Morgunblaðið - 13.04.2000, Side 56

Morgunblaðið - 13.04.2000, Side 56
S6 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hjörleifur Jóns- son var fæddur á Fossi í Nauteyrar- hreppi 29. júní 1931. Hann lést á Landspít- ala við Hringbraut 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Aðalheiður Soffía Bjarnadóttir frá Svalbarða í Arnar- firði og Jón Erlendur Jónsson frá Nauteyr- arhreppi í Norður- Isafjarðarsýslu, en þau bjuggu á Fossi. Hjörleifur var fimmti í röð átta alsystkina og auk þess á hann eina hálfsystur sammæðra. Af systkinunum er ein systir látin auk hans, Fanney, sem lést 1978. Foreldrar hans slitu samvistum og seinni maður Soffíu, móður Hjörleifs, var Ebeneser Ebeneser- son frá Bfldudal. Hinn 25. október 1952 (1. vetr- ardag) kvæntist Hjörleifur Ósk Bjamadóttur í Reykjavfk. Ósk er fædd í Búðardal í Dalasýslu. For- eldrar hennar voru Bjarni Magn- -r ússon og Sólveig Ólafía Árnadótt- Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustundinni, stundinni sem við öll kviðum fyrir síðan í haust er við fengum þær fréttir að ekki væri hægt að gera meira fyrir þig. Jólin, áramótin, afmælið hennar mömmu, allt var þetta síðasta skiptið hjá þér og okkur með þér. Erfiðast fannst þér að fara austur á Bala og vita ekki hvenær eða hvort þú kæmir þangað aftur. Þú fórst nú samt austur síð- ustu helgina í mars til að líta eftir en ■fiafðir lítinn kraft til að gera hlutina, ólíkt þér, pabbi minn, sem gerðir við alla hluti strax og þeir fóru úrskeiðis. Þetta sýnir okkur hvað þú varst orð- inn veikur en ef þú varst spurður um líðan þína þá hafðir þú það fínt, þú hafðir miklar áhyggjur af mömmu í vetur og kannski dreifði það huga þínum frá þínum veikindum en það skipti þig líka máli allt sem okkur viðkom. Þau voru ekki svo fá símtöl- in sem þú hringdir bara til að vita hvemig við hefðum það. Allt sem fjölskylda þín gerði skipti þig máli. Þú varst mikill fjölskyldumaður og enn meiri afi. Afabömin þín eiga dýrmætar minningar um afa sem alltaf var eitthvað að gera fyrir þau, . fkíði, sund, Tjömin, að gefa öndun- ir í Búðardal. Börn þeirra Hjörleifs og Óskar eru: 1) Bjarn- veig, f. 1952, maður hennar er Gunnar Ingvi Hrólfsson og eiga þau þrjú böm, sem eru: 1) Guðrún Ósk, maður hennar er Carl Gránz og eiga þau einn son, Ólaf Carl. 2) Grétar Þór, unnusta hans er Erla Guðrún Arn- mundardóttir. 3) Gyða Rós. 2) Ari, f. 1956, kona hans er Svala Guðlaugsdóttir og eiga þau tvö böm: Daníel og Dagnýju. Þau em búsett í Danmörku. 3) Hjördís, f. 1959, maður hennar er Þor- steinn V. Reynisson og eiga þau fjögur börn, sem eru: 1) Björgvin. 2) Baldvin. 3) Steinunn. 4) Ingunn. Hjörleifur var sjómaður frá 14 ára aldri, en siðustu starfsárin starfaði hann hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Útför Hjörleifs fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. um, Kerlingarfjöll, austur á Bala eða bara lesa., afi gaf þeim allan þann tíma sem þau vildu. Þú varst alltaf svo stoltur af hópnum þínum og þú varst orðinn langafi. Þá varðst þú að vera langbesti afi og það tókst þér því litli Oli Kalli átti stóran hlut í hjarta þínu og þú í hans. Þú stóðst þig eins og hetja og ekki hefur það alltaf verið auðvelt fyrir þig að kveðja okkur og vita ekki hvort við myndum hittast aftur. Þegar þú hringdir í mig og lést mig vita að þú ættir að fara í aðgerðina sama dag gerði ég mér ekki grein fyrir því að þetta væri síðasta símtalið frá þér, en ég kom upp á spítala og var hjá þér fram að aðgerð. Þú leist svo vel út og svo vongóður, fylltir okkur von, ætlaðir jafnvel að kaupa tölvu þegar þú kæmir heim. Hver hefði getað trúað því að þú kæmir ekki aftur heim. Nú verður þú heima hjá okkur í hugum okkar og minningum. Eg vil þakka þér allt sem þú hefm- gert fyrir mig öll mín ár, alltaf þótti þér sjálfsagt að rétta hjálparhönd í einu og öllu, og það skipti þig öllu máli að vel gengi hjá okkur. Þær voru ófáar stundirnar sem