Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
1
Tómas R. Einarsson
Orgeltónleikar
í Kristskirkju
ORGELTONLEIKAR verða
haldnir í Kristskirkju Landakoti
í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20,
í tilefni af því að viðgerð á orgeli
kirkjunnar er nú lokið.
Flytjendur á tónleikunum eru
Úlrik Ólason, organleikari
Kristskirkju, Marteinn Hunger
Friðriksson, organleikari Dóm-
kirkjunnar, Douglas A.
Brotchie, organleikari Háteigs-
kirkju, og Sigurlaug S. Knudsen
söngkona.
í fréttatilkynningu segir m.a.:
„Miklu hefur verið áorkað síðan
sérstök framkvæmdanefnd um
viðhald á orgeli Kristskirkju tók
til starfa fyrir tveimur árum.
Markmið nefndarinnar var í
upphafi að safna fimm milljón-
um króna, sem var áætlaður
kostnaður við viðgerðina.
Mikið starf hefur verið unnið
síðan þá og margar hugmyndir
verið framkvæmdar, allt frá há-
tíðlegum tónleikum í kirkjunni
til líflegra bílskúrssala í bíla-
geymslu prestanna í Landakoti.“
Djass/latín í
tónleikasal
FÍH
DJASS/latín-tónleikar verða í tón-
leikasal Félags íslenskra hljómlist-
armanna, Rauðagerði 27, í kvöld,
fímmtudagskvöld, kl. 21. Þar mun
Tómas R. Einarsson leika tónlist
sem hann hefur útsett fyrir kontra-
bassa, en á síðasta ári fékk hann
fjögurra mánaða starfslaun frá
Reykjavíkurborg til þess verkefn-
is. Með Tómasi leika Eyþór Gunn-
arsson á píanó og slagverkshljóð-
færi og Matthías M.D. Hemstock á
troinmur og annað slagverk.
Á efnisskránni eru eldri og yngri
lög Tómasar í djass- og latínútsetn-
ingum, auk laga eftir aðra höf-
unda. Aðgangseyrir er 800 krónur,
en 500 fyrir nema.
Nýjar vörur
Stuttar og síðar kópur
með eða ón hettu,
mörg snið.
Fallegar úlpur.
Hattar og húfur.
LEIKLIST
Leikfélag
FljótsdalshéraAs
VÖLIN & KVÖLIN
& MÖLIN
Höfundar: Hildur Þórðardóttir,
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir og
V. Kári Heiðdal.
Leikstjóri: Unnar Geir Unnarsson.
Eiðum, 8. apríl 2000.
ÉG verð að byrja þennan dóm á
nokkrum fyrirvörum um tengsl mín
við verkið. Það er skrifað af þremur
félögum í Hugleik í Reykjavík og það
kom í minn hlut að leikstýra frum-
uppfærslu þess í haust sem leið. Þar
var á meðal leikenda Unnar Geir
Unnarsson sem nú setur verkið upp
með Leikfélagi Fljótsdalshéraðs. Ég
er því all-tengdur verkinu úr ýmsum
áttum og rétt að lesendur séu leiddir
í sannleika um þessa stöðu mála áður
en lengra er haldið.
Völin & Kvölin er trúlega það sem
kalla má alþýðlegan skopleik, og
minnir einna helst á verk sem skrifuð
voru í árdaga íslenskrar leikritunar,
bæði að stíl og innihaldi. Fléttan er
ofureinföld, ungur og saklaus sveita-
piltur yfirgefur æskuástina í festum
og heldm- suður til náms. Þar fær
hann inni hjá skrýtinni yfirstéttar-
fjölskyldu og lendir í klónum á for-
dekraðri heimasætunni sem er svo
vön að fá það sem hún vill að hún víl-
ar ekki fyrir sér að beita lúalegum
brellum til að eigna sér drenginn.
Hann nær þó að slíta sig lausan og
Að vera eða
vera ekki
John M.
KVIKMYAÐIR
Háskólabíó
AÐ VERA JOHN
MALKOVICH („BEING
JOHN MALKOVICH")
★★★!/,
Leiksljóri Spike Jonze. Hand-
ritshöfundur Charlie Kaufman.
