Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tveir sameindalíffræðingar hljóta hvatningarverðlaun Rannsóknarráðs Islands
„Afkastamiklir
frumkvöðlar á
sínu sviðiu
Morgunblaðið/Kristinn
Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Eiríki Steingrímssyni og Önnu K. Daníelsdóttur hvatningarverðlaunin.
SAMEINDALÍFFRÆÐINGARNIR,
dr. Anna K. Daníelsdóttir og dr.
Eiríkur Steingrímsson hlutu í gær
hvatningarverðlaun Rannsóknar-
ráðs íslands (RANNÍS) árið 2000.
Forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, afhenti þeim viðurkenn-
ingarskjal og pcningaverðlaun á
ársfundi RANNÍS sem fram fór á
Hótel Loftleiðum í gær að við-
stöddu fjölmenni.
I dómnefnd sátu eins og á undan-
fómum árum fyrrverandi verð-
launahafar og segir m.a. í áliti
hennar að Anna og Eiríkur séu f
senn hugkvæmir og afkastamiklir
frumkvöðlar, hvor á sínu sviði, og
verðugir fulltrúar ungra íslenskra
vísindamanna við árþúsundamótin.
Kváðu verðlaunahafarnir í gær það
afar mikinn heiður að hljóta þessi
verðlaun og sagði Eiríkur m.a. við
það tækifæri að þau væru ekki síst
viðurkenning á því að hann væri á
réttri leið í sínum störfum.
Dr. Anna K. Daníelsdóttir, lauk
doktorsprófi í stofnerfðafræði við
dýrafræðideild Dyflinnarháskóla
árið 1994 og hafði hún þá um hríð
unnið að rannsóknum á erfða-
breytileika hrefnu og langreyðar í
Norður-Atlantshafi. Var doktors-
ritgerð hennar á þessu sviði. I áliti
dómnefndar segir m.a. að rann-
sóknir Önnu hafi m.a. átt mikinn
þátt í að skilgreina karfastofna á
Reykjaneshrygg og að á þessu ári
hefði einmitt verið tekið mið af nið-
urstöðum rannsókna hemiar við
kvótaúthlutun í djúpkarfa- og út-
hafskarfaveiðum. „Það er því ljóst
að rannsóknir Önnu hafa nú þegar
mikla efnahagslega þýðingu, sem
mun fara vaxandi í framtíðinni."
Dr. Eiríkur Steingrímsson lauk
doktorsprófi við Kaliforníuháskóla
í Los Angeles árið 1992 og hlaut
hann reyndar sérstök verðlaun fyr-
ir bestu doktorsritgerð í líffræði-
deild UCLA það ár en þar stundaði
hann rannsóknir á erfðafræði
þroskunar. Rannsóknir Eiriks hafa
m.a. falist í könnun á eiginleikum
gena og innbyrðis samspili og sam-
virkni þeirra og segir í áliti dóm-
nefndar að árangur af þessari
vinnu megi m.a. merkja á birtingu
vísindagreina í virtustu tímaritum
á sviði líf- og læknisfræði á al-
þjóðavettvangi.
0 >
Arsfundur Rannsóknarráðs Islands undir yfírskriftinni Leiðin til þekkingarþjóðfélagsins
Verðmæti fyrirtækja í auknum mæli
metið eftir þekkingu starfsmanna
Umræður á ársfundi Rannsóknarráðs Islands (RANN-
7
IS) sem haldinn var í gær einkenndust af mikilvægi
menntunar, vísinda og tækni fyrir þekkingarþjóðfélag-
ið. Arna Schram fylgdist með fundinum þar sem m.a.
kom fram að framtíðarsýn stjórnvalda þyrfti að taka
mið af þessum burðarásum hins nýja þjóðfélags.
FORMAÐUR Rannsóknarráðs íslands, Þor-
steinn I. Sigfússon gaf í setningarávarpi sínu á
ársfundi RANNÍS, sem haldinn var á Hótel
Loftleiðum í gær, tóninn að því sem koma
skyldi í umraeðum fundarins síðar um daginn.
