Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 66
I
I
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
►
►
t
i
'
►
»
I
I
Handklæðaofnar
Vandaðir handklæðaofnar.
Fáanlegir í ýmsum stærðum.
Lagerstærðir:
700 x 550 mm
1152x600 mm
1764x600 mm
T€Í1GI
e^gm^iiiir.~n
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089
Fást í byggingavöruverslunum um lantt allt
Siírefhisvönir
Karin Herzog
Vita-A-Kombi olía
Málefnaleg umfjöll-
un um fískeldi
í UMRÆÐU um
fiskeldi, hafa menn
varpað fram ýmsum
fullyrðingum sem oft á
tíðum geta talist vafa-
samar. Undirritaður,
sem er í forsvari fyrir
áformum um fiskeldi
við Eyjafjörð, vill hér
koma á framfæri hald-
bærum upplýsingum
um fiskeldi, fiskisjúk-
dóma, villta laxastofna
og strok eldislaxa.
Það er viðurkennd
staðreynd að fisk- og
sjávardýraeldi sé sú
mataruppspretta sem
mætir vaxandi þörf
heimsbyggðarinnar fyrir sjávarfang
í dag og væntanlega um langa fram-
tíð enda ekki útlit fyrir að fiskimið
hafsins geti mætt aukinni eftir-
spurn, sem er talin vera 5-15% á
ári. Þar sem bæði landbúnaður og
akuryrkja takmarkast af náttúru-
legu vatnsframboði er ekki búist við
verulegri matvælaaukningu úr
þeirri átt heldur. íslenska þjóðin
sem byggir að miklu leyti afkomu
sína á fiskveiðum og hefur aðgang
að ferskvatni og sjó, ætti ekki að
láta tækifæri til að byggja upp öfl-
ugan fiskeldisatvinnuveg framhjá
sér fara.
Mikil þróun hefur átt sér stað í
kvíaeldinu undanfarin ár. Helstu
þættir eru að eldið flyst frá skjólg-
óðum víkum út á opna, djúpa og
straummikla firði og mesta aukning
framleiðslu hefur undanfarin ár ver-
ið á kaldari, norðlægari slóðum.
Ástæðan fyrir því er, að þó að hár
sjávarhiti auki vaxtarhraða veldur
hann einnig miklu álagi og leysni
súrefnis í sjónum minnkar með vax-
andi hitastigi. Þessi þróun hefur
kallað á öflugri eldisbúnað. Flest
lönd sem eru að byggja upp laxeldi
gera skipulagsáætlanir um hvar
fiskeldi má vera og hvar það má
ekki vera.
Ákveðin svæði við strönd íslands
eru víðsfjarri laxveiðiám og bendum
við á að árnar sem renna í Eyjafjörð
geta varla talist nátt-
úrulegar laxveiðiár.
Samkvæmt skrám
Veiðimálastofnunar er
meðalfjöldi veiddra
laxa í Fnjóská frá 1974
til 1998 einungis 241
lax á ári, Eyjafjarðará
með 22 laxa og aðrar
ár sem renna í Eyja-
fjörð með færri laxa.
Fiskisjúkdómar
Komið hefur fram í
fréttum að hætta sé á
að vírussjúkdómurinn
ISA, sem nýverið kom
upp í Færeyjum, geti
borist í villta íslenska
laxastofninn og jafnvel útrýmt hon-
um.
ISA, eins og aðrir vírus- og bakt-
eríufisksjúkdómar bárust uppruna-
lega úr náttúrunni en urðu ekki til í
fiskeldinu. Talið er að smithætta frá
fiskeldi vegna bakteríu og vírus-
sjúkdóma sé ekki ógnun við villta
laxastofna.
í frétt í Morgunblaðinu 8. apríl sl.
kom m.a. fram að sjúkdómurinn hafi
lengi verið landlægur í Noregi. Því
er hér við að bæta, að ef ISA-smit
finnst í norskri eldisstöð fær við-
komandi samstundis opinbera til-
skipun um að slátra öllum eldisfiski
í umræddri stöð, taka allan eldis-
búnað í land og sótthreinsa hann.
Eftir það skal líða lágmark eitt ár
þar til fiskur verður settur aftur út í
kvíar.
Sjúkdómur þessi er fyrst og
fremst vandamál í fiskeldi.
Villtir laxastofnar
í fréttum hafa sést fullyrðingar
um að norska fiskeldið sé að ganga
af villtum laxastofnum í Noregi
dauðum og jafnframt muni eins fara
fyrir þeim íslenska ef leyfi til eldis
verða veitt.
Norska skýrslan Til laks át alle
kan ingen gjera? sem skrifuð var af
nefnd, skipaðari af Noregskonungi
18. júlí 1997, fjallar um orsakir
minnkunar villta norska laxastofns-
Fiskeldi
íslenska þjóðin, segir
Guðmundur Valur Stef-
ánsson, ætti ekki að láta
tækífæri til að byggja
upp öflugan fiskeldis-
atvinnuveg framhjá sér
fara.
ins og tillögur um áætlanir og að-
gerðir til að bæta ástandið.
