Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN og hvetja fjölskylduna til að reyna allar leiðir til að losna úr henni. • Aðstoð við foreldra við að afla meiri tekna, til að bæta fyrir tekjur sem þeir missa þegar börnin hætta að vinna. Þetta verður gert með því að bjóða upp á nám í einhverri iðn eða aðstoð við að sérhæfa sig í ein- hverju handverki. • Eigendur vefstofanna sporna við tilraunum foreldra til að losa börnin. Hið opinbera veitir litla að- stoð. Á þessu þarf að vinna með hægð. • Leysa börn úr ánauð þ.e. að greiða skuldina og fylgjast með því að þau stundi skólann, ella er hætta á því að þau lendi aftur í sömu stöðu. • Bjóða upp á óformleg kvöld- námskeið fyrir þau sem ekki geta sótt dagskóla og draga þannig úr ólæsi. • Koma á fót kennslu í iðngi’ein- um fyrir börn í þrælavinnu svo að þau geti séð fyrir sér með öðrum hætti en staða þeirra í samfélaginu hefur boðið þeim. • Koma á fót sjálfshjálparhópum foreldra og hvetja til stofnunar for- eldrasamtaka barna í vinnuánauð. • Stofna spari- og lánasjóð sem foreldrar geta sótt í, í stað þess að vera háðir vinnuveitendum með lán komi eitthvað óvænt upp á. • Náms- og starfsráðgjöf fyrir börn dalíta. Þessir þættir þurfa að vera til staðar þegar börn eru leyst úr ánauð. Annars verður árangurinn ekki varanlegur. Mikilvægt er að rasa ekki um ráð fram og vanda vei til verka. Af ofangreindu má sjá að það að leysa barn úr skuldaánauð er ekki einfalt verk í samfélagi sem mótað er af stéttaskiptingu og mismunun, en það er gerlegt sé vel að því stað- ið. Það hefur reynslan sýnt. Kúgun og örbirgð aðalorsök Mannréttindabrot eru alvörumál hver svo sem á í hlut. Alvarlegustu mannréttindabrotin hljóta þó að vera gegn þeim er ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér, börnunum. Víða í heiminum eru börn misnotuð á margvíslegan hátt og hafa lítið sem ekkert um framtíð sína að segja. Vinnuþælkun er án efa al- gengasta brotið. Börnum er þrælað út við hörmulegar aðstæður í allt að 16 klukkutíma á sólarhring. Þau eru rænd æsku sinni, möguleikum til menntunar og áhrifa á eigið líf og framtíð. Doði og vonleysi nær tök- um á þeim og baráttu- og sjálfs- bjargarviðleitnin hverfur. Barnaþrælkun finnst fyrst og fremst í löndum þar sem mikil fá- tækt ríkir. Fátæktin er meginorsök þess að foreldrar eru tilneyddir að láta börn sín strita myrkranna á milli, oft vegna smávægilegra skulda sem stofnað hefur verið til. Þær er yfirleitt ekki hægt að greiða og kannski ekki ætlunin hjá vinnu- veitandanum sem jafnframt er lán- ardrottinn. Tökum höndum saman og réttum börnum Indlands hjálparhönd. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Það fer enginn á hjól án hjálms, þaö er ófrúvlkjanleg regla. Örninn býöur upp á hjálma fyrir fjölskylduna I öllum regnbogans litum, SMimono' c Skeifunni 11 - Sími 588 9890 - Veffang orninn.is Opiðkl. 9-18 virka daga og kl. 10-16 laugardaga k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.