Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skiptar skoðanir um ágæti biívörusamnings HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og starfandi landbúnaðar- ráðherra, mælti s.l. fimmtudag fyrir frumvarpi um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu á búvörum en því er ætl- að að lögfesta nauð- synlegar breytingar á lögum vegna ákvæða í búvöru- samningi sem Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra og forsvarsmenn Bændasamtaka ís- lands undirrituðu 11. mars síðastlið- inn. Frumvarpið hlaut misjafnar við- ... ......... tökur meðal alþing- ismanna og lýstu nokkrir efasemdum sínum um efni búvörusamningsins. Fram kom í framsöguræðu starf- andi landbúnaðarráðherra að bú- vörusamningurinn, sem er til sjö ára, væri að verulegu leyti samhljóða eldri samningum um sama efni. Hann fæli þó einnig í sér nokkrar breytingar. „í hinum nýja sauðfjár- samningi eru fjölmörg sóknarfæri fyrir bændur sem vilja halda áfram búskap og bæta afkomu sína og þar er einnig komið verulega til móts við þá bændur sem viija hætta búskap,“ sagði Hafidór. „Þar er um að ræða tilboð ríkisins um kaup á greiðslu- marki til þeirra sem vilja hætta og heimild til að framselja greiðslumark sem gefin verður frjáls síðar á samn- ingstímanum." Halldór rakti efni búvörusamn- ingsins og gerði m.a. grein íyrir því markmiði samningsaðila að styrkja sauðfjárrækt sem atvinnugrein og bæta afkomu sauðfjárbænda. Jafn- framt væri stefnt að aukinni hagræð- ingu í sauðfjárrækt, að sauðfjárrækt verði í samræmi við umhverfisvemd, ALÞINGI landkosti og æskileg landnýtingar- sjónarmið, auk þess sem stefnt er að því að halda jafnvægi milli fram- leiðslu og sölu sauðfjárafurða og að efla fagmennsku, þekkingu og þróun í sauðfjárrækt. Sagði Halldór að þessum mark- miðum hygðust menn ná með því að beina stuðn- ingi ríkisins í rík- ari mæli að gæðastýrðri framleiðslu. Ennfremur myndi því kerfi, ................ sem gildir um út- flutning sauð- fjárafurða, verða viðhaldið, rann- sóknir, kennsla og þróun greinar- innar yrði efld, unnið yrði að sátt um mat á landnýtingu og aðstoð við þá bændur sem viija hætta sauðfjár- framleiðslu. Frumvarpið flókið með eindæmum Hjálmar Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður landbúnaðarnefndar Alþingis, sagði samninginn að mörgu leyti tíma- mótasamning. Aðstæður sauðfjár- bænda væru bættar verulega með samningnum, ekki aðeins þeirra sem halda vildu áfram sauðfjárrækt held- ur væri hinum einnig gefið tækifæri til að hætta með sóma. Lagði Hjálmar jafnframt áherslu á mikil- vægi gæðastýringarverkefnisins. Lýsti hann þeirri von sinni að land- búnaðarnefnd þingsins ynni málið hratt en sagði að auðvitað væri ekki hægt að gera of miklar breytingar á frumvarpinu enda yrðu bændur að geta treyst því að staðið yrði við gerðan samning. Matvælaeftir- lit verði gert skilvirkara SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði á Alþingi í gær að hún teldi brýnt að matvælaeftirlit yrði einfaldað hér á landi. Matvælaeft- irlit er í dag undir forsjá þriggja ráðuneyta en Siv sagðist hlynnt því að þetta eftirlit yrði sett undir eitt eða tvö ráðuneyti. Að störfum væri hins vegar nefnd, sem ríkisstjómin hefði skipað að hennar tillögu, og þar til sú nefnd skilaði áliti sínu væri ekki tímabært að fjölyrða um það undir hvaða ráðuneyti mat- vælaeftirlitið skyldi fara. Siv hafði mælt fyrir frumvarpi er víkur að matvælum en það var samið í framhaldi af starfi nefndar sem skipuð var til að gera tillögur um hvemig bregðast skyldi við nið- urstöðum skýrslu sem tekin var saman um útbreiðslu kampýló- bakterí umhverfi, húsdýmm og matvælum og um orsakir sýkinga í mönnum. Er m.a. lagt til í frum- varpinu að ráðherra verði heimilt að setja reglur þess efhis að þeir sem starfa að framleiðslu og dreif- ingu matvæla sæki námskeið um meðferð matvæla. Ennfremur að eftirlitsaðilar skuli vinna að því að . fyrirbyggja að matvæli geti valdið heilsutjóni og skuli grípa til viðeig- andi ráðstafana ef vart verður við matarsjúkdóma eða smithættu. Loks er kveðið skýrar á um skyld- ur