Morgunblaðið - 13.04.2000, Side 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF6691181, PÓSTHÓLF3M0,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK.
Millilandaflug ótruflað
. eftir frestun verkfalls
SAMKOMULAG tókst í gærkvöldi í
kjaradeilu flugvirkja og Flugleiða og
var frestað verkfalli sem koma átti til
framkvæmda kl. 11 í dag. Skrifað var
undir nýjan samning laust fyrir
klukkan 22. Ekki verða því truflanir
á millilandaflugi Flugleiða.
Emil Eyjólfsson, formaður samn-
inganefndar Flugvirkjafélags ís-
lands, sagði eftir 32 tíma samninga-
Slys við
Vatnsfell
^INNUSLYS varð við Vatnsfells-
virkjun í gær, þegar starfsmaður
klemmdist á milli steypusílós og
veggjar. Pyrla Landhelgisgæslunn-
ar, TF SIF, kom með manninn til
Reykjavíkur skömmu fyrir mið-
nætti. Maðurinn mun hafa hlotið inn-
vortis meiðsl, sem þó voru ekki talin
jafn alvarleg og óttast var í fyrstu,
samkvæmt upplýsingum frá stjóm-
stöð Landhelgisgæslunnar.
fund hjá ríkissáttasemjara að
samninganefndin væri sátt við það
sem náðst hefði fram en hann vildi
ekki ræða efnisatriði. Stefnt er að fé-
lagsfundi hjá flugvirkjum á mánu-
dag og atkvæðagreiðslu um samn-
ingana á þriðjudag.
Laust fyrir kl. 18 í gær lágu öll
meginatriði samkomulagsins fyrir
og var ákveðið að fresta verkfalli
þótt ekki væri búið að skrifa undir
samning. Var það gert til að ekki
yrði röskun á flugi sem ella hefði orð-
ið. Fram eftir kvöldi var unnið við
frágang á texta nýja kjarasamnings-
ins sem gilda á frá 1. apríl til 15. sept-
ember 2003.
„Það hefur náðst samkomulag um
öll meginatriði. Þetta er þriggja ára
samningur og það er mjög mikilvægt
að fá þann góða frið því fyrirtækið
hefur verið í mjög mikilli uppbygg-
ingu,“ sagði Einar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, í gær.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
SA, sagði í samtali í gærkvöldi að
varðandi öll almenn atriði tæki
flugvirkjasamningurinn mjög mið af
samningi Flóabandalagsins, bæði
hvað varðar almennar launabreyt-
ingar og samningstíma. „En samn-
ingurinn tekur líka mið af því að
þetta er samningur fyrir hönd
ákveðins fyrirtækis og þar er auð-
vitað verið að taka á málum sem eru
nær því að vera vinustaðasamning-
ur. Það hefur tekist að ná niðurstöðu
um breytingar á ýmsu sem lýtur að
stjórnunarlegum þáttum í fyrirtæk-
inu, meiri sveigjanleika varðandi
vaktir og vinnutíma almennt sem
skilar báðum aðilum ávinningi." Ari
sagðist ekki geta borið samninginn
saman við samning flugvirkja við Is-
landsflug en sagði þennan samning
hafa annars vegar byggst á almennri
stefnumörkun SA í allri samninga-
gerð og hins vegar á hagsmunum og
aðstæðum innan Flugleiða.
Flugvirkjar hjá Flugfélagi íslands
hafa boðað verkfall frá og með næst-
komandi mánudegi. Fundur verður
haldinn í deilunni kl. 15 í dag.
■ Verkfalli/4
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Ujálmar Ágústsson, starfsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi,
undirbýr losun úr einum mjólkurbílnum í gær. Brugðist var við yfir-
vofandi verkfalli með því að láta alla mjólkurbíla búsins fara tvær ferðir
og sækja mjólk á alla bæi.
Morgunblaðið/Ásdís
Sálumessa sungin
' TtRISTJÁN Jóhannsson tenór-
söngvari syngur Sálumessu Gius-
eppes Verdis við undirleik Sin-
fóníuhijómsveitar íslands á
Páskatónleikum í Háskólabíói á
morgun og laugardag. Þrír er-
lendir einsöngvarar koma einnig
fram á tónleikunum, auk Kórs Is-
lensku óperunnar. Kristján sést
hér á æfingu í gærdag en þetta
er í fyrsta sinn sem hann syngur
Sálumessuna hér á landi.
