Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 86
86 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Sokolov í
* kröppum dansi
á Grandrokk
MorgunblaðiOTim Smart
Hrafa Jökulsson, formaður Skákfélags Grandrokks, og Eyþór Arnalds
voru meðal þeirra sem tefldu við Sokolov.
STÓRMEISTARINN Ivan
Sokolov frá Sarajevo í Bosn-
íu lenti í kröppum dansi í
fjöltefli á Grandrokk á mánudags-
kvöldið. Sokolov, sem er 32 ára, er
einn sterkasti skákmaður heims og
getur m.a. státað af því að vera
síðasti maðurinn sem lagði Garri
Kasparov að velli í kappskák. Sok-
olov tefldi við 18 skákmenn á
Grandrokk, aðallega liðsmenn
skáksveita félagsins en auk þess
nokkra sérlega gesti. Skákklukkur
voru notaðar og höfðu keppendur
einn og hálfan tíma til umráða og
þegar líða tók á kvöldið kom sér
vel fyrir Sokolov að vera í góðu
formi. Það er skemmst frá því að
segja að Sokolov tapaði fjórum
skákum og gerði tvö jafntefli en
sigraði í tólf skákum. Reyndar má
segja að hann hafi sloppið vel, því
eins og hann upplýsti sjálfur óttað-
ist hann um tíma að hann myndi
tapa fjölteflinu. Þeir sem lögðu
meistarann voru Kjartan Guð-
mundsson, Tómas Björnsson og
Flovin Þór Næs, allir úr Skákfé-
lagi Grandrokk, og Sigurbjörn
Björnsson, formaður Skákfélags
Hafnarfjarðar. Jafntefli gerðu þeir
Róbert Harðarson og Birgir
Berndsen, báðir í Skákfélagi
Grandrokk. Skák Róberts og Sok-
olovs var æsispennandi, Róbert
beitti Morra-gambít, sem er eitt
leynivopna Grandrokkara, og
þurfti Sokolov að verja miklum
tíma og orku í að bjarga sér. Tóm-
as tefldi sérlega vel og vann sann-
færandi sigur í 24 leikjum en þá
var staða Sokolovs rústir einar.
Flovin Þór, sem var lærisveinn
Sokolovs þegar hann þjálfaði í
Færeyjum fyrir nokkrum árum,
nýtti sér örlítið frumkvæði af mik-
illi þolinmæði og sýndi að lexíurn-
ar hjá Sokolov höfðu skilað sér.
Sigurbjörn tefldi afar sannfærandi
en þakkaði reyndar sigurinn að
Sokolov fór illilega út af sporinu.
Jafntefli Birgis Berndsens var síð-
an kærkomið krydd í fjölteflið, en
Birgir er einn hinna harðsnúnu
stigalausu skákmanna Grandrokk
sem hafa staðið sig með prýði í
deildakeppninni síðustu tvö ár.
Fjöldi skákáhugamanna fylgdist
með fjölteflinu, m.a. stórmeistar-
arnir Helgi Ólafsson, Wojtkewitz,
Jan Timman, Hannes Hlífar og
Þröstur Þórhallsson og var greini-
legt að þeir öfunduðu Ivan Sokolov
hreint ekki að þurfa að standa í
svo snörpum orrustum á mörgum
vígstöðvum í einu.
f
‘í
STEINAR WAAGE
Sími 568 9212
Kringlu
jAfmæli
r Sissu
tískuhúsi
Fösnum 4 ára afmæli verslunarinnar
03 bjóðum viðskiptavinum
okkar frábæran afmælisafslátt
næstu dasa.
Ath. Ný drastasendins.
Verð frá kr. 14.900
Opið um helsina.
&issa t-ískuhús
' Hverfisgötu 52, sími562 5ii0u^
OROBLU skrefi
Fermingartilboð í Skóverslun Steinars
Waage, Kringlunni, laugardag og sunnudag.
20% afslóttur
af öllum OROBLU sokkabuxum.
Kynning í dag kl. 13-17.
oroblu@sokkar.is www.sokkar.is
Nemendur í 1. B.B. sýndu Ieikritið um Rauðhettu og slepptu öllu ofbeldi;
úlfarinn hvorki gleypti ömmuna né var drepinn!
Arshátíð í Borgaskóla
Kennaranemar við Borgaskóla sáu um að stjórna
hópum 1.-3. bekkinga á árshátiðardaginn.
Morgunblaðið/Jim Smart
ÞAÐ FÓR ekki
mikið fyrir hús-
næði Borgaskóla
haustið 1998 og
fátt sem benti til
að skólastarf væri
aðhefjast.
í dag er blóm-
legt skólastarf í
Borgaskóla sem
enn er starfrækt-
ur í færanlegum
húsum en mun f
haust taka í notk-
un helming veg-
legrar skólabygg-
ingar sem verið er
að reisa á lóðinni
við Vættaborgir í
Grafarvogi.
Borgaskóli er eini skóiinn í
Reykjavík sem eingöngu er starf-
ræktur í lausum stofum. En ekki
er allt sem sýnist og skóli er ekki
hús heldur það sem fer fram f hús-
unum, segir Árdis ívarsdóttir að-
stoðarskólastjóri.
Skólastjóri Borgaskóla er Guð-
laug Sturlaugsdóttir og eru nem-
endur skólans rúmlega 180 og
mun fjölga i 250 næsta haust.
Fyrsta starfsárið var í skólanum
1.-3. bekkur og í vetur stækkaði
skólinn upp í 6. bekk. Á næstu ár-
um mun skólinn vaxa jafnt og þétt
og á endanum verða starfræktur
fyrir 1.-10. bekk.
Fyrstu tvö ár skólans hafa ein-
kennst af jákvæðu uppbyggingar-
starfí þar sem allir hafa lagt hönd
á plóginn; kennarar, nemcndur,
starfsfólk og ekki síst foreldrar.
I síðustu viku var svokölluð árs-
hátiðarvika. Þá unnu nemendur
og kennarar að ýmsum undirbún-
ingi og afrakstur hans kom i ljós á
sjálfum árshátiðardeginum, 30.
mars.
Árshátíðin var tvískipt. 1.-3.
bekkur sýndi skemmtiatriði, farið
var í þrautabraut, horft á mynd-
band, unnið saman að myndverki
og haldið diskótek. Síðar um dag-
inn buðu eldri nemendur foreldr-
um sinum á skemmtidagskrá og að
þiggja veitingar. Siðan var dansað
fram eftir kvöldi eftir tónlist sem
plötusnúður skólans stjórnaði.
Stjórncndur Engjaskóla voru svo
elskulegir að lána Borgaskóla sal
Engjaskóla og var hann listilega
skreyttur af myndlistarhópnum.
ögnum
m mm
Opnunartími
nán.—föstud. frá kl. 12-18
og laugard. frá kl. 11 — 14
Mörkfinni 3 - Símfi 588 0640