Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Um 500 manns á borgarafundi um áfengis- og fTkniefnamál á Akureyri
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra og Kristín Sigfúsdóttir, formaður áfengis- og vímu-
varnanefndar Akureyrar, spjalla við Guðnýju Maríu Jóhannsdóttur úr VMA, en hún flutti er-
indi um skemmtanalíf framhaldsskólanema á fundinum.
Samstarf hefur tekist með KA og Akureyrarkirkju á sviði forvarnarmála. Helga Steinunn
Guðmundsdóttir, formaður KA, ræðir við Svavar A. Jónsson sóknarprest, Tómas Inga
Olrich, einn hvatamanna að þessu samstarfi, og Einar Bjarnason, formann sóknarnefndar.
Skera upp herör gegn
sendiboðum dauðans
Morgunblaðið/Kristján
Daníel Snorrason, lögreglufulltrúi á Akureyri, fyrir miðri mynd, Ólafur
H. Oddsson héraðslæknir, t.v., og Þorsteinn Pétursson lögreglumaður
bera saman bækur sínar á fundinum í fyrrakvöld.
MEÐ SAMSTILLTU átaki, auknum
forvömum á vegum bæjarfélags,
hins opinbera, íþróttafélaga og
kirkjunnar og ekki síst foreldra,
stefna Akureyringar að því að snúa
við þeirri þróun sem verið hefur síð-
ustu misseri og kemur fram í aukinni
neyslu áfengis og vímuefna. Um 500
manns sóttu borgarafund sem hald-
inn var í Gryfjunni, sal Verkmennta-
skólans á Akureyri, í íyrrakvöld um
þessi málefni og var hugur í mönn-
um.
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra ávarpaði fundinn og sagði
að löggæslumálin væru eitt af sínum
helstu áherslumálum, bætt og efld
löggæsla, ekki síst í baráttunni við
fíkniefnin væri sérstakt stefnumál
sitt og ríkisstjórnarinnar allrar. Gert
hefði verið átak í þeim efnum og
miklir fjármunir lagðir í að berjast
gegn fíkniefnum, fjárveiting til lög-
gæslunnar hefði þannig verið hækk-
uð um 50 milljónir króna og um 25
milljónir til tollgæslunnar til að auka
við mannskap og bæta tækjakost. A
sama tíma og tökin hafa verið hert í
baráttunni hefði vandamálið sífellt
orðið erfíðara við að eiga, en fíkni-
efnasala væri umfangsmikil, vel
skipulögð og án nokkurs vafa rekin í
samstarfi við erlend glæpasamtök.
Forvarnarfulltrúi ráðinn
Dómsmálaráðherra sagði að
Schengen-samninginn mætti með
réttu nefna „hinn nýja vamarsamn-
ing íslands" en hann miðaði ekki síst
að því að treysta samvinnu lögreglu
landanna. Sólveig sagði að stefnt
væri að því að Akureyrarflugvöllur
gæti gegnt hlutverki sem alþjóða-
flugvöllur samkvæmt Schengen-
samstarfínu, en til að hægt yrði að
fullnægja þeim kröfum sem sam-
komulagið legði okkur á herðar hvað
snertir vegabréfsskoðun og persónu-
eftirlit þyrfti að endurhanna flug-
stöðina með það í huga. Drög að
teikningum lægju fyrir og ráðist yrði
í framkvæmdir innan skamms.
Sólveig sagði það valda áhyggjum
hversu mikið magn fíkniefna væri í
umferð á Akureyri, fleiri væru hand-
teknir vegna slíkra mála og harðari
efni væru á markaðnum en áður.
Lögreglan á Akureyri hefði að und-
anfömu aukið fíkniefnaeftirlit og
staðið sig vel á því sviði. Nefndi hún
að lögreglan á Akureyri starfaði að
meginstefnu á grenndargranni, enda
nálægðin við borgarana mikil.
