Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Veronika Konráðsdóttir hefur verið áskrifandi að Morgunblaðinu í 70 ár Þykir alltaf vænt um Morgun- blaðið Morgunblaðið/Kristinn Veronika Konráðsdóttir gerðist áskrifandi að Morgunblaðinu þegar hún stofnaði heimili tvítug að aldri. VERONIKA Konráðsdóttir varð 91 árs fyrir skömmu og á þeim timamótum voru 70 ár Iiðin frá því að hún gerðist áskrifandi að Morgunblaðinu. Líklega eru þeir vandfundnir sem hafa lesið Morg- unblaðið daglega jafn lengi og hún. „Þegar ég fór að halda heimili byrjaði ég að kaupa Morgunblað- ið; þá var ég tuttugu ára. Ég hef keypt það samfleytt síðan,“ segir Veronika, en hún og eiginmaður hennar, Þorsteinn Þorsteinsson, stofnuðu sitt fyrsta heimili við Lindargötu og bjuggu þar á fyrstu hjúskaparárum sínum. „Ég held að þá hafi verið nokk- uð um að fólk hafi fengið Morgun- blaðið heim. Það voru aðallega strákar, minnir mig, sem báru það í hús. Þá stóðu líka gamlir menn á hornum og seldu Morgunblaðið og margir keyptu það þannig." Gamlir menn með gleraugu komu til okkar og lásu blaðið Þau hjónin áttu heima í Reykja- vík í nokkur ár en fluttu svo í Stykkishólm og áttu þar hcima í sextán ár. „Við fengum blaðið að sjálf- sögðu þangað. Þar komu alltaf tveir gamlir menn til okkar með gleraugun sin til að lesa blaðið. Þeir voru alveg fastur liður. Svo kom náttúrlega fyrir að fólk fékk blaðið lánað, því það voru ekki allir sem keyptu það.“ Veronika segir að það hafi lík- lega verið upp úr stríðsárunum sem Morgunblaðið fór að koma inn á nær öll heimili. „Það var auðvitað ekki þannig fyrst. Það voru þessi erfíðu ár frá því um 1930 þangað til þessi blessaði her kom, þá breyttist allt og maður fór að sjá peninga." Áður sendi fámennari hópur greinar í blaðið Veronika segir að á fyrstu ár- unum sem hún var áskrifandi hafi hún helst lesið fréttir og ýmiss konar frásagnir og einnig hafí hún fylgst spennt með fram- haldssögu sem birt var í blaðinu. Hún segir að fólk hafí almennt rætt efni blaðsins mikið sín á milli. Þá hafí grcinar sem fólk skrifaði í blaðið oft vakið nokkra athygli og umræðu en henni fínnst eins og það hafi verið mun fámennari hópur sem sendi grein- ar í blaðið áður fyrr en nú. „Fólk var ekki eins upp- hurðamikið þá og núna, held ég. Þá voru það aðallega stjórnmála- menn sem voru að koma sínum skoðunum að, eins og gengur, sem sendu inn greinar.“ Hún seg- ist enn lesa blaðið mjög ítarlega og finnst ein helsta breytingin á blaðinu vera sú að efnið sé orðið fjölbreyttara en það var. Lærir Víkverja utanbókar Veronika á marga eftirlætis efnisþætti í blaðinu. „Ég er voða spennt fyrir mörgu. Ég les nú allt- af Víkverja, ég læri hann utan- bókar. Ég les líka yfirleitt allar greinar og svona. Ég les blaðið voðalega mikið, alveg eins og ég get. Svo segi ég að það sé alveg hreint að marka spádómana oft, en þó er hún líka ansi skrýtin stundum stjörnuspáin. Mér þykir alltaf afskaplega vænt um Morgunblaðið og ég hef aldrei getað hugsað mér að láta það á móti mér að kaupa þetta eina blað,“ segir Veronika. Endurmat á eigin fé Landssfmans 3,8 millj- arðar kr. greiddir til ríkis- ins STURLA Böðvarsson, samgöngu- ráðherra segir að gert sé ráð fyrir að Landssíminn greiði ríkissjóði þá 3,8 milljarða króna sem eigið fé fyrir- tækisins reyndist vanmetið um sam- kvæmt niðurstöðu starfshóps á veg- um samgönguráðuneytisins og taki lán til þess að standa undir því. Saro- keppnisstofnun taldi á sínum tíma eigið fé fyrirtækisins vanmetið um 10 milljarða króna. Sturla sagði að á sínum tíma hefði Tal kært verðmat Landssímans til Samkeppnisstofnunar og samkeppn- isyíirvöld hefðu í framhaldinu beint því til hans að þama væri um að ræða vanmat og dulinn ríkisstuðning sem gæfi Landssímanum forskot i samkeppninni. í kjölfarið hefði hann sett nefnd á laggirnar til að skoða málið og hefði kallað eftir umsögn frá þeirri mats- nefnd sem upphaflega hefði lagt mat á fyrirtækið árið 1996. Sú nefnd hefði komist að þeirri niðurstöðu að eðlilegra hefði verið að nota aðra að- ferð við mat á fyrirtækinu, þ.e.a.s. að meta tekjustreymið frá því fremur en nota eignamat. Horft hefði verið til reglna í Evrópu í þessu sambandi og í kjöl- farið hefði hann