Morgunblaðið - 13.04.2000, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Samið við flugvirkja hjá Flugleiðum eftir langa samningalotu
Verkfalli frestað og at-
kvæðagreiðsla í næstu viku
Víkinga-
sýning vek-
ur áhuga
DAGBLÖÐ og tímarit í Bandaríkj-
unum sýna íslandi og Norðurlanda-
þjóðunum aukinn áhuga í tilefni af
Víkingasýningunni sem opnuð verð-
ur í Smithsonian-safninu í Washing-
ton síðar í mánuðinum.
I Newsweek er grein um víking-
ana og siglingar þeirra um Evrópu
og til Ameríku, þar sem fjallað er um
menningu og hæfileika til siglinga
um N-Atlantshaf. Þá mun mynd frá
Vestmannaeyjum prýða forsíðu á
maíhefti National Geographic.
FRESTAÐ hefur verið um þrjár
vikur verkfalli Flugvirkjafélags ís-
lands hjá Flugleiðum, sem boðað
hafði verið frá kl. 11 fyrir hádegi í
dag, þar sem aðilar náðu sam-
komulagi um öll meginatriði nýs
kjarasamnings í gærkvöld. Emil
Eyjólfsson, formaður samningan-
efndar flugvirkja, kvað samninga-
nefndarmenn sátta við það sem
náðst hefði fram.
Verkfalli hefur verið frestað þar
til atkvæðagreiðsla um nýjan
kjarasamning hefur farið fram.
Millilandaflug Flugleiða verður því
samkvæmt áætlun í dag en verk-
fall hefði átt að koma til fram-
kvæmda klukkan 11. Gert er ráð
fyrir félagsfundi hjá flugvirkjum á
mánudaginn og að atkvæðagreiðsla
um samninginn fari síðan fram á
þriðjudag.
„Við erum sáttir við það sem við
náðum fram,“ sagði Emil í samtali
við Morgunblaðið en kvaðst ekki
geta rætt einstök atriði samnings-
ins, hann yrði fyrst kynntur félags-
mönnum. „Við vorum á góðum
gangi eftir ákveðinn þröskuld um
tíma.“ Emil sagði að samningstím-
inn væri frá 1. apríl síðastliðnum til
15. september 2003.
Mikilvægt að fá frið
„Við erum fyrst og fremst sáttir
við að verkfalli var forðað,“ sagði
Einar Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri hjá Flugleiðum, í gærkvöld.
Einar sagði viðbrögð erlendra
ferðamanna hér hafa verið sterk
um leið og verkfall var boðað og
menn hafi þá viljað komast frá
landinu. Hann sagði alltaf tjón að
verkfallsboðun, bæði vegna
breyttra áætlana farþega, enda
flytti félagið nærri fímm þúsund
manns á dag á þessum árstíma, og
af töpuðum viðskiptum í framtíð-
inni. „Það er engin leið að sjá þann
kostnað fyrr en eftir á og erfitt að
slá á það, en meginkostnaðurinn
hefði að sjálfsögðu orðið ef verkfall
hefði skollið á.“
Samningamenn flugvirkja og at-
vinnurekenda komu saman hjá rík-
issáttasemjara kl. 10 á þriðjudags-
morgni og lá samkomulagið fyrir
um kl. 18 eftir 32 tíma fundarsetur.
A lokaspretti viðræðnanna var tek-
ist á um ýmis útfærsluatriði en
kaupliður var ekki mikið ásteyting-
arefni. Einar vildi ekki frekar en
fulltrúi flugvirkja tjá sig um efnis-
atriði samningsins.
Þegar nærri dró boðuðum verk-
fallsdegi ákváðu Flugleiðir að fella
í takmarkaðan tíma niður skilmála
sem binda ferðadaga farþega sem
höfðu bókað ferðir frá þeim tíma
sem verkfallið var boðað. Margir
notfærðu sér þennan kost og
breyttu ferðadögum sínum. Hólm-
fríður Júlíusdóttir, sem veitir fjar-
sölunni forstöðu, sagðist ekki hafa
tölu á fjölda þeirra breytinga sem
gerðar hafa verið á farmiðum far-
þega. Hún sagði að strax í gær-
kvöld hefði fólk verið rólegra, en
minna hefði verið um það en hún
átti von á að farþegar breyttu á ný
til fyrri áætlunar. Hún átti von á
að starfsmenn fjarsölunnar yrðu á
vaktinni fram eftir kvöldi til að
sinna óskum viðskiptavina.
Verkfall yfirvofandi
hjá Flugfélagi íslands
Afram stendur verkfallsboðun
hjá Flugfélagi íslands frá og með
næstkomandi mánudegi. Jón Karl
Ólafsson, framkvæmdastjóri fé-
lagsins, tjáði Morgunblaðinu að
fundur væri fyrirhugaður kl. 15 í
dag hjá ríkissáttasemjara. Hann
sagði sátt flugvirkja og Flugleiða
varla geta tafið þeirra mál en nú
yrði tekið til við það af fullum
krafti. Dokað hefði verið með það
þar til séð yrði hvernig hinum
langa sáttafundi lyktaði. Hann
sagði vinnutilhögun flugvirkja hjá
Flugleiðum og Flugfélagi íslands
nokkuð mismunandi og samninga
því nokkuð ólíka.
Morgunblaðið/Ásdís
Sigurjón Einarsson, formaður ritstjórnar, afhendir Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, fyrsta eintak ritverks-
ins. Á myndinni er einnig Hjalti Hugason, ritstjóri verksins.
