Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 57
-----------------------
+ Ásgerður Sigur-
mundsdóttir
fæddist á Svínhólum í
Lóni 15. október
1912. Hún andaðist á
Hrafnistu í Hafnar-
fírði 5. aprfl síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Sigurmundur
Guðmundsson, bóndi
á Svínhólum í Lóni, f.
4. september 1881, d.
12. mars 1960 og
Guðný Bjarnadóttir,
f. 28. ágúst 1877, d.
18. janúar 1937.
Systkini Ásgerðar
eru: 1) Svanhildur, f. 9. ágúst
1907, d. 8. október 1967.2) Bjami,
f. 26. nóvember 1908, d. 10. des-
ember 1972. 3) Guðfinna, f. 25.
janúar 1911, d. 25. ágúst 1999. 4)
Anna Sigríður, f. 22. janúar 1915.
5) Ragnar, f. 26. ágúst 1916.
Ásgerður giftist árið 1936 Jó-
hanni Ingvarssyni húsgagna-
smíðameistara, f. 30. júlí 1908, d.
15. mars 1998. Þau bjuggu lengst
af á Hofteigi 24 í Reykjavík.
Böm Jóhanns og Ásgerðar eru:
Elskuleg tengdamóðir mín, Ás-
gerður Sigurmundsdóttir hefur nú
kvatt okkur 87 ára að aldri. Hún var
nýflutt á Hrafnistu í Hafnarfirði
þegar hún lést en síðustu þrjú árin
dvaldi hún á Landakoti og þar leið
henni vel. Fyrir hönd fjölskyldunnar
eru hér færðar þakkir til starfsfólks
á Landakoti og á Hrafnistu í Hafnar-
firði fyrir umönnun og kærleika.
Gerða eins og við kölluðum hana,
hefur upplifað ótrúlegar breytingar í
þjóðfélaginu, hraður vöxtur þessarar
þjóðar sem kemur fram í mörgum
myndum kom henni þó ekki í opna
skjöldu því alla tíð fylgdist hún vel
með öllu, hvort heldur sem var á Is-
landi eða annars staðar í heiminum.
Börnum sínum reyndist hún afar vel
og öllu sínu fólki og þegar ég tengd-
ist fjölskyldunni hitti ég fyrir
ákveðna konu sem tók mér frábær-
lega vel og ég bar mikla virðingu fyr-
ir.
Gerða giftist eiginmanni sínum
Jóa, árið 1936, og þau eignuðust þijú
börn, Sonju Maríu, sem er búsett í
Bandaríkjunum, Öm og Óttar sem
báðir eru búsettir í Lúxemborg. Þau
hafa því, í allmörg ár, horft á böm sín
í fjarlægð, en altra síðustu ár hafa
Sonja María, Örn og Óttar þó öll
vanið komur sínar til íslands mjög
reglulega.
Elsku tengdamóður mína kveð ég
með sömu Vögguvísunni og ég
kvaddi tengdaföður minn með, fyrir
réttum tveimur árum. Vögguvísan er
eftir Jóhann Jónsson:
Þei,þeiogró.
Þögn breiðist yfír allt.
Hnigin er sól í sjö.
Sofþúíblíðriró.
Við höfumvakaðnóg.
Værðarþúiýótaskalt
Þei.þeiogró.
Þögn breiðist yfir allt.
í huga mínum er þakklæti fyrir að
hafa kynnst yndislegri konu og njóta
návistar og ástúðar hennar. Elsku
Mæja, Örn, Óttar minn og aðrir ást-
vinir, innilegustu samúð, Guð geymi
Gerðu okkar og Jóa og gott er að vita
af þeim saman í nýju „dúkkuhúsi" á
englaslóðum.
Guðbjörg.
Elsku amma mín.
Ég vil kveðja þig í litlu bréfkorni
og þakka þér fyrir allt sem þú hefur
verið mér. Þú kenndir mér mikið og
margt og ég sakna þín mikið en ég
veit að nú líður þér betur og ert búin
að hitta afa Jóa sem er búinn að bíða
eftir þér í tvö ár. Ég ætla að kveðja
þig með þessu Ijóði:
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
(Halldór Laxness.)
Þín
1) Sonja María, f.
18. september 1936,
búsett í Boston í
Bandaríkjunum.
Maki James E. Ca-
hill, f. 27. maí 1938,
d. 15. aprfl 1998.
