Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 64
>4 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Clarins kynning snyrtistofunni í dag, fimmtudagi] SH Clarins snyrtisérfræðingur veitir ráðgjöf í nýju vor- og sumarlitunum frá Clarins. Einnig verða kynntar ýmsar spennandi nýjungar. • Ný sólarlína • Ný sjálfbrúnkukrem • Extrafirming andlitsmaski • Extra firming andlitsdropar Siftetolan 'iíitaiid Grænatúni 1, 200 Kópavogur aestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT Brúðhjón Allur borðbtínaður - Glæsijlg gjafavara - Brlíölijdnalistai /iÍw//V//\\\V\\ VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Samtök fyrir stúdenta í verkfræði og raunvísindum IAESTE stendur fyrir „The Internation- al Association for the Exchange of Students for Technical Exper- ience“. Þetta eru al- þjóðleg, sjálfstæð og ópólitísk samtök fyrir stúdenta í verkfræði og raunvísindum. Markmið samtakanna er að efla alþjóðleg tengsl og samskipti með því að stuðla að starfsþjálfun fyrir nema á háskólastigi erlendis. í dag er starfsemi IAESTE á Islandi alfarið í hönd- um stúdenta við Háskóla Islands, sem starfa allir sem sjálfboðaliðar. Saga IAESTE Samtökin voru stofnuð 1948 í London og á fyrsta fundi þeirra gerðust 10 Evrópulönd aðilar. Síðan hafa margar þjóðir bæst í hópinn, jafnt utan Evrópu sem innan og er nú 71 þjóð víðsvegar um heiminn aðili að IAESTE. Um 250 þúsund nemar hafa nú fengið verkþjálfun á vegum samtakanna, þar af yflr 400 íslenskir nemar. Finnbogi R. Þor- valdsson, prófessor í byggingar- verkfræði, stóð fyrir því árið 1951 að ísland varð aðili að samtökunum. Ábyrgðaraðili IAESTE á íslandi til margra ára var Þorsteinn Helga- son, prófessor í byggingarverk- fræði, sem nú er nýlátinn. IAESTE starfar í tengslum við ýmis alþjóðleg samtök svo sem UN- ESCO (Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna), UNIDO (Iðnþróunarstofnun SÞ) og FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ). Skipulag samtakanna í janúarbyrjun ár hvert er haldin aðalráðstefna samtakanna. Þar er ráðið fram úr þeim málum sem snúa að rekstri samtakanna á alþjóðlega vísu en að auki fara þar fram starfa- skipti þar sem fulltrúar hvers lands skipta starfi fyrir starf við fulltrúa annarra landa. I ár var ráðstefnan haldin í Washington DC í Banda- ríkjunum þar sem mættu um 200 manns og á næsta ári verður hún í Suður-Afríku. Hér á landi eru það yfirleitt formaður og verðandi for- maður sem sitja ráðstefnuna fyrir íslands hönd. SID og JUMP eru tvær minni IAESTE ráðstefnur sem eru haldn- Rannveig Magnúsdóttir Viktoría Gilsdóttir ar árlega en þær eru ekki eins form- legar og aðalráðstefnan í janúar. Á SID (Seminar on IAESTE Development) eru ýmis málefni rædd sem eru svo tekin fyrir á næstu aðalráðstefnu. IAESTE á Islandi hlotnast sá heiður að vera gestgjafi SID ráðstefnunnar í ár. Hún verður haldin helgina 14.-16. apríl nk. á Hótel Sögu og í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar Háskólans (VRII) þar sem um 40 erlendir gestir verða viðstaddir. JUMP er haldin á haustin og er ætluð til að efla áhuga nýrra með- lima. Starfsemi IAESTE IAESTE nefndirnar sjá um að út- vega störf hjá fyrirtækjum, skipta á þeim og störfum frá öðrum löndum á aðalráðstefnu og auglýsa störfin sem fást í staðinn þegar heim er komið. IAESTE sér um alla papp- írsvinnu fyrir nemana og finnur húsnæði fyrir erlendu nemana. Öfl- ugt sumarstarf er rekið á íslandi í samvinnu við AIESEC (samtök við- skipta- og hagfræðinema), ELSA (samtök lögfræðinema) og IMSIC (samtök læknanema). Sumarstarfið fer fram með þeim hætti að um hverja helgi í júní, júlí og ágúst er boðið upp á ferðir út á land eða upp- ákomur í bænum sem öllum erlendu