Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 6^5 P® WtðAum feCíSSsKá' Eru stjórnvöld á móti samkeppni í sjóflutningum? MIKLAR breyting- ar hafa orðið á ís- lensku þjóðfélagi á undanförum árum. Virk samkeppni hefur komið í stað einokun- ar á mörgum sviðum atvinnulífsins, neyt- endum til mikilla hagsbóta. Ekki eru mörg ár síðan margir töldu að samkeppni væri óhugsandi í flug- samgöngum og fjar- skiptum eða að það væri ófrákvíkjanleg regla að ríkið væri Stefán S. ráðandi aðili á fjár- Guðjónsson málamarkaði. Allt þetta hefur breyst á ótrúlega fáum árum. Samkeppni skortir í Ameríkusiglingum Af einhverjum ástæðum hefur gengið treglega að viðhalda virkri samkeppni í sjóflutningum til og frá íslandi. Þetta á einkum við um siglingaleiðina milli íslands og Am- eríku þar sem eitt skipafélag hefur verið ráðandi aðili. í ársbyrjun 1997 sömdu Eimskip og Samskip um að síðarnefnda skipafélagið hætti eigin siglingum til Ameríku en notaðist við þjón- ustu Eimskips í staðinn. I ágúst sama ár úrskurðaði samkeppnisráð að samstarf skipafélaganna væri í andstöðu við samkeppnislög en veitti því hins vegar undanþágu á grundvelli þess að það leiddi til hagkvæmari nýtingar framleiðslu- þátta samfélagsins. Þetta voru slæm tíðindi fyrir farmeigendur sem höfðu ekki lengur valkost enda hækkuðu farmgjöld á þessari leið þar sem Eimskip missti það aðhald sem samkeppnin veitti. Atlantsskip skapa samkeppni Sem betur fer varaði þetta ástand ekki lengi því árið 1998 stofnuðu nokkrir ungir menn skipafélagið Atlantsskip og hófu áætlunarsiglingar milli íslands og Ameríku. Eins og frumkvöðla er háttur óttuðust þeir ekki að taka á sig skuldbindingar og leggja ótrauðir í samkeppni við gamalgró- in fyrirtæki. Árangurinn er sá að Atlantsskipum hefur tekist að koma á harðri samkeppni í flutn- ingum milli íslands og Ameríku og lækkað farmgjöld verulega á þess- ari mikilvægu siglingaleið. Stutt saga Atlantsskipa sýnir að samkeppni í sjóflutningum er besta ráðið til að halda farmgjöldum niðri. Lægra flutningsverð leiðir af sér lægra vöruverð sem skiptir miklu máli í glímunni við verðbólg- una. í ljósi þessa skyldu menn ætla að íslensk stjórnvöld fögnuðu þess- ari þróun mála og gerðu sitt þesta til að stuðla að viðgangi hins unga skipafélags og reyndu a.m.k. ekki að leggja stein í götu þess. Raunin virðist hins vegar vera önnur. AJlt frá því Atlantsskip hófu Ameríku- siglingar sínar hafa íslensk stjórn- völd reynt eftir megni að gera fyr- irtækinu erfitt fyrir. Samkvæmt milliríkjasamningi íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1986 eru flutningar fyrir varnarlið- ið boðnir út í báðum löndunum og fær það skipafélag sem lægst býð- ur 65% flutninganna en lægstbjóð- andi frá hinu landinu 35%. Arið 1998 buðu Atlantsskip lægst ís- lenskra fyrirtækja í flutningana og fékk því bróðurpart þeirra í sinn hlut en systurfélag Atlantsskipa í Bandaríkjunum, Transatlantic Lin- es, bauð lægst þarlendra skipafé- laga og fékk því 35% þeirra. Atl- antsskip hafa þannig annast varnarliðsflutningana í tvö ár með sóma og í sátt við bandarísk stjórn- völd. Bæði skipafélögin