans Jóhanns Hjartarsonar, hvítt, (2640) og Braga Þorfinnssonar (2350). Þó að Jóhann hafi hætt atvinnumennsku í skák sýnir hann með reglulegu millibih í Deildakeppninni, að lengi lifir í gömlum glæð- um. 23.Hgdl! Bxd7 24.Hxd7 Bg7 25.Re4 Be5 26.Bb6 a5 26...Bxh2 27.Hd8+ Kg7 28. Bd4+ e5 (28...Í6 29. Hd7+ ) 29.Bb6 var einnig gleðisnautt fyrir svartan. 27.Bxa5! b4 28.Bb6 Kg7 29.Rd6! Bxd6 30.Hxd6 e5 31.Hd8 h6 32.h4 hxg5 33.hxg5 f6 34.Hd7+ Kg8 35.gxf6 Hf8 36.Bc5 og svartur gafst upp Med morgunkaffinu Það fyrsta sem ég ætla að gera er að fá mér ískaldan bjór, en þú? Þú hefur aftur vökvað öryggisvörðinn, fíflið þitt. COSPER LJOÐABROT VORVISUR Vorið góða, grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn. Allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn. Kveður í runni, kvakar í mó kvikur þrastasöngur. Eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í göngur. Jónas Hallgrímsson. STJÖRNUSPA eftir Frances Urake *4fé HRUTUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert umhyggjusamur í garð annarra oggefur þér oft tíma til þess að vinna öðr- um þaðgagn sem þú mátt. Hrútur (21. mars -19. aprfl) Vinnusemi þín fer ekki fram hjá öðrum og þú munt hljóta umbun erfiðis þíns. Gættu þess bara að láta ekki vei- gengnina stíga þér til höfuðs. Naut (20. apríl - 20. maí) Notfærðu þér hvað þú átt auðvelt með að ná til fólks og gerðu þvi grein fyrir skoðun- um þínum. Það er aldrei að vita nema einn og einn sáiufé- lagi birtist. Tvíburar (21. maí - 20. júní) AA Það er engin lausn að hverfa af vettvangi þegar erfið mál eru brotin til mergjar. Þvi fyrr sem lausn fæst þeim mun betra fyrir þig sem aðra. Krabbi (21. júm-22. júlí) Leggðu spilin á borðið og láttu engan velkjast í vafa um hvað það er sem þú ætlar þér. Bjóddu öllum athugasemdum byrginn og haitu þínu striki ótrauður Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Margt er á gráa svæðinu og engin mál verða leyst nema allir að- ilar komi sér saman. Meyjd (23. ágúst - 22. sept.) (fi$L Bryddaðu upp á einhverju nýju til að setja lit á tilveruna. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hundshaus og hendur í skauti. Vog rrx (23. sept. - 22. október) A 4* Heimurinn hefur ekkert snúizt gegn þér, þótt eitthvað gangi þér í móti. Sýndu tillits- semi og þá leysast öll mál af sjálfu sér fýrr en varir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) F orðastu að hengja þig á ann- að fólk. Það er bara til leið- inda. Leystu þau mál sjálfur sem þú getur og leitaðu að- stoðar sérfræðinga um önn- ur. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) áL) Það er nauðsynlegt að hafa öll smáatriðin með í myndinni, öðru vísi getur þú ekki gengið frá málunum. Gefðu þér þann tíma sem þarf til þess. Steingeit (22. des.-19.janúar) Reyndu ekki að byrgja til- fínningar þínar inni. Segðu bara öðrum, hvað þér finnst um þá og láttu þá um að hafa áhyggjurnar, ef ástæður eru tfl. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Það er nauðsynlegt að læra af reynslu annarra.Það gengur ekíd að vera alltaf að finna upp hjólið og eyða tíma og orku, sem væri betur varið í annað. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fegurðin er ekki hvað sízt fólgin í þvi sem lítið fer fyrir. Gefðu þér tíma tii þess að finna fegurðina í kringum þig og njóta hennar sem bezt. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Óska eftir 2—3ja herbergja íbúð til kaups. Upplýsingar í síma 694 5323. Nú er tækifærið.. til að eignast ekta pels Ööruvísi Ijós og klukkur Síðir leðurfrakkar Handunnir dúkar og rúmteppi Sófasett og þrjú borð á aðeins kr. 157.000 Sigurstjamu Viðskiptanetið Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 Lagersala Vegna flutnings verður lagersala í Brautarholti 4 (við hliðina á Japis) í dag, laugardaginn 8. apríl, frá kl. 10 til 17 og á morgun, sunnudaginn 9. aprfl, frá kl. 12 til 16 Ýmsar plastvörur, leikfangabox, taukörfur, úrval búsáhalda, hitakönnur og brúsar, baðherbergisvörur, vírgrindur og hillur, hjólagrindur, vínrekkar, hraðsuðukönnur, brauðristar, ýmis verkfæri, verkfærakassar o.fl. o.fl. Mikið úrval á góðu verði. Gili, Kjalarnesi s. 566 8963/892 3041 Eitthvert besta úrval landsins af vönduðum, gömlum, dönskum húsgögnum og antikhúsgögnum Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00 og þri. og fimkvöld kl. 20.30-22.30 eða \Ath. einungis ekta hlutir eftir nánarg samkomulagi. Ólafur^ r4 Antik er fjárfesting * Antik er lífsstíll Til brúðkaupsgjafa Silfurborðbúnaður - Postulínsstell- Kristall Málverk - Persnesk teppi - Mottur Ýmisleqt áhugavert fyrir safnara Opiö mán.-fös. frá kl. 12-18, lau. kl. 11-17 og sun. kl. 13-17. Grensásvegi 14 ♦ sími 568 6076 Raðgreiðslur^ Opnum í dag á nýjum stað Garðatorgi 7 Bolir, peysur, buxur, jakkar Bjóðum upp á mikið úrval af nýjum kvenfatnaði fyrir konur á öllum aldri OPIÐ í dag, laugardag, kl. 10-16, á morgun, sunnudag, kl. 12-16. Hiá Svönu Verið velkomin Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.