Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Forystu-
kreppa
hjá PDS
Arftakaflokkur austur-þýska kommúnista-
flokksins horfír fram á forystukreppu þar
sem tveir af helstu leiðtogum hans eru brátt
á förum. Davíð Kristinsson, fréttaritari í
Berlín, greinir frá aðdr agandanum.
AP
Lothar Bisky, fráfarandi formaður PDS, og Gregor Gysi, fráfarandi
þingflokksformaður, ræðast við á flokksþinginu.
UM síðustu helgi þinguðu 500 full-
trúar Flokks hins lýðræðislega sós-
íalisma (PDS), arftaka austur-
þýska kommúnistaflokksins (SED),
í fyrsta sinn í vesturhluta Þýska
sambandslýðveldisins. Sú stað-
reynd að þingið var haldið í Mun-
ster átti að undirstrika að flokkur-
inn ætti erindi til Vestur-Þjóðverja
jafnt sem íbúa hinna nýju sam-
bandslanda í austri. Sýna átti al-
menningi að flokkurinn væri fær
um raunsæja pólitík og hæfur þátt-
takandi í ríkisstjórn eftir kosning-
arnar árið 2002.
Athyglin beindist að tillögu
stjórnar PDS þess efnis að heimila
flokksforystunni og þingflokknum
að meta hverju sinni hvort réttlæt-
anlegt væri í undantekningartilfell-
um að heimila hernaðaraðgerðir
Sameinuðu þjóðanna í friðarskyni.
Flokkurinn hefur alla tíð verið and-
vígur sérhverjum hernaðaraðgerð-
um og eftir að græni utanríkisráð-
herrann, Joschka Fischer, studdi
loftárásir NATO á Kosovo virðist
PDS nú vera eini flokkurinn sem
stendur undir væntingum róttækra
friðarsinna í Þýskalandi.
Hin róttæka afstaða dregur þó úr
líkum á stjórnarþátttöku í nánustu
framtíð og því var umbótasinnunum
í stjóm flokksins mikið í mun að fá
flokksfulltrúana til stuðnings við til-
lögu sína þannig að aðrir flokkar
sæju að PDS væri með báða fæt-
urna á jörðinni.
Helsti andstæðingur tillögunnar,
Sylvia-Yvonne Kaufmann, sá þó til
þess að tillagan næði ekki fram að
ganga. Hún skoraði á fulltrúa
flokksþingsins að leyfa ekki hernað-
araðgerðir Sameinuðu þjóðanna,
hvort sem yfirlýst markmið væri að
hjálpa stríðshrjáðum, óbreyttum
borgurum eða að koma í veg fyrir
fjöldamorð. Af orðum Kaufmann
mátti ráða að forystuhlutverk
Bandaríkjanna innan Sameinuðu
þjóðanna réði hvað mestu um af-
stöðu hennar. Eftir tilfinninga-
þrungna ræðu brast Kaufmann í
grát. Ræðan virtist hafa mikil áhrif
á flokksfulltrúana sem felldu tillögu
stjórnarinnar með miklum meiri-
hluta.
Lykilmaður
segir af sér
Urslitin voru mikill ósigur fyrir
umbótasinnaða stjórn flokksins.
Gregor Gysi, formaður þingílokks-
ins, túlkaði niðurstöðuna sem van-
traustsyfirlýsingu á stjórn flokks-
ins. Líkt og búist var við hafði
formaður ílokksins, Lothar Bisky,
tilkynnt í upphafi flokksþingsins að
hann gæfi ekki kost á sér að nýju í
haust. í kjölfar þess að tillaga
stjórnarinnar var felld voru
fjölmiðlar strax famir að flytja
fréttir þess eðlis að Gysi myndi
segja af sér á lokadegi þingsins.
Fæstir fulltrúar flokksins höfðu þó
trú á því enda er Gysi talinn
hégómagjarn og andstæðingar hans
segja hann lifa fyrir sviðsljósið. Það
kom þvi mörgum á óvart þegar
hann notaði tækifærið við flutning
ræðu sinnar og tilkynnti að hann
myndi segja starfi sínu lausu í
haust og ætlaði ekki að bjóða sig
fram til sambandsþingsins í kosn-
ingunum árið 2002. Gysi ítrekaði
margoft að þetta yrði síðasta ræða
hans á flokksþingi. Eftir ellefu ár í
formannsembætti þingflokksins
mun hinn 52 ára gamli Gregor Gysi
nú draga sig smám saman út úr
stjórnmálum. Hann sagði ákvörðun
sína persónulegs eðlis og óháða nið-
urstöðu atkvæðagreiðslunnar enda
hefði hann verið búinn að taka þess
ákvörðun fyrir nokkrum vikum.
