Morgunblaðið - 13.04.2000, Side 80

Morgunblaðið - 13.04.2000, Side 80
-•60 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerd ÍDAG Lambakjöt o g páskar Kristín Gestsdóttir tók forskot á sæluna og matreiddi páskalambið hálfum mánuði fyrir páska. r li PÁSKAR eru ekki bara tengdir kristinni trú. Upphaf þeirra má rekja til Hebrea, sem flökkuðu með sauðfé og geitur milli bit- haga. Þeir héldu eins konar upp- skeruhátíð á vorin þegar rétt stóð á tungli til að fagna fæðingu fyrstu lamba og kiðlinga, en bann- að hafði verið að borða kjöt meðan æmar voru lambfullar. Þetta mun vera rótin af lönguföstu kristinna manna og fékk nýja merkingu í trúariðkun þeirra. Gyðingar fögn- uðu fyrstu lömbum og kornupp- skeru samtímis og stóð sú hátíð í 7 daga - svokallað pesakh og féll að hátíð sýrða bauðsins og flótta ísraelsmanna frá Egyptalandi. Síðan urðu páskarnir fyrsta hátíð kristinna manna og upprisu Krists fagnað. í fyrstu héldu hinir kristnu í Gyðingalandi hátíð um leið og gyðingar þ.e. við fyrsta fullt tungl eftir jafndægur, en á þriðju öld varð sú stefna ráðandi að páskadagur skyldi vera fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fullt tungl eftir vorjafndægur. Þó varð ekki fullkomin eining um þetta fyrr en á 8. öld. Páskadagur getur ekki oðið fyrr en 22. mars og ekki síðar en 25. apríl, en í ár ber páskadag upp á 23. apríl, tveimur dögum eftir sumardaginn fyrsta og því hökjum við sumarpáska. Ég keypti 2VÍ> kg lambalæri og fékk það úrbeinað í búðinni og þurfti ekkert að borga fyrir. Það var 2 kg þegar búið var að úrbeina það. Hækflbeinið var skilið eftir. Lærið var fyllt með mintu, lauk o.fl. Notuð var fersk minta sem fæst víða. Kjötið var borið fram með smjörbaunum, sem ég keypti ferskar, en nota má alls konar belgbaunir, ferskar eða niður- soðnar. Einnig voru soðnar kart- öflur og hrásalat haft með. Fyllt lambalæri. 2 kg úrbeinað læri _________2 tsk. solt________ mikið of nýmöluðum pipor 1 meðalstór laukur 1 stór hvítlauksgeiri rifinn börkur af V2 sítrónu V2 pk fersk mintublöð 1 dl brauðrasp '/2 dl matarolía 1. Stráið salti og pipar inn í og utan á lærið. 2. Afhýðið lauk og hvítlauks- geira og saxið mjög fínt. Sjóðið í olíunni við mjög hægan hita í 7 mínútur. Bætið þá rifnum sítrónu- berki og raspi út í og takið af hell- unni. 3. Setjið mintublöðin í bolla og klippið með skærum ofan í bollan- um og bætið út í raspblönduna. Kælið að mestu. 4. Setjið fyllinguna inn í lærið og gætið þess að hún blandist jafnt um. Saumið lærið saman eða notið prjóna til að tylla því saman. 5. Hitið bakaraofn í 180°C, blástursofn í 170°C. Setjið lærið í eldfasta skál eða í bökunarpott, hafið lokið ekki á. Setjð 1 dl af vatni í pottinn. Látið vera í ofnin- um í 2 klst. Takið þá úr pottinum og setjið á fat og látið standa í ofn- inum hálfopnum meðan þið búið til sósuna. Sósan Hellið 3-4 dl af vatni í steiking- arpottinn og losið upp alla brún- ingu. Hellið í pott. Hristið saman vatn og hveiti og jafnið sósu. Látið sjóða við mjög hægan hita í 3 mín- útur. Bætið í 1 msk. af rjómaosti eða setjð V% dl af rjóma saman við. Sykurbaunir Fjarlægið slaufuna efst á baun- unum og þráð sem liggur niður frá henni. Sjóðið síðan í smjöri við mjög hægan hita í 3-5 mínútur. í veður og færð á Netinu L____________________ v^mbl.is ^ALLiyK/= GiTTHVXUD /VÝ7T VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Umhverfisást eða eigingirni ÉG var á fundi hjá Um- hverfissamtökum íslands og Landgræðslu ríkisins um jarðvegsrof og beitar- friðun á miðhálendi Is- lands. Fundurinn var hald- inn í Odda, sal Háskólans, þann 26. febrúar sl. og fundurinn var öllum opinn. Fræðimenn sem