þú áttir með barnabörnunum og eru þær ómetanlegar fyrir þau. Ég og fjöl- skylda mín þökkum þér fyrir sam- fylgdina og kveðjum þig með trega. Þín Hjördís. Þær stundir koma í lífi manns að okkur verður orða vant en þannig líður mér við að kveðja þig, vinur okkar. Hjörleifur Jónsson var giftur móðursystur minni, Ósk Bjamadótt- m- frá Búðardal. Ósk er næstyngst af systkinum móður minnar og við höf- um verið nánar eins og systur. Ég gleymi ekki fyrsta vetrardegi 25. október 1952 er þið giftuð ykkur, hvað þið voruð glæsilegt par, veislan var í Skipasundi 60 þar sem þið bjugguð. Varst þú þá í Vélstjóraskól- anum. Þið Ósk hafið alltaf haldið upp á brúðkaupsdaginn ykkar fyrsta vetrardag í gegnum öll ykkar ár. Við höfum átt margar góðir stundir sam- an í gegnum mörg ár eða frá því ég var bara barn. Við byrjuðum að ferð- ast snemma saman og þá fyrst í tjöldum, svo í tjaldvögnum og síð- ustu 10 árin með húsbíla. En þið vor- uð búin að koma ykkur upp flottum húsbíl sem þú varst búinn að inn- rétta. Við fórum margar ferðir inn- anlands sem utan. Af miklum dugn- aði fóruð þið út síðasta sumar en þá varst þú að koma úr enn einum upp- skurðinum. En þið fóruð með hóp fé- laga úr húsbílaklúbbnum til Dan- merkur. Bjarnveig og Ingvi fylgdu ykkur í skip á Seyðisfirði og í Hanst- holm tóku á móti ykkur Ari, Svala, Daníel, Dagný og Erna Rós dóttir mín sem hefur dvalið hjá þeim í Dan- mörku tvö síðustu sumur. Þar dvöld- uð þið í nokkra daga til að safna kröftum og njóta fjölskyldunnar þar. Þið höfðuð stillt upp á að börnin Daníel og Dagný væru í fríi frá skól- anum svo þið gætuð öll farið saman í útilegu, sem þið Hka gerðuð. Þið fór- uð líka í Lego-land þar sem allir geta skemmt sér. Ekki láguð þið í leti, þið voruð líka búin að koma ykkur upp sumarbú- staðnum Bala sem er rétt við Minni- Borg í Grímsnesi. Þar átti fjölskyld- an sína föstu punkta. Á páskadag komu öll börnin, tengdaböm, barna- börn og barnabarnið ykkar. Á vorin kom svo öll fjölskyldan saman að setja niður kartöflur og taka þær upp á haustin. Oftast var haldið upp á afmæli þitt í sumarbústaðnum. Þar vai' ávallt glatt á hjalla, því gaman var að sækja ykkur heim. Gestrisni ykkar Óskar var með afbrigðum góð og oft var spilað á spil. Sjaldan voruð þið ein á Bala því alltaf var eitthvert barnabarnið með ykkur. Ekki mun- aði ykkur um að bæta Ernu Rós dóttur minni við í barnahópinn ykk- ar, en þannig lituð þið á hana og henni finnst þið líka vera afi og amma hennar. Þar sem hún var allt- af með okkur í öllum ferðum utan sem innanlands. Þegar við vorum á ferðum í húsbílunum varst þú oftast búinn að fara í göngutúr áður en við vöknuðum, svo árrisull varst þú. Mikill afi varstu og gafst bömunum ávallt mikinn tíma. Þú kenndir þeim öllum á skíði og oft fómð þið saman á skíði, og þeim stundum munu þau alldrei gleyma. Á ættarmóti okkar að Laugum í sumar komuð þið tveir, Hermann og þú, sárlasnir, en tókuð þátt í flestu með okkur, kvöldvöku og söng, því ekki vilduð þið missa af því. Og nú emð þið báðir farnir yfir móð- una miklu. Nú er höggvið stórt skarð í átta manna hópinn okkar, eins og við kölluðum okkur þó að við séum oftast 12 og 14 saman á Breiðfirðing en það var eitt af föstum punktum yfir vetrartímann að fara þangað að dansa í Breiðfirðingabúð. Þvi mikill dansmaður varst þú. Þó að við vissum að þú værir veik- ur þá var enginn tilbúinn er kallið kom. Svo snöggt var það. Þú varst búinn að berjast hetjulegri baráttu yið illvígan sjúkdóm í rúm fimm ár. Ég, Símon og börn okkar kveðjum þig með miklum söknuði, kæri vinur, en eram þó þakklát fyrir að hafa átt þig að í þessu lífi. Minningin um þig lifir í hjörtum okkar. Elsku Ósk mín, Bjamveig, Ari og Hjördís, tengda- börn og afaböm og langafabam, Guð gefi ykkur styrk og frið í hjarta ykk- ar á þessari erfiðu stund. Guð veri með ykkur. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstuþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Kær kveðja, Ema, Súnon og börn. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur og kominn tími til að kveðja. Minn- ingarnar um allar góðu stundirnar sem þú áttir með okkur systkinunum munu lifa í hjörtum okkar. Mér datt ekki í hug að þú myndir fara frá okk- ur svona fljótt og ég fékk ekki al- mennilegt tækifæri til að kveðja þig. Þú varst alltaf svo vongóður og tal- aðir aldrei um það hvað þér leið illa, heldur sagðir alltaf að þér liði bara vel. Ég heimsótti þig á sjúkrahúsið og það var í síðasta skiptið sem ég sá þig. Þú varst orðinn mjög veikur þar en sýndir það ekki vel. Þú varst sterkur fyrir okkur, til að fá að vera með okkur aðeins lengur. Það var alltaf gott að koma í Miðtúnið til ykk- ar ömmu, hvort sem var í pössun eða bara í heimsókn. Það var líka alltaf gaman að koma í heimsókn til þín í vinnuna í Hitaveitunni, þar fékk ég alltaf djúsglas og spjölluðum við um daginn og veginn. Þú kenndir okkur líka svo margt, þú kenndir okkur eldri barnabörnunum á skíðum og vom farnar ófáar ferðirnar í Bláfjöll eða Skálafell með snúða úr Adda- bakaríi og brauð frá ömmu. Besta minning Baldvins era skíðaferðirnar með þér. Einu sinni fómm við meira að segja í skíðaferð í Kerlingarfjöll, þú og amma, ég, Baldvin og Gyða. Okkur var líka alltaf velkomið að koma með ykkur ömmu austur á Bala og vera þar með ykkur. Við eig- um margar góðar minningar þaðan og era mér minnisstæðastar þær þegar ég var lítill og var með ykkur ömmu í tjaldvagninum fyrir austan, áður en Bali var byggður. Þú spurðir mig hvort við ættum að byrja á und- irstöðunum í dag eða á morgun og ég svaraði á morgun. Ég fékk líka að vera með þegar vatnslögnin heim að bústað var lögð, í hellirigningu. Ég fór nokkram sinnum inn í hús til ömmu til að skipta um föt því ég varð oft gegnblautur. Við smíðuðum líka fuglahús og kofa þegar ég var yngri. Steinunn og Ingunn vora varla farn- ar að standa í lappirnar þegar þú og amma tókuð þær og fórað með þær niður að Tjörn til að gefa öndunum brauð. Þær vora líka oft í pössun hjá ykkur í Miðtúninu. Þú varst alltaf svo góður við okkur systkinin og vildir allt fyrir okkur gera. Þú varst besti afinn. Ég kvaddi þig á sjúkrahúsinu eins og við myndum hittast aftur, sem ég gerði ráð fyrír, en það varð ekki raunin og þess vegna kveð ég þig hér. Þakka þér fyrir allar þær stund- ir sem við fengum að vera saman, þessar stundir era ómetanlegar og verða geymdar í hjörtum okkar og huga. Við biðjum Guð að geyma þig og vera með þér og gefa ömmu styrk til að glíma við þetta allt saman. Blessuð sé minning þín. Afabömin, Björgvin, Baldvin, Steinunn og Ingunn. Elsku afi minn. Mig langar til að þakka þér fyrir allar þær frábæra stundir sem við höfum fengið að eyða saman, þó vildi ég að þær hefðu orðið fleiri. Ég vil þakka þér fyrir hvað þú varst æðislegur afi og ég get ekki hugsað mér betri afa en þig. Þú varst mér alltaf svo góður og þú varst allt- af tilbúinn til að gera allt fyrir mig, hversu mikið eða lítið sem það var. Þú hugsaðir alltaf um okkar hag og samgladdist alltaf þegar eitthvað gekk vel. Þú áttir svo mikinn þátt í mínu lífi, og átt enn, og ég kem til með að sakna þín mjög mikið. Ég mun hugsa til þín allt mitt líf og til minninganna sem ég á um þig, elsku afi minn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Knn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymisteigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSGERÐUR SIGURMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Hofteigi 24, Reykjavík, sem andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði miðviku- daginn 5. apríl, verður jarðsungin frá Áskirkju við Vesturbrún í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 13. apríl, kl. 13.30. Sonja María Jóhannsdóttir Cahill, Örn Jóhannsson, Edda Sölvadóttir, Óttar Jóhannsson, Guðbjörg Steinarrsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR EIRÍKSSON fyrrv. lögreglumaður, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar miðviku- daginn 12. apríi. Styrkár og Laila, Hákon og Emma, Jónas, Sigurjón og Bára, Svandís og Valur, Rósa Margrét og Ed, barnabörn og barnabarnabörn. HJORLEIFUR JÓNSSON „Því að þín vegna býður hann út englum sínum, til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.