eru undir stjórn Islendinga og því eru varnarliðs- flutningarnir í raun komnir á íslenskar hendur. Lagafrumvarp ut- anríkisráðherra Ýmsum virðist sem íslensk stjómvöld hafi horn í síðu Atlants- skipa enda hafa þau gripið til margvíslegra aðgerða sem virðast til þess fallnar að knésetja hið unga skipafélag eða a.m.k. að svipta það varnar- liðsflutningunum. Fyrir ári ákvað utanríkisráðuneyt- ið að láta sérstaka forvalsnefnd ákveða hvaða skipafélög megi bjóða í varnarliðsflutninginn. For- valsnefndin komst að þeirri ótrú- legu niðurstöðu að Atlantsskip mættu ekki bjóða í umrædda flutn- inga þrátt fyrir að félagið hafi hreppt þá á sínum tíma í útboði og sinnt þeim óaðfinnanlega síðan. Ef Atlantsskip verða svipt réttinum til að bjóða í varnarliðsflutningana er í raun grundvellinum kippt undan Ameríkusiglingum fyrirtækisins og e.t.v. allri starfsemi þess. Nýjasta útspil stjórnvalda í mál- inu er lagafrumvarp sem utanríkis- ráðherra hefur lagt fram á Alþingi þar sem mælt er fyrir um fram- kvæmd tiltekinna þátta í varnar- samstarfi Islands og Bandaríkj- Siglingar Samkeppni í sjóflutn- ingum, segir Stefán S. Guðjónsson, er besta ráðið til að halda farm- gjöldum niðri. anna. Meðal annars eru þau skilyrði hert verulega sem íslensk fyrirtæki þurfa að fullnægja svo þeim sé heimilt að keppa um samn- inga við varnarliðið, sem ætlaðir eru íslenskum fyrirtækjum. Greinilegt er að frumvarpinu er stefnt gegn starfsemi Atlantsskipa og samningum þess við flutninga- deild bandaríska hersins þótt full- trúar utanríkisráðuneytisins haldi öðru fram. Það virðist einkum vera stjórnvöldum þyrnir í augum að erlendur aðili eigi helming hluta- fjár í Atlantsskipum og í frumvarp- inu er stjórnvöldum heimilað að skilgreina „íslensk skipafélög“ í skilningi samningsins um varnar- liðsflutningana. Þá vekur bráða- birgðaákvæði í frumvarpinu sér- staka athygli, en með því er forvalsnefndinni gefið vald til þess að koma í veg fyrir að flutninga- deild Bandaríkjahers framlengi samninga sína við Atlantsskip, eins og kveðið er á um í samningi þeirra, þótt hugur aðila kunni að standa til þess. Samningur flutn- ingadeildarinnar við Atlantsskip var til fimm ára, þ.e bindandi til tveggja ára eða til 2000, með ákvæðum um möguleika á þremur framlengingum til eins árs í senn. Verði umrætt frumvarp að lögum hefði forvalsnefndin það í hendi sér að koma í veg fyrir að samningur- inn verði framlengdur og velja „hæfa aðila“ til að taka þátt í nýju útboði. Úreltur milliríkjasamningur Það hugarfar virðist ráða för stjórnvalda í þessu máli að skipafé- lagið Atlantsskip sé þess ekki verð- ugt að sinna umræddum flutning- um þar sem það sé að hluta til í eigu útlendinga. Hafa ber í huga að aðstæður hafa gjörbreyst síðan samningurinn um varnarliðsflutn- ingana var gerður árið 1986 og slíkt hugarfar er löngu úrelt hafi það nokkurn tímann átt rétt á sér. Fjármagn er nú á fleygiferð á milli landa og eftir að alþjóðavæðingin hóf innreið sína í íslenskt atvinnulíf eru fyrirtæki ekki lengur spurð um vegabréf heldur um þjónustu og verðlagningu. Fyrirtækið Atlantsskip er skráð á íslandi og greiðir