Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 39 Clayderman í æðra veldi TÖJVLIST Geisladiskar KEITH JARRETT: THE MELODYAT NIGHT WITH YOU Keith Jarrett leikur á píanó þekkta söngdansa: I Love You Porgy, I Got It Bad and That Ain’t Good, Don’t Ever Leave Me, Someone to Watch over Me, My Wild Irish Rose, Blame It on My Youth, Meditation, Some- thing to Remember You by, Be My Love, Shenandoah, I’m Through with Love. ECM/Japis 1999. Á NÝJUSTU skífu sinni leikur meistarapíanistinn Keith Jarrett einn. Hann er svosum ekki óvanur því og tónlistarunnendur hafa hlustað í áratugi óþreyttir á meist- arakonserta hans þarsem hann þreytti maraþonspuna á flýgilinn jafnt í Köln sem Lausanne. Þar spann hann í ótrúlegustu stílteg- undum, frá klassík til búgga, en að því kom að hann fékk nóg af ein- leiksspunanum og tók að glíma við standarda með tríói sínu, en í því eru auk hans Gary Peacock bassa- leikari og Jack DeJohnette tromm- ari. Það tríó hefur hljóðritað fjölda diska fyrir ECM og hlotið fádæma vinsældir - ferðast um víða veröld og alls staðar fyllt tónleikahallirn- ar. Því miður hefur Keith ekki enn heimsótt Island, enda kostar sitt að fá hann þá sjaldan hann heldur tónleika og undanfarin ár hefur hann ekki gengið heill til skógar - hefur þjáðst af síþreytu. Nú er hann á batavegi og sendi frá sér nýja skífu er tekin var upp á síð- asta ári. Er hún ólík öllu öðru er hann hefur gert, hvort sem var með kvartettnum fræga með Garb- arek, sólóverkunum, standardtríó- inu eða á Bach- og Sjóstakovíts- skífunum. Hér situr hann við píanóið og leikur þekkt lög án þess að fara mikið útfyrir efnið. í þjóð- lögunum My wild Irish rose og Shenandoah er Jarrett trúr upp- runanum í útsetningum sínum, en þó leikur hann á þann hátt sem að- eins djassleikari getur þótt fáum djassbrögðum sé beitt, frekar en í laginu þrautspilaða Be my love. En þegar hann leikur I love you Porgy og Balme it on my youth, sem er tengd yndislegri hugleið- ingu hans - metitation - er öll tón- hugsunin djassleikarans og í I got it bad and that aint good eftir Du- ke Ellington og Ben Webster er spunnið með blárri tilfinningu. Það er líka eini spuni disksins - alls staðar annars staðar þræðir hann laglínuna en tekst að hefja þær uppí æðra veldi því allur clyder- manismi og dinnertónn er honum víðsfjarri. Þessi tónlist Jarretts er hugljúf en átakalítil - og róar hug- ann án þess að tæma hann og svæfa, einsog komið hefur fyrir ágæta rýnendur er fjallað hafa um hugleiðslutónlist. II a v e II« 11 a n d: Prime Ilirective Dave Holland kvintettinn: Robin Eubanks básúna og kúabjalla, Chris Potter, sópran- altó- og tenórsaxó- fónar, Steve Nelson víbrafónn og marimbu, Dave Holland bassi og Billy Kilson bassi. Ný frumsamin verk eftir Holland og félaga hans. ECM/Japis 1999. Þessi nýjasta ECM-skífa breska bassaleikarans Dave Hollands er í einu orði sagt frábær og því oftar sem maður hlustar á hana því betri finnst manni hún. Ekki vegna þess að hún sé það flókin að maður þurfi að kryfja hvert verk til grunna, heldur býr hún yfir ýms- um leyndum töfrum sem opnast ekki að fullu við fyrstu hlustun heldur orka æ sterkar er tíminn líður. Það var árið 1968 að Miles Davis heyrði Dave