Hann sagði það koma til greina að
snúa aftur til starfa sem lögfræð-
ingur en hann starfaði sem slíkur í
Austur-Þýskalandi fyrir fall múrs-
ins. Gysi sagðist hafi lokið við sögu-
legt verkefni sem fólst í því að leiða
PDS inn í Sambandslýðveldið
Þýskaland og vernda flokkinn fyrir
árásum. Hann sagði andstæðinga
flokksins hafa treyst á að fólk yrði
hrætt við sósíalista en raunin hefði
orðið önnur. Hann hvatti fulltrúa
flokksins til að nýta sér þá viður-
kenningu sem hann hefði öðlast fyr-
ir hönd flokksins í samfélaginu og
sjá til þess að innri öfl eyðilegðu
ekki flokkinn. Gysi hefur unnið að
því að gera PDS að lýðræðislegum,
sósíalískum flokki sem hefði burði
til að skjóta rótum í sambandlönd-
unum í vestri. Núorðið nýtur Gysi
virðingar í vesturhluta landsins
jafnt sem í austri. Þar sem Gysi var
óumdeild stjama flokksins er af-
sögn hans mikið áfall. Margir kjós-
endur lögðu hann að jöfnu við PDS
og er hann eini maðurinn innan
flokksins sem náð hefur að hrífa
kjósendur að einhverju marki.
Lesið yfír
rétttrúnaðarsinnum
Þótt Gysi sé ekki hár í loftinu og
hafi þurft að standa á upphækkun
til að ná almennilega yfir púltið hef-
ur hann verið höfuð flokksins í rúm-
an áratug. í Ijósi þess að rétttrúaðir
marxistar og róttækir friðarsinnar
felldu tillögu endurbótasinnaðrar
stjórnarinnar notaði Gysi síðustu
ræðu sína á flokksþingi til að lesa
yfir hinum kreddubundna armi
flokksins. Hann sakaði þennan hóp
um að reyna að leiða flokkinn aftur
í átt að kreddutrú en hópur þessi
virðist líta á sig sem verndara hinn-
ar upprunalegu kenningar. Þannig
berjast fylgismenn nútímavæðingar
við hina rétttrúuðu um það hvort
hugmyndafræðin eigi að laga sig að
veruleikanum eða veruleikinn að
hugmyndafræðinni. Rétttrúaðir eru
tortryggnir í garð sérhverrar hug-
myndar um nútímalegan sósíalisma
og telja flokkinn vera að nálgast
Jafnaðarmannaflokkinn um of. Gysi
sagði að flokkurinn mætti ekki
hræðast breytingar og ekki væri
æskilegt að leita alltaf í gömlu svör-
in ef engar nýjar leiðir lægju fyrir.
Flokkurinn yrði að gerast hluti af
samfélaginu ef honum ætti að tak-
ast að breyta því. Hann benti og á
AP
Sylvia Yvonne Kaufmann flytur
ræðu gegn þeirri tillögu flokks-
sijdrnarinnar, að Þjóðverjar
taki þátt í friðargæsluaðgerðum
á vegum SÞ.
að menn yrðu að vera tilbúnir til
viðræðna á tungu sem fólk skildi.
Gysi sagði vandamálin vera hjá
því fólki sem lifir hér og nú, og það
gæti því ekki beðið í hundrað ár eft-
ir komu sósíalismans. Hann varaði
flokkinn við því að einangra sig um
of frá öðrum evrópskum vinstri-
flokkum. Gysi sagði að PDS mætti
ekki útiloka möguleikann á stjórn-
arsamstarfi við SPD þótt stefna
jafnaðarmanna væri óneitanlega
ófélagsleg um þessar mundir. PDS
mætti aldrei aftur gera Jafnaðar-
mannaflokkinn að svömum and-
stæðingi sínum.
