Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Kúamjólk og syk-
ursýki í börnum
í GREIN í Mbl.
fimmtudaginn 6. apríl
sl. gerir Sveinn H.
Guðmundsson, dýra-
læknir í Noregi, at-
hugasemdir við skrif
okkar Sigurðar Sig-
urðarsonar um hugs-
anlegt samband
betakaseíns A1 í kúa-
mjólk og sykursýki í
börnum. Nokkurs
misskilnings og óná-
kvæmni gætir í skrif-
um hans, sem verður
að svara í stuttu máli.
Betakaseín A1
í 76% NRF-kúa
Það er alvarleg mistúlkun hjá
Sveini að um það bil helmingur
norskra kúa sé laus við betakaseín
Al. Tíðni gensins fyrir betakaseín
A1 í norska kúakyninu NRF
reyndist 0,513 í rannsókn á kúa-
stofnum á Norðurlöndunum. Tíðni
í norska NRF-kyninu á arfgerðun
á betakaseíngerðum í mjólk reikn-
ast þá vera 0,263 fyrir gerð AlAl,
0,500 fyrír gerð A1A2 og 0.237 fyr-
ir gerð A2A2. Síðasta gildið sýnir
að ekki er nema 24% NRF kúa
laus við betakaseín Al, en 76%
þeirra eru með þetta varasama
prótín.
Helstu hugsanlegu orsakatengsl
milli betakaseíns A1 og sykursýki
barna eru rakin hér fyrir neðan.
Hugsanleg orsakatengsl
• Sykursýkitíðni barna hefur
verið afar há í Finnlandi og er með
því hæsta í heiminum.
• Finnar hafa lagt
sig fram um að leita
orsaka að sykursýki.
Þeir hafa tengt syk-
ursýkiáhættu barna á
unga aldri við nær-
ingu á kúamjólk á
fyrsta ári barnsins.
• Ný-Sjálendingar
(Elliott o.fl.) settu
fram þá tilgátu 1997
að mjólkurpróteínið
betakaseín A1 gæti
valdið sykursýki. Þeir
sýndu fram á að til-
raunamýs (NOD-mýs,
non-obese-diabetic
mice) fengu sykursýki
þegar þær voru fóðr-
aðar á betakaseíni AlAl, en fengu
ekki sykursýki ef þær voru fóðrað-
ar á betakaseíni A2A2. Sveinn
nefnir ekki fóðrun á betakaseíni
A2A2 í sinni grein.
• Rannsóknir Ný-Sjálendinga
1999 sýndu háa raðfylgni
(r=+0.98) milli magns af betakas-
eínum A1 og B í daglegu fæði 10
þjóða og sykursýkitíðni sömu
þjóða (Elliott o.fl.).
• I þeirri rannsókn voru Finnar
með mikla mjólkurneyslu, hæstu
neyslu betakaseína og hæstu tíðni
á sykursýki ungbarna.
• í sömu rannsókn voru íslend-
ingar með mesta mjólkurneyslu,
næstminnstu neyslu betakaseína
A1 og B, vegna þess hve fátíð þau
eru í íslenskri mjólk (betakaseín B
hefur ekki fundist hér), og næst-
lægstu sykursýkitíðnina.
• Inga Þórsdóttir prófessor hef-
Sykursýki
Það er alvarleg mistúlk-
un hjá Sveini, segír
Stefán Aðalsteinsson,
að um það bil helmingur
norskra kúa sé laus við
betakaseín Al.
ur ritað tvær greinar um mataræði
og sykursýki á íslandi. Hún bendir
á mjög lága tíðni sykursýki á ís-
landi, vekur athygli á þeirri tilgátu
að betakaseín A1 geti valdið syk-
ursýki, og bendir á að tíðni
betakaseíns A1 sé mun lægri hjá
íslenskum kúm en í aðalkúastofn-
um hinna Norðurlandanna.
• Tillögur hafa verið gerðar að
úrvali á Islandi gegn geninu
betakaseín A1 með svokölluðu
skyndivali, þar sem Al-geninu yrði
útrýmt úr íslenska kúastofninum á
sem stystum tíma. Svo virðist sem
útrýma mætti geninu úr stofninum
á 5-6 árum ef allt kapp væri lagt á
það.
• Við úttekt á væntanlegri hag-
kvæmni af innflutningi sem gerð
var sem BA-námsverkefni í hag-
fræði við hagfræði- og viðskipta-
deild Háskóia íslands sl. vor varð
aðalniðurstaðan sú að innflutning-
ur væri mjög óhagkvæmur ef hann
ylli aukningu í sykursýki. Tíðni
hennar gæti tvöfaldast ef beta-
kseín A1 veldur sykursýki.
