Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 78

Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 78
78 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MUMn Ungt par á gangi í kirkjugarði í rökkrinu. I fjarska heyrist væl í uglu Skuggaleg vera leynist í runnunum. Tónlistin hækkar '/ 'li "■<* ] fatMutf-m* Ljóska Herra, hérna er Herra? reglustrikan sem ég fékk lánaða. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Augu Akureyrar Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni: APRÍL er undir nautstákni - feg- ursti mánuður fyrir þá, sem minnast afmælis síns. Akureyri er falleg í þessum mán- uði í sínum fjölbreytileik. Súlur, Vindheimajökull, Kaldbakur við hið yzta haf, Vaðlaheiðin og svo Pollur- inn sem minnir á athöfn. Það var skautað, þar var stundað jakahlaup. Fyrir þrettán dögum og þrettán nóttum var áð heldur betur þarna í höfuðstað Norðuramtsins - fyrst tekið sér bólfesta á Gistiheimili Ak- ureyrar í Hafnarstræti 104 (í gamla apótekinu hans O.C. Thorarensen). Þetta var byrjunin og þar leið manni vel eins og í himinsæng. Mað- ur hvíldist fyrir athöfn fram undan: Sund snemma á morgnana 6.45. Árbítur os spásserað síðan um mið- bæinn. Fyrst haldið til kaffiteríanna á Bautanum og KEA þar sem gamla akureyrska gengið er. Að svo búnu stefnt í norður og skálmað um Hafnarstræti framhjá dýrindis verslunum eins og AMARO og Style klæðaverslun, sem minnir mest, lang mest á New York City af bútíkum á íslandi. Þar náttúrulega fengið sér ítölsk föt til að reyna að líta betur út. í þetta sinn var ekki komið við í bankhúsi heldur labbað rólega að Ráðhús; torgi, sem er hjarta Akureyrar. í Brekkugötu 1 var iðulega áð í gamla daga, einkum á stríðsárunum. Þar bjó dr. Halldór Halldórsson með sinni fallegu konu, henni Sigríði Guðmundsdóttur. Þar var oft gam- an að horfa yfir torgið. Maður minn- ist þess þegar tveir brezkir leyni- þjónustumenn litu við í Brekkugötu 1 hjá þeim hjónum Sigríði og Hall- dóri. Þeir voru Oxford-menntaðir og töluðu mörg tungumál og litu út eins og óbrotnir hermenn, voru ekki í liðsforingjabúningi - voru sagðir afar hátt settir í hernum brezka. Þeir voru oft kátir og brugðu á breskan húmor. Eitt sinn sagði ann- ar þeirra eftir að hafa bergt á gin og tónik: „Take a look, these are the eyes of Akureyri." Undir lokin var staldrað við í Borgarsölunni við torgið og rætt við konu úr Dýrafírðinum er ásamt manni sínum (frá Fáskrúðsfirði) er eigandi þessarar merkilegu sjoppu. STEINGRÍMUR ST. TH. SIGURÐSSON, listamaður. Hælbítar Frá Ólafi H. Hannessyni: ÞEGAR Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður á Degi og áður á Þjóð- viljanum sáluga fór að velta fyrir sér hverja Davíð ætti við, þegar hann talaði um hælbíta sem alltaf fylgdu sér eins og skugginn, sagði Sigurdór í blaði sínu að greinilegt væri að þarna ætti Davíð við Illuga hinn ógnþrungna og Guðmund Andra Thorson. Af hverju sleppti Sigurdór sjálfum sér? Af hverju sleppti hann Guðrúnu Gunnars- dóttur dagskrárgerðarmanni á Stöð 2, sem er fastur lesandi Heita potts- ins skítuga í Degi og er svo hrifin að henni nægir ekki að lesa pottinn í einrúmi, heldur les hann upp fyrir alþjóð kl. 7-9 á hverjum morgni, ásamt öðrum pólitískum áróðurs- fréttum úr blaðinu sem einu sinni hét Tíminn og var bænda- og þjóð- málablað af gamla skólanum undir leiðsögn afburða blaðamanna eins og Jóns Helgasonar, Þórarins Þór- arinssonar og Indriða G. Þorsteins- sonar. Það má með sanni segja, að nú sé Snorrabúð stekkur, börnum og hröfnum að leik. Það er athyglisvert að vinstri sinnaðir bardagamenn hreiðra nú um sig á fjölmiðlunum. Heimir, for- maður Alþýðubandalagsins, er kom- inn á Stöð 2, ásamt Robert Marshall úr stúdentapólitíkinni. Alltaf er kallað á rauða prófessorinn Svan Kristjánsson, fyrrv. formann AU- aballa, þegar ræða þarf hlutlaust!! um stjórnmál á ríkisfjölmiðlunum. Einu sinni var Morgunblaðið brjóstvörn hins lýðræðissinnaða borgara, sbr. glæsilega þátttöku blaðsins í átökunum um líf og dauða íslenska lýðveldisins 30. mars 1949, en blaðið er nú í besta falli skoðana- laus vinsældafíkill. ÓLAFUR H. HANNESSON, Snælandi 4, Reykjavík Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Vmalma Rauða krossins - Úkeypis símaþjónusta þegar þér er uandi á höndum - Ert þú 18 ára eða eldri og þarft að ræða við einhuern í trúnaði? ~~ Vinalínan sími 800 6464 frá kl. 20-23 öll kvöld
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.