Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 83
MORGUNBLAJDIÐ_________________________________________________________FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 83 FÓLK í FRÉTTUM Frá A til O ■ ALLINN SPORTBAR, Siglufirði: Hljómsveitin Terlín frá Siglufirði og plötusnúðurinn Skugga-Baldur mið- vikudagskvöldið 19. apríl. Ljósadýrð og skemmtileg tónlist síðustu 50 ára. Léttklæddar erótískar dansmeyjar. Miðaverð 1.000 kr. ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT: Hljómsveit- in Blístró leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. ■ ASGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur föstudagskvöld. Hjördís, Ragnar Páll og Siffi leika fyiár dansi. ■ BJARG, Búðardal: Hörður Torfa nieð tónleika laugardagskvöld kl. 21-1. Hörður hefur leikið viða undan- farið til að halda upp á 30 ára upp- tökuafmæli fyrstu plötunnar sinnar. ■ BROADWAY: Húvetnskt kvöld - Brilljantín & bítlahár föstudagskvöld. Valið lið tónlistarmanna úr Húnaþingi flytur topplög síðustu ára. Söngvar- amir eru Guðmundur Karl Ellerts- son, Arndís Ólöf Vfkingsdóttir, Hug- rún S. Hallgrímsdóttir, Skúli Þórðarson, Jóhanna Harðardóttir, Sigurður Grétar Sigurðsson, Kol- brún Bragadóttir, Sonja Karen Mar- inósdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Þór- unn Eggertsdóttir, Kolbrún Sif Marinósdóttir, Hrafnhildur Ýr Víg- iundsdóttir og Kristjana Thoraren- sen. Jóna Fanney Svavarsdóttir óp- erusöngkona, kántrídanssýning og Hallbjörn Hjartarson kántríkóngur. Danshljómsveitin Á hálum ís og Demó leika fyrir dansi., Bee Gees-sýning laugardagskvöld. í þessari sýningu syngja fimm strákar þekktustu lög þeirra Gibb-bræðra. Dansleikur á eft- ir með Danssveit Gunnars Þórðarson- ar og söngstjörnum Broadway. ■ CAFÉ AMSTERDAM: Trúbadorinn Siggi Bjöms tekur gamla og góða slagara frá kl. 22.45 fimmtudagskvöld til kl. 1.00. Rokksveitin BT Company stýrir rokkveislu föstudagskvöld. ■ CAFÉ ROMANCE: Lifandi tónlist öll kvöld. Breski píanóleikarinn Sim- one Young leikur. Hann leikur einnig fyrir matargesti Café óperu. ■ CATALINA, Hamraborg: Hljóm- sveitin Þotuliðið leikur föstudags- og laugardagskvöld. ■ pÚSSA-BAR, Borgamesi: Gleð- tgjafinn Ingimar leikur á harmoniku föstudagskvöld. ■ EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Araar Guðmundsson trúbador leikur laugar- dagskvöld. Tveir fyrir einn milli kl. 23 og 24. Ókeypis inn fyrir miðnætti. Miðaverð 500 kr. ■ FJARAN, Vestmannaeyjum: Hljómsveitin Paparnir leikur og syngur laugardagskvöld. ■ FJÖRUKRÁIN FJARAN: Hljóm- sveitin KOS leikur fyrir dansi fóstu- dags- og laugardagskvöld. Jón Möller leikur rómantíska píanótónlist fyrir niatargesti. Víkingasveitin leikur fyr- ir víkingaveislugesti. ■ GAUKUR A STÖNG: Blúsmenn Andreu leika fimmtudagskvöld til kl. 1- Hijómsveitina skipa: Andrea Gylfa- dóttir, söngur, Guðmundur Péturs- son, Einar Rúnarsson, Haraldur Þor- steinsson og Jóhann Hjörleifsson. ■ GRANDHÓTEL, REYKJAVÍK: Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll leik- nr og syngur öll fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöld kl. 19.15- 23.00. Gunnar leikur hugljúfa og róm- antíska tónlist. Allir velkomnir. ■ GRANDROKK, AKRANESI: Karó- kí öll fóstudagskvöld. Gestir spreyta sig á kerfmu enda verður efnt til karó- Viðtalið verður sýnt LEONARDO DiCaprio varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta Bill Clinton Banda- rikjaforseta á dög- unum og taka við hann viðtal. Sjón- varpsst,öðvarnar hófu strax kapp- hlaup um að ná við- talinu og hefur nú