Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 64
>4 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Clarins kynning
snyrtistofunni
í dag, fimmtudagi]
SH
Clarins snyrtisérfræðingur veitir ráðgjöf í nýju vor- og
sumarlitunum frá Clarins. Einnig verða kynntar ýmsar
spennandi nýjungar.
• Ný sólarlína
• Ný sjálfbrúnkukrem
• Extrafirming andlitsmaski
• Extra firming andlitsdropar
Siftetolan 'iíitaiid
Grænatúni 1, 200 Kópavogur
aestro
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT
Brúðhjón
Allur borðbtínaður - Glæsijlg gjafavara - Brlíölijdnalistai
/iÍw//V//\\\V\\ VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Samtök fyrir stúdenta í
verkfræði og raunvísindum
IAESTE stendur
fyrir „The Internation-
al Association for the
Exchange of Students
for Technical Exper-
ience“. Þetta eru al-
þjóðleg, sjálfstæð og
ópólitísk samtök fyrir
stúdenta í verkfræði
og raunvísindum.
Markmið samtakanna
er að efla alþjóðleg
tengsl og samskipti
með því að stuðla að
starfsþjálfun fyrir
nema á háskólastigi
erlendis. í dag er
starfsemi IAESTE á
Islandi alfarið í hönd-
um stúdenta við Háskóla Islands,
sem starfa allir sem sjálfboðaliðar.
Saga IAESTE
Samtökin voru stofnuð 1948 í
London og á fyrsta fundi þeirra
gerðust 10 Evrópulönd aðilar. Síðan
hafa margar þjóðir bæst í hópinn,
jafnt utan Evrópu sem innan og er
nú 71 þjóð víðsvegar um heiminn
aðili að IAESTE. Um 250 þúsund
nemar hafa nú fengið verkþjálfun á
vegum samtakanna, þar af yflr 400
íslenskir nemar. Finnbogi R. Þor-
valdsson, prófessor í byggingar-
verkfræði, stóð fyrir því árið 1951
að ísland varð aðili að samtökunum.
Ábyrgðaraðili IAESTE á íslandi til
margra ára var Þorsteinn Helga-
son, prófessor í byggingarverk-
fræði, sem nú er nýlátinn.
IAESTE starfar í tengslum við
ýmis alþjóðleg samtök svo sem UN-
ESCO (Menningarmálastofnun
Sameinuðu þjóðanna), UNIDO
(Iðnþróunarstofnun SÞ) og FAO
(Matvæla- og landbúnaðarstofnun
SÞ).
Skipulag samtakanna
í janúarbyrjun ár hvert er haldin
aðalráðstefna samtakanna. Þar er
ráðið fram úr þeim málum sem snúa
að rekstri samtakanna á alþjóðlega
vísu en að auki fara þar fram starfa-
skipti þar sem fulltrúar hvers lands
skipta starfi fyrir starf við fulltrúa
annarra landa. I ár var ráðstefnan
haldin í Washington DC í Banda-
ríkjunum þar sem mættu um 200
manns og á næsta ári verður hún í
Suður-Afríku. Hér á landi eru það
yfirleitt formaður og verðandi for-
maður sem sitja ráðstefnuna fyrir
íslands hönd.
SID og JUMP eru tvær minni
IAESTE ráðstefnur sem eru haldn-
Rannveig
Magnúsdóttir
Viktoría
Gilsdóttir
ar árlega en þær eru ekki eins form-
legar og aðalráðstefnan í janúar.
Á SID (Seminar on IAESTE
Development) eru ýmis málefni
rædd sem eru svo tekin fyrir á
næstu aðalráðstefnu. IAESTE á
Islandi hlotnast sá heiður að vera
gestgjafi SID ráðstefnunnar í ár.
Hún verður haldin helgina 14.-16.
apríl nk. á Hótel Sögu og í húsi
verkfræði- og raunvísindadeildar
Háskólans (VRII) þar sem um 40
erlendir gestir verða viðstaddir.
JUMP er haldin á haustin og er
ætluð til að efla áhuga nýrra með-
lima.
Starfsemi IAESTE
IAESTE nefndirnar sjá um að út-
vega störf hjá fyrirtækjum, skipta á
þeim og störfum frá öðrum löndum
á aðalráðstefnu og auglýsa störfin
sem fást í staðinn þegar heim er
komið. IAESTE sér um alla papp-
írsvinnu fyrir nemana og finnur
húsnæði fyrir erlendu nemana. Öfl-
ugt sumarstarf er rekið á íslandi í
samvinnu við AIESEC (samtök við-
skipta- og hagfræðinema), ELSA
(samtök lögfræðinema) og IMSIC
(samtök læknanema). Sumarstarfið
fer fram með þeim hætti að um
hverja helgi í júní, júlí og ágúst er
boðið upp á ferðir út á land eða upp-
ákomur í bænum sem öllum erlendu
nemunum sem og þeim íslending-
um er hafa áhuga er boðið að taka
þátt í.
