Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 45

Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 45 Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadðttir Eyrún Jónasdóttir mezzósópran syngur Passíusálma Hallgríms Péturs- sonar við undirleik Smára Ólasonar orgelleikara í Oddakirkju. Yika bökarinnar Fimmtudagur 13. apríl. Austurland Iðunn og Kristín Steinsdætur lesa í grunnskóla Reyðarfjarðar kl. 8, í grunnskóla Eskifjarðar kl. 9.30 og í grunnskóla Neskaupstaðar kl. 11. Súfistinn „Kvöldvísur um sumarmál". Dag- skrá í tilefnið af útkomu heildarsafns ljóða Stefáns Harðar Grímssonar, kl. 20. Eysteinn Porvaldsson ræðir um skáldið og Hjalti Rögnvaldsson og Brynhildur Bjömsdóttir leikarar lesa úr verkum þess. Bach í Breið- holtskirkju AÐRIR tónleikar í tón- Ieikaröð þar sem Ieikin verða öll orgelverk Bachs, verða í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Jörg E. Sonderman org- anisti leikur, en tónleik- arnir eru haldnir í tilefni af 250 ára ártíð Johanns Sebastians Bach. Á efnisskrá eru prelúd- ía og fúga í C-dúr, eldri Jörgen E. Sonderman gerð verksins og fjórir sálmafor- leikir úr Neumeister-Sammlung. Jörg starfar sem org- anisti í Hveragerðis- og Kotstrandarkirkju. Hann kennir einnig kórstjórn og orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hann hefur haldið tónleika víða, hér heima og er- lendis og hefur lagt mesta áherslu á verk J.S. Bach í efnisvali sínu, jafnframt Max Regers og samtímamanna hans, auk verka núlifandi tónskálda. Passíu- sálmarnir sungnir á föstunni Hellu. Morgunblaðid. FLESTIR eru vanir að hlusta á Passíusálma Hallgríms Péturs- sonar lesna, en nú á föstunni gefst fólki kostur á að kynnast þeim sungnum. Smári Ólason tónlistarfræðingur og orgelleik- ari hefur skráð niður lög við sálmana eftir hljóðritunum sem gerðar voru á árunum 1960-74 af söng gamals fólks, útsett þá og fært í nýjan búning. Sálmarnir hafa verið og verða fluttir á nokkrum tónleikum á föstunni, en þeir fyrstu voru í Oddakirkju 5. apríl sl. Á efnisskránni eru 12 sálmar sem eru sérstaklega kynntir af flytjendum, en Smári hefur fengið Eyrúnu Jónasdóttur mezzósópran til liðs við sig við flutninginn. Dagskráin var flutt á Kristnitökuhátið í Sandgerði um sl. helgi og Laugarneskirkju á þriðjudagskvöld, en verður flutt í Seltjarnarneskirlqu 13. apríl og í Skálholti á pálmasunnudag. Sama dag má hlýða á þá á Rás I ríkis- útvarpsins, auk þess sem nokkrir þeirra verða fluttir sem síðasta lag fyrir fréttir á Rás I í dymbil- vikunni. -----♦--*-«--- Sýningum lýkur Listasetrið Kirkjuhvoli SÝNINGU Sossu og Gyðu L. Jónsdóttir lýkur á sunnudag. Þar sýnir, Sossa málverk og Gyða skúlptúra. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. Gallerí Fold Listsýningu Sigríðar Önnu E. Nikulásdóttur í baksalnum í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14-16, lýkur á sunnudag. Sýnuna nefnir listakonan Tunglhús. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga til kl. 17 og sunnu- daga íd. 14-17. -------------- Síöustu sýningar Leikfélag Keflavíkur SÝNINGUM á leikritinu Ekkert klám fer nú fækkandi og verða síð- ustu sýningar á föstudag, laugardag og sunnudag, kl. 21. Leikritið er eftir þá Júlíus Guðmundsson, Ómar Ól- afsson, Huldu Ólafsdóttur og fleiri. Sýnt er í í Frumleikhúsinu, Vest- urbraut 17, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.