Helstu atriði sem leitt hafa til
minnkunar stofnsins eru:
1. Virkjanir, áveitur, stíflugerðir.
Einn þriðji hluti norskra vatnakerfa
hefur orðið fyrir áhrifum vegna
slíkra framkvæmda og þar með talin
flest stærstu vatnakerfin með
stærstu laxastofnana og alls er talið
að 43 vatnakerfi séu í hættu eða
ógnað.
2. Laxastofnar í 18 norskum
vatnakerfum hafa dáið út af völdum
súrs regns, sem er mengun frá iðn-
aðarsvæðum Evrópu.
3. Ofveiði síðastliðin 20 ár. Lax-
veiðar; eru langstærsti dauðapóst-
urinn fyrir göngulax, en þær hafa
stór áhrif á framleiðslugetu stofna.
4. Sníkjudýrið „Gyrodactylus
salaris" hefur fundist í 40 norskum
vatnakerfum og 37 seiðastöðvum og
hefur valdið miklum skaða, og þ.m.t.
útrýmingu nokkurra stofna.
Skýrslan telur að áhrif fiskeldis á
minnkun laxastofna sé aðallega
tvenns konar, annarsvegar strok
eldisfiska og hinsvegar aukin laxa-
lús. Skýrslan telur ennfremur að
ennþá hafi stroku-eldislax ekki haft
teljandi áhrif á náttúrulega seiða-
framleiðslu en vara við hættunni.
Einnig að smithætta frá fiskeldi
vegna bakteríu og vírussjúkdóma sé
ekki ógnun við villta laxastofna.
Skýrslan leggur til að draga þurfi
verndarlínu kringum vatnasvæði
mikilvægustu laxastofna landsins,
Guðmundur Valur
Stefánsson
ásamt ákveðnu svæði sjávar, útfrá
ósum. Einnig er lagt til að komið
verði á stofn fjölþjóðlegri samvinnu
um vernd vatnasvæða mikilvægustu
laxastofna við Norður-Atlantshaf
„International Salmon Heritage
River and Fjords".
Tvennskonar aðgerðir eru ráð-
lagðar vegna stroks eldislaxa:
a) Að ekki verði fiskeldi innan áð-
urnefndra verndarsvæða.
b) Að opinberir eftirlitsaðilar með
fiskeldi, efli sína þekkingu bæði
tæknilega og rekstrarlega til að
geta gert raunhæfar kröfur um bún-
að og starfsreglur með það að
markmiði að minnka strok.
Strok eldislaxa
I fréttum hefur margoft komið
fram að 2-5 % eldislaxa í Noregi
sleppi úr kvíum.
Nýlega kom út árleg skýrsla
norska sjávarútvegsráðuneytisins
sem hefur að geyma tölfræðilegar
upplýsingar um norska fiskeldisár-
ganginn sem settur var í kvíar 1998.
Þar kemur m.a. fram hve margir
fiskar „sleppa" eða réttara sagt,
hverfa án skýringar. Af þeim
114.540.000 löxum sem settir voru í
kvíar 1998 vantaði við slátrun
536.924 laxa uppá, sem er minna en
hálft prósent. Stór hluti af þessu
tapi er skýrður með því að þegar
seiðin eru sjósett verði afföll, sér-
staklega á minnstu einstaklingun-
um, sem villtur fiskur nær að
kroppa út í gegnum möskvana á
botni kvíanna. Ekki er unnt að skrá-
setja slík afföll. Nú liggja fyrir
sterkar ábendingar um árangurinn
1999. I yfirliti sem birtist í norska
sjávarútvegsblaðinu Fiskaren, 29.3.
2000 þar sem bornar eru saman
tryggingabætur greiddar til norska
fiskeldisatvinnuvegarins 1998 og
1999, kemur m.a. fram að heildar-
bótagreiðslur 1999 voru 54,8%
minni en árinu áður þrátt fyrir meiri
framleiðslu. Samanburðurinn bend-
ir m.a. til að mun minna strok hafi
átt sér stað 1999 en 1998. Allt bend-
ir til að árangur í fiskeldi verði betri
og betri með hveiju ári sem líður og
sama gildir um strok eldislaxa.
Niðurstaðan er því sú að hverf-
andi hætta er á að sjúkdómar í fisk-
eldi hafi neikvæð áhrif á villta
stofna, fiskeldi í Noregi hefur hing-
að til haft hverfandi áhrif á minnkun
villtra stofna þar, og búast má við að
strok eldislaxa sé og verði í framtíð-
inni minna en 0,1%.
Höfundur er fískifræðingur.
um lá( ja útlánsvexti á g reiöslukortur Tl % í / I 1