Holland fyrst með Kenny Wheeler á Ronnie Scott klúbbnum í London. Skömmu síðar fékk hann Dave til að fylla skarð Rons í kvintetti sínum. Síðan hefur Dave Holland verið í hópi virtustu djassleikara heims og hver ný skífa hans vekur athygli. Chris Potter tók sæti Steve Wil- son í Holland-kvintettnum er skífa Hollands, Points of view, kom út 1998 og hann hefur fjörgað hljóm- sveitina mjög. Potter fékk Jazz pair verðlaunin í fyrra, sem stund- um eru kölluð djassóskarinn, og er yngsti djassleikarinn sem hefur hlotið þann heiður. Hann er kannski ekki frumlegasti ungi djasssaxistinn um þessar mundir en tekst aðdáunarlega vel að sam- ræma hefðina og nýsköpun og lífs- krafturinn er óþrjótandi. Stundum minnir kvintett Dave Hollands á kvintett Jackie McLeans frá 1963, ekki aðeins vegna þess að hljóð- færaskipanin er sú sama heldur hvernig honum tekst, einsog McLean á þeim árum, að endur- nýja tónlist sína án þess að rjúfa tengslin við djasshefðina og beisla frumkraft djassins. Dave Holland leikur að jafnaði ekki í hinum klassíska fjórskipta takti djassins, en það er sama hvaða takttegund er upp á ten- ingnum, hún þjónar ávallt spunan- um sem tónsmíðinni. Arabísk og þó sérí lagi afrísk áhrif eru sterk í tónlist Hollands, enda ólst hann upp í London í félagsskap suður- afrískra djassleikara einsog Chris McGregors, sem kenndi honum að hlusta á plötur. Samt er það Amer- íkudjassinn, sem ræður ríkjum hjá þessum tónsterka breska bassa- leikara, litaður evrópskum áhrifum og allt frá kraftbirtingnum í fyrsta verkinu samnefndu skífunni til lokaverksins, Down time með elli- ngtonískum blæ, eru tónatöfrar og rýþmísk spenna aðall skífunnar. Jafnt í hröðum ópusum sem ballöð- um. Vernharður Linnet Bragi Olafs- son gestur Ritlistar- hópsins SKÁLDIÐ Bragi Ólafsson er næsti gestur Ritlistarhóps Kópavogs í Gerðarsafni í dag, fimmtudag, kl. 17. Bragi les úr verkum sínum, bæði prentuðum og óprentuðum. Eftir Braga hafa komið út bæk- urnar Ljóðaúrval: 1986-1996, (1999) Hvfldardagar, (1999) Nöfn- in á útidyrahurðinni, (1996) Klink, (1995), Við munum svara í síma yðar = Vi komme (1993) Þýðing: Auster, Paul, Glerborgin, (1993) Ytri höfnin, (1993) Ansjós- ur, (1991), Dragsúgur. Aðgangur er ókeypis. List barna í Nönnu- koti NU stendur yfir mynd- listarsýning sautján barna, á aldrinum 5 til 9 ára, í Nönnu- koti í Hafnarfirði. Bömin eru nemendur Litla myndlistar- skólans í Hafnarfirði. Myndirn- ar eru unnar með blandaðri tækni og unnið er með uppstill- ingu sem fengin er að láni úr kaffihúsinu og er það kaffi- stemmningin sem ræður ríkj- um í myndunum. Aðalheiður Skarphéðinsdótt- ir myndlistarmaður rekur Litla myndlistarskólann. Skólinn er til húsa á vinnustofu hennar að Strandgötu 50. Sýningin stendur til 10. maí og er opin alla daga, nema mánudaga, frá 14 til 19. SKÓSPRENGJA ÁRMÚLA 23 Ótrúlegt verð • frá 995 Sportskór Barnaskór Dömuskór Herraskór Hjálmarsson Nýjar bækur • ÞJÓÐSÖGUR við þjóðveginn er eftir Jón R. Hjálm- arsson. Í fréttatilkynn- ingu segir m.a.: „Heimsóttir eru fjölmargir staðir í alfaraleið hringinn í kringum landið, sem og nokkrir á fáfamari slóðum, og rifjaðar upp þjóðsögur og sagnir sem ættaðar eru frá þessum stöðum. Þetta em alls um sextíu sögur sem skipað er niður með hliðsjón af vegakerfi landsins, þannig að auðvelt sé að finna sagnir frá þeim slóðum sem ferðast er um hverju sinni. Við upphaf hverrar sögu er gerð grein fyrir sögusviðinu, helstu kennileitum lýst sem og markverðum stöðum og fyrirbærum í nágrenninu.