Böm þeirra eru
James Edward,
Gerða María, Kristín
og María Jórunn. 2)
Örn, f. 11. nóvember
1941, flugvélstjóri
búsettur í Lúxem-
borg. Maki Edda
Sölvadóttir, f. 24.
janúar 1942. Börn
þeirra eru Jóhann Örn, Vala
Björg og Ingi Sölvi. 3) Óttar, f. 14.
júní 1950, flugmaður búsettur í
Lúxemborg. Maki Guðbjörg Stein-
arsdóttir, f. 24. janúar 1961. Barn
þeirra er Óttar Andri og eldri
börn Óttars eru Ingvar Pétur, Ól-
afur Örn og Birgitta Engilberts.
Barnabörn Ásgerðar eru átta tals-
ins.
_ Útför Ásgerðar fer fram frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Til ömmu hugsa ég nú, hún lést á
Hrafnistu í Hafnarfirði 5. apríl sl., ég
heiti Gerða eins og hún, og er stolt af
því. Amma mín var sterk kona. En
ég bý í Bandaríkjunum svo ég sá
hana ekki mjög oft. Á jólunum hlakk-
aði ég alltaf til að opna pakkana frá
íslandi, hún sendi oft handpijónaðar
peysur, vettlinga og smákökur sem
var gaman að fá, en ég gat aldrei
vanist vondu lyktinni af þessum
harða fiski sem hún sendi og kallað-
ur er harðfiskur á íslensku. Ég dáð-
ist að sjálfstæði hennar og styrk og
mér er sagt að ég hafi svo sannar-
lega erft það frá henni! Þegar ég var
ellefu ára var ég send til Islands til
ömmu og afa til dvalar hluta úr
sumri. Það reyndist mér dýrmæt
reynsla og ég lærði svolítið af ís-
lenskri menningu, bakstur hennar
var ómótstæðilegur og eggjasalatið
frábært.
Amma sagðist ekki tala ensku, en
samt sem áður fór ekki milli mála
þegar hún sagði „I’m going to tell
your mother." (fsl. þýð. Ég ætla að
segja mömmu þinni frá þessu). Ég
varð því að reyna að tala íslensku og
bjarga mér.
í gegnum árin hefur amma mín
sent mér gjafir að heiman og þær
eru fjársjóður minn. Ég á þrjá syni
sem hafa ekki haft tækifæri til að
hitta ömmu en nú hef ég þá með mér
að kveðja hana. Amma mín lifði góðu
og löngu lífi og átti yndislega fjöl-
skyldu.
Gerða.
Til ömmu minnar.
Ég bý í Bandaríkjunum og ég á
góðar minningar um ömmu mína,
Gerðu. Hún sendi mér í jólagjöf nýj-
ar íslenskar ullarpeysur og ullar-
vettlinga sem ég notaði þangað til
götin voru óbætanleg og ég hlakkaði
til næstu jóla því ég vissi hvað var í
jólapakkanum. Ánægjulegt er einnig
að minnast tedrykkju okkar á
morgnana og líka síðdegis. Ég hef
ekki komið til íslands í níu ár og mér
finnst sárt að eiginmaður minn mun
aldrei hitta ömmu en ég mun ávallt
muna ánægjustundimar okkar og ég
sakna hennar. Systkin mín, Jimmy
og Kristin, sem ekki komast til ís-
lands, eiga einnig fallegar minningar
um yndislega ömmu og senda öllum
samúðarkveðjur.
Maja Joa.
Kæra amma Gerða.
Mig langaði með nokkrum orðum
að kveðja þig og þakka fyrir yndis-
legar samverustundir í þessum
heimi.
Ég sat oft tímunum saman inni í
eldhúsi hjá ömmu ræðandi um dag-
inn og veginn á meðan hún reyndi
með öllum tiltækum ráðum að koma
sem mestu af mat ofan í mig.
Ástæða þess að ég leitaði mikið til
ömmu og afa á Hofteignum var sú að
ég var um 10 ára skeið í námi á ís-
landi á meðan foreldrar mính- voru í
Lúxemborg.
Á námsárum mínum mynduðust
mjög náin tengsl við ömmu og afa.
Ég var í raun og veru eina barna-
barnið sem bjó á landinu. Næstum
daglega kom ég við á Hofteignum og
ávallt var amma til staðar tilbúin að
hjálpa mér eða gefa mér góð ráð og
spjalla um fréttir líðandi stundar.