skatta og skyldur hérlendis. Það er hins veg- ar fullkomið aukaatriði hvort ein- hverjir hluthafa þess séu erlendir. Útlendingar eru nú þegar hluthaf- ar í erlendum skipafélögum erlend- is án þess að viðskiptavinir eða stjórnvöld hafi gert nokkrar at- hugasemdir við það. Mörg íslensk fyrirtæki eru sjálf í útrás og fjár- festa víða um heim og tækju ís- lensk stjórnvöld það áreiðanl£§0* óstinnt upp ef erlend ríki reyndu að leggja stein í götu þeirra með sértækri lagasetningu. Ekki verður séð hvaða þörf er á því nú að setja sérstakar reglur um varnarliðsflutningana, enda ganga þeir vel fyrir sig og kaupandi þjón- ustunnar er sáttur við fyrirkomu- lag Atlantsskipa á þeim. Samkeppni eða einokun Höfuðatriði málsins er að stjórn- völd eiga að búa í haginn fyrir frumkvöðla og efla þannig sam- keppni á markaði neytendum til hagsbóta. Er vonandi að utanríkis- ráðuneytið hætti vanhugsuðum að- gerðum sínum gegn Atlantsskipum og gefi fyrirtækinu frið til að tryggja Islendingum samkeppni í sjóflutningum um ókomna framtíð. Höf. er framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar, félags ísl. stórkaupmanna. 7= C\J sími 588 0640^ Mörkinm 3 Það cr hægt að iicyst.] ,i liið ötrúlega bjurt.i órcindarljós viö hvaöa aösta'öur sem er. Hvort sem ci i leik eða starfi munu Nimi'ö [h'nn oq lcttlciki gera þér kleift ,iö h.it.i það ávallt u þéi. Viö .itiyrijjumst aö óbrjótanleq Ijósapeiau endist aö eililu, en hún cr knúin af endíiujaigóöri litiurn- rathlöðu seni li.eqt ei að skiiit.i iini UTIIl LJÓSTÍDNI Uósraisu 1 CiRÁDDM RAUILAÐA I.ínÍMI k\i m.ömi MLIIJLIK 626 nm. 24° víður 1 X Lithium CR-2032 124 klst. /VFÞfiiiÍNÍJ GULUIt 605 nm. 15° mjór 1 X Uthium CR-2032 124 klst. GULUIt 590 nm. 15° mjór 1 X Lithium CR-2032 124 klst. GIIÆNN 525 nm. 30° vfður 1 X Lithium CR-2032 200 klst. 5/fGHÆlíiI 500 nm. 30° víður 2 X Uthium CR-2016 12 -14 klst. ULÁii 470 nm. 30° víður 2 X Uthium CR-2016 12 - 14 klst. iiynuii 6500 kelvin 20° mjór 2 X Uthium CR-2016 12 - 14 klst. INFM ItAUÐUR ??? ??? 1 X Uthium CR-2032 ??? Utsölustaði BENSÍNSTÖÐIN ÍSAFIRÐI DROPINN KEFLAVÍK HLAÐ SF. HÚSAVÍK J&J Kjarnanum Selfossi PÓLARIS EHF. AKUREYRI SJÓBÚÐIN AKUREYRI SMUR OG DEKK HORNAFIRÐI VERSLUNIN BLÁFELL GRINDAVÍK Veiðikofinn Egilsstaðir VERSLUNIN VÍK NESKAUPSTAÐ jxj VERSLUNIN ALDAN SANDGERÐI RÁS EHF. ÞORLÁKSHÖFN ÁRBÆJARBLÓM HRAUNBÆR ÁSTUND AUSTURVERI BÍLABÚÐ BENNA VAGNHÖFÐA BÍLANAUST VERSLANIR ELLINGSEN GRANDAGARÐI GÍSLI JÓNSSON EHF. BÍLDSHÖFÐA GUÐMUNDUR HERMANNSSON - ÚRSMIÐUR SMÁRANUM Heimskringlan Kringlunni HESTAVÖRUR SÍÐUMÚLA HLAÐ SF. BÍLDSHÖFÐA INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA J. VILHJÁLMSSON BYSSUSi MARKIÐ ÁRMÚLA MERKÚR HF. SKÚTUVOGI NANOQ KRINGLUNNI POLARIS KÓPAVOGI RAKARASTOFAN HÓTEL SÖGU SELECT SMÁRANUM SELECT SUÐURFELL SELECT VESTURLANDSVEG SPORTBÚÐIN TÍTAN SELJAVEGI TOKYO GARÐABÆR TÖLTHEIMAR FOSSHÁLSI ÚTILÍF GLÆSEBÆ VEIÐIHORNIÐ HAFN. VEIÐIVON MÖRKIN VESTURRÖST LAUGAVEGI ... • ■. Dreifing Veiðihúsið Sakka efh. Hólmaslóð 4 101 RVK SÍMAR 898 4047 • 562 0095 Fax 562 1095 Netfang vs.palll@xnet.ls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.