Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 88. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Atök er atlögu að hvítum bónda í Zimbabwe var hrundið Boða fleiri árás- ir og alvarlegri mönnum, lagt undir sig 1.000 bú- jarðir hvítra manna og hefur Mug- abe lagt blessun sína yfir það. Jörðum skipt upp fyrir kosningar? Chenjerai Hitler Hunzvi, formað- ur í samtökum uppgjafahermanna í Zimbabwe, sagði í gær, að ekkert gæti komið í veg fyrir, að blökku- menn gerðu fleiri árásir og „alvar- legri“ á landeignir hvítra manna í landinu. Minnti hann á, að þingið hefði veitt ríkisstjórninni heimild til að taka þær bótalaust og lagði áherslu á, að búið yrði að skipta upp jörðum hvítu bændanna, sem eru um 4.000 talsins, fyrir kosningar. Verða þær haldnar fljótlega, hugs- anlega í næsta mánuði. Tendai Biti, talsmaður helsta stjórnarandstöðuflokksins í Zimb- abwe, Samtaka um lýðræðisleg um- skipti, sagði í gær, að væntanlegar kosningar myndu í raun snúast um Mugabe forseta. Sagði hann, að Mugabe gerði réttast í því að segja af sér og að því búnu væri „unnt að útvega honum farseðil til Honolulu eða eitthvert annað“. í Zimbabwe blasir við efnahags- legt hrun og hefur atlagan að hvítu bændunum, sem eru einn af horn- steinum efnahagsstarfseminnar, ekki bætt úr skák. I gær tilkynnti ríkisstjórnin, að hátíðahöldum vegna 20 ára sjálfstæðis landsins hefði verið aflýst. Vorfundur Alþjóðag;jaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans á sunnudag Bjart framundan í efna- hagsmálum heimsins Hungrið sverfur að CATHERINE Bertini, yfirmaður Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, skoraði í gær á þjóðir heims að afstýra hungurdauða milljóna manna í Eþíópíu og nágrannaríkjum þess. Þar hefur víða varla komið dropi úr lofti í fjögur ár og í sumum héruðum er næstum allur nautpeningur fall- inn og mest af sauðfé og geitum. SÞ áætla, að senda verði tæplega milljón tonna af matvælum til þessa svæðis á þessu ári. Myndin er af Adi Bule, aldraðri konu, sem hafði farið langan veg áður en hún komst til bæjarins Teltele þar sem matvælum er dreift til þurfandi fólks. Harare. AP, AFP. ÁTÖK brutust út í gær er drukknir menn reyndu að leggja undir sig búgarð hvíts bónda í Zimbabwe. Var árásinni hrundið af blökkumönnum, sem starfa á búgarðinum, en einn helsti leiðtogi landtökumannanna sagði, að ekkert gæti komið í veg fyrir, að jarðeignir hvítra manna yrðu frá þeim teknar bótalaust. Skotum var hleypt af er hópur drukkinna manna reyndi að leggja undir sig búgarð skammt frá höfuð- borginni, Harare, í gær en blökku- menn, sem vinna á búgarðinum og öðrum búgörðum í grenndinni, brugðust til varnar og ráku land- tökumennina brott. Áður hafði þeim tekist að vinna miklar skemmdir á nokkrum húsum á jörðinni. Frá því í febrúar hafa landtökumenn, aðal- lega gamlir vopnabræður Roberts Mugabes, forseta Zimbabwe, í skæruliðastríðinu gegn hvítum Ofmat á bandarískum hlutabréfamarkaði eitt helsta áhyggjuefnið Washington. AP, AFP. EFNAHAGSLÍFIÐ hefur snúist til hins betra um allan heim og horfur eru á að hagvöxturinn verði að jafnaði 4,2% á þessu ári. Kemur þetta fram í misser- isskýrslu frá IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en vorfundur hans og Alþjóða- bankans verður í Washington á sunnudag. Er mikill viðbúnaður hjá lög- reglunni í borginni vegna fyrirhugaðra mótmæla ýmissa samtaka. Kúbudrengurinn Milliganga Páfagarðs Washington. AP, AFP. PÁFAGARÐUR hefur boðist til að leggja til húsnæði fyrir væntanlegan fund kúbverska drengsins Elians Gonzalez og föður hans. James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, skýrði frá þessu í gær og Jorge Mas Santos, forseti samtaka Bandaríkjamanna af kúbverskum ættum, sagði, að fund- urinn færi fram í húsakynnum Páfa- garðs í Washington. I fyrradag var þó haft