Amma Gerða var mjög ákveðin
kona með mjög fastar skoðanir á
hlutunum. Hún var ekki með óþarfa
málalengingar, sérstaklega ekki í
síma. Alloft sat ég með símtólið í
hendinni og hún búin að skella á, eft-
ir að hún hafði lokið erindi sínu og
gaf manni ekki einu sinni möguleika
á að svara. En þetta var bara hún
amma mín.
Það var einstakleg gaman að
hjálpa ömmu með ýmislegt, hvort
sem það var við húsið eða keyra hana
eitthvað. Hún var svo innilega þakk-
lát fyrir hjálpina.
Undanfarin ár hef ég lítið verið á
íslandi og hefur það nagað mig að
geta ekki sinnt ömmu og afa meira,
þó sérstaklega síðustu árin þegar
amma var þetta lasin og rúmlig-
gjandi inni á Landakoti. Ég, konan
mín og börnin mín tvö reyndum að
heimsækja ömmu á spítalann þegar
við vorum á landinu og hafði amma
gaman af því að sjá pollana.
En nú er amma Gerða komin á
þann stað sem hún er búin að bíða
lengi eftir að komast á og vona ég að
amma og afi fylgist með mér og mín-
um úr fjarlægð.
Jóhann Örn Arnarson.
+
Kveðjuathöfn um móður mína, ömmu, tengdamóður og langömmu,
GRÓU GRÍMSDÓTTUR,
Stillholti 15,
Akranesi,
fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 14. apríl kl. 14.00, en jarðsungið
verðurfrá Dalvíkurkirkju laugardaginn 15. apríl kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kolbrún Kristinsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSGERÐUR SIGURMUNDSDÓTTIR,
áður til heimilis á
Hofteigi 24,
Reykjavík,
sem andaðist á Hrafnistu ( Hafnarfirði miðviku-
daginn 5. apríl, verður jarðsungin frá Áskirkju
við Vesturbrún í Fteykjavík í dag, fimmtudaginn 13. aprfl, kl. 13.30.
Sonja María Jóhannsdóttir Cahiil,
Örn Jóhannsson, Edda Sölvadóttir,
Óttar Jóhannsson, Guðbjörg Steinarrsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÁSGERÐUR SIGUR-
MUNDSDÓTTIR
+
Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn,
KARL KRISTINN KRISTJÁNSSON,
Kirkjubraut 5,
Akranesi,
lést af slysförum mánudaginn 10. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristján Sveinsson, Sigrún Halla Karlsdóttir,
Álfhildur Kristjánsdóttir, Sveinn Kristjánsson.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR,
Ytra-Seljalandi,
Vestur-Eyjafjöllum,
lést á líknardeild Landspítalans miðviku-
daginn 12. apríl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hálfdan Auðunsson.
+
Hjartkær eiginmaður minn,
LEIFUR ÞORBJARNARSON
bókbindari,
frá Kirkjubæ, Vestmannaeyjum,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 12. apríl.
('
Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín,
ÓLAFÍA BESSADÓTTIR FOGED,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 5. apríl.
Að ósk hinnar látnu hefur útförin farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarfræðinga og starfsfólks taugadeildar
Landspítalans, deild 32A, fyrir sérstaklega góða umönnun, elskulegt
viðmót og stuðning.
Aage Foged.
+
Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
BALDVINA MAGNÚSDÓTTIR,
Hraunbæ 96,
Reykjavík,
sem andaðist á Landspítaianum, Fossvogi,
laugardaginn 8. apríl, verður jarðsungin frá
Árbæjarkirkju föstudaginn 14. apríl kl. 15.00.
Snæbjörn Pálsson,
Magnús Snæbjörnsson, Ingibjörg Sigurðardóttir,
Páll Snæbjörnsson, Guðrún Dóra Gísladóttir,
Sigrún Birna Magnúsdóttir,
Daði Snær Pálsson,
Arna Pálsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir,
ÞORSTEINN HELGASON PhD,
prófessor í verkfræði,
Hvassaleiti 87,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag,
fimmtudaginn 13. apríl, kl. 13.30.
Elísabet Einarsdóttir,
Svava Þorsteinsdóttir,
Helgi Þór Þorsteinsson,
Einar Baldur Þorsteinsson.
Helgi J. Þórarinsson, Guðrún Jónsdóttir,
Kristín H. Nickerson, David Nickerson,
Kirstín Lydia Nickerson,
Louise Valgerður Nickerson.
Birgptta.