Tónskáld Carter Burwell.
Kvikmyndatökustjóri Lance Acord.
Aðalleikendur John Cusack,
Cameron Diaz, Catherine Keener,
Orson Bean, John Malkovich.
Lengd 110 mín. Framleiðandi
Propaganda/USA Films. 1999.
GAMANMYND, drama, vísinda-
skáldskapur? Að vera John Malko-
vich getur flokkast undir allar þessar
greinar og gott betur. Það er nóg að
skilgreina hana sem eina frumlegustu
og geggjuðustu skemmtun á hvíta
tjaldinu um árabil. Takmarkalaust
skopskyn handritshöfundarins Char-
lies Kaufman (var að fá verðlaun
bresku kvikmyndaakademíunnar,
BAFTA, um helgina) fer inná lítt
troðnar slóðir í kvikmyndasögunni en
hann hefur sjálfsagt séð myndimar
Groundhog Day, Brazil og ekki síst
Time Bandits, þann óborganlega
gullmola, þar sem sögupersónur
detta í gegnum „tímagöt11 og lenda í
ýmsum misþekktum uppákomum af
spjöldum sögunnar.
Hér er sögumaðurinn leikbrúðu-
stjórinn Craig (John Cusack), at-
vinnulaus og í undarlegri sambúð
með gæludýrabúðareigandanum Lot-
te (Cameron Diaz), og hluta af lifandi
lager verslunarinnar. Hann sækir um
skrifstofustarf sem hann fær og ftnn-
ur dularfull leynigöng á bak við
skjalaskáp á vinnustað sínum (sem er
hálf hæð á milli þeirrar sjöundu og
áttundu, þar sem enginn getur gengið
uppréttur - gott dæmi um kímnigáf-
una). Hann kemst að því íúllkeyptu
að við enda þeirra er ekkert annað en
heilabú stórieikarans Johns Malko-
vich. Craig fær að sjá heiminn með
Milli
kvenna
heldur á vit sveitastúlkunnar, en við-
brögð hennar eru kannski það helsta
sem greinir verkið frá Bónorðsför
Magnúsar Grímssonar og öðrum
æskuverkum íslenskrar leiklistar.
I einfaldleik sínum gefur Völin
hugmyndaríkum leikstjóra nokkuð
færi á að fara sínu fram og leika sér
með hugdettur, og nýtir Unnar Geir
sér þessa möguleika óspart. Þó
fannst mér á köflum hann sýna leik-
ritinu óþarfa skeytingarleysi, ein-
faldleikinn gerir það óneitanlega
einnig viðkvæmt ef ekki á að kremja
hjartað úr því svo eftir standi tómur
dáraskapur. Mestan partinn stóð
hann þó ásamt leikhópnum með sínu
fólki og sýndi okkur það með öllum
sínum kenjum og dyntum. Á hinn
bóginn þótti mér stundum of skammt
gengið fram. Til dæmis hefði mér
fundist að úr þvi píanóleikari sýning-
arinnar var brúkaður til að skapa
stemmningu og jafnvel áhrifshljóð
þá hefði mátt gera miklu meira af
því. Tónlistin virkaði vel þar sem hún
var, en hefði að ósekju mátt notast
víðar og óvæntar. Eins er með auka-
persónur sem Unnar bætir inn til að
skapa andrúmsloft, þær voru ævin-
lega til prýði, en jafnvægi sýningar-
innar hefði verið betur þjónað með
meiri notkun. Unnai' er þrátt fyrir
ungan aldur þaulvanur leikhúsmaður
og nýttist það honum sérlega vel við
augum Malkovich í stundarfjórðung
eða svo, þá er úti ævintýri og Craig
úti í vegarkanti í New Jersey!
Maxine (Catheiine Keener), vinnu-
félagi sem Craig lítur hýru auga, fær
þá ágætu hugmynd að selja almenn-
ingi rússíbanaferð inní kollinn á Mal-
kovich og lukkast það um sinn. Eða
þangað til ástin og giindin koma til
sögunnar þar sem leikarinn verðui'
nyteamur sakleysingi.