Uppgjör við
Austur-Þýskaland
Gysi varaði hinn rétttrúaða arm
flokksins við því að fegra sögu
Austur-Þýskalands en flokkurinn
virðist frá upphafi hafa saknað sós-
íalismans. Hann sagði flokkinn
verða að horfast í augu við þá stað-
reynd, að skipbrot ríkissósíalismans
hefði ekki verið mistök fárra for-
ystumanna, heldur hefði kerfið
sjálft brugðist. Sóslalisminn í Aust-
ur-Þýskalandi hafi ekki verið raun-
hæft svar við frjálsu markaðskerfi
og rétt væri að taka upp hanskann
fyrir ýmsa þætti kapítalismans.
Hann minnti á að sósíalisminn í
Austur-Þýskalandi hefði verið ólýð-
ræðislegur og sagði nauðsynlegt að
menn horfðust í augu við sannleik-
ann svo mögulegt yrði að takast á
við vandamál framtíðarinnar. Gysi
sagði spurninguna um eignarrétt
ekki leysast með umbyltingu kerfis-
ins. Það stæði hvergi skrifað að
eignarrétturinn hefði betri áhrif á
umhverfið og samfélagið ef hann
væri í höndum ríkisins.
Þótt flokksþingið hafi fellt tillögu
stjórnarinnar má einnig finna já-
kvæða fleti á málinu. í fyrsta skipti
í sögu flokksins fóru fram opinská-
ar deilur á flokksþingi og flokksfull-
trúarnir hættu á að gagnrýna af-
stöðu stjórnarinnar. Gysi sagði
ákvörðun þingsins til marks um lýð-
ræðisvæðingu flokksins og minnti á
að menn hefðu varla treyst sér til
að fella tillögu stjórnarinnar fyrir
tíu árum. Slíkt var óhugsandi
skömmu eftir fali múrsins enda
tíðkuðust opinskáar deilur ekki í
austur-þýska kommúnistaflokkn-
um.
Fyrstu árin var PDS enn undir
áhrifum frá þeirri miðstýringu sem
flokkurinn hafði erft frá SED. Inn-
an kommúnistaflokksins voru
ákvarðanir teknar ofanfrá og niður
og ekki tíðkaðist að menn and-
mæltu stefnu stjórnarinnar. Þótt
PDS virðist nú hafi losað sig undan
slíkri miðstýringu heldur flokkur-
inn þó enn í þann sið SED að enda
flokksþingin á byltingarsöng sósíal-
ista: „Fram þjáðir menn í þúsund
löndum."
Leitin að nýjum
formönnum
Eftir að hafa misst báða formenn
sína er PDS nú í talsverðum vand-
ræðum og óljóst er hverjir muni
fylla það tómarúm sem skapast hef-
ur. Umræðan um mögulega eftir-
menn Gysis og Biskys eru þegar
farnar af stað en ákvörðunin þarf
að liggja fyrir í haust. Víst þykir að
framkvæmdastjóri þingflokksins,
Roland Claus, muni taka við af Gysi
og því beinist athyglin að arftaka
hins fráfarandi flokksformanns,
Biskys. Fyrir þingið var fram-
kvæmdastjóri flokksins, hinn 41 árs
gamli Dietmar Bartsch, álitinn lík-
legur eftirmaður Biskys. í kjölfar
ósigurs flokksforystunnar á þinginu
hefur staða hins róttæka umbóta-
sinna hins vegar veikst og víst er að
hin tilfinningaþrungna ræða Kauf-
mann réð mestu þar um. Rétttrún-
aðarsinnar eru ánægðir með að
Kaufmann hafi tekist að fella tillögu
stjómarinnar og myndu þeir því
styðja hana í formannsembættið ef
hún gæfi kost á sér. Líklegri and-
stæðingur Bartsch er þó formaður
flokksdeildar PDS í Berlín, hin 37
ára gamla Petra Pau. Hún nýtur
stuðning hins fráfarandi formanns
en mörgum þykir hún ekki nógu
reynslumikil. Pau sagðist þurfa
tíma til að meta þá staðreynd að
tveir þriðju hluti þingsins hafi
greitt atkvæði gegn tillögu sem hún
studdi sjálf. Hins nýja formanns
mun bíða erfitt verkefni. Um þessar
mundir er fylgi flokksins um 7%,
PDS er með fulltrúa á Sambands-
þinginu svo og á Evrópuþinginu
auk þess sem flokkurinn hefur tvö
ráðherraembætti í Mecklenburg-
Vorpommern. Ólíklegt verður að
teljast að PDS hefði komist svo
langt án Gysis sem var jafnframt
helsta von flokksins um aukið fylgi í
vesturhluta landsins. Þótt PDS geti
treyst á fasta kjósendur í sam-
bandslöndunum í austri á næstu ár-
um er óvíst hvort flokknum tekst að
skjóta rótum í vestrinu án Gysis.