Ritverkið Kristni
á Islandi komið út
RITVERKIÐ Kristni á íslandi er
framlag Alþingis til hátíðarhalda í
tilefni þess að 1000 ár eru liðin frá
kristnitöku hér á landi.
í gær afhenti séra Sigurjón Ein-
arsson, fyrrverandi prófastur og
Hannes
Hlífar jók
forskotið
HANNES Hlífar Stefánsson sigraði
Victor Korchnoi í 8. umferð Reykja-
víkurskákmótsins í gærkvöld, og
hefur nú einn vinning í forskot fyrir
síðustu umferð mótsins, er með 7
vinninga.
Nigel Short og Xiangzhi Bu gerðu
jafntefli, en þeir Short, Korchnoi og
Bu voru hálfum vinningi á eftir
Hannesi fyrir þessa umferð.Attunda
og síðasta umferðin verður tefld í
dag og hefst klukkan 14, en ekki
klukkan 17 líkt og verið hefur undan-
farna daga. Verðlaunaafhending fer
fram í kvöld að mótinu loknu.
■ Skák/59
formaður ritstjómar, Halldóri
Blöndal, forseta Alþingis, fyrsta
eintak verskins við hátíðlega athöfn
á Alþingi.
í ræðu Hjalta Hugasonar, pró-
fessors við guðfræðideild Háskóla
Islands og ritstjóra verksins, kom
meðal annars fram að undirbúning-
ur og mótun verksins hafi hafist ár-
ið 1991. Endurskoðun og
lokafrágangur hafi að mestu verið
unninn árið 1998 en öflun myndefn-
is og fleira hafi krafist nokkru
lengri tima. Hann sagði það vera
mjög við hæfi að ritverkið kæmi út
nú þegar svo stutt væri til páska,
höfuðhátíðar kristninnar að fornu
og nýju.
Hjalti sagði ennfremur að ritið
hefði um margt mikla sérstöðu. Það
væri eitt fyrsta verk sinnar tegund-
ar hér á landi og sennilega eitt um-
fangsmesta frumsamda ritverk sem
gefið hefði verið út í frumútgáfu í
heilu lagi hér á landi. Þá sagði hann
vilja þeirra sem að verkinu standa
að það fengi það mat sem nauðsyn-
legt væri við opinber verk og því
myndi þegar um næstu helgi verða
haldið útgáfumálþing á Akureyri
þar sem norðlenskir fræðimenn,
sagnfræðingur og guðfræðingur,
myndu opna umræðuna.
FUNDUR Eystrasaltsráðsins hófst í
Kolding í Danmörku í gær og
stendur hann i tvo daga. Aðildar-
ríki ráðsins eru Rússland, Litháen,
Lettland, Eistland, Pólland, Þýska-
Iand, Svíþjóð, Finnland, Danmörk,
Noregur og ísland. Aðalum-
ræðuefni fundarins átti að vera
aukin samvinna ríkjanna, einkum í
umhverfis- og efnahagsmálum, en
auk þess var búist við að Eystra-
saltsríkin, Eistland, Lettland og
Litháen, færu fram á stuðning ann-
arra ríkja í ráðinu, að Rússlandi
undanskildu, við aðild þeirra að
Evrópusambandinu. Hér er Poul
Nyrup Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, að bjóða
Davið Oddsson velkominn til fund-
arins.
Reuters
Eystrasaltsráðið
á fundi í Kolding
Ræktar þú garðinn þinn?
Sameinaðu kosti Heimilislínu og Heimilisbanka
Með því að vera í Heimilislínu og Heimilisbankanum á Netinu tryggir :
þú þér mun hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti og sparar kostnað af -
færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. "
-^Hr~ ®BÚNAÐARBANKINN '=
heimilislínan JS^XSSSSSSU, Tmnslur ÍHIIlkÍ
Svar iðnaðarráðherra
um nýjar virkjanir
Sjö virkj-
anafram-
kvæmdir
ekki í um-
hverfismat
SJÖ af þeim virkjanaframkvæmdum
sem byrjað hefur verið á frá árinu
1993 fóru ekki í mat á umhverfis-
áhrifum á grundvelli ákvæðis til
bráðabirgða í lögum um mat á um-
hverfisáhrifum þar sem segir að
framkvæmdir samkvæmt leyfum út-
gefnum fyrir 1. maí 1994 séu ekki
háðar mati á umhverfisáhrifum.
Þetta kemur fram í skriflegu svari
iðnaðarráðherra við fyrirspurn Ein-
ars K. Guðfinnssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokks, sem dreift hefur
verið á Alþingi.
Framkvæmdimar sem hér um
ræðir er stækkun Blöndulóns sem
lauk árið 1996, aukning í Búrfellsstöð
það sama ár og fimmti áfangi Kvísla-
veitu sem lokið var við 1997. Enn-
fremur fóru framkvæmdir við Nesja-
vallavirkjun ekki í mat á
umhverfisáhrifum og hið sama er að
segja um framkvæmdir á vegum
Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi
vegna orkuvers 5.
Loks kemur fram í svari iðnaðar-
ráðherra að ráðuneytið hefði leitað
álits umhverfisráðuneytis á því hvort
meta þyrfti umhverfisáhrif fram;
kvæmda Orkuveitu Húsavíkur. 1
svarbréfi umhverfisráðuneytis segði
að framkvæmdin félli ekki undir 5.
gr. laga um mat á umhverfisáhrifum
og að ráðuneytið sæi ekki ástæðu til
að beita heimild 6. gr. laganna vegna
hennar. Framkvæmdin fór því ekki í
mat á umhverfisáhrifum.