þeirra sem annast rannsóknir og greiningu á matvælum tíl að til- kynna til hlutaðeigandi stofnana ef hætta getur stafað af neyslu mat- væla. í umræðum um frumvarpið gerði Sigríður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, að um- talsefni þá hugmynd að matvæla- eftirlit skyldi fært undir eitt ráðu- neyti, en eins og málum er háttað í dag er það undir sjávarútvegsráðu- neyti, sem sér um eftirlit gagnvart sjávarafurðum, landbúnaðarráðu- neyti, sem fer með embætti yfir- dýralæknis, og umhverfisráðu- neytis, sem hefur Hollustuvemd ríkisins á sínum snærum. Einnig hafa sveitarfélög viðtækt eftirlit í gegnum sitt heilbrigðiseftirlit. Umhverfisráðherra tók undir það í seinni ræðu sinni að matvæla- eftirlit væri ekki í eðlilegum far- vegi að hennar mati. Of mörg grá svæði væru og þeim þyrfti að eyða. Kvaðst Siv jafnvel telja að upp- bygging á matvælaeftirlitinu hefði að mestu leyti skapað grundvöll fyrir þær uppákomur sem orðið hefðu í sambandi við t.d. kampýló- baktermengun í alifuglum. „Þannig að ég styð það að mat- vælaeftirlitið verði einfaldað og að það verði fellt undir a.m.k. eitt eða tvö ráðuneyti, en ekki þijú eins og er í dag,“ sagði Siv. Upplýsti hún að hún hefði flutt þar að lútandi til- lögu í ríkisstjóm fyrir skömmu. Hefði verið ákveðið að nefnd for- sætisráðherra um opinbera eftir- litsstarfsemi færi yfir þessi mál og kæmi með tillögur um hvemig gera mætti matvælaeftirlit skil- virkara. Frumvarp um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum var rætt á Alþingi sl. fimmtudag. Aðrir þingmenn vora ekki eins eindregnir í stuðningi sínum við framvarpið og búvörasamninginn. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingar, var þó fremur já- kvæður en sagði hins vegar að það væri alls ekki víst að það yrðu ein- ungis hinir eldri bændur sem nýttu sér uppkaupatilboð stjórnvalda, eins og menn virtust telja öraggt. Hættan væri einmitt sú að yngri bændur myndu nýta sér tækifærið til að hætta sauðfjárrækt og fara í önnur störf. Þuríður Backman, þingmaður VG, var einnig fremur jákvæð í garð samningsins þótt að hún teldi hann alls ekki gallalausan. Sagði hún að margir bændur væra ósáttir en þeir væra hins vegar óánægðir á ólíkum forsendum. Ekkert eitt atriði stæði upp úr öðrum fremur hvað galla samningsins varðaði. Kvaðst Þuríður óttast að gæðastýringarverkefnið, sem kveðið er á um í samningnum, yrði hið mesta bákn og gagnrýndi hún líka hversu flókinn samningur- inn væri. Tók Hjálmar Jónsson undir ótta Þuríðar varðandi gæðastýring- arverkefni í andsvari við ræðu henn- ar. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti hins vegar harðri andstöðu sinni við gerðan bú- vörasamning. Sagði hann samning- inn vondan og gagnrýndi Pétur harð- lega þá forsjárhyggju sem einkenndi samninginn. Hann tók einnig undir að hér væri á ferð með eindæmum flókinn og skrifræðislegur samning- ur. Svanfríður Jónasdóttir, þingmað- ur Samfýlkingar, sagðist telja að það kerfi, sem hér væri verið að fram- lengja, væri fyrir löngu gengið sér til húðar og í sama streng tók Jón Bjamason, þingmaður VG, sem sagði tekið á vanda dagsins í dag með aðferðum fyrri tíma. Vörugjald af snakki fellt niður VÖRUGJALD verður fellt niður af tilteknum vörum og fjárhæð gjaldsins breytt verði frumvarp, sem Geir H. Haarde fjármálaráðherra mælti fyrir á Álþingi á fimmtudag, að lög- um. Er áætlað að tekjutap rík- issjóðs vegna þeirra gjald- breytinga sem af frumvarpinu leiðir verði rúmlega 150 millj- ónir króna. I frumvarpinu er lagt til að vöragjald verði fellt niður af tilteknum rafmagnsvörum, þ.e. ýmsum raftækjabúnaði sem nýttur er í iðnaði, svo sem rafmagnstöflur og öryggis- rofa. Kemur fram í athuga- semdum við frumvarpið að þessi aðgerð sé liður í því að fella vörugjald af vörum sem notaðar eru sem efnisvara í framleiðslu niður í áföngum. Ennfremur er lagt til að vörugjald verði fellt niður af vörugjaldsskyldu snakki, poppkorni, salthnetum, salt- kexi og saltstöngum. Er þessi breyting lögð til þar sem mis- ræmis hafi þótt gæta í álagn- ingu vörugjalds á þessar vör- ur, og hafa sumar