Þótt CDU hafi náð sér á strik eftir
aðskilnaðinn við Helmut Kohl er
óvíst hvort mótmælaflokkur á borð
við PDS þoli að missa Gregor Gysi.
Gyðingar
grunaðir
um njósnir
í Iran
RÉTTARHÖLD yfir þrettán
írönskum gyðingum eiga að
hefjast fyrir luktum dyrum í
dag, vegna gruns um að þeir
hafi stundað njósnir og þar með
stefnt öryggi íranska ríkisins í
hættu. Lögmenn þeirra reyna
hins vegar að fá málinu frestað,
en það getur varðað dauðasök
að stunda njósnir fyrir erki-
óvini Irana, Bandaríkjamenn
og Israela. Gyðingamir þrettán
eru sakaðir um að hafa, ásamt
átta múslímum, tilheyrt há-
tæknivæddum njósnahring.
Sérstök réttarhöld munu fara
fram í máli múslímanna.
Forseti Kína
heimsækir Israel
ÍSRAELAR buðu í gær Jiang
Zemin, forseta Kína, velkominn
til landsins. Israelar deila þessa
stundina við Bandaríkjamenn
um þá ákvörðun sína að selja
Kínverjum ratsjárbúnað fyrir
flugvélar. Ezer Weizman tók á
móti Jiang á flugvellinum í Tel
Aviv, en þetta er fyrsta heim-
sókn forseta Kína til landsins
eftir að ríkjasamband komst á
milli ísraels og Kína 1992.
Stuttu fyrir heimsóknina höfðu
Israelar látið í ljós að það þýddi
lítið iyrir Bandaríkjamenn að
reyna að fá þá til að hætta við
sölu ratsjárbúnaðarins sem
færir þeim tæpa tvo milljarða
kr.
Undanskilin
tæknivæðing-u
FUNDUR G-77, leiðtoga fá-
tækari ríkja heims, hófst á
Kúbu í gær. Um 40 þjóðarleið-
togar og fulltrúar 80 ríkja
sækja ráðstefnuna sem er sú
fyrsta frá því G-77 var fyrst
stofnað fyrir 34 árum. Kvartan-
ir heyrðust víða þess efnis að
þjóðirnar hefðu setið á hakan-
um í alþjóðlegri tæknivæðingu
og hafa leiðtogar þessara ríkja
því hug á að æskja enn frekari
aðstoðar en veitt hefur verið
hingað til, auk þess sem draga
þurfi úr skuldum þeirra og
auka vægi á alþjóðavettvangi.
„Þeim sem þegar njóta góðs af
alþjóðavæðingu eru kostimir
ljósir,“ sagði Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, í ræðu sem hann hélt í há-
skólanum í Havana á þriðjudag
og kvað milljónir manna undan-
skildar þeirri þróun.
Mannskæðar
óeirðir í Gambíu
AÐ MINNSTA kosti 12 manns
létust þegar lögregla greip til
vopna gegn mótmælagöngu
námsmanna sem efnt var til í
höfuðborg Gambíu, Banjul, á
mánudag. Efnt var til mótmæl-
anna til að vekja athygli á að
menntaskólanemi hefði verið
pyntaður af öryggisvörðum og
að 13 ára stúlku hefði verið
nauðgað af lögreglumanni.
Þegar lögregla rejmdi að
stöðva mótmælagönguna kom
til óeirða, fjöldi fólks slasaðist
og 12 létust er lögregla greip til
skotvopna til að koma ró á
mannfjöldann. Aðgerðum lög-
reglu á mánudag var víða mót-
mælt í gær og kveiktu náms-
menn m.a. í ríkisstofnunum.