nemunum sem og þeim íslending- um er hafa áhuga er boðið að taka þátt í. Starfsþjálfun á vegum IAESTE Umsækjendur þurfa yfirleitt að hafa lokið 60 eininga raungreina, tæknifræði- eða verkfræðinámi við háskóla eða sambærilega stofnun. Flestir sem fara út á vegum IAE- STE eru í 8-12 vikur í starfsþjálf- IAESTE Það að fá starfsþjálfun í öðru landi getur jafnvel haft það í för með sér, segja Rannveig Magn- úsdóttir og Viktoría Gilsdóttir, að nemanum sé boðin vinna eftir framhaldsnám eða jafn- vel styrkur til fram- haldsnáms. uninni sjálfri en mjög margir nýta sér það að vera (loksins) komnir til útlanda og ferðast meira. Það að fá starfsþjálfun í öðru landi getur jafn- vel haft það í för með sér að neman- um sé boðin vinna eftir framhalds- nám eða jafnvel styrkur til framhaldsnáms. Sífellt fleiri ís- lenskir nemar sækjast eftir að kom- ast til fjarlægari landa eins og Asíu, Afríku, S-Ameríku eða Ástralíu á vegum IAESTE. Þáttur atvinnulífsins í starfsemi IAESTE Eitt erient starf fæst fyrir hvert íslenskt starf og síðustu ár hefur Island skipt 10-20 störfum á ári. Nemendaskipti IAESTE stuðla að því að til okkar berst reynsla og þekking annars staðar frá sem er mikilvægt fyiir atvinnulífið. Starf- semi IAESTE stendur og fellur með því að atvinnuveitendur, stofn- anir og skólar á háskólastigi veiti samtökunum lið. Þáttur atvinnulífs- ins í starfsemi IAESTE fer stöðugt vaxandi og það er auðséð á þeim undirtektum sem við höfum fengið, að ásókn í að komast tO íslands fer stöðugt vaxandi. Það er von okkar að í framtíðinni sjái fleiri fyrirtæki sér fært að veita okkur störf og stuðla þannig að því að fleiri ís- lenskir nemar fái tækifæri til að öðl- ast starfsreynslu erlendis. Á heima- síðu okkar má afla sér meiri upplýsinga um félagið, starfsemi þess, SID og styrktaraðila. Slóðin er http:/Avww.hi.is/~iaeste. Rannveig er verðandi formaður og Viktoría er gjaldkeri IAESTE A Is- landi 1999-2000. Lífrænn verk- smiðjurekstur Kvíaeldi Þar sem búskapur er rekinn í ofurstærð og þéttleiki dýra orðinn GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur lýst sig boðbera hreinleikans í íslensk- um landbúnaði og vörslumann óspilltrar náttúru landsins. ís- land eigi að vera í for- ystusveit vistvænnar framleiðslu. Vegna umræðu og óhjá- kvæmilegrar ákvarð- anatöku hans um hvort leyfa skuli risa- eldi á laxi hér við land vil ég aðeins drepa á eftirfarandi. Þar sem búskapur Gylfi Pálsson www.mbl.is VL er rekinn í ofurstærð og þéttleiki dýra orð- inn meiri en náttúru- legt eðli þeirra sættir sig við er boðið heim hættu á mengun, sjúk- dómum og úrkynjun. Þar sem mammon ræður för taka hags- munaaðilar oft meiri áhættu en góðu hófi gegnir. Gangi vænt- ingar ekki eftir svífast þeir einskis til að bjarga eigin skinni og láta ekki segjast fyrr en skaðinn er orðinn. Nægir að nefna svín- aríið á Kjalarnesi, svo og ósómann á Suðurlandi, þar sem hænsnasjúk- dómar eru komnir í annað búfé, VILTU GRENNAST OG LÍÐA BETUR? Náttúrulegar vörur. Frábær árangur! Pantanasími 698 3600. meiri en náttúrulegt eðli þeirra sættir sig við, segir Gylfí Pálsson, er boðið heim hættu á mengun, sjúkdómum og úrkynjun. hrafna og menn. Við þekkjum kvía- og keraeldi þar sem lúsugur, ugga- tættur streitulax, alinn á fiskmjöli, svamlar í eigin saur og fóðurleif- um. Á þetta eitthvað skylt við líf- rænan, vistvænan búskap eins og ráðherrann hefur lýst honum í há- tíðaræðum? Það varð íslenskum fjárhjörðum oft til lífs í tvísýnu að fyrir þeim fór reyndur og vitur for- ystusauður. Nú reynir á að innan ráðuneytisins sé skyni borinn odd- viti sem ekki leiðir hjörð sína fram af hömrum. Höfundur er s tangveiðimnður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.