borið vöru- gjald og aðrar ekki. Heppi- legast hafi þótt að gjaldtaka af snakki yrði að öllu leyti felld niður. Fjárhæð vörugjalds af kakói og vörum framleiddum úr því verður samræmd, nái fram- varpið fram að ganga, lagt er til að vöragjald verði fellt nið- ur af hjólböram, sem og af marmara og öðram steini sem ætlaður er til framleiðslu, svo sem legsteinagerðar, en ekki til klæðningar, t.d. á veggi. Loks er lagt til að vörugjald verði fellt niður af þeim vopn- um og skotfærum sem enn bera vörugjald. Skattlagningu kaup- réttartekna komið í fastan farveg GEIR H. Haarde fjármálaráðherra mælti á fimmtudag fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt en frum- varpið lýtur að skattlagningu tekna sem myndast vegna kaupa á hlutabréfum skv. kauprétti, breyt- ingum á skattalegri meðferð lífeyr- isiðgjalda og loks er lagt til að nýt- ing hlutabréfaafsláttar nái einnig til erlendra hlutabréfa. í framsöguræðu sinni sagði Geir að sú þróun hefði átt sér stað und- anfarin misseri að kaupréttur starfsmanna á hlutabréfum í fyrir- tækjum sem þeir vinna hjá hefði verið að ryðja sér til rúms sem hluti launakjara. Ekki væri kveðið skýrt á um skattlagningu slíkra tekna í gildandi lögum og því væri nú lagt til að tekin yrðu af öll tví- mæli um hvernig skattskyldu slíkra tekna skuli háttað. Lagt er til að tvenns konar reglur gildi um skattlagningu þess- ara tekna, annars vegar svokölluð meginregla og hins vegar svonefnd sérregla. Felst það í meginregl- unni að til skattskyldra tekna telj- ist mismunur á gangverði þegar kaupréttur er nýttur og þeirri fjár- hæð sem starfsmaður greiðir fyrir hlutabréfin skv. kaupréttarsamn- ingi. í sérreglunni felst hins vegar að um tekjur starfsmanna vegna kaupréttar fari alfarið eins og um fjármagnstekjur að uppfylltum til- teknum skilyrðum og þær skatt- Heimildir vegna frádráttar af tekjum vegna lífeyrissparn- aðar rýmkaðar lagðar samsvarandi með 10% skatti. 27% þjóðarinnar nýtir nú þegar möguleikann á tveggja prósenta viðbótarsparnaði í frumvarpinu er lagt til að tek- inn verði af allur vafi um að lög- aðili eða sjálfstætt starfandi maður geti talið til rekstrarkostnaðar ið- gjöld til öflunar lífeyrisréttinda starfsmanna enda séu þau tekju- færð í hendi launþegans. Jafnframt verði tekin upp skýr ákvæði um heimildir til að draga iðgjöld og framlög til öflunar lífeyrisréttinda frá skattskyldum tekjum launþega. „í því samhengi," sagði Geir, „er lagt til að í stað þess að launþegi geti dregið frá skattskyldum tekjum sínum 4% vegna lífeyrisið- gjalda í samtryggingarsjóð og allt að 2% vegna séreignarsparnaðar, verði honum gert kleift að draga frá tekjum sínum allt að 20% sam- tals vegna lífeyrissparnaðar, þó að hámarki 1,5 milljónir króna á ári.“ Sagði ráðherrann að þetta ætti við hvort heldur sem iðgjald væri greitt í sameignar- eða séreignar- sjóði. Meginbreytingin frá gildandi lögum væri því sú að framlag launagreiðenda yrði nú tekjufært í hendi launþega en á móti fengi launþeginn mun rýmri rétt til frá- dráttar sem næmi allt að 20%. Ennfremur er lagt til að mót- framlag launagreiðenda í lífeyris- sparnaði í formi lækkunar á trygg- ingagjaldi verði aukið úr 0,2% í allt að 0,4%, og mælti Geir samhliða fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um tryggingagjald þar sem tekið var á þessu. Sagði Geir í þessu sambandi að það hefði komið ánægjulega á óvart að könnun sem fyrirtækið PriceWaterhouseCoop- ers gerði fyrir fjármálaráðuneytið í upphafi árs leiddi í ljós að rúmlega 27% þjóðarinnai- nýtti sér nú þegar möguleikann á tveggja prósenta viðbótarsparnaði. Loks gerði fjármálaráðherra grein fyrir þefrri breytingu sem víkur að hlutabréfaafslættinum svokallaða. Er lagt til að frádrátt- arreglurnar verði rýmkaðar frá því sem nú er, þ.e. að heimild til þess að draga frá tekjum einstaklinga fjárfestingu í hlutabréfum taki jafnt til innlendra sem erlendra fé- laga og lagði Geir áherslu á að er- lendu félögin þyrftu að fullnægja öllum þeim skilyrðum sem gerð eru til innlendu félaganna í lögun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.