Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 55

Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 55 Halldór heima hjá sér og þannig at- vikaðist það að á þessum árum kynntist ég einnig eiginkonu Hall- dórs, Sigríði Guðmundsdóttur. Ég minnist þess að í íyrstu var ég nokk- uð kvíðinn að koma á heimili þeirra en sá kvíði reyndist ástæðulaus því að þar var mér tekið tveim höndum, andrámsloftið var óþvingað og þar leið mér vel. Fjölmargir nemendur Halldórs úr háskóla _ og utan hans sakna nú vinar í stað. í Heimskringlu segir frá því að Erlingur Skjálgsson hafði marga menn í þjónustu sinni og þar segir: Öllum kom hann til nokk- urs þroska. Pessi orð flnnst mér eiga vel við um Halldór. Honum var einkar lagið að laða hið besta fram hjá nemendum sínum. Þótt Halldór hafi verið prófessor í íslensku nútímamáli var hann ekki síður vel að sér í fornu máli enda lagði hann ávallt ríka áherslu á að sá sem fengist við íslenskt mál yrði jafn- framt að vera þaulkunnur bókmenn- tum, sögu og menningu íslands. Jafnframt brýndi hann fyrir nem- endum sínum að þeir yrðu að sýna heimildum tilhlýðilega virðingu, túlka þær rétt og fara rétt með til- vitnanir í þær. Kennarinn Halldór Halldórsson var sjálfum sér sam- kvæmur að þessu leyti sem fræði- maður. Sérsvið Halldórs var orð- fræði og í ritum hans um það efni kemur nákvæmni hans vel fram og hve víðtæk þekking hans var á mál- heimildum, bókmenntum og menn- ingarsögu. Þetta kemur t.d. glöggt fram í einu höfuðrita hans, Islensku orðtakasafni, en einnig öðrum ritum. Halldór hafði mikil áhrif á samtíð sína og mótaði um margt íslenska málstefnu á síðari hluta 20. aldar. Hann var afar fjölhæfur fræðimaður og segja má að hann hafi látið sér fátt óviðkomandi er snerti íslenskt mál. Hér skal fátt eitt nefnt. Hann bar nýyrðasmíð mjög fyrir brjósti og sjálfur var hann hagur orðasmiður auk þess sem hann var ráðgjafi Orð- anefndar byggingarverkfræðinga frá árinu 1983 og allt fram á síðustu ár. Um átján ára skeið (1964-1982) var hann formaður stjómar Orðabókar Háskólans og hafði margháttuð áhrif á störf stofnunarinnar. Enn fremur var hann fyrsti formaður Islenskrar málnefndar (1965), forseti Vísindafé- lags íslendinga (1968-71) og ritstjóri Skímis (1954—67) svo að fátt eitt sé nefnt. Þá var hann þráfaldlega kall- aður til starfa í nefndir er fjölluðu um stafsetningarmál, skólamál, ömefni, mannanöfn og fleira af þeim toga. Avallt lagði hann gott til málanna, þar naut hann visku sinnar, þekking- ar og reynslu. Halldór Halldórsson var gæfú- maður í einkalífi sínu og starfi. Eng- um gat blandast hugur um að þau Halldór og Sigríður vom einkar sam- hent, jafnt heima fyrir sem á starf- svettvangi innan veggja háskólans. Með framlagi sínu til íslenskra fræða hefur Halldór Halldórsson reist sér óbrotgjaman minnisvarða. - Blessuð sé minning hans. Jón G. Friðjónsson. Ég vil, í nafni íslenskrar mál- nefndar, minnast Halldórs Halldórs- sonar prófessors, sem nú er látinn í hárri elli. Halldór var fyrsti formaður Is- lenskrai- málnefndar, en hún var stofnuð með bréfi menntamálaráðu- neytis 30. júlí 1964. í fyrstu mál- nefndinni sátu, auk Halldórs, Bjarni Vilhjálmsson, síðar þjóðskjalavörð- ur, og Þórhallur Vilmundarson pró- fessor, en fljótlega bættist Jónas Kristjánsson, síðar prófessor, í hóp- inn sem varamaður. Að öðmm ólöst- uðum má fullyrða að Halldór hafi verið helsti hvatamaður hérlendis að stofnun íslenskrar málnefndar, en einnig kom til hvatning frá málnefnd- um á Norðurlöndum, ekki síst Danskri málnefnd. Þótt Halldór hafi ekki setið lengi í íslenskri málnefnd, því hann vék úr henni í árslok 1965, þegar við tók Jakob Benediktsson orðabókarstjóri, era störf hans í þágu nefndarinnar og almennt í þágu málræktar á þeirri öld sem nú er að líða meiri en flesfra annarra. Áður