Aukið frjálsræði
og minna aðhald
Tryggvi Gíslason, skólameistari
Menntaskólans á Akureyri, sagði að
um árabil hefðu menn horft upp á
breytingar á skemmtanalífi og menn-
ingu ungs fólks, þar sem áfengi og
fíkniefni hefðu sett mark sitt í ríkara
mæli en áður, auk þess sem sífellt
yngra fólk neytti áfengis og fíkni-
efna. „Þessar breytingar eiga sér
margar og ólíkar orsakir, en þær eru
hins vegar ekkert náttúralögmál.
Þær má rekja til aukins frjálsræðis
og minna aðhalds og til þess að skila-
boð víða í þjóðfélaginu hafa ekki ver-
ið skýr,“ sagði Tryggvi og benti m.a.
á að lög hafi ekki verið virt og þau
ekki löguð að breyttum viðhorfum,
lögbrjótar og misindismenn hafi
AJkureyringar fjöl-
menntu á borgarafund
gegn fíkniefnum í fyrra-
✓
kvöld. I frásögn Mar-
grétar Þóru Þórsdóttur
kemur fram að mikill
hugur er í fólki um að
berjast með oddi og egg
gegn þessum vágesti.
fengið að stunda sína iðju óáreittir.
Svo mikil væri óskammfeilni lög-
bijóta að sjónvarpað væri frá
drykkjubúllum og bjórknæpum þar
sem lög og reglur væra þverbrotnar
fyrir opnum tjöldum og myndir
sýndar af drykkjukeppni barna og
viðtöl höfð við unglinga í eiturvímu,
áfengi væri auglýst opinskátt, starfs-
menn ÁTVR segist ekki hafa tíma til
að spyrja kaupendur um skírteini á
mesta annatíma enda væri víða litið á
það sem manndómsvígslu að kaupa
áfengi undir lögaldri. Þannig væri
lögbrjótum gert auðvelt um vik að
skaða böm og unglinga, hefta þroska
þeirra og valda þeim óbætanlegu
heilsutjóni. Við þessu yrði að sporna.
Sagði Tryggvi það sína skoðun að
aldrei hefði verið duglejgra og mann-
vænlegra ungt fólk á Islandi en nú,
en ógnin væri fyrir hendi og því
brýnt að sameina kraftana og vinna
að velferð, heilbrigði og hamingju
ungs fólks og skera upp herör gegn
sendiboðum dauðans og knæpueig-
endum sem ætluðu sér skjótfenginn
gróða í skjóli lögbrota sinna.
„Fijálsræði samfélagsins hefur
leitt til agaleysis og sjálfsagi hefur
orðið að láta undan fyrir taumleysi
markaðarins. En frelsi er ekki til án
aga og agalaust frelsi era taumlausar
öfgar,“ sagði Tryggvi.
Hafa ekki undan að lifa hratt
Karen Malmquist, forvamarfull-
trúi Verkmenntaskólans á Akureyri,
gerði fundarmönnum grein fyrir því í
hveiju starf forvamarfulltrúa væri
fólgið og sagði að þeir fulltrúar fram-
haldsskólanna sem starfa að forvam-
armálum hefðu æ meira orðið varir
við fimmtudagsdrykkju ungmenna
sem hefði í för með sér að þau væra
nánast ófær um að mæta í skólann
daginn eftir.
• Unga fólkið hefði ekki undan að
lifa hratt og margir sæju ekki hvert
stefndi fyrr en í óefni væri komið.
Kröfumar væra miklar, margir
framhaldsskólanemar ynnu mikið
með skólanum, enda þyrftu margir
að standa undir miklum útgjöldum
m.a. vegna bíla og farsíma og fleira
og þá væri líka mikil pressa á þau að
stunda hið Ijúfa líf. Margir þyldu illa
álagið sem þetta skapaði og ættu við
þunglyndi eða væga depurð að stríða.