eftir Lazaro Gonzalez, frænda Elians á Miami, að ekkert yrði af fundi þeirra feðga vegna þess, að Elian kærði sig ekki um hann. Haft er eftir heimildum í bandaríska dómsmálaráðuneytinu, að ættingj- um drengsins á Miami hafi verið af- hent bréf og skipun um að afhenda hann nú í morgun á Opa Locka-flug- vellinum við Miamiborg. Ætlaði Jan- et Reno, dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, að fara til Miami í gær til að þrýsta á um þetta. í skýrslunni segir að mikill þrótt- ur í efnahagslífinu í Bandaríkjunum og Evrópu kyndi undir hagvexti í heiminum en hann var 3,3% á síðasta ári. Er efnahagslífið næstum alls staðar í sókn nema í Japan þar sem batamerkin eru enn mjög óljós. I skýrslunni segir þó að þrátt fyrir gott gengi almennt hafi lítið ræst úr í fátækustu löndunum. Þar hafi íbúarnir, rúmur milljarður manna, ekki nema um eða innan við 70 kr. ísl. til ráðstöfunar daglega og þess vegna hafi aldrei fyrr í sögunni verið jafn skörp skil og nú milli ríkra og fá- tækra. Alþjóðavæðingin jafnar kjörin Höfundar skýrslunnar bregðast hart til varnar alþjóðavæðingunni, sem þeir segja vera öflugt tæki til að jafna lífskjörin um allan heim og án hennar hefðu til dæmis Suðaustur- Asíuríkin ekki getað losað sig við fá- tæktarfjötrana. Þeir sem gagnrýni alþjóðavæðinguna mest séu undan- tekningalítið fólk í velmegunarlönd- unum. Þótt bjart sé framundan er samt sem áður ýmislegt að varast. Ekki síst ofmat á hlutabréfamarkaði, einkum í Bandaríkjunum, sem ýtir undir ofneyslu og gerir allt fjármála- kerfið viðkvæmt fyrir harkalegum leiðréttingum. Segjast skýrsluhöf- undar óttast að þenslan í Bandaríkj- unum standist ekki að öllu leyti til lengdar og því sé hætt við „harðri lendingu"; auknum verðbólguþrýst- ingi, vaxtahækkunum, mikilli geng- islækkun á hlutabréfamarkaði og efnahagslegum afturkippi á næsta ári. Hann myndi aftur hafa slæm áhrif á efnahagslífið í heiminum. Skattar lækki í Evrópu Hvað varðar Evrópu eru ríkis- stjórnir þar einkum hvattar til að draga úr mikilli skattlagningu og í skýrslunni segir að í Rússlandi sé augljóslega nokkuð farið að rofa til í efnahagsmálunum. Vorfundur Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og Alþjóðabankans verður í Washington á sunnudag og eru ýms- ir hópar, allt frá róttækum vinstri- mönnum til róttækra hægrimanna, farnir að gera sér vonir um að geta endurtekið leikinn frá því í Seattle í desember er þeim tókst að spilla fundi Heimsviðskiptastofnunarinn- ar, WHO. Meðal hópanna eru t.d. verkalýðsfélög, sem telja alþjóða- væðingu vera af hinu illa, og mann- réttindasamtök, sem segja stofnan- irnar arðræna milljónir manna. Nasdaq er enn á niðurleið \cw York. Ap, AFP. BANDARISKA Nasdaq-vísital- an, sem mælir gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum, féll enn í gær, þriðja daginn í röð. Er viðskiptum lauk í gær hafði Nasdaq fallið um 286,69 stig, 7,1%, og stóð þá í 3.769,21. Nokk- ur lækkun varð einnig á Dow Jon- es-iðnaðarvísitölunni. Lækkunin á Nasdaq er meðal annars sögð stafa af því, að nú er áætlað, að tekjur Microsoft á síðasta árs- fjórðungi hafi verið nokkru minni en áður var talið og auk þess telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, hættu á snöggum veðrabrigðum á bandarískum hlutafjármarkaði. Ýmsir fjármálasérfræðingar hafa fagnað lækkun Nasdaq-vísitöl- unnar og segja hana binda enda á óeðlilega mikla eftirspum eftir hlutabréfum í netfyrirtækjum. Vorverkin í Moskvu Vorið er að koma í Moskvu og starfsmenn borgarinnar eru önnum kafnir við að dytta að ýmsu eftir veturinn. Hér er verið að vinna á Rauða torginu og Vasílídómkirkjan í baksýn. Torgið og kirlgan draga að sér fleira ferðafólk en nokkur annar staður í Rússlandi. MORGUNBLAÐH) 13. APRÍL 2000 690900 II 0900001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.