Otiúlegt en satt, höíúndar satír-
unnar eru nýgræðingar, báðh' tveir.
Leikstjórinn, Spike Jonze, hefur
hingað til haldið sig framan við töku-
vélamar og farið með nokkur auka-
hlutverk, síðast í Three Kings.
Kaufman er hinsvegar nýr af nálinni í
kvikmyndaheiminum og á hóflega
sagt, glæsilega innkomu. Hér gæti
verið kominn verðugm' arftaki Gilli-
ams og annarra meðlima Monty
Python-hópsins, sem virðist hafa
lognast útaf. Saman gera þeir dæma-
laust skemmtilega og óvenjulega
mynd þar sem hver hugmyndin er
annarri betri. Það má ekki segja of
mikið af þeirri undarlegu heilastarf-
semi sem fram fer í og í kringum
toppstykkið á Malkovich. Við erum
leidd inní snarruglaða veröld þar sem
ekkert er einsog það á að vera, en
myndin nákvæmlega einsog hún á að
vera. Atburðimir í undraheiminum
ganga oftast upp - á sínum forsend-
um og fá til þess góðan styrk frá leik-
urunum. John Cusack fær tækifæri
til að sýna hvers hann er megnugur
og er óborganlegur sem strengja-
brúðustjórinn (sem útaf fyrir sig er
efni í sjálfstæða mynd), síðar skrif-
stofublók sem fer í ferðabransann.
Cameron Diaz sýnir á sér nýja hlið,
nánast óþekkjanleg sem eiginkonan
sem vill verða annaðhvort karl með
tippi eða lesbía. Þið verðið að sjá
þetta sjálf. Catherine Keener, einn
nýliðinn til viðbótar, er óborganleg
sem þriðji póllinn í þríhymingnum og
Malkovich dregur upp slemmtilega,
nánast skopmynd af sjálfum sér.
Óhætt að fuUyrða að enginn hefði get-
að gert það betur.
Sæbjörn Valdimarsson
að skapa eðlilega umferð um sviðið.
Eftir því sem ég best veit þá er
leikhópurinn að mestu samansettur
úr fremur reynslulitlu fólki, sem
engu að síður nær að fanga athyglina
og segja söguna á skemmtilegan
hátt. Mest mæðir á þeim Ólafi
Ágústssyni, sem var skemmtilega
heimóttarlegur sveitapiltur í borgar-
solh en hefði gjarnan mátt vera skír-
mæltari á köflum, og Erlu Dóm Vog-
ler, sem lék þær frænkur ÞórhUdi
sveitaunnustu og flagðið Viktoríu í
borginni. Viktoría er vissulega meiri
biti að bíta I íyrir leikkonu, enda
gerði Erla henni skemmtileg skil. Af
öðram leikuram má nefna að Vígþór
Sjafnar Zophaníasson var skoplegur
sem skraddarinn Jónas og Jón
Gunnar Axelsson og Fjóla Egedía
Sverrisdóttir voru skondið par sem
snyrtipinninn Sæmundur kaupmað-
ur og frúin hans sem lætur heimUis-
lífið aldrei trafla sig við fagurbók-
menntalesturinn. Þá var gaman að
Eyrúnu Heiðu Skúladóttur í klass-
ísku hlutverki kjaftakellingar í sveit-
inni.
Völin & Kvölin & Mölin er fyrsta
stóra leikstjómarverkefni Unnars
Geirs, fyrsta uppsetning Leikfélags
Fljótsdalshéraðs í nýlegri sýningar-
aðstöðu á Eiðum og fyrsta verk höf-
undanna þriggja í sameiningu.
Þegar öll sú áhætta er höfð í huga
er ekki annað hægt en að óska hópn-
um og félaginu tU hamingju með
skemmtilega sýningu sem heldur at-
hyglinni, kitlar hláturtaugarnai- og
sendir mann aftur í tímann með bros
ávör.
Þorgeir Tryggvason