Eftir að hafa vikið að starfsemi RANNÍS síð-
ustu þrjú árin kvaðst hann ekki geta látið hjá
líða að nefna ýmis hættumerki sem nú væru á
lofti varðandi ungt fólk í vísindum hér á landi.
„Allt of fáir,“ sagði hann, „leggja fyrir sig nám í
til dæmis raunvísindum hér á landi.“
Og áfram hélt hann: „Framhaldsskólinn virð-
ist þrátt fyrir viðleitini stjómvalda of slappur
undirbúningur og skorta mótun fyrir háskóla-
nám í þessum greinum. Straumar samtímans
virðast ganga gegn því að ungt fólk leggi í slíkt
nám. Verkfræði- og raunvísindanám er stundað
af allt of fáum og áhersla þar er allt of mildð á
störf fjarri þekkingarsköpuninni sjálfri. Fjöldi
ungra verkfræðinga hefur til dæmis farið til
starfa á verðbréfamarkaðnum við að flokka
verðbréf.
Ég fullyrði hins vegar að störf þessa unga
vísindafólks væru betur komin í sjálfri frum-
sköpuninni um leið og ég viðurkenni mikilvægi
öflugs fjármálamarkaðar sem út af fyrir sig er
mikill hvati til dáða í vísindum. Það eru hlut-
fallslega allt of fáir hér á landi að fást við undir-
stöðuna, hina vísindalegu þekkingu. Fjármála-
markaðurinn hefur sýnt rannsóknum og þróun
mikla athygli, ekki síst í kjölfar ráðstefnu okkar
um vísindi og verðbréf og er nú svo komið að
fjármálamarkaðurinn bókstaflega bankar á dyr
RANNÍS; andar niður um hálsmálið á okkur
með gríðarlegum áhuga á viðfangsefnum sem
eru rétt að þoma á trönum málaranna.“
Lagði Þorsteinn því næst áherslu á að nú
reyndi á hina raunverulegu nýsköpun í íslensku
rannsóknarsamfélagi. „Fjármálamarkaðurinn
verður að skilja grunneðli rannsókna og þróun-
ar. Ég er ekki fullvis um að hann geri það. Ég
óttast að hann muni ekki hafa þolinmæði til
þess að bíða eftir raunverulegum árangri þegar
hann þreytist á að nærast á væntingum. Ég vil
til dæmis sjá meiri stuðning fyrirtækja við
grunnrannsóknir eins og sést hefur í nokkrum
áþreifanlegum dæmum að undanfömu."
Bjöm Bjamason menntamálaráðherra fjall-
aði einnig um mikilvægi æðri menntunar og vís-
inda í hinu nýja þekkingarsamfélagi og spurði
hvað það væri sem sérfróðir ráðgjafar nefndu
einkum þegar þeir mætu styrk fyrirtækja. „Jú,
það er þekking starfsfólks, menntun þess og
hæfileikar til að skapa ný verðmæti á grundvelli
rannsókna og þróunar,“ sagði hann og hélt
áfram: „Mín skoðun er sú að við sem höldum
fram hlut menntunar og vísinda á íslandi höfum
ekki fengið betri bandamenn hin síðari ár en
málsvara öflugra hlutafélaga í almenningseign
og markaðinn, þar sem þeir starfa við vaxandi
áhuga vegna góðrar ávöxtunar og árangurs."
Benti ráðherra á að hið opna, frjálsa samfé-
lag skapaði ný tækifæri á sviði æðri menntunar
og vísinda og að þau tækifæri yrði að nýta eins
og frekast væri kostur. „Þeir sem leggja mat á
þjóðhagsstærðir og styrk íslenska hagkerfisins,
verða í enn ríkari mæli að beina athygli sinni að
því, sem hagfræðingar flokka undir „nýja hag-
kerfið" og tengist einkum upplýsinga- og há-
tækni. í síðustu skýrslu Þjóðhagsstofnunar um
þjóðarbúskapinn fer ekki frekar en áður mikið
íýrir greiningu á hlut þessara þátta í efna-
hagsstarfsemi þjóðarinnar."