þarna töl- uðu voru á því að það þyrfti að loka auðnum miðhálend- isins ef einhver árangur uppgræðslu mætti eiga sér stað. Formaður sauðfjár- bænda, sem var einn af frummælendum, kvað enga ástæðu til að loka auðnun- um fyrir beit, beit hefði engin áhrif á gróðurfar auðnanna, en kvartaði þó sáran undan beit gæsarinn- ar á þessum svæðum. For- maður stéttarfélags bænda sté í pontu eftir að umræð- ur voru gefnar frjálsar og kvað það hina mestu firru að friða auðnimar. Það kæmi bara ekki til greina og sagði vistvænan búskap að beita slíkt land. Fyrir mér er það nokkuð ljóst hverjir það eru sem vilja engar breytingar á örfoka auðnum þessa lands og koma beinlínis í veg fyrir að nokkuð sé gert í gróður- málum auðnanna nema að beita þær. Pétur Sigurðsson, Hverfisgötu 34, Hafnarfirði. Góðir borgar- starfsmenn VEGNA óhapps sem sorp- bfll lenti í á dögunum og af- ar leiðinlegra viðbragða þess starfsmanns sem rætt var við vegna skemmda, ritaði undirritaður smá- klausu hér í Morgunblað- inu þann 30. mars sl. Samdægurs hringdu tveir menn frá borginni, Sigurður Reynisson, frá bækistöðinni að Gylfaflöt, og Einar Bjarnason, deild- arstjóri hjá hreinsunar- deild, í mig. Mér er bæði ljúft og skylt að geta þess að báðir þessir menn báðust afsök- unar fyrir hönd borgarinn- ar og buðu alla aðstoð, sem og ef þyrfti, til að bæta hugsanlegt tjón. Borginni okkar er sannarlega sómi að slíkum starfsmönnum. Kærar þakkir. Kristinn Snæland, Engjaseli 65. Oskilabarn 312 EF einhver sem á bók sem heitir Óskilabarn 312 eftir Hans Ulrich Horster í þýðingu Torfeyjar Steins- dóttur og gefin er út af Prentsmiðju Jóns Helga- sonar 1970 og myndi vilja láta hana af hendi, vinsam- legast hafi samband við Sigurveigu í síma 864-1281. Tapaö/fundiö Gleraugn fundust GULLSPANGAR kvenles- gleraugu gleymdust á Kaffi Katalína, Hamraborg 11, Kópavogi, á kynningar- fundi orlofsnefndar hús- mæðra þann 9. apríl sl. Birna Arnadóttir gefur upplýsingar í síma 554- 2199. Kvengleraugu týndust KVENGLERAUGU týnd- ust í síðustu viku, líklegast í einhverri verslun á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Skil- vís finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hafa samband í síma 552-0787 eða 894- 2712. Karlmannsgleraugu týndust NÝ karlmannsgleraugu með brúnni plastumgjörð týndust í miðbæ Reykja- víkur aðfaranótt mánu- dagsins 10. apríl sl. Fund- arlaun. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551-2512. Húslykill fannst STAKUR húslykill fannst fyrir utan Iðnó í Vonar- stræti laugardagsmorgun- inn 8. aprfl sl. Upplýsingar í síma 551-1396. Gyllt næla týndist GYLLT næla með rauðum og grænum steinum týnd- ist við Þjóðkirkjuna í Hafn- arfirði eða við íþróttahúsið, Strandgötu Hafnarfirði, sunnudaginn 9. apríl sl. Fundarlaun. Vinsamlegast hafið samband í síma 695- 7599 eða 565-3026. Gullarmband týndist GULLARMBAND týndist föstudagskvöldið 7. apríl sl. á Eiðistorgi. Á armbandinu hangir hjarta. Skilvís fmn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband við Reyni í síma 899-7597. Fundarlaun. Gullarmband með litlum steinum týndist GULLARMBAND með litlum steinum allan hring- inn, týndist aðfaranótt 2. apríl sl. líklegast einhvers staðar á leið frá Kringlukrá að Áslák í Mosfellsbæ, í kringum miðnætti. Finn- andi vinsamlegast hafi samband í síma 568-8100 eða 699-8167. SKAK Umsjón Ilelgi Áss Grétarsson SPÆNSKI stór- meistarinn Felix Izeta (2.499) hafði hvítt í meðfylgjandi stöðu gegn landa sín- um alþjóðlega meistaranum Franc- isco Alonso Sanz (2.410) á alþjóðlegu móti í Elgoibar á Spáni sem haldið var á síðasta ári. 31. Re6! og svartur gafst upp þar sem hann tapar óumflýjanlega