Hefð fyrir djammi
um hveija helgi
Félagslíf framhaldsskólanema og
skemmtanalíf þeirra vora umræðu-
efni þeirra Steinunnar Völu Sigfús-
dóttur úr Menntaskólanum á Akur-
eyri og Guðnýjar Maríu Jóhanns-
dóttur úr Verkmenntaskólanum á
Akureyri. Benti Steinunn Vala á að
besta forvörnin væri að efla félagslíf,
krakkarnir þyrftu að hafa eitthvað
við að vera, hafa annan valkost en
þann að fara út á lífið og neyta áfeng-
is.
Guðný María sagði hefð fyrir því
hjá mörgu ungu fólki að fara út að
djamma um hveija helgi og mikil
pressa væri á unglingum að taka þátt
í því, á þessum aldri væra þeir opnir
fyrir nýjungum og vildu gjarnan vera
með. Hún sagði algengt að unglingar
drykkju áfengi í tvö til þrjú ár án
þess að foreldrar þeirra vissu af því.
Hún benti á að margir kæmust inn á
vínveitingahús 16-17 ára gamlir og
fengju afgreiðslu á barnum.
Verra að vera hallæris-
legTir en dauður
Erindi Hildar Jönu Gísladóttur
háskólanema vakti mikla athygli
fundarmanna, en hún greindi frá eig-
in reynslu af því að lenda á glapstig-
um, verða háð áfengi og eiturlyfjum
en fimm ár era nú liðin frá því hún
sneri baki við fyrra lífemi sínu. Hún
sagði alla geta lent í þessum víta-
hring og sjálf hefði hún komið frá því
sem gjaman er kallað gott heimili,
gengið vel í skóla og stundað íþróttir.
Allir í kringum hana hefðu farið að
drekka áfengi á unglingsáram og
hún ekki verið nein undantekning,
neysla fíkniefna hefði svo fylgt í
kjölfarið. Hún hefði aldrei, frekar en
aðrir, ætlað sér að verða háð áfengi
og fíkniefnum en það farið á annan
veg. Vissulega hefðu unglingar feng-
ið fræðslu í skólanum um skaðsemi
fíkniefna, það hefði hins vegar engu
skipt, því verra hafi verið að vera
hallærislegur en dauður.
Hilda Jana dró upp ófagra mynd
úr fortíð sinni, en áður en hún náði að
snúa við blaðinu hafði hún reynt
ýmsilegt misjafnt og misst að lokum
trú á allt og gert tilraunir til að svipta
sig lífi.
Ekkert lát á
Daníel Árnason lögreglufulltrúi
sagði að það sem af væri þessu ári
hefðu 20 fíkniefnamál komið upp, þar
af eitt þar sem lagt var hald á þó
nokkurt magn fíkniefna. Ekkert lát
virtist vera á því tvö mál komu upp
um liðna helgi, hasspartí var leyst
upp snemma á föstudagsmorgun og
sex ungir menn handteknir í kjölfarið
og þá fundust 10 grömm af hassi og
tvö af amfetamíni uppi á fataskáp í
Sundlaug Akureyrar um helgina.
Hvatti Daníel fólk til að taka hönd-
um saman og segja fíkniefnadjöflin-
um stríð á hendur.
Unglingar sætta sig við reglur
Á fundinum gerði Kjartan Ólafs-
son, frá Rannsóknum og greiningu,
tengsl neyslu áfengis og fíkniefna við
uppeldishætti og tómstundir, en m.a.
hefur komið í ijós í rannsóknum að
þeir sem leggja stund á íþróttir eða
tónlistamám neyta síður áfengis eða
fíkniefna. Þá var einnig fylgni á milli
neyslu og tengsla og samverustunda
unglinganna með foreldram sínum,
þess betra samband því minni líkur
voru til þess að unglingurinn neytti
áfengis. Þeir sem ættu í vanda heima
fyrir væra líklegastir til að drekka
áfengi.
