Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 30

Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ekki bara fjölskyldubíll -heldur hluti af fjölskyldunni Kynntu þér Corolla og þú skilur af hverju svo margar fjölskyldur geta ekki hugsað sér a& eiga annan bfl. Og sumir geta ekki hugsab sér ab selja þá gömlu heldur. Prófa&u Corolla með nýrri WT-i vél og þú kemst að því af hverju íslenskar fjölskyldur hafa tekið ástfóstri við Corolla. TOYOTA www.toyota.is Ný COnOLLA Ekki bara fjölskyldubíil -heldur hluti af fjölskyldunni. INNRÖMMUN^ O c__ cn 11 • S: 553 1788 ERLENT Niðurskurður á starfsemi Alþjóðabankans o g IMF AP Tveir ungir nemar við Brown-háskóla brosa eftir að tilkynnt var að mótmælendum hefði tekist að mynda keðju í kringurn þinghúsið í Washington í tengslum við mótmæli vegna ársfundar Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. eftir Jeffrey D. Sachs © The Project Syndicate Á SÍÐUSTU vikum hafa deilur um framtíð Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og Alþjóðabankans lagt undir sig fyrirsagnir dagblaða. Bandarísk þingnefnd sérfræð- inga, sem ég var hluti af, sendi nýlega frá sér skýrslu sem nefnd hefur verið Meltzer-skýrslan (í höfuðið á formanni nefndarinnar, hagfræðingnum Allan Meltzer), þar sem gerðar eru tillögur um róttækar breytingar á báðum stofnununum. Um svipað leyti urðu deilur austanhafs og vestan um kjör nýs framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Að sumu leyti var það vandræðalegt hvernig staðið var að vali hans (til dæmis höfðu þróunarlöndin engin teljanleg áhrif þar á) en á endanum varð fyrir valinu þýsk- ur sérfræðingur í efnahagsmál- um, Horst Kohler að nafni, sem var góður kostur. Annar mikil- vægur þáttur í deilunum voru til- lögur bandaríska fjármálaráð- herrans, Lawrence Summers, um hóflegar endurbætur á Alþjóða- bankanum, sem fylgdu í kjölfar tillagna hans um nokkrar endur- bætur á starfsemi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Deilurnar snúast í meginatrið- um um umfang þessara tveggja stofnana. Síðastliðin 20 ár hafa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn verið atkvæða- miklir í þróunarlöndunum og í þeim breytingum sem átt hafa sér stað eftir fall kommúnism- ans. Auðugar þjóðir, einkum Bandaríkjamenn, hafa notað stofnanirnar sem tæki í efna- hagslegum samskiptum við aðrar þjóðir. Báðar stofnanirnar hafa þannig verið notaðar af Banda- ríkjunum og Evrópulöndum til þess að veita fé til landa sem standa þeim nærri - Mexíkó, Rússlands eða Austur-Asíu - á krepputímum. Bæði Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og Alþjóða- bankanum hefur einnig verið veitt umboð til þess að setja löndum sem leita til þeirra ströng skilyrði um efnahagsáætl- anir. Þeir sem hafa gagnrýnt Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn og Al- þjóðabankann, þ.ám. meðlimir í Meltzer-nefndinni, eru á þeirri skoðun að stofnanirnar tvær séu of stórar, of valdamiklar og of viðamiklar. Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn reynir t.d. að hafa áhrif á hagstjórn meira en 50 landa. í mörgum tilfellum þröngvar hann áætlunum sínum upp á löndin löngu eftir að hættuástand í efnahagslífi þeirra er liðið hjá. Sjóðurinn heldur áhrifum sínum vegna þess að Bandaríkjamenn krefjast þess að hin fátækari lönd fari eftir áætl- unum hans til þess að fá skuldir lækkaðar og jafnvel til þess að fá fjárhagsaðstoð annars staðar frá. Tugir þjóða fá lán úr Alþjóða- bankanum til þess að setja í fjöldann allan af framkvæmda- áætlunum. Hversu einkennilegt sem það má virðast eiga margar af þeim þjóðum sem þiggja lán frá Alþjóðabankanum greiðan aðgang að frjálsum fjármagns- mörkuðum, þannig að lán frá Al- þjóðabankanum eru aðeins lítill hluti þess sem þessar þjóðir geta tekið að láni eftir venjulegum leiðum. Meltzer-nefndin benti á að AI- þjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem hefur aðeins u.