en málnefndin var stofnuð hafði Halldór átt sæti í Orðabókarnefnd Háskólans og einnig setið í sérstakri nýyrða- nefnd, sem starfaði á vegum Örða- bókarinnar. Þessi nýyrðanefnd var í raun iyrsti vísir að Islenskri mál- nefnd. Rannsóknir Halldórs sem prófess- ors vom ekki síst á sviði orðfræði, en hann var prófessor í nútímamáli og hagnýtri málfræði. Það var því eðli- legt að starf hans sem prófessors tengdist málrækt. Islensk máfrækt hefur jafnan snúist öðm fremur um orðaforðann og þann vanda sem við blasir þegar tala á um framandleg efni á íslensku. Ritgerðir hans um nýgervinga, sem hann kallar svo, í ís- lensku máli em einkar glöggar, en þar gerir hann meðal annars grein fyrir því hvernig ný orð verða til í málinu, ýmist sem tökuorð, nýmynd- uð orð eða nýmerkingar. Tökuorð era fengin að láni úr erlendum tung- um og löguð að íslenskum rithætti og beygingu, nýmyndanfr kallar hann þau orð sem smíðuð em úr innlend- um efniviði, en nýmerkingar er það þegar hefðbundin orð taka nýja merkingu. Þótt Halldór hafi verið málræktarmaðm- og málfræðingur hvort tveggja í senn, vora honum ljósari en mörgum öðmm mörkin á milli fræðimennsku og málræktar- starfs. Málræktarstarf er hugsjóna- starf, en fræðimennskan er tilfinn- ingalaus og tekur ekki afstöðu. Á þetta lagði hann ávallt n'ka áherslu við nemendur sína og aðra sem starfi hans tengdust. Eftir að Halldór hætti störfum sem prófessor við Há- skóla Islands vann hann um áratugi sem málfræðilegur ráðunautur verk- fræðinga við íslenskun íðorða. Að leiðarlokum skulu Halldóri færðar sérstakar þakkir fyrir giftu- drjúg störf í þágu Islenskrar mál- nefndar og málræktar í landinu. Aðstandendum hans era sendar dýpstu samúðarkveðjur. Kristján Árnason, formaður Islenskrar málnefndar. Halldór Halldórsson prófessor var á áram áður íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri og hafði tekið við því starfi nokkram árum fyrr en ég kom í þann skóla. Þegar okkur Guðna mági hans datt í hug, ásamt tveimur öðram, að koma upp söngkvartett til skemmt- unar á kaffikvöldi 4. bekkjar fengum við aðstöðu til æfinga heima hjá Hall- dóri og Sigríði í Brekkugötunni, því auðvitað varð allt að fara leynt um til- tækið. Nutum við leiðbeininga þeirra hjóna í okkar alvarlegu tilraun til listsköpunar en ekki síður var okk- ur hald í hughreystandi ummælum sem við meðtókum fegins hendi jafn- framt kærkomnum trakteringum úr hendi húsmóður. Halldór var ekki mikill að vallar- sýn, grannholda sem hann var alla tíð og í lægra meðallagi að hæð. Hann gekk nokkuð álútur, hægur og ljúfur í viðmóti. Piltungar á rölti í miðbæj- arlífi Akureyrar sem litu kennara- hjónin á sinni síðdegisgöngu hinum megin götu undraðust og ræddu af gerhygli sín í milli hvemig í ósköpun- um Halldór hefði getað náð í svo fal- lega konu. Litum við mjög upp til hans fyrir það afrek og fannst líkleg- ast að hann hefði beitt vestfirskum göldram, en auðvitað skynjuðum við síðar að afrekið skýrðist m.a. af þeim sérstæða, djúpvitra og aðlaðandi persónuleika sem Halldór bjó yfir. Mér líkaði kennsla Halldórs í ís- lenskri málfræði mætavel. Hann var nákvæmur, útskýrði þróun og eðli málsins með lýsandi hætti. Hann gladdist yfir góðri frammistöðu nemandans, fann að og gagnrýndi með velvilja en nauðsynlegum þunga. Skopskynið í lagi. Kynni eða samskipti stúdenta M.A. 1944 við Halldór og Sigríði, en hún lést fyrir tveimur árum, hafa lík- lega haldist samfelldari en títt er um aðra árganga. Má rekja þau tengsl ef til vill að einhverju leyti til þess að Guðni er í okkar hópi, svo og hins að Runólfur Þórarinsson norrænufræð- ingur, okkar inspector scholae, og Halldór vora miklir mátar. Þau hjón vora með í mörgum meiri háttar af- mælum bekkjarins og eftfr að heilsa þeirra bilaði, var þeirra ávallt minnst við þau tækifæri