“ (Sálmur 91:11.) Mér þykir svo vænt um þig. Þín Gyða Rós. Elsku hjartans afi minn. Allt í einu ertu bara farinn frá okkur. Söknuð- urinn og sársaukinn nísta hjartað mitt. Það er allt svo tómlegt án þín. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu veikur þú værir. Við vissum ekki betur en að þér liði bara ágæt- lega. Þú sem varst alltaf svo hress og glaður. Þegar ég hugsa um þig þá er eitt orð sem kemur upp í huga minn og það er orðið „yndislegur11. Síðustu dagar í lífi mínu hafa verið þeir erfið- ustu sem ég hef lifað. Mig langar svo að hitta þig og segja þér svo margt sem ég veit að þú hefðir haft gaman af að heyra, en það er ekki hægt. Ég reyni að rifja upp minningar en það er of sárt. Ég bíð eftir að þú hringir og segir: „Hvað er að frétta af ykk- ur?“ eða: „Hvað er að frétta af Óla mínum?“ En það gerist ekki. Mér er svo minnisstætt þegar við Kalli kom- um í heimsókn til ykkar ömmu fyrir tveimur áram til að segja ykkur að við ættum von á barni og ég sagði þér að nú væri ég að gera þig gaml- an. Þá sagðir þú að það að verða langafi gerði þig ekki gamlan heldur myndir þú yngjast við það. Þú varst alltaf svo stoltur af mér og allt sem ég gerði gladdi þig. Við barnabömin voram númer eitt hjá þér. Ég er svo lánsöm að hafa verið fyrsta afabam- ið þitt og svo fékk ég að gefa þér eina langafabarnið sem þú áttir. Þegar þú fréttir að okkur vantaði húsnæði á meðan við biðum eftir nýju íbúðinni okkar þá varstu snöggur að bjóða okkur að vera. Þá fékkst þú að hitta hann Óla þinn á hverjum degi og það þótti þér sko gaman. Á þessum þremur mánuðum myndaðist alveg einstök vinátta á milli ykkar Óla og hún átti bara eftir að aukast þvi að þegar þið hittust þá átti Óli hug þinn allan. Þið fórað oft saman á snjóþotu í vetur og svo gáfuð þið öndunum brauð niðri á Tjörn. Ef ég nefndi við þig að ég þyrfti að fara eitthvað þá varst þú alltaf fljótur að segja: „Viltu ekki bara koma með Óla til mín og við getum leikið okkur saman?“ Það er svo erfitt að ímynda sér líf- ið án þín. Mig langar svo að sjá ykk- ur Óla leika saman. Þú hafðir svo gaman af honum. Mig langar bara að þakka þér fyr- ir þessi rúmu 25 ár sem ég fékk að eiga þig sem afa. Þú ert og verður alltaf stór hluti af lífi mínu og þegar Ólinn þinn stækkar þá ætla ég að vera dugleg að segja honum frá þér svo hann viti eins og ég hversu mikið þú elskaðir okkur og varst alltaf til- búinn að gera allt fyrir okkur. Ég bið góðan Guð að vera með ömmu og styrkja hana á þessum erf- iðu dögum. Ég elska þig mikið, afí minn, og sakna þín sárt. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þú varst, ert og verður alltaf besti afinn í öllum heiminum. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þín Guðrún Ósk. Elsku langafi minn. Ég er búinn að leita að þér út um allt en ég finn þig hvergi. Ég skil ekki af hverju þú ert ekki heima hjá langömmu þegar ég kem þangað. Þú sem varst alltaf svo góður við mig. Þú komst alltaf á móti mér út á stétt þegar ég kom í heimsókn til ykkar og svo lékum við okkur saman og þú leyfðir mér að gera ýmislegt sem enginn annar leyfði mér. Þótt ég sé bara eins og hálfs árs þá sakna ég þín. Þegar ég bjó hjá þér þá komstu heim í hádeg- inu bara til að hitta mig. í vetur fórstu með mig á snjóþotuna og við renndum okkur saman. Þú vildir alltaf tala við mig í símann þegar þú hringdir. Ég fann að þú vildir allt fyrir mig gera. Takk, elsku langafí, fyrir allar stundirnar sem þú gafst mér. Ég elska þig mjög mikið. Þinn eini langafastrákur, Ólafur Carl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.