Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 78
uIS FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Ljóska
%
Jáungfrú. 21/2 sinnum 21/2
eru 61/4 . Hvernig komst ég
að þeirri niðurstöðu?
Með erfðum.
Stóri bróðir minn
sagði mér það.
BREF
TTL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Að eldast,
hvað er það?
Frá Ingvari Björnssyni:
ÞEGAR árum manns fjölgar er ým-
islegt sem breytist og kallar á
breyttar ytri aðstæður. Sjón og
heyrn dofna svo að við þurfum skýr-
ara og stærra lesletur, hljóðara um-
hverfi og skýrara og hægara tal
þeirra er við okkur ræða. Ég vil því
vekja hér athygli á nokkrum atiiðum
er til betri vegar mættu færa, frá því
sem nú tíðkast víða.
Letur á kassakvittunum margra
verslana og fyrirtækja er oft á tíðum
ólæsilegt án hjálpar stækkunar-
glerja, er þó duga varla til. Þetta
ástand varir oft langtímum saman án
þess að úr sé bætt.
Nýjasta gerð orkureikninga, bæði
rafmagns og hita, er sérlega slæm, á
ég þar við upplýsingareiti þeirra,
með smæsta letrinu.
Letur símaskrárinnar er afleitt,
sérstaklega þar sem stórar litsterk-
ar auglýsingar skyggja á nafn sím-
notandans er næst þeim standa. I því
mikla auglýsingaflóði sem nú dynur
yfir láist víða að geta þess hvar
auglýsandi sé til húsa, að vísu eru
flennistór símanúmer þar til staðar,
en símtöl kosta peninga og fyrirhöfn.
Húsnúmer sem áður fyrr voru á
hverju húsi og sum mjög áberandi,
sjást nú á sífelt færri húsum. Þetta
vandamál finnst mér til vansa og
mætti vel batna hið snarasta.
Vörumerkingum verslana er víða
mjög ábótavant og á mörgum stöð-
um vantar þær að mestu. Sumstaðar
eru merkingarnar á spjöldum svo
hátt uppi að ólæsilegt er, eða á
neðstu hillu vörurekkanna niður við
gólf og allt er jafn slæmt, hér sem
annars staðar væri meðalhófið best.
Víða er varan, t.d. ávextir og mjólk-
urvörur, í allt öðru hólfi en merking
ávið.
Öllum auglýsingum um vöruaf-
slátt í prósentum hljóta að eiga að
fylgja upplýsingar um eldra og nýrra
verð, en þar á er mikill skortur.
Ég vona að auglýsendur átti sig
hið bráðasta á því að umbætur hér á
eru okkar neytendanna hagur, ykkar
hagur að viðskiptavinurinn sé
ánægður með allar aðstæður hjá
ykkur. Það tryggir aftur komu hans.
Hvað heyrnina varðar er það svo
að allur hávaði eykur vanda hlust-
andans, því er það mjög æskilegt að
viðmælandi þess sem farinn er að
tapa heyrn tali ekki of hátt, sama er
með framburð orða, því skýrara sem
talað er því betur heyrist það sem
sagt er.
INGVAR BJÖRNSSON,
ellilífeyrisþegi
í Félagi eldri borgara,
Nóatúni 30, Reykjavík.
Nýtt afl í stjórnmálin -
Flokkur æskufólks,
aldraðra og öryrkja
Frá Kristleifi Þorsteinssyni:
STÓR hluti þjóðarinnar er undir
svokölluðum lögaldri og yfir 67 ára
sem nefnt er eftirlaunaaldur, og
þegar með er talið fólk sem er ör-
yrkjar af völdum sjúkdóma, slysa
eða erfðagalla er það vafalaust full-
ur helmingur þjóðarinnar.
Þeir sem fullvinnandi eru leggja
mikið af mörkum til að hlynna að
þessu fólki, en það er ekki til neitt
sérstakt stjórnmálaafl sem beitir
sér fyrir hagsmunum þess.
Þótt margt af þessu fólki sé fullt
af baráttuvilja og hafi auk þess
mikla lífsreynslu og gáfur sem það
örugglega vildi nýta þjóðinni til
gagns eftir getu sinni þá hafa fæstir
heilsu til að setjast á alþingi heilt
kjörtímabil.
Samt tel ég að þessi stóri hópur
ætti að stofna stjórnmálaflokk. Til
að hann geti starfað af fullum
krafti, þarf hann að fá lögleidda
heimild til að ráða starfsfólk úr
röðum fullvinnandi fólks til að taka
sæti á alþingi með fullum kosninga-
rétti og kjörgengi varðandi störfin
á alþingi. En fulltrúaráð flokksins
hefði heimild til að víkja þeim frá
störfum og ráða nýja ef þeir störf-
uðu ekki í anda umbjóðenda sinna.
Konur eru oftar en ekki misskipt-
ar með laun samanborið við karl-
menn.
Þær hafa um langa framtíð haft
það hlutskipti að hjúkra og hlúa að
öðrum, svo og að halda við stofnin-
um, á meðan karlarnir hafa barist
hver við annan um konurnar og afl-
að fjölskyldum sínum fæðu með
drápum og ránum. Því hafa þeir í
gegnum tíðina fengið meiri líkams-
krafta og orðið harðskeyttari í við-
skiptum en konur. Þess vegna hafa
oftast verið boðin í þá hærri laun.
Mér dettur í hug að margar konur
mundu skipa sér í þennan nýja
flokk.
Yngsta fólkið þarf að fá sína full-
trúa á alþingi.Til þess þarf það að fá
kosningarrétt. Foreldrar eða aðrir
lögráðendur færu með atkvæði
barna sinna þangað til það fær
skilning og vilja til að kjósa sjálft,
þá fengi það strax að kjósa. Auð-
vitað eru börnin hvert fyrir sig sjálf-
stæðir einstaklingar sem eiga að fá
að velja sér framtíð að eigin vilja.
KRISTLEIFUR
ÞORSTEINSSON,
Húsafelli.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.