Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
Stöndum vörð um
vöruverð í landinu
Aðalfundur
Verðbréfastofunnar hf.
TILEFNI þessa
greinarkoms er um-
ræða undanfarinna
daga í fjölmiðlum um
heila stétt manna, þ.e.
heildsala, sem öll hefur
verið sett undir sama
hatt. Þeir sem þeirri
stétt tilheyra eru, sam-
kvæmt umræðunni,
upp til hópa vont fólk
sem gerir hvað sem í
þess valdi stendur til að
halda vöruverði í land-
inu háu.
Það er þó sýnu verra
að þetta vonda fólk
gerir vinum láglauna-
fólksins í landinu, forsvarsmönnum
Baugs, lífið leitt með því gera allt
hvað það getur til að koma í veg fyrir
yfírlýst markmið þeirra sem, að eig-
in sögn, er að halda verðlagi í landinu
stöðugu. Það vilja þeir gera með því
að hækka ekki sína álagningu. Um-
fjöllun um þetta mikilvæga málefni
hefur verið ítarleg og er Ijóst af
henni að eitt og einungis eitt kunni
að hamla hinu göfuga markmiði
baugsmanna, en það eru heildsalarn-
ir, sem að því er virðist hækka statt
og stöðugt að nauðsynjalausu álagn-
ingu sína og keppast með því við að
raka að sér fé á kostnað neytenda.
Satt að segja vekur það furðu að
heildsalar rísi ekki upp undan þessu
umtali og sýni og sanni að það sem
þar komi fram sé rangt. Fram til
þessa dags, 5. apríl, hefur ekkert
þess efnis birst, og er nauðsynlegt að
lýsa eftir yfirlýsingu þess efnis frá
þeim.
í fyrirtæki mínu, K.E. Kvaran hf.
heildverslun, sem starfrækt hefur
verið um tíu ára skeið, hefur aldrei
staðið á því, hafi gjaldmiðlar breyst
til lækkunar í því landi þaðan sem
innflutningurinn er stundaður, að
lækka heildsöluverðið.
Nýlegt dæmi þar um
er nærfatnaður og
sportfatnaður á börn
og fullorðna, undir
vörumerkjunum Ab-
anderado, Ocean og
Princesa, sem flutt er
inn frá Spáni.
Spánski pesetinn
hefur farið lækkandi og
geta viðskiptavinir
heildverslunarinnar
um land allt staðfest að
verðið í nýjasta verð-
listanum hefur lækkað
umtalsvert. Þetta er
ekkert einsdæmi og
gildir um alla aðra
vöruflokka sem fluttir eru inn á veg-
um heildverslunarinnar. Enda er yf-
irlýst markmið fyrirtækisins gagn-
Vöruverð
Sjálfsagt er misjafn
sauður í mörgu fé
heildsala sem og ann-
arra, segir Einar B.
Kvaran, en flestir eru
þar strangheiðarlegir
og dugmiklir aðilar, sem
engu síður en aðrir vilja
standa vörð um vöru-
verð í landinu.
vart viðskiptavinunum að ávallt
verði samið um lægsta verð sem
unnt er að fá sé þess nokkur kostur
og afslætti náð hvenær sem færi
gefst. Allar slíkar lækkanir renna að
sjálfsögðu beint til viðskiptavinanna.
Einar B. Kvaran
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
Orator, félag laganema
Með því er tryggt að þeir sem kjósa
að eiga viðskipti við fyrirtækið njóti
hagstæðustu kjara sem unnt er að ná
samningum um á hverjum tíma.
Það er því nauðsynlegt, þegar auð-
velt er að nefna dæmi sem framan-
greint, að reka með því slyðruorðið
af „öllum“ heildsölum. Sjálfsagt er
misjafn sauður í mörgu fé í stétt
heildsala sem og annarra, en flestir
eru þar strangheiðarlegir og dug-
miklir aðilar, sem engu síður en aðrir
vilja standa vörð um vöruverð í land-
inu. Það er augljóslega allra hagur.
Þeir hafa einungis ekki farið sömu
leið og baugsmenn, að slá sig til ridd-
ara á kostnað annarra og hefja
auglýsingaherferð vegna svo sjálf-
sagðs og eðlilegs máls, sem einnig er
unnið að í fyrirtæki mínu og án efa
annarra dags daglega og þykir ekk-
ert tiltökumál.
Höfundur er heildsali.
Aðalfundur Verðbréfastofunnar hf. fyrir árið 1999 verður haldinn
fimmtudaginn 13. apríl kl. 17.30 að Hótel Loftleiðum, Víkingasal.
Dagskrá samkvæmt samþykktum.
Tillaga um heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins,
breytingar á samþykktum vegna þessa
og tillaga um kaup á eigin bréfum.
Stjórn Verðbréfastofunnar.
VERÐ B rÝfASTOFÁN
SuBurlandsbraut 20, Reykjavik Sími 570-1200
?
KONFEKTMÓT
PÁSKA-
GGJAMÓX
PIPAR OG SALT
MATARLITIR
Póstsendum
Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 3614 [
Kringlunni, sími 568 9970
skrefi framar
oroblu@sokkar.is www.sokkar.is
á fermingarsokkabuxum í dag kl. 14-18.
20% afsláttur
af öllum OROBLU sokkabuxum.
KYNNING