ABC náð í mark, •neð viðtalið margumtalaða í far- teskinu. Tilefni viðtalsins er Dagur jarð- arinnar og finnst forsvarsmönnum ABC-stöðvarinnar DiCaprio vera tilvalinn sendiboði þeirra hugsjóna °g gilda sem dagurinn boðar. „Það var alltaf okkar ásetningur að •eyna að koma þessum skilaboðum (sem Dagur jarðarinnar boðar) til yngri áhorfenda,“ sagði David Westin frá ABC-sjónvarpsstöðinni. Hljómsveitin 8-vilIt leikur á Sjallanum, Isafirði, fóstudags- og laugardagskvöld. Þeir fclagar Svensen og Hallfunkei eru komnir aftur á Gullöld- ina eftir fi-ækna tón- leikaferð til New York. Myndin var tekin í hinni frægu hljóðfæra- verslun Manny’s og í bakgrunni má sjá ýmsa aðra þekkta rokktón- listarmenn sem heim- sótt hafa verslunina. kíkeppni á næstunni. ■ GRANDROKK, REYKJAVÍK: Hljómsveitin Grand spilar fóstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin hef- ur verið ráðin húsband staðarins og er skipuð þrautreyndum og færum hljóð- færaleikurum sem leggja áherslu á frumlega sviðsframkomu og fjörugt rokk fyrir fólk á öllum aldri. ■ GULLÖLDIN: Svensen & Hallfun- kel leika föstudags- og laugardag- skvöld. Boltinn í beinni og stór á 350 kr. ■ HAFURBJÖRNINN, GRINDAVIK: Buttercup leikur föstudagskvöld. Búast má við miklu stuði og ætlar Silli hljóðmaður að taka lagið. ■ HITT HÚSIÐ - GEYSIR KAKÓ- BAR: Kuai á síðdegistónleikum fóstu- dagskvöld kl. 17. Rokksveitalingamir í Kuai leika í Leikhúsinu, Ægisgötu 7, á síðdegistónleikum en tónleikamir hafa færst þangað tímabundið vegna framkvæmda. ■ HÓTEL STYKKISHÓLMUR: Vordansleikur í Hólminum laugardagskvöld. Hljómsveitin Mið- nes leikur fyrir dansi. Þessi skemmt- un er haldin sérstaklega í tilefni vor- komunnar. Fjörið hefst kl. 23. ■ KAFFI AKUREYRI: Trúbadorinn Daníel Már leikur fimmtudagskvöld til kl. 1. Hálft í hvom ásamt Eyjólfi Kristjánssyni skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. Diskótek - frjáls opnunartími miðvikudagskvöld. ■ KAFFI REYKJAVÍK: Nýjar áherslur - opnunarhelgi. Síðastliðnai’ vikm- hafa staðið yfir breytingar á staðnum með tilfærslu á börum, dans- gólfi, nýju JBL-hljóðkerfi og ýmsu fleiru. Kaffi Reykjavík býður upp á lif- andi tónlist á fimmtudögum og sunnu- dagskvöldum. Föstudags- og laugar- dagskvöld verður leikin tónlist af skífum. Örn Garðarsson, matreiðslu- meistari og veitingamaður á Brasserie Borg og Skuggabarnum sl. 4 ár, hefur tekið við rekstrinum. Öm mun jafn- framt halda áfram að reka Brasserie Borg og Skuggabar. Aldurstakmark um helgar er 23 ár. Snyrtilegur klæðnaður skilyrði, aðgangseyrir er 500 kr. eftir miðnætti. Opið er til kl. 4-5 um helgar. Aðgangur er ókeypis föstudagskvöld. Opnunarteiti kl. 22- 24. Dj. Reynir spilar af skífum laugar- dagskvöld. Aðgangseyrir 500 kr. eftir miðnætti. Blúsmenn Andreu Gylfa leika sunnudagskvöld frá kl. 21. Að- gangseyrir 500 kr. ■ KAFFILEIKHÚSIÐ: Lögin hans Ómars flutt fóstudagskvöld. ,Bjar- græðiskvartettinn flytur lög Ómars Ragnarssonar, t.d. Hún er svo sæt, Jói útherji o.fl. Kvartettinn skipa Ánna Sigríður, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Gísli Magnason og Örn Amarson. KK og Magnús Eiríksson laugardag- skvöld. Félagarnir munu leika gömul og góð blúslög. Borðhald hefst kl. 20.30 og þeir félagar hefja leik kl. 22. ■ KLIFÚR, Ólafsvík: Hörður Torfa með tónleika föstudagskvöid kl. 21-1. Hörður hefur farið víða til að halda upp á 30 ára upptökuafmæli fyrstu plötunnar sinnar. ■ KRINGLUKRÁIN: Rúnar Júlíus- son og Sigurður Dagbjartsson leika fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld. G.R. Lúðvíksson leikur sunnudagskvöld. ■ LAUGARDALSHÖLLIN: Söng- keppni framhaldsskólanema laugar- dag frá kl. 15. Söngkeppnin er orðin einn af stærstu, árlegu tónlistarvið- burðum á íslandi. 