Stefán
Aðalsteinsson
Aðalfundarboð
Aðaffundur EIS hf. verður haldinn 17. apríl 2000 kl. 19:00 í Gullteig,
Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38.
Dagskrá skv. 14. gr. samþykkta félagsins:
1- Skýrsla stjórnar.
2. Endursko ðaður ársreikningur lagður fram.
3. Stjórnarkjör og kosning endurskoðenda.
4. Ráðstöfun hagnaðar.
5. Ákvörðun um stjórnarlaun.
6. Önnur mál.
6.J Tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á eigin hlutum í félaginu.
6~Z Önnur mál löglega upp borin.
Tillögur ásamt reikningum félagsins liggja frammi til skoðunar á skrifstofu
félagsins að Grensásvegi 10, frá 10. aprll 2000. Atkvæðaseðlar og önnur
fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir fundinn.
Reykjavik, 6. apríl 2000.
Stjóm EJS hf.
EJS vinnur samkvæmt ISO 9001 vottuðu gæöakerfi + EJS hf. +563 3000 + www.ejs.ls + Grensásvegi 10 + 108 Reykjavik
Tíðni betakaseín A1 gensins var
0.359 að meðaltali í 11 gömlum
norrænum kúakynjum í rannsókn-
inni sem að ofan getur (Danmörk
undanskilin). NRF-kýrnar eru
43% hærri í tíðni á betakaseíni A1
en þessi gömlu norrænu kyn.
Sveinn segir í grein sinni að
ástand sykursýki í börnum í Nor-
egi hafi versnað upp úr 1960 og
verið lélegt síðan. Það er athyglis-
vert að á sjöunda áratugnum fjölg-
aði NRF-kúm mikið í Noregi og
þær urðu fljótlega allsráðandi þar,
en gömlu kynjunum fækkaði að
sama skapi. Er hugsanlegt sam-
band á milli fjölgunar NRF-kúa í
Noregi og aukningar á sykursýki?
Sveinn nefnir að Norðurlöndin
eigi langt í land með að slá ýmsum
svæðum í Asíu við að því er varðar
sykursýki, en hún er þar víða
sjaldgæf. Á það má benda að
mjólkurneysla mun vera lítil víða í
Asíu, og á stórum svæðum þar,
eins og til dæmis á Indlandi, er
indverskt kúakyn, sem er fjarskylt
vestrænum kúm. Þetta indverska
kyn (Bos indicus) hefur ekkert
betakaseín A1 í mjólkinni, aðeins
betakaseín A2. Sú mjólk veldur
ekki sykursýki í tilraunamúsum.
Sveinn notar sérkennilega fram-
setningu í málflutningi sínum.
Hann talar m.a. um skemmtilegan
áróður og full einfalt trix í málf-
lutningi okkar Sigurðar. Við get-
um ekki svarað með öðru en því að
við reynum eftir bestu getu að
halda okkur við vísindalega kunn
rök og staðreyndir.
Sveinn gagnrýnir þá hugmynd
að útrýma betakaseíni A1 úr ís-
lenska kúastofninum. Hann telur
einfalt að velja gegn betakaseíni
A1 í norskum kúm, en hann virðist
misskilja fræðin og halda að gena-
tíðni sé arfgerðatíðni.
Arfgreining
kálfa
íslendingar geta fremur en aðrir
valið gegn betakaseíni Al. Við höf-
um hátt hlutfall af A2 genum í
kúastofninum. Af nautkálfum sem
fara í afkvæmaprófun ættu 45 af
hverjum 100 að vera með arfgerð-
ina A2A2. Ef við arfgreinum naut-
kálfa fyrir val í afkvæmaprófun
getum við kastað frá öllum sem
eru af arfgerðum AlAl og A1A2
og eingöngu lagt upp með A2A2
kálfa. Þannig mætti líka arfgreina
kvígukálfa til ásetnings og fækka
óheppilegum gerðum áður en valið
er til lífs. Ef fullur kraftur er sett-
ur í valið er fljótlegt að ná árangri.
Heppilega genið, A2, er algengt.
Gerð var um það tillaga á Nýja-
Sjálandi fyrir nokkrum árum að
velja sérstakan hóp af A2A2 kúm á
eitt bú og framleiða úr þeim A2A2
mjólk sem úr mætti vinna mjólk-
urduft til nota í barnamjólk.
