Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 69

Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 6^. UMRÆÐAN Gefum byggðunum raunverulegt tækifæri Menn lýsa nú hver um annan þveran áhyggjum sínum af þróun byggðar í land- inu, og fléttast það meðal annars inn í um- ræðuna um fiskveiði- stjóm. Því miður eru meðulin sem flestir hafa í huga gegn breyt- ingu byggðar orðin býsna gömul og verka ekki lengur á „sjúk- dóminn“ eins og hann birtist nú á dögum. Þeir sem hafa sig mest í frammi sem málsvarar byggðanna virðast þannig ýmist vera að tala um einhvers konar handstýringu eða þá um kraftaverk í anda trúar- bragðanna. Og oftar en ekki er fólkið á landsbyggðinni gert að einhvers konar ölmusumönnum með þessum hugmyndum í stað þess að leita leiða til að hjálpa því til sjálfshjálpar. Yita þó allir að þess konar hjálp er alltaf heilladrýgst þegar til lengdar lætur. Orðið jafnræði hefur verið ofar- lega á baugi í umræðunni um kvót- ann eins og kunnugt er. Hæstiréttur hefur með dómi sínum í Vatneyrar- málinu minnt okkur á að þetta er ekki eina orðið í orðabókinni, heldur getur þurft að líta til fleiri sjónar- miða þegar tiltekin vandamál krefj- ast úrlausnar. Þó er þetta hugtak svo i-íkt í huga meirihluta réttarins að hann telur að núgildandi lög um fisk- veiðistjórn standist ekki próf stjóm- arskrárinnar nema af því að hægt er að breyta þeim og af því að það stendur einmitt til af hálfu löggjaf- ans. Þannig er ljóst að jafnræðishug- takið er enn á uppleið í hugsun nú- tímamanna, bæði hér á landi og ann- ars staðar. Hugsun okkar flestra hnígur í vaxandi mæli í þá átt að allir eigi að geta keppt á jafnræðisgrund- velli um takmörkuð gæði eins og að- gang að nýtingu auðlinda, óháð sér- réttindum frá fyrri tíð, efnahag, búsetu, ætterni, eða neinu öðru en því að geta nýtt auðlindina á sem hagkvæmastan hátt. Slíkt lýsir sér einmitt í því að menn geti greitt þjóð- inni, eiganda auðlindarinnar, sam- keppnishæft gjald fyrir nýtinguna. Þess vegna er uppboðsleiðin sú leið sem best fullnægir þessu skilyrði jafnræðisins um leið og hún felur í sér meiri efnahagslega hagkvæmni en aðrar leiðir sem bent hefur verið á. Sumir andstæðingar kvótakerfis- ins virðast geta hugsað sér fýrirfram eitthvert framtíðarkerfi þar sem til- teknir hópar, hvort sem það eru smá- bátaeigendur, strandveiðimenn, íbúar í tilteknum byggðarlögum eða aðrir, eiga að njóta einhvers konai- forréttinda eða vera í einhverju sér- stöku hólfi þegar kvótum er úthlut- að. Hins vegar er vandséð að slíkt kerfi fullnægi kröfunni um jafnræði neitt betur en núverandi kerfi ger- ir. Við ættum að minnsta kosti fyrst að láta reyna á það hvort þessir sömu hópar, sem margir ala önn fyrir, muni ekki komast vel af í uppboðskerfi. Við ætt- um með öðrum orðum að velja nýtt kerfi sem fæli í sér sem minnst ójafnræði og sjá til hvemig það dugir. Við þurfum að gera okkur fulla grein fyrir því að strandveiðar við Island eiga ekki að þurfa að vera neinn ölmusuatvinnu- vegur. Þetta em í eðli sínu hagkvæmar veiðar sem kosta tiltölulega lítið eldsneyti eða orku, skila afar góðu hráefni, þurfa ekki að valda mikilli mengun og kalla síður á kostnaðar- sama búferlaflutninga en stórveið- arnar. Eldsneyti á vafalítið eftir að hækka í framtíðinni og þá styrkist hagkvæmni þessara veiða enn frek- ar. Þessi raunverulega hagkvæmni strandveiðanna fær hins vegar ekki að njóta sín til fulls í kvótakerfinu eins og það er núna, vegna þess að kvótinn er á svo háu verði, en það stafar aftur af því hve lítill hluti heildarkvótans er til sölu á markaði. Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn dóm þar sem hann segir okkur þrátt fyrir allt að núgildandi lögum um fiskveiðistjóm þurfi að breyta. Meirihluti réttarins teflir í atkvæði sínu efnahagslegum rökum fram gegn jafnræðinu sem hér var rakið. En kvótakerfi með uppboðum yrði vafalaust enn hagkvæmara frá efna- hagslegu sjónarmiði en núverandi kerfi þar sem kvótaverð er annars vegar óhóflega hátt og menn rekja hins vegar rétt sinn til forréttinda sem áttu einhvern rétt á sér í upphafi Bæjarlind 1-3, Kóp., sími 544 40 44 Kvóti í kvótakerfí með upp- boðum á öllum kvóta og hóflegu kvótaverði, seg- ir Þorsteinn Vilhjálms- son, geta kostir smábáta og strandveiða fengið að njóta sín án þess að neinar ölmusur komi til. en geta ekki staðist til eilífðarnóns. Þannig er þessi dómur Hæstaréttar í rauninni ágæt rök fyrir uppboðskerfi eins og því sem Áhugahópur um auð- lindir í almannaþágu hefur lagt fram með frumvarpssniði, samanber vef- síðuna www.kvotinn.is. Hinar dreifðu byggðir landsins eiga það inni hjá okkur þéttbýlis- mönnunum, sem rekjum öll uppruna okkar til þeirra, að við ógnum þeim ekki að óþörfu með ósanngjömum leikreglum, heldur leitum leiða til að hjálpa þeim til sjálfshjálpar. í kvóta- kerfi með uppboðum á öllum kvóta og hóflegu kvótaverði geta kostir smábáta og strandveiða fengið að njóta sín án þess að neinar ölmusur komi til. Slíkt gæti falið í sér raun- verulega styrkingu byggðar á ýms- um stöðum á landsbyggðinni. Núna er tækifærið til að láta á þetta reyna. Höfundur er prófessor í eðlisfræði og vísindasögu við Háskóla íslands. Nettoiu^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Innréttingar Frí teiknivinna og tilbo&sgerb | Friform | HÁTÚNI6A (í húsn. Fðnix) SÍMI: 552 4420 Líttu vorið björtum augum með nýju litunum frá LANCÖME Kynning í dag og á morgun. Fagleg ráðgjöf, förðun og frábærir kaupaukar. Glæsileg taska fyrir förðunarvörur og snyrtibudda fylgir kaupum. Lyf&heilsa Háaleitisapótek Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is Skeifunni 11 - Simi 588 9890 - Veffang orninn.is Opiðkl. 9-18 virka daga og kl. 10-16 laugardaga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.