25 framhaldsskólai- víðs vegar af landinu taka þátt í þetta skiptið. Funkhljómsveitin Jagúar spilar undir hjá keppendum og skemmtir áheyrendum. Allir sigur- vegarar fyrri ára munu koma fram með skemmtiatriði. Húsið opnað kl. 14. Miðaverð er 1.000 kr. fyrir FF- og Námufélaga en 1.300 kr. fyrir aðra. Miðar em seldir við innganginn. ■ MÓTEL VENUS, Borgamesi: Skemmtikvöld föstudagskvöld. Marg- ir leikmenn munu troða upp, t. d. tríóið Slitna færibandið, stelpurnar í Tungu- dúettnum, rappararnir Óttar Örn og vinur, trúbadorarnir Picasso, Geir Harðarson, Halldór Hólm, Magnús Helgi o. fl. Kynnir verður tónlistar- maðurinn Anton Kröyer. Skemmtun- in hefst kl. 22. Hljómsveitin Últra leik- ur fyrir dansi eftir skemmtunina. Tilboð til miðnættis: 5 í fötu á 1.500 kr. Aðgangseyrir er 800 kr. ■ NAUSTIÐ: Liz Gammon leikur fyr- ir matargesti. Naustið er opið alla daga frá kl. 18. Stór og góður sémétta- seðill. Söngkonan og píanóleikarinn Liz Gammon frá Englandi leikur fyrir matargesti. Hljómsveitin Gammel dansk frá Borgarnesi leikur laugar- dagskvöld. ■ NÆSTI BAR: KK leikur - frítt inn fimmtudagskvöld kl. 22 til 1. Lucky leikur balkantónlist frá kl. 22. Frítt inn miðvikudagskvöld til kl. 1. ■ NÆTURGALINN: Hljómsveitin Hafrót leikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Frítt inn til miðnættis bæði kvöldin. Húsið opnar kl. 22. ■ ORMURINN, Egilsstöðum: Útgáfu- partí Plús-frétta fóstudagskvöld. Um kvöldið verður tískusýning, Guðgeir blúsari, léttar veitingar í boði o.fl. „Beach“-partí í tilefni af sýningu myndarinnar The Beach laugardag- skvöld. Kokkteill fylgir aðgangseyri. ■ OZIO: Fyrir nokkrum árum var þáttur á útvarpsstöðinni FM957 sem hét Áttatíu og eitthvað. FM957 ætlar að minnast þessa þáttar á fóstudag- skvöld kl. 22 með léttum veitingum í boði hússins. Dj. Heiðar Austmann sér um tónlistina og heyrst hefur að gömlu stjómendur þáttarins Áttatíu og eitthvað ætli að mæta á staðinn og rifja upp gamlar Travolta-stellingar og jafnvel taka í spilarana. Boðsmiða er aðeins hægt að nálgast á FM957 í síma eða á 957@fm is. Aldurstakmark er 22, ár. ■ PÉTURSPÖBB: Rúnar Þór og Jón Ólafsson leika föstudags- og laugar- dagskvöld. Boltinn í beinni og stór á 350 kr. ■ RIDDARINN, Engihjalla 8, Kópa- vogi: Karókíkvöld í umsjón Jaffa- systra laugardagskvöld. ■ SJALLINN, Akureyri: Hljómsveit- in írafár leikur laugardagskvöld. ■ SJALLINN, ísafirði: Hljómsveitin 8-villt leikur fyrir dansi fóstudag- skvöld. ■ SKUGGABARINN: Nökkvi og Áki sjá um tónlistina fóstudags- og laugar- dagskvöld. Húsið opnað kl. 23. 22 ára aldurstakmark. Aðgangseyrir 500 kr. eftir kl. 24. Rautt og hvítt í boði til kl. 1 fostudagskvöld. ■ SPORTKAFFI: Þór Bæring leikur föstudags- og laugardagskvöld. ■ SPOTLIGHT: Gay-kvöld fimmtu- dagskvöld. Dj. Guðni leikur alla nótt- ina og fram eftir morgni. Þemakvöld föstudags- og laugardagskvöld. ■ VARÐSKIPIÐ THOR, Hafnar- fjarðarhöfn: Heiðursmenn og Kol- brún leika fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. ■ VIÐ POLLINN, Akureyri: Dúett- inn Steini og Dúi skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. Vinirnir eru ekki ofdekraðir LEIKARINN David Schwimmer er ekki sáttur við að fjölmiðlar haldi því fram að hann og vinir hans í sjónvarpsþáttunum Friends séu gráðugir. Hann hringdi inn í útvarpsþátt í London í gær en í þættinum var verið