þ.b. eitt þúsund sérfræðinga á sínum vegum, gæti ekki og ætti ekki að reyna að stjórna fjármálum fjölda ríkja. Afleiðingarnar eru yfir- borðslegar geðþóttaákvarðanir „í hroka sínum finnst þessum stofnunum að þær eigi ad halda áfram að ákveða örlög stórs hluta þriðja heimsins. Þær eru ekki tilbúnar að gefa frá sér völd eða ábyrgð, jaf nvel þótt framkvæmdaáætlan- ir þeirra hafi mistek- ist.“ og óhófleg afskipti sjóðsins af fullvalda ríkjum, og árangurinn verður slakur eða í besta falli miðlungsgóður. Nefndin benti einnig á það að starfsemi Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins og Al- þjóðabankans hafa skarast, þannig að hvorug stofnunin hef- ur borið fulla ábyrgð á gerðum sínum. Ef eitthvað fór úrskeiðis, gat Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kennt Alþjóðabankanum um og öfugt. Meltzer-nefndin lagði til að vægi beggja stofnananna yrði minnkað og hvor um sig fengin til að einbeita sér að meginverk- efnum sínum. Þannig yrði starf- semi beggja stofnananna bætt. Aðalatriðið í ráðleggingum nefndarinnar til Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins er að hann snúi sér aftur að upphaflegum verkefnum sínum: Að viðhalda skammtíma- jafnvægi í hagkerfum ríkja með því að veita ríkisstjórnum sem eru aðilar að sjóðnum skamm- tímalán þegar mikið liggur við. Til þess að þessi þrenging og endurskipulagning á markmiðum sjóðsins beri árangur þarf Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn að hætta beinum afskiptum af hin- um fátækari löndum heimsins. Hvað varðar Alþjóðabankann gerði nefndin það að tillögu sinni að hann minnkaði lánveitingar til ríkari þróunarlanda en beindi at- hygli sinni fremur að fátækari löndum, þar sem neyðin er stærst. Þetta felur í sér að dreg- ið verður úr aðstoð við lönd sem hafa gott lánshæfi og hafa þegar aðgang að lánum á almennum lánamarkaði. Einnig verður dregið úr lánveitingum til þeirra ríkja þar sem meðaltekjur eru yfir 4.000 Bandaríkjadölum á mann. Þess í stað yrði athygli stofnunarinnar beint að þeim milljörðum jarðarbúa sem búa við fátækt. Til þess að hjálpa fátækari löndum heims að öðlast sjálf- stæði frá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um eftir áralangan stuðning frá honum, leggur Meltzer-nefndin það til að skuldir fátækustu og skuldugustu þjóðanna verði af- skrifaðar að fullu. Ástæðan fyrir því að mörg ríki leita til AI- þjóðagjaldeyrissjóðsins um að- stoð er að hluta til sú að ríkis- stjórnir þeirra eru orðnar gjaldþrota vegna óhóflegra er- lendra skulda. Með því að af- skrifa skuldirnar verður þessum þjóðum gert kleift að koma fjár- hag sínum á réttan kjöl og losna undan stöðugri „aðstoð“ og af- skiptum Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Eins og fyrirsjáanlegt var and- mæltu ríkisstjórn Bandaríkjanna og yfirstjórnir Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þessum tillögum. í hroka sínum finnst þessum stofnunum að þær eigi að halda áfram að ákveða ör- lög stórs hluta þriðja heimsins. Þær eru ekki tilbúnar til að gefa frá sér völd eða ábyrgð, jafnvel þótt framkvæmdaáætlanir þeirra hafi mistekist. Því miður hafa margar ríkisstjórnir þróunar- landanna orðið svo háðar þessum stofnunum að þær eru hræddar við að hverfa undan handarjaðri þeirra, jafnvel þó að áætlanirnar geri oft meira ógagn en gagn. Deilurnar munu halda áfram og ég spái því að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn og Alþjóðabank- inn muni mjög fljótlega draga úr óhóflegri og hrokafullri valdbeit- ingu sinni. Þeir neyðast til þess að gera það vegna þess að fram- kvæmdaáætlanir á þeirra vegum heppnast oft ekki nógu vel til að réttlæta áframhaldandi forræði þeirra. Jeffrey D. Sachs er prófessor í hagfræði og formaður Stofnunar i þróun alþjóðamála við Harvard- háskóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.