“ Bótín ergefm út undirnafni AI- menna bókafélagsins, sem erdóttur- forlag Vöku-Helgafeíls hf. Bókin er 223 bls., prentuð í Odda hf. Loftur Leifsson hannaði bókar- kápu. Verð2.490 kr. • STÚART litli er eftir ameríska rithöfundinn E.B. White í þýðingu Onnu Snorradóttur Stúart litli er engin venjuleg mús enda er ekki beinlínis venjulegt að mús eigi mennska fjölskyldu og verði að hegða sér í samræmi við það. Hann er þó duglegur að bjarga sér en lendir í ótrúlegum ævintýrum og hrakningum. Colombia Pictures hefur gert kvikmynd sem byggð er á sögunni og verður hún frumsýnd um pásk- ana. Utgefandi er Mál og menning. Bótín er 128 bls., skreytt teikning- um. Prentuð í Danmörku. Verð: 1.880 kr. Nýskráð fyrirtæki — mikil sala 1. Nú er mikið að gera í blómaverslunum og gaman að vinna þar. Til sölu glæsileg blómaverslun á besta stað í borginni. Lifandi og skemmtilegt starf. 2. Veisluþjónusta sem hefur mjög góða aðstöðu og öll tæki sem þarf. Framleiðir einnig frábært sælgætisviðbit á veislu- borðið. Þekkt fyrirtæki með gott orð á sér og fasta viðskipta- vini. 3. Lítið fyrirtæki sem útbýr auglýsingar, sér um hönnun og um- brot og leitar tilboða í prentverk og fylgir því eftir. Góð sam- bönd og fastir viðskiptavinir. 4. Sólbaðsstofa með 6 bekkjum og allt til alls. Mikið að gera. Nýjar innréttingar. 5. Tölvufyrirtæki sem flytur inn góðar og þekktartölvur á frábæru , verði og er einnig með verkstæði á bak við. Laust strax. 6. Lítil blóma- og gjafavöruverslun sem er með mikið af hand- unnum listaverkum eftir ýmsa aðila. Falleg búð á góðum stað í grónu hverfi í miðborginni. 7. Eitt þekktasta vínveitingahús landsins til sölu. Er á besta stað í borginni. Frjáls opnunartími. Gottfyrir duglega aðila sem standa á gólfinu og stjórna sjálfir. Mikil velta sem hægt er að stórauka með góðu aðhaldi. 8. Heildverslun sem selurvörurfyrir hestamenn og bændur. Frábær vara sem gaman er að selja og sem heldur áfram að selja fyrir þig. Hentar einum aðila. 9. Innflutningur og hvetjandi heimasala á þekktum snyrtivörum sem allar konur kannast við. Toppgæðavara. Góð framlegð. Sniðugtfyrir heimavinnandi að stjórna þessu frá heimili sínu ef þú hefur góðan bílskúr 10. Frábær lítil heildverslun sem selur fallega skartgripi og skraut- hringi sem flutt er inn frá Englandi og USA. Selur mest í stórar verslanir. Það er gaman að selja og bjóða ódýra og fallega hluti. Einnig tilvalið fyrir aðrar heildverslanir til að stækka hjá sér og bæta við án þess að auka dreifingarkostnaðinn. Mikið af stórum fyrirtækjum á skrá. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASAlAN SUÐURVE R I SfMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Bætum daglega við skóm Skór frá Skæði og Skóverslun Kópavogs Opið frá kl. 12 -18 mánud. - föstud. og 10 -16 laugard. RÝMINGARSALA Allt á að seljast 30-50°° afsláttur Aðalstræti 16, sími 551 9188.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.