að tala um að leikarahóp- urinn krefðist þess að fá 71 milljón króna fyrir hvern þátt. Schwimmer er í London þessa dagana við upptökur á kvikmyndinni Band of Brothers og lét ekki bjóða sér og sínum að vera kallaðir fégráðugir. „Þegar ég heyri tölur sem þessar verð ég sold- ið reiður," sagði hann. „Slíkar fréttir segja ekk- ert um leikarana. Fólk hefur fengið þá flugu í hausinn að við séum hópur spilltra, ofdekraðra leikara sem krefjist fáránlegra upphæða. Þetta er allt saman ósatt." Talsmaður útvarpsstöðvarinnar London Live sagði að þáttastjórnendurnir hefðu í fyrstu haidið að hér væri gabb á ferð og maðurinn í símanum væri alls ekki Schwimmer. „Hann hringdi úr bfl á leið í vinnuna eftir að Reuters Fjórir vinanna, Matthew Perry, Lisa Kudrow, Jennifer Aniston ogDavid Schwimmer. hafa hlustað á þáttinn," sagði talsmaðurinn. „Eins og gefur að skilja trúðum við því ekki í fyrstu að þetta væri hann.“ En anuað kom á daginn. MYNDBOND Fortíðarógn Hættuleg leyndarmál (Dai-k Secrets) D ram a ★ Leikstjórar: Murray Battle. Hand- rit: Tony Johnston. Aðalhlutverk: Daniel Baldwin, Dean Stockwell, John Neville, Leslie Hope. (90 mín) Bandaríkin. Myndform, 1999. Myndin er bönnuð innan 16 ára. ______________ PAUL Preedy er hamingjusamur fjölskyldufaðir sem verður fyrir þeirri hrikalegu lífsreynslu að yngri sonur hans drukknar. Ári eftir þenn- an hörmulega atburð er Preedy allt annar maður, hann hefur ekki áhuga á neinu, er skilinn við konuna sína og nær ekki til eldri sonar síns. Dag einn fær hann boð- skort um að skóla- félagar hans ætli að hittast í gamla skólanum sínum. Preedy fer með son sinn þangað en,- þessir endurfundir verða ekki alveg - það sem hann hafði í huga, því að að- eins þrír menn mæta og á einhvern hátt tengjast þeir atburðum sem áttu sér stað í skólanum fyrir löngu. Mynd þessi er uppfull af órökrétt- um atriðum og fléttan sjálf er út í hött. Daniel Baldwin er ágætur leik- ari eins og þættirnir „Homicide: Life on the Streets" era vitni um, en hann nær aldrei að gera neitt við hlutverkið sitt nema vera sviplaus og óáhugaverður. Stockwell er í hinu klisjulega hlutverki löggunnar ser^ grunar allt og alia en þó á hann ágætis spretti, sérstaklega undir lokin. Ottó Geir Borg Fúla hetjan ámóti Hætta í háloftunum (Sonic Impact) Spennumynd Leikstjóri: Rodney McDonald. AðaFf - hlutverk: James Russo, Ice-T, Mel Harris. (91 mín.) Bandaríkin 1999. Háskólabió. Bönnuð innan 16 ára. HARÐUR FBI-nagli kófestfr ill- skeyttan glæpon sem hann hefur elst við lengi. Þetta er stórhættu- legur maður sem ekki má hafa augun af eitt augnablik og því lýst FBI-manni ekkert á blikuna þegar hann fær ekki að fylgja bráðinni alla leið í steininn. Það kemur líka á daginn að illmenn- ið nær farþega- flugvél, sem á að flytja hann í fang5'" elsið, á sitt vald. Þá er kallaður til vinur okkar hinn hugaði FBI-maður. Þegar farið er fínt í að tala um stælingar eiga menn til að nota orðasambandið að „sverja sig í ætt við“ eitthvað. Þvi hefur verið sleg- ið upp að þessi mynd „sverji sig í ætt við“ myndir á borð við „Con Air“ og „Air Force One“ en hún er náttúrlega ekkert annað en hrein og bein stæling. James Russo er í Bruce Willis-hlutverkinu og leysiýy það ekki betur af hendi en svo ao " það hreinlega lekur af honum fýl- an. Hann er reyndar svo grautfúll að maður fer ósjálfrátt að halda með vondu körlunum sem eru mun skemmtilegri. Hér er kannski ekki allt í steik; hasarinn verður t.d. ágætur í uppgjöri myndarinnar. CJ. Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.