Starfsþjálfun á
vegum IAESTE
Umsækjendur þurfa yfirleitt að
hafa lokið 60 eininga raungreina,
tæknifræði- eða verkfræðinámi við
háskóla eða sambærilega stofnun.
Flestir sem fara út á vegum IAE-
STE eru í 8-12 vikur í starfsþjálf-
IAESTE
Það að fá starfsþjálfun í
öðru landi getur jafnvel
haft það í för með sér,
segja Rannveig Magn-
úsdóttir og Viktoría
Gilsdóttir, að nemanum
sé boðin vinna eftir
framhaldsnám eða jafn-
vel styrkur til fram-
haldsnáms.
uninni sjálfri en mjög margir nýta
sér það að vera (loksins) komnir til
útlanda og ferðast meira. Það að fá
starfsþjálfun í öðru landi getur jafn-
vel haft það í för með sér að neman-
um sé boðin vinna eftir framhalds-
nám eða jafnvel styrkur til
framhaldsnáms. Sífellt fleiri ís-
lenskir nemar sækjast eftir að kom-
ast til fjarlægari landa eins og Asíu,
Afríku, S-Ameríku eða Ástralíu á
vegum IAESTE.
Þáttur atvinnulífsins
í starfsemi IAESTE
Eitt erient starf fæst fyrir hvert
íslenskt starf og síðustu ár hefur
Island skipt 10-20 störfum á ári.
Nemendaskipti IAESTE stuðla að
því að til okkar berst reynsla og
þekking annars staðar frá sem er
mikilvægt fyiir atvinnulífið. Starf-
semi IAESTE stendur og fellur
með því að atvinnuveitendur, stofn-
anir og skólar á háskólastigi veiti
samtökunum lið. Þáttur atvinnulífs-
ins í starfsemi IAESTE fer stöðugt
vaxandi og það er auðséð á þeim
undirtektum sem við höfum fengið,
að ásókn í að komast tO íslands fer
stöðugt vaxandi. Það er von okkar
að í framtíðinni sjái fleiri fyrirtæki
sér fært að veita okkur störf og
stuðla þannig að því að fleiri ís-
lenskir nemar fái tækifæri til að öðl-
ast starfsreynslu erlendis. Á heima-
síðu okkar má afla sér meiri
upplýsinga um félagið, starfsemi
þess, SID og styrktaraðila. Slóðin
er http:/Avww.hi.is/~iaeste.
Rannveig er verðandi formaður og
Viktoría er gjaldkeri IAESTE A Is-
landi 1999-2000.
Lífrænn verk-
smiðjurekstur
Kvíaeldi
Þar sem búskapur er
rekinn í ofurstærð og
þéttleiki dýra orðinn
GUÐNI Ágústsson
landbúnaðarráðherra
hefur lýst sig boðbera
hreinleikans í íslensk-
um landbúnaði og
vörslumann óspilltrar
náttúru landsins. ís-
land eigi að vera í for-
ystusveit vistvænnar
framleiðslu. Vegna
umræðu og óhjá-
kvæmilegrar ákvarð-
anatöku hans um
hvort leyfa skuli risa-
eldi á laxi hér við land
vil ég aðeins drepa á
eftirfarandi.
Þar sem búskapur
Gylfi Pálsson
www.mbl.is
VL
er rekinn í ofurstærð
og þéttleiki dýra orð-
inn meiri en náttúru-
legt eðli þeirra sættir
sig við er boðið heim
hættu á mengun, sjúk-
dómum og úrkynjun.
Þar sem mammon
ræður för taka hags-
munaaðilar oft meiri
áhættu en góðu hófi
gegnir. Gangi vænt-
ingar ekki eftir svífast
þeir einskis til að
bjarga eigin skinni og
láta ekki segjast fyrr
en skaðinn er orðinn.
Nægir að nefna svín-
aríið á Kjalarnesi, svo og ósómann
á Suðurlandi, þar sem hænsnasjúk-
dómar eru komnir í annað búfé,
VILTU GRENNAST
OG LÍÐA BETUR?
Náttúrulegar vörur. Frábær árangur!
Pantanasími 698 3600.
meiri en náttúrulegt eðli
þeirra sættir sig við,
segir Gylfí Pálsson, er
boðið heim hættu á
mengun, sjúkdómum og
úrkynjun.
hrafna og menn. Við þekkjum kvía-
og keraeldi þar sem lúsugur, ugga-
tættur streitulax, alinn á fiskmjöli,
svamlar í eigin saur og fóðurleif-
um. Á þetta eitthvað skylt við líf-
rænan, vistvænan búskap eins og
ráðherrann hefur lýst honum í há-
tíðaræðum? Það varð íslenskum
fjárhjörðum oft til lífs í tvísýnu að
fyrir þeim fór reyndur og vitur for-
ystusauður. Nú reynir á að innan
ráðuneytisins sé skyni borinn odd-
viti sem ekki leiðir hjörð sína fram
af hömrum.
Höfundur er s tangveiðimnður.