Hvítur á leik. liði eða verður mát. Morgunblaðið/Ómar LoftHmleikar á Ingólfstorgi Yíkverji skrifar... AÐ er stundum haft á orði að maður geti hitt íslendinga afls staðar í heiminum því þeir séu hreinlega um allt. Víkverji var nýverið á ferðalagi í Ameríku ásamt fleiri Islendingum. Hópurinn fór m.a. á listasafn og þar hitti hann tvo landa sem voru að skoða safnið. Svo vildi til að einn í hópnum hafði verið með tvímenningunum í mennta- skóla. Safnverðinum á listasafninu fannst ótrúleg tilviljun að íslending- ar skyldu hittast á ferðalagi í ókunnri borg í fjarlægu landi. Þegar honum var sagt að þarna hefðu skólasystkini verið að hittast missti hann andlitið af undrun og átti mjög erfitt með að sannfærast um að ver- ið væri að segja satt. Okkur íslend- ingunum kom þessi endurfundur ekki eins mikið á óvart og raunar fannst sumum þetta ekki ýkja merkilegt. íslendingar væru jú fá- menn þjóð og ef íslendingar hittust á annað borð í útlöndum væri ekki fráleitt að þar væru skólasystkin á ferð. Bandaríkjamenn eru hins veg- ar fjölmenn þjóð og því verður að teljast ótrúlegt að Bandaríkjamaður sem ferðast til íslands hitti gamlan skólabróður á listasafni í Reykjavík. xxx ÍKVERJI var svo óheppinn að missa af tengiflugi þegar hann fór til Bandaríkjanna á dögunum. Ástæðan var fyrst og fremst tafir á brottför frá Keflavíkurflugyelli. Þessi töf var ljós þegar Víkverji var að skrá sig í flugið á vellinum, en af- greiðslufólk taldi þó ágæta mögu- leika á að hann næði fluginu þó að tíminn frá þvi að flugvél Flugleiða lenti þar til hin flugvélin átti að fara í loftið væri orðinn innan við ein klukkustund. Víkverji spurði hvort hann gæti ekki skráð töskurnar strax í tengiflugið, en fékk þau svör að öryggisreglur á bandarískum flugvöllum leyfðu það ekki. Það fór líka svo að bið eftir töskunum varð til þess að Víkverji rétt missti af vél- inni. Sú spurning vaknaði hvort ekki sé hægt að merkja töskur sérstak- lega þegar svona stendur á hjá far- þegum og veita þannig töskum í tengiflugi forgang. Starfsfólk Flugleiða brást hins vegar vel við vandræðum Víkverja og hann fékk hótelgistingu á kostn- að félagsins. Eftir stendur að það hefði verið hagstæðara fyrir flugfé- lagið ef hægt hefði verið með ein- hverjum hætti að flýta afgreiðslu á flugvellinum ytra. xxx VERÐ á millilandasímtölum hef- ur lækkað ört á síðustu miss- erum. Nú er svo komið að ódýrara er að hringja til sumra landa en að nota GSM-síma. Þetta er mikil breyting og má án efa þakka hana fyrst og fremst nýtilkominni sam- keppni á þessu sviði. Forsvarsmenn Tals hafa bent á að verð á GSM- símtölum sé orðið það lágt að það fari að verða spurning fyrir fólk hvort það sé ekki að verða hagstæð- ara að eiga GSM-síma en hefðbund- inn heimilissíma. Þetta er athyglis- vert sjónarmið. Eftir stendur þó að ef fólk vill segja upp heimilissíma verður hvert heimili að eiga a.m.k. tvo farsíma. Bæði hjónin þurfa að sjálfsögðu að eiga öruggan aðgang að síma og það sama má raunar segja um börnin. Víkverji er svo gamaldags að vera enn aðeins með venjulegan heimilis- síma. Hann neyddist reyndar til að fá sér farsíma á síðasta ári þar sem hann var að flytja og varð af þeim sökum símalaus um skeið. Víkverji átti hins vegar erfitt með að venja sig á að nota farsíma. Síminn vildi gleymast og hann varð rafmagns- laus á óheppilegum augnablikum. Smátt og smátt hætti farsíminn að fylgja Víkverja og þar kom að hann sagði símanum upp. Víkverji viður- kennir þó að farsími er gott tæki og þarft, en það er þó hægt að vera án hans, svo ótrúlega sem það kann að hljóma í eyrum sumra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.