myndað starfshóp skipaðan tveimur endurskoðendum og viðskiptafræðingi til þess að meta fyrirtækið á þessum forsendum og niðurstaða þess starfshóps lægi nú fyrir, en samkvæmt þeirri niður- stöðu væri talið eðlilegt að hækka stofnefnahagsreikning Landssímans i um 3,8 milljarða króna, eins og kom- j ið hefði fram. Þar sé um að ræða við- skiptavild sem eigi að teljast til eigna í en á móti sé færð skuld við ríkissjóð sem eiganda fyrirtækisins, en gert sé ráð fyrir að taka út úr fyrirtækinu þessa viðbót. Mörg matsatriði „Samkeppnisstofnun sagði ofmat um tíu milljarða, en þessir vísu menn, eftir að hafa farið mjög ná- kvæmlega ofan í þetta á faglegum forsendum, segja 3,8 milljarðar, en samt kemur fram að þarna er um mörg matsatriði að ræða,“ sagði Sturla. Hann sagði að hann hefði hins veg- ar metið það þannig til þess að taka af allan vafa og til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi tortryggni að rétt væri að fela stjóm Landssímans að taka tillit til þessa endurmats. Þar með vonaðist hann til þess að málinu væri lokið. Það væri ljóst að hér eftii' væri Landssíminn í samkeppni með meiri skuldir á bakinu en áður, því gert væri ráð fyrir að þessi viðbótar- eign yrði greidd út til ríkisins og tek- ið lán til að standa undir því. Reykingar og offíta meðal áhættuþátta kransæðasjukdóma Lyfjameðferð við offítu kostar 125 þúsund DRAGA þarf úr tóbaksnotkun, hvetja fólk til hreyfingar og að neyta hollrar fæðu. Þetta eru mikilvægir þættir í forvörnum gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Offita er hraðvaxandi heilsu- farsvandi sem draga má úr með lyfjameðferð og breyttum neysluvenjum og kostar lyfjameðferð- in um 125 þúsund krónur á mann. Þetta kom meðal annars fram í fyrirlestrum lækna á forvarnadögum sem fræðslunefnd Fé- lags íslenskra heimilislækna, landlæknir og Tryggingastofnun standa að. Emil Sigurðsson, sérfræðingur í heimilis- lækningum, ræddi um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Hann sagði að læknisfræðileg forgangsröðun beindist að þeim sem hafa krans- æðasjúkdóm eða annan æðakölkunarsjúkdóm og þeim sem eru í mikilli áhættu. Emil segir áhættuþætti hjarta- og æðasjúk- dóma marga og sé unnt að hafa áhrif á suma þeirra, svo sem offitu, blóðfitu, reykingar, kyrr- setu og áfengisneyslu, svo nokkuð sé nefnt. Ekki sé hins vegar hægt að breyta aldri, kyni eða erfðaþáttum sem einnig geti verið áhættuþættir. Hættan á kransæðasjúkdómum eykst hjá fólki á öllum aldri við reykingar og eru dánarlík- ur karla innan við 65 ára tvöfaldar vegna hjarta- og æðasjúkdóma en auk þeirra er einnig aukin hætta á krabbameinum og lungnasjúkdómum. Þá kom fram í máli Emils að faraldsfræðilegar rannsóknir hafi sýnt að hreyfing sé ákveðin vernd við til dæmis kransæðasjúkdómum, há- þrýstingi og beinþynningu. Brýnt sé að menn hreyfi sig strax frá unga aldri í 30 mínútur þrisvar til fjórum sinnum í viku en helst dag- lega. Þeir sem hreyfi sig í 20 mínútur daglega búi við 30% minni hættu á dauða af völdum kransæðasjúkdóma. Pétur Pétursson, heilsugæslulæknir á Akur- eyri, fjallaði um meðferðarúrræði við offitu og sagði hann í viðtali við Morgunblaðið að á hverj- um degi kæmi fólk til heimilislækna vegna of- fituvanda. Hann sagði offitu alvarlegt og hrað- vaxandi heilsufarsvandamál og forvarnir væru brýnasta verkefnið. Pétur sagði ósannað að megrun drægi úr dánartíðni hjarta- og æðasjúk- dóma en meðferð yrði að byggjast á hugarfars- og lífsstílsbreytingu. Pétur lýsti lyfjameðferð við offitu og sagði hana brúklega með öðru fyrir ákveðinn hóp þeirra sem stríddu við offitu og laga yrði meðferðina að þörfum hvers og eins. Hann sagði árangur byggjast á sjúklingnum sjálfum, þekkingu hans á vandanum og vilja til að standast freistingar. I fyrirlestri sínum setti hann fram tölur um kostnað af lyfjameðferð og gaf sér að um 15 þúsund manns væru haldnir of- fitu. Ef þrjú þúsund þeirra færu í lyfjameðferð í heilt ár myndi það kosta um 375 milljónir króna. öð í dag Morgunblaðinu í dag fylgir tímaritið 24-7. Útgefandi: Alltaf ehf. Ábyrgðarmaður: Snorri Jónsson Fram slapp fyrir horn á Akureyri/B2 Friðrik Ingi hættir með Njarðvíkinga/Bl Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.