gætu þau ekki mætt. Við andlát Halldórs hefði Run- ólfur án efa látið í sér heyra með skrifum á þessum vettvangi ef van- heilsa hefði ekki hamlað. Stúdentar frá M.A. 1944 senda sín- um gamla kennara hinstu kveðju. Víkingur Heiðar Arnórsson. Þakklæti kemur upp í hugann er ég minnist Halldórs föðurbróður míns. Einkar kært var með þeim bræðram og man ég fyrst eftir hon- um úr bréfum er bárast reglulega frá Akureyri og sögðu frá Halldóri og fjölskyldu hans. Eins og samgöngum var þá háttað var svo langt á milli Ak- ureyrar og Reylqavíkur að kynni urðu eingöngu um bréf og myndir. Þó fengum við snemma á tilfinning- una að þai' færi einstaklega skemmti- leg og samhent fjölskylda og var hún okkur enn nákomnari þar sem móðir okkar og Sigiíður kona Halldórs vora náskyldar. Svo barst okkur stórfrétt. Frænd- fólkið á Akureyri ætlaði að flytja suð- ur. Halldór fékk stöðu við Háskóla Islands og við bömin veltum mikið fyrir okkur orðinu dósent. Fengum við þá skýringu að fyrst væri há- skólakennari dósent í sjö ár en yrði síðan prófessor. Við þekktum mann sem var prófessor svo að þessi orð- skýring hitti í mark. Oft síðar tengd- ust samskipti við Halldór orðaskýr- ingum og vora þær nákvæmari en þessi. Við höfðum haft rétt fyrir okk- ur í tilfinningum okkar um skemmti- legt heimilislíf og eftir að Halldór, Sigríður og bömin vora komin í Eskihlíðina var gjama ferðast í Aust- urbæ-Vesturbæ-hraðferð til að heim- sækja þau. Meiri fjarlægð varð þó á milli er þau fluttu til Hafnarfjarðar, en þá fengum við hins vegar að sjá miklu meira af Halldóri sjálfum því að þá kom hann til okkar á degi hverjum og snæddi hádegisverð og spjölluðu þeir bræður þá margt. Mér er t.d. minnisstætt er Halldóri var sagt að Stalín væri látinn að viðbrögð hans vora: „Blessaður karlinn." Ekki stóð þetta lengi því að faðir minn lést og móðir mín fór út að vinna svo að hádegisverðir með gestum heyrðu sögunni til. Halldór reyndist okkur stoð og stytta í þeim erfiðleikum. Á unglingsáram heimsótti ég þau oft á Hagamelinn en þar hafði Guðmund- ur sonur Halldórs, sem nú er nýlát- inn, komið sér upp útvarpsaðstöðu svo að unnt væri að hlusta á erlendar útvarpsstöðvar og leyfðist okkur að hanga yfir því í tíma og ótíma án þess að amast væri við. I Hafnarfirði var nágranni Halldórs Benedikt Ög- mundsson skipstjóri og tókust með þeim kynni vegna áhuga beggja á ís- lensku máli. Sótti Halldór í sjóð Benedikts um íslenskt sjómannamál og veltu þeir fyrir sér nýyrðum. Naut ég góðs af þeim kynnum, er mig vantaði sumarvinnu á unglingsáram mínum og Halldór sannfærði Bene- dikt um að ég væri fær um að verða háseti á skipi hans. Ekki var auðvelt að fá slíkt skiprám á þeim tíma og reyndist þetta mikil hjálp heimili mínu og skólagöngu minni. Meðan ég var við nám erlendis heimsótti ég Halldór, þegar ég var í leyfum hér heima. Varð mér þá ljós- ara en fyrr hve gestkvæmt var á heimili Halldórs og Sigríðar og hve boðin og búin þau vora að greiða hvers manns götu. Eitt sinn var staddur hjá Halldóri maður sem var á leið utan til sendikennarastai'fa. Ekki datt mér í hug annað en að þar færa aldavinir, er ég sá hver aðstoð var veitt, en frétti síðar að þeir hefðu þarna hist í fyrsta skipti. Gaman var að hitta Halldór á vinnustað sínum og lenda í hrókaræðum um efni á borð við -n- í ef. ft. kvk. orða sem enda á -a í nf. et. eða hvort nota eigi tveim eða tveimur í þgf. með fremstu fræðimönnum um íslenskt mál. Þá var jafnan gott að hringja í hann og fá ráðleggingar um orð og notkun þefrra og var úr öllu slíku greiðlega leyst. Safnaði hann þekkingu allt fram í andlátið og þótt hann hafi miklu af henni á bækur komið er hætt við að veraleg kunnátta hafi nú horfið og er að mikill skaði. Við systkinin og móðfr okkar, Sigrán Guðbrandsdóttir, vottum frændfólki okkar og venslafólki þess okkar dýpstu samúð vegna hins þunga harms sem að því er kveðinn vegna andláta Halldórs og Guðmun- dar, sonar hans. Halldór Ármannsson. ANNA SIGRUN WIIUM KJARTANS- DÓTTIR + Anna Sigrún Wiium Kjartans- dóttir fæddist í Hveragerði 19. mars 1972. Hún lést á Rig- ens-sjúkrahúsinu í Stavanger 25. mars siðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Hveragerðiskirkju 12. apríl. Elsku Anna frænka. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur meðal okkar. En minningin um yndislega frænku sem elskaði og naut lífsins verður alltaf okkar. Þau ár sem við áttum saman í Noregi era okkur ógleymanlegar minningar og þó svo að hafið skildi okkur að síðustu árin, varstu alltaf sama góða Anna. Mér er minnis- stætt eitt sumar sem þú komst og dvaldir hjá okkur og við skrappum í Bláa lónið. Við sleiktum sólina og röbbuðum um heima og geima, og þú sagðir mér hvað lífið væri yndislegt og við skyldum njóta þess vel. Það var erfitt að geta ekki verið nær þér í veikindum þínum en þú vissir að hugur okkar var alltaf hjá þér. Að fá að njóta jólanna og fagna nýrri öld með þér gaf okkur ómetanlegar minningar, minningar um ótrálegan dugnað þinn og jákvæðni sem ávallt fylgdi þér. Elsku frænka, við kveðjum þig með söknuði og tráum því að Guð taki þá til sín sem honum þykir vænt um og minningar um elskulega frænku sem okkur þótti svo afar vænt um, hjálpa okkur að þerra tár- in, læra að lifa með sorginni og horfa fram á við. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Pig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hrið, þín minning er ijós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Elsku Chris, Inga, Daddi, Krist- ján og aðrir ættingjar, góður Guð styrki ykkur og styðji á sorgarstund. Kveðja. Þín Elín frænka, Stefán, Birgitta, Alexander og Hlynur. fóram í sund í góða veðrinu og sátum í Frogneparken og borðuðum ís. Og alltaf nennti stóra frænka að hafa mig með, og alltaf var það jafn gaman. Þú bjóst yfir ótrálegum baráttuhug, sem sýndi sig þegar þú ákvaðst að koma til okkar um jólin og eyða þeim með okk- ur, þrátt fyrir allt erfið- ið. Þessi síðustu jól okkar saman mun ég varðveita á góðum stað í hjarta mínu um ókom- in ár og minningin um þig mun ávallt lýsa mér veginn. Hvfldu nú í friði, elsku Anna mín, og megi Guð gefa að þú getir horft niður til allra sem minnast þín með hlýjum hug. Ég fylgdi þér að fjörusandi á fjarlæga braut. Og báturinn þig bar frá landi í blámóðu skarírá Svo gekk ég heim að gamla bænum og grét þarhþótt. En andvarpsstuna barst með blænum þá bleiku nótt. Þú lýstir mér með ljósi þínu við lífsins borð. Þau ljóma enn í hjarta mínu, þín hinstu orð. Hve minning þessi í mætti sínum er mjúk og sár, því ennþá hníga af augum mínum eldheit tár. Og þráin vakir himinheiða og heillar mig: að fljúga yfir fljótið breiða og finna þig. '' Ástarkveðja. Elsku Chris, Inga, Daddi og Stjáni. Megi Guð vera með ykkur og styðja ykkur á erfiðum tímum. Erla Kristin „litla frænka“. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar-, greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- Elsku Anna mín. Það er svo sárt að horfast í augu við þá staðreynd að nú sértu farin. Farin yfir í annan og betri heim, þar sem einhver hefur þurft á þér að halda. Þó er gott að hugsa til þess að þú sért loksins hraust og þér líði vel. Ég mun alla æ\d minnast þín, yndislegrar frænku sem alltaf var svo jákvæð og glöð. Þú varst alltaf fyrirmynd, alltaf svo góð við litlu frænku. Ég minnist þeirra stunda með söknuði þegar ég var síðast í Noregi og við eyddum svo mörgum góðum dögum saman, Gróörarstöðin ™ mtCtHLÍÐ ♦ Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 DaCía '\ \ Msll7kki»r P E R L A N Sími 562 0200 tíctxriix mxi xxii£

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.