Þeir sem réðu málum í
nautgriparækt þar í landi féllust
ekki á tillöguna vegna þess að það
gæti komið óorði á kúamjólkina, ef
menn kæmust að því að til væri
svolítið af sérstakri heilsumjólk,
en öll hin mjóikin væri varasöm.
Þetta eru gild rök þar sem tíðni á
betakaseíni A1 er há. Hér á landi
er nærri því helmingur mjólkur-
innar laus við betakaseín Al. Þess
vegna getum við hafið framleiðslu
á mjólk með betakaseíni A2A2
hvenær sem er.
Höfundur er doktor í búfjárfræðum
og fyrrverandi framkvæmdastjóri
norræns genabanka fyrir búfé.
Jafnrétti á
nýrri öld
HÆGRI menn hafa
lengi verið gagnrýnd-
ir fyrir að hafa lítinn
áhuga á málum sem
snerta jafnrétti kynj-
anna. Nú í vikunni
steig ríkisstjórn ís-
lands mikilvægt skref
í átt til nýrra tíma
þegar þrír ráðherrar
lögðu fram frumvarp
til laga um fæðingar-
orlof. Frumvarpið
markar stórkostleg
tímamót og mun skipa
Islandi í fremstu röð
hvað varðar jafnrétt-
is- og fjölskyldumál.
Sjálfstæður réttur feðra
Frumvarpið felur í sér lengingu
fæðingarorlofs úr sex mánuðum í
níu mánuði. Konur og karlar munu
eiga sama rétt til fæðingarorlofs,
hvort sem þau starfa á opinberum
eða almennum vinnumarkaði eða
eru sjálfstætt starfandi. Hvort for-
eldri fær sjálfstæðan rétt til fæð-
ingarorlofs í þrjá mánuði og er sá
réttur ekki framseljanlegur. Því til
viðbótar eiga foreldrar rétt á
þremur mánuðum sem þeir ráða
hvernig þeir skipta á milli sín.
Þá er mikilvægt að í frumvarp-
inu er gert ráð fyrir að fæðingar-
orlofið verði launatengt og verði
80% af heildarlaunum. Sem kunn-
ugt er hafa karlmenn að meðaltali
hærri laun en konur og með því að
tekjutengja fæðingarorlof er verið
að fyrirbyggja að fjárhagslegir
hagsmunir komi í veg fyrir að fað-
irinn nýti sér rétt sinn til að vera
heima með nýfæddu barni sínu.
Með frumvarpinu er einnig
tryggður aukinn sveigjanleiki á
töku fæðingarorlofs sem ætti að
koma bæði foreldrum og atvinnu-
lífinu til góða. Fæðingarorlofið
skal tekið á fyrstu 18 mánuðunum
eftir fæðingu bams, ættleiðingu
eða töku barns í varanlegt fóstur.
Ýmis fleiri fjölskylduvæn nýmæli
er að finna í frumvarpinu svo sem
13 vikna foreldraorlof.
Jafnrétti heima
og í vinnunni
Með þessu frum-
varpi er réttur feðra
til fæðingarorlofs
stórlega aukinn og
börnum þar með
tryggður réttur til
þess að njóta um-
gengni við báða for-
eldra sína. Feðrum er
að sama skapi gert
lagalega og efnahags-
lega kleift að vera
heima hjá nýfæddu
barni sínu og mun það
styrkja stöðu þeirra á
heimilinu og gagnvart
börnum sínum.
Um leið hefur frumvarpið í för
með sér að konur verða verðmæt-
Fæðingarorlof
Frumvarpið hefur í för
með sér, segir Margrét
Einarsdóttir, að konur
verða verðmætari
starfskraftur á
vinnumarkaðinum.
ari starfskraftur á vinnumarkaðin-
um. Fram að þessu hafa margir
vinnuveitendur litið á konur sem
kostnaðarsaman starfskraft þar
sem þær hafa þurft að vera miklu
meira frá vinnu en karlar vegna
barneigna. Frumvarpið mun draga
verulega úr þessu bili sem mun
skila sér í minnkandi launamun
kynjanna og bættri stöðu kvenna á
vinnumarkaðinum.
Það er óhætt að segja að með
þessu frumvarpi sé stigið stórt
skref í átt til jafnréttis kynjanna
og á ríkisstjórnin hrós skilið.
Höfundur er formaðurjafnréttis-
nefndar SUS-þings 1999.
Margrét
Einarsdóttir