Rikið styrki grunnrannsóknir
Síðar í ræðu sinni fjallaði ráðherra um fjár-
mögnun rannsókna og sagði að skilgreina þyrfti
hlut ríkisins í stuðningi við rannsóknir og þróun
með skarpari hætti en gert hefði verið.
„Að mínu mati ber ríkinu að leggja höfuð-
áherslu á að styrkja grunnrannsóknir og stuðla
að menntun ungra vísindamanna. Rannsókna-
stofnanir ná ekki marktækum árangri nema
þær starfi í nánum tengslum við háskóla og þar
fái ungir vísindamenn notið sín, þess vegna
verða þær að keppa um fé sem er úthlutað með
vísan til árangurs.“
Og áfram hélt ráðherra: „Sé litið til þessara
tveggja höfuðþátta yrði hlutverk ríkisins ann-
ars vegar að fjármagna öfluga sjóði til að
styrkja grunnrannsóknir og hins vegar að
stuðla að meistara- og doktorsnámi á háskóla-
stigi. Aðrir þættir rannsókna- og þróunarstarfs
hvfldu á herðum einkaaðila eða sjóða, sem veita
fé til nýsköpunar og áhættufjárfestinga. Nauð-
synlegt er að draga skýr mörk milli stjómsýslu
á sviði rannsókna, samráðs um framkvæmd vís-
inda- og tæknistefnu og úthlutun á styrkjum.
Um leið og ríkið skilgreinu* hlut sinn með
skarpari hætti en áður á vísindasviðinu er eðli-
legt að leitað verði með skipulegum hætti sam-
starfs við einkaaðila um hina ytri umgjörð bæði
vegna húsnæðis og hinnar nýju upplýsinga-
tækni.“
Framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs Is-
lands, Vilhjálmur Lúðvíksson, fjallaði eins og
aðrir um mikilvægi þekkingar og vísinda fyrir
hið nýja þjóðfélag. Sagði hann m.a. að lykillinn
að farsælli aðlögun og áframhaldandi hagsæld
og samkeppnishæfi þjóðarinnar á nýrri öld
væri þekking og fæmi sem byggð væri á góðri
menntun, rannsóknum og einbeittu þróunar-
starfi. „Þróunarstarfið og nýsköpunin sem af
[þjóðfélagsjbyltingunni leiðir mun ekki ein-
skorðast við þær stofnanir og fyrirtæki sem við
sjáum í dag heldur gegnsýra þjóðfélagið allt.
Verðmæti fyrirtækja er ekki lengur metið eftir
fastafjármunum, vömbirgðum og aðgangi
þeirra að hagstæðum hráefnum og orku - held-
ur í vaxandi mæli eftir þekkingu starfsmanna
sem þar vinna og möguleikunum sem felast í
rannsóknavinnu, hugmyndum og stjórnunarað-
ferðum þeirra og nettengslum við önnur fyrir-
tæki á sama þekkingar- og viðskiptasviði."
Þetta sagði hann auðvitað vekja spumingar
um skipulag og innviði menntunar, vísinda og
tæknistarfs hér á landi og skilyi-ði til nýsköpun-
ar í víðum skilningi á miklu fleiri sviðum en við
höfum vanist að ræða hingað til. „Spurningin er
hversu vel við íslendingar emm búnir til þátt-
töku í þessum nýfædda heimi,“ sagði hann enn-
fremur.
Víðtæk endurskoðun í vísinda-
og tæknimálum innan OECD
Vilhjálmur vék þó ekki aðeins að stöðu Is-
lendinga í þessum málum heldur fór aðeins inn
á það hvað væri að gerast í löndunum í kringum
okkur. f þeim tilgangi vitnaði hann í könnun
sem vísindanefnd OECD væri að gera og birt-
ast myndi í haust og sagði að þar kæmi fram að í
flestum aðildarlöndum OECD færi nú fram víð-
tæk endurskoðun á stefnu í vísinda og tækni-
málum með það fyrir augum að treysta innviði
nýja þekkingarþjóðfélagsins og skilja samhengi
þess svo betur mætti stjórna.
