Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MUMn
Ungt par á gangi í
kirkjugarði í rökkrinu.
I fjarska heyrist
væl í uglu
Skuggaleg vera
leynist í runnunum.
Tónlistin hækkar
'/ 'li "■<* ]
fatMutf-m*
Ljóska
Herra, hérna er Herra?
reglustrikan sem
ég fékk lánaða.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Augu
Akureyrar
Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni:
APRÍL er undir nautstákni - feg-
ursti mánuður fyrir þá, sem minnast
afmælis síns.
Akureyri er falleg í þessum mán-
uði í sínum fjölbreytileik. Súlur,
Vindheimajökull, Kaldbakur við hið
yzta haf, Vaðlaheiðin og svo Pollur-
inn sem minnir á athöfn. Það var
skautað, þar var stundað jakahlaup.
Fyrir þrettán dögum og þrettán
nóttum var áð heldur betur þarna í
höfuðstað Norðuramtsins - fyrst
tekið sér bólfesta á Gistiheimili Ak-
ureyrar í Hafnarstræti 104 (í gamla
apótekinu hans O.C. Thorarensen).
Þetta var byrjunin og þar leið
manni vel eins og í himinsæng. Mað-
ur hvíldist fyrir athöfn fram undan:
Sund snemma á morgnana 6.45.
Árbítur os spásserað síðan um mið-
bæinn. Fyrst haldið til kaffiteríanna
á Bautanum og KEA þar sem gamla
akureyrska gengið er.
Að svo búnu stefnt í norður og
skálmað um Hafnarstræti framhjá
dýrindis verslunum eins og
AMARO og Style klæðaverslun,
sem minnir mest, lang mest á New
York City af bútíkum á íslandi. Þar
náttúrulega fengið sér ítölsk föt til
að reyna að líta betur út. í þetta
sinn var ekki komið við í bankhúsi
heldur labbað rólega að Ráðhús;
torgi, sem er hjarta Akureyrar. í
Brekkugötu 1 var iðulega áð í gamla
daga, einkum á stríðsárunum. Þar
bjó dr. Halldór Halldórsson með
sinni fallegu konu, henni Sigríði
Guðmundsdóttur. Þar var oft gam-
an að horfa yfir torgið. Maður minn-
ist þess þegar tveir brezkir leyni-
þjónustumenn litu við í Brekkugötu
1 hjá þeim hjónum Sigríði og Hall-
dóri. Þeir voru Oxford-menntaðir og
töluðu mörg tungumál og litu út
eins og óbrotnir hermenn, voru ekki
í liðsforingjabúningi - voru sagðir
afar hátt settir í hernum brezka.
Þeir voru oft kátir og brugðu á
breskan húmor. Eitt sinn sagði ann-
ar þeirra eftir að hafa bergt á gin og
tónik: „Take a look, these are the
eyes of Akureyri."
Undir lokin var staldrað við í
Borgarsölunni við torgið og rætt við
konu úr Dýrafírðinum er ásamt
manni sínum (frá Fáskrúðsfirði) er
eigandi þessarar merkilegu sjoppu.
STEINGRÍMUR ST. TH.
SIGURÐSSON,
listamaður.
Hælbítar
Frá Ólafi H. Hannessyni:
ÞEGAR Sigurdór Sigurdórsson
blaðamaður á Degi og áður á Þjóð-
viljanum sáluga fór að velta fyrir
sér hverja Davíð ætti við, þegar
hann talaði um hælbíta sem alltaf
fylgdu sér eins og skugginn, sagði
Sigurdór í blaði sínu að greinilegt
væri að þarna ætti Davíð við Illuga
hinn ógnþrungna og Guðmund
Andra Thorson. Af hverju sleppti
Sigurdór sjálfum sér? Af hverju
sleppti hann Guðrúnu Gunnars-
dóttur dagskrárgerðarmanni á Stöð
2, sem er fastur lesandi Heita potts-
ins skítuga í Degi og er svo hrifin að
henni nægir ekki að lesa pottinn í
einrúmi, heldur les hann upp fyrir
alþjóð kl. 7-9 á hverjum morgni,
ásamt öðrum pólitískum áróðurs-
fréttum úr blaðinu sem einu sinni
hét Tíminn og var bænda- og þjóð-
málablað af gamla skólanum undir
leiðsögn afburða blaðamanna eins
og Jóns Helgasonar, Þórarins Þór-
arinssonar og Indriða G. Þorsteins-
sonar. Það má með sanni segja, að
nú sé Snorrabúð stekkur, börnum
og hröfnum að leik.
Það er athyglisvert að vinstri
sinnaðir bardagamenn hreiðra nú
um sig á fjölmiðlunum. Heimir, for-
maður Alþýðubandalagsins, er kom-
inn á Stöð 2, ásamt Robert Marshall
úr stúdentapólitíkinni. Alltaf er
kallað á rauða prófessorinn Svan
Kristjánsson, fyrrv. formann AU-
aballa, þegar ræða þarf hlutlaust!!
um stjórnmál á ríkisfjölmiðlunum.
Einu sinni var Morgunblaðið
brjóstvörn hins lýðræðissinnaða
borgara, sbr. glæsilega þátttöku
blaðsins í átökunum um líf og dauða
íslenska lýðveldisins 30. mars 1949,
en blaðið er nú í besta falli skoðana-
laus vinsældafíkill.
ÓLAFUR H. HANNESSON,
Snælandi 4, Reykjavík
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Vmalma Rauða krossins
- Úkeypis símaþjónusta
þegar þér er uandi á höndum
- Ert þú 18 ára eða eldri og þarft
að ræða við einhuern í trúnaði?
~~ Vinalínan sími 800 6464
frá kl. 20-23 öll kvöld