Ástandið í grannskólanum var um-
talsefni Ólafs Thoroddsen, skóla-
stjóra í Síðuskóla, en hann sagði að
áfengisneysla liðist ekki á skemmt-
unum grunnskólanna og þeir sem
færa á svig við reglur í þeim efnum
fengju ekki að taka þátt í ýmsum
skemmtunum skólanna eða skóla
ferðalögum. Fæstir vildu fara á mis
við það og héldu því reglurnar. Ólaf-
ur sagði unglinga vel sætta sig við að
fara eftir reglum og reyndar vildu
þeir hafa skýrar reglur til að fara eft-
ir. Benti Ólafur á að farsælt gæti ver-
ið að ráða námsráðgjafa að stærri
grannskólum, 4-500 manna skólum
sem einnig hefði það hlutverk að
sinna forvarnarstarfi. Það væri
vissulega dýrt, en smámunir miðað
við það sem „viðgerðarstarfið" kost-
aði, þ.e, þegar unglingar þyrftu að
dvelja á meðferðarheimilum eftir
langvarandi óhófsneyslu.
Árangur næst með
samstilltu átaki
Helga Steinunn Guðmundsdóttir,
formaður KA, sagði frá fyrirhuguðu
samstarfi félagsins og Akureyrar-
kirkju í forvamarmálum, en nú er
verið að móta stefnuna og fá fleiri til
að leggja málinu lið, því með sam-
stilltu átaki næðist betri árangur.
María Jónsdóttir, forstöðumaður
Kompanísins, upplýsinga- og þjón-
ustumiðstöðvar ungs fólks, sagði frá
því fjölbreytta starfi sem fram fer í
félagsmiðstöðvum bæjarins, en benti
á að víða væri búið við þröngan kost
og aðbúnaður ekki nægilega góður.
Sagði María langflesta unglinga „í
góðum málum“ en leggja yrði
áherslu á að hlúa að þeim sem hopp-
uðu af vagninum, þeim sem hætt
hefðu í skóla og hefðu jafnvel ekki
vinnu, þeir væra í mestri hættu á að
lenda í vímuefnaneyslu.
Kolbrún Ævarsdóttir, fulltrúi
sjálfshjálparhóps foreldra, sagði
marga foreldra hafa upplifað þá bitru
reynslu að börn þeirra hafi ánetjast
áfengi og eða fíkniefnum. Allt hefði
verið reynt og öllum ráðum beitt og
oft væri það svo að óreglusamur
unglingur héldi heimilinu nánast í
heljargreipum. Foreldrar reyndu að
átta sig á hvað og hvenær hlutirnir
fóra úrskeiðis þegar þeir vöknuðu
upp við þennan vonda draum. Hún
sagði sjálfshjálparhópinn hafa það
m.a. að markmiði sínu að ná til for-
eldra sem standa í sömu sporam, þ.e.
vegna áfengis og vímuefnanotkunar
barna þeirra, en hópurinn hittist
annan hvem fimmtudag í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju.
Auknir fjármunir til forvarna
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri
sagði að ákveðið hefði verið fyrir
nokkra að verja meira fé til forvam-
arstarfa á vegum bæjarins og væri
nú að störfum þriggja manna vinnu-
hópur sem hefði það hlutverk að
koma með tillögur að því hvernig
þessum auknu fjármunum yrði best
varið. Þá sagði hann að til endurskoð-
unar væru innan bæjarkerfisins
reglur um vínveitingaleyfi og af-
greiðslutíma skemmtistaða og loks
færi einnig fram endurskoðun á há-
tíðinni Halló Akureyri, en æ fleiri
legðust nú á sveif með þeim sem
vildu að hátíðahöld fyrri ára yrðu
ekki endurtekin í sömu mynd og þau
hefðu verið fram til þessa.
Kristín Sigfúsdóttir, formaður áf-
engis- og vímuvarnamefndar, var
síðust frummælenda og sagði hún
fundinn gott veganesti til baráttunn-
ar sem framundan væri gegn þeim
vágesti sem vímuefnin væru.