Verkfall VMSÍ hófst á miðnætti en áhrif talin lítil
Líkur voru taldar
á samningi í nótt
ALLAR líkur voru taldar á að
samningar næðust í deilu atvinnu-
rekenda og aðildarfélaga VMSÍ á
sáttafundi sem stóð í húsakynnum
ríkissáttasemjara þegar Morgun-
blaðið fór í prentun. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins lá þá
fyrir samkomulag um öll meginat-
riði. Verkfall hófst á miðnætti en
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, sagðist
seint í gærkvöldi gera sér vonir um
að samningar tækjust fyrir upphaf
vinnudags í dag. „Ég geri ráð fyrir
að samningur liggi fyrir við upphaf
vinnudags og verkfalli verði frestað
fram yfir afgreiðslu samningsins,“
sagði Hervar Gunnarsson, varafor-
seti VMSÍ, við Morgunblaðið um
klukkan 23 í gærkvöldi.
Betri ákvæði
um ýmis sérmál
Þá lá fyrir, samkvæmt upplýsing-
um blaðsins, samkomulag um öll
önnur mál en launalið og gildistíma.
Aðalsteinn Baldursson, formaður
Alþýðusambands Norðurlands,
kvaðst helst vilja hafa gildistímann
til áramóta 2003 en í samningum
Flóabandalagsins og flugvirkja er
samið til 15. september 2003. Aðal-
steinn sagði að tekist hefði að ná
fram ýmsum sérmálum sem væru
betri en í samningi félaganna innan
Flóabandalagsins, svo sem fyrir
starfsfólk í sláturhúsum, tækja-
stjóra og fleiri.
„Við erum að ná inn þó nokkuð
mörgum atriðum eins og til dæmis
veikindarétti á dagvinnulaunum
ásamt bónus og álagsgreiðslum,
sem skipta miklu máli fyrir fisk-
vinnslufólkið," sagði Aðalsteinn.
„Við semjum hér um hækkun á
slysatryggingarkaflanum okkar um
20%, náum einum orlofsdegi til við-
bótar og hækkun á orlofsprósent-
unni og við náðum samningum um
að 2% hærra lífeyrisgjald fari í sér-
sjóð en hjá okkur má velja hvort
hækkunin fer í sérsjóð eða sameign
og er það hentugt fyrir eldra fólkið
sem getur frekar nýtt þennan
sparnað í sameign."
Þá var samið um hækkun á laun-
um rútubílstjóra og sagði Aðal-
steinn að laun þeirra með lengstan
starfsaldur myndu hækka úr 82
þúsundum í 100 þúsund og náð væri
inn bókun um fleiri námskeið fyrir
fiskvinnslufólk en það gæti gefið
launahækkun.
Formenn VSMÍ voru kallaðir í
Karphúsið síðdegis í gær og var þar
samþykkt að samninganefndin
myndi leggja alla áherslu á að ljúka
samningum án þess að til verkfalls
kæmi og bera þá undir félagsfundi
sem fyrst.
Deilt um einstaka
launataxta
Hervar Gunnarsson sagði að sér
sýndist á öllu að samningar næðust
þegar liði á nóttina „Það eru að vísu
ennþá deilur um einstaka launa-
taxta en ég geri ráð fyrir að það
takist og samningur liggi fyrir við
upphaf vinnudags og verkfalli verði
frestað yfir afgreiðslu samnings-
ins.“
Ari Edwald sagði við Morgun-
blaðið á ellefta tímanum í gær að
viðræður væru á lokaspretti þótt
ekki sæist á þeirri stundu fyrir end-
ann á samningsgerðinni. Niður-
staða væri ekki fengin en ekki væri
margt eftir og spurningar um
lokaákvarðanir gengju milli aðila.
Aukin framlög til rannsókna
VILHJÁLMUR Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarráðs ís-
iands, sagði á ársfundi RANNÍS í
gær að áætlað væri að framlög til
rannsókna næmu nú um 12 til 13
milljörðum króna á ári hér á landi
og að allt að 2500 ársverk væru
unnin við rannsóknir.
„Framlög til rannsókna hafa
vaxið ár frá ári um 11-12% að með-
altali síðustu 15 ár og ekki virðist
lát þar á. Við erum óðum að líkjast
grannþjóðum okkar í þessum efn-
um og sækjum í raun hraðar fram
en flestar OECD þjóðir." Sagði
Vilhjálmur ennfremur að líklega
hefði hlutur rannsókna náð meðal-
tali OECD þjóða eða um 2% af
þjóðarframleiðslu.
„Atvinnulífið og vöxtur háskóla-
geirans eiga þar mestan hlut að
máli. En á hinn bóginn hafa rann-
sóknastofnanir hins opinbera utan
háskólageirans í heild að mestu
staðið í stað og vikið hlutfallslega
að mikilvægi. Sérstaklega hafa
stofnanir á vegum iðnaðar-
ráðuneytisins og landbúnaðarráð-
uneytisins veikst við að dregið hef-
ur úr fjárveitingum til þeirra en
stofnanir á vegum sjávarútvegs-
og umhverfisráðuneytisins haldið
hlut sfnum eða eflst,“ sagði Vil-
hjálmur.
■ Verðmæti/12