Meðal þeirra breytinga sem væri verið að
koma á í þessum löndum til að mæta nýju þjóð-
félagi væri aukning opinberra fjárveitinga til
vísinda, víðtæk endurskoðun á hlutverki og
skipulagi háskólanna - til að mynda með
áherslu á samvinnu og tengsl þeirra við at-
vinnulífið - og aukin áhersla á ný vaxtarsvið eins
og líftækni.
Þegar líða tók á seinni hluta ársfundar Rann-
sóknarráðs íslands í gær tóku við pallborðsum-
ræður, sem snerust um leiðina til þekkingar-
þjóðfélagsins. í umræðunum var m.a. tekið
undir áherslur manna á mikilvægi grunnrann-
sókna og sömuleiðis á mikilvægi þekkingar í
hinu nýja þjóðfélagi. Hallgrímur Jónasson, for-
stjóri Iðntæknistofnunar Islands, minntist þó á
í þessu sambandi að við þyrftum að sjá til þess
að sú þekking sem verði til komist til skila og
verði arðbær en þar skiptu sjóðir eins og ný-
sköpunarsjóðir og áhættusjóðir miklu máli.
Hörður Árnason, forstjóri Marel hf., fjallaði
eins og fleiri um mikilvægi menntunar fýrir
þekkingarsamfélagið og sagði að það „þyrfti að
fara langt niður í skólakerfið" til að markaðs-
setja nauðsyn hennar.
Ingibjörg Harðardóttir, dósent við Háskóla
íslands, lagði á hinn bóginn áherslu á samstarf
háskóla og fýrirtækja í rannsóknum og sagði að
þótt eitthvað væri um slíkt samstarf mætti gera
enn betur. I því samstarfi þyrftu þó bæði há-
skólar og fyrirtæki að gera sér grein fyrir því að
hafa þyrfti beggja hag að leiðarljósi.
Kristrún Heimisdóttir framkvæmdastjóri
Reykjavíkurakademíunnar minnti m.a. á mikil-
vægi hug- og félagsvísinda í þekkingarþjóðfé-
laginu og benti á að upplýsingatækni væri ekki
bara tækni heldur líka upplýsingar; upplýsing-
ar sem kæmu m.a. frá hug- og félagsvísinda-
mönnum.
Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfða-
greiningar, skilgreindi m.a. þekkingarsamfé-
lagið í máli sínu og sagði að í slíku samfélagi
stæði þekkingin mjög nærri verðmætasköpun-
inni. Breytingin yfir í slíkt samfélag hefði gerst
á mjög skömmum tíma og mikilvægt væri að
háskólinn endurskilgreindi sig í samræmi við
það.
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir efnaverkfræð-
ingur sagði eftir Kára að við þyrftum að beina
kröftum okkar meira að háskólanum þannig að
hann yrði meira aðlaðandi sem vinnustaður.
Bjóða þyrfti vísindamönnum þar upp á gott
starfsumhverfi og góð laun.
Ulfar Steindórsson, framkvæmdastjóri Ný-
sköpunarsjóðs, greindi m.a. frá því að umfang
þess fjármagns sem menn væru tilbúnir til að
setja í áhættufjárfestingar hefði aukist gríðar-
lega undanfarin tvö ár og ennfremur að það
hefði aukist á síðasta ári að menn i þessum
áhættufjárfestingargeira væru tilbúnir til að
koma nær frumhugmyndunum en áður, þ.e. áð-
ur en þær verða að vel skilgreindri viðskipta-
hugmynd.
Að lokum má geta innleggs Þorsteins Gunn-
arssonar, rektors Háskólans á Akureyri, í þessa
umræðu en hann ítrekaði að vísindi, tækni og
menntun væru burðarásar þekkingarþjóðfé-
lagsins. Framtíðarsýn stjómvalda þyrfti að
taka mið af mikilvægi þessara burðarása og að
nýsköpun þekkingar þyrfti að gegnsýra samfé-
lagið á öllum sviðum þess, í öllum atvinnugrein-
um og í öllum landshlutum.