Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 9 FRÉTTIR Unnið verður að vegagerð á fjórum stöðum á þjóðvegin- um milli Hólmavrkur og Isafjarðar í sumar V egabætur fyrir um 200 milljónir í ár UNNIÐ verður í sumar við vega- bætur á fjórum stöðum á þjóðvegi 61 milli Hólmavíkur og Isafjarðar. Verður varið um 200 milljónum króna til þeirra. Lagt verður bundið slitlag á 3,3 km kafla rétt norðan Hólmavíkur, á 6 km kafla í Staðar- dal, 16 km kafli á veginum austan Isafjarðar verður byggður upp og lagt bundið slitlag á um helming hans og sömuleiðis 4,4 km kafli við utanverðan Mjóafjörð að vestan- verðu. Verður lagt bundið slitlag á um 20 km í sumar. Verktakafyrirtækið Myllan ehf. á Egilsstöðum átti lægsta tilboð í efn- isvinnslu fyi-ir verkin og fyrirtækið sér einnig um vegagerðina bæði í Isaflrði sem er að hefjast um þessar mundir og í Mjóafirði en fram- kvæmdir hófust í fyrra og á að ljúka í júlí. Kaflinn sem byggður verður upp í Isafirði tekur við þar sem bundið slitlag endar skammt innan við Arn- gerðareyri og nær inn í fjarðarbotn- inn og örlítið út með firðinum að norðan. Smíða þarf tvær nýjar brýr, yfir Isafjarðará og Múlaá, og verða þær tvíbreiðar. Gert er ráð fyrir að þessum framkvæmdum ljúki eigi síð- ar en árið 2002. Þá verður unnt að aka á bundnu slitlagi frá Hólmavík, yfir Steingrímsfjarðarheiði og fyrir botn Isafjarðar. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Eiríkssyni, umdæmisverkfræðingi Vegagerðarinnar á ísafirði, er ráð- gert að framtíðarvegurinn liggi út Isafjörð, fyrir Reykjafjörð og Vatns- fjörð og inn í Mjóafjörð. Ekki sé ætl- unin að byggja framtíðarveg um Eyrarfjall, hann liggi í um 360 m hæð og hin leiðin því snjóléttari. í stað þess að fara síðan fyrir allan Mjóafjörð er ráðgert að brúa fjörð- inn um Hrútey sem er utarlega í firð- inum. Slík framkvæmd verður að fara í umhverfismat og segir Gísli það í undirbúningi. Verði þessi leið valin verður vegalengdin milh Hólmavíkur og ísafjarðar áfram um 224 km eins og þegar farið er yfir Eyrarfjall. Á næstu árum verður síð- an einnig haldið áfram við varanlega vegagerð um Skötufjörð og Hest- fjörð. „ Morgunblaðið/jt Unnið er við vegagerð í Isaíjarðardjúpi í sumar og verður m.a. lengdur kafli með bundnu slitlagi utarlega í Mjóafirði. Morgunblaðið/jt Vegir í Isafjarðardjúpi fara batnandi með hverjum kílómetranum sem lagður er bundnu slitlagi og holum á vegum fer fækkandi. Vegalengdin milli ísafjarðar og Hólmavíkur er 224 km og eru 116 km lagðir bundnu slitlagi sem er 51,7% leiðarinnar. I ár er síðan ráðgert að slitlagskaflinn lengist um 20 km. 10 tíma stím á vinnustaðinn Unnar Elísson, framkvæmda- stjóri Myllunnar, segir að 15 til 20 manns verði á vegum fyrirtækisins við verkefnin í sumar en verið er að koma upp aðstöðu við Múla í ísafirði. Unnið er 10 daga í senn og þá tekin löng fríhelgi. Segir Unnar að flestir starfsmenn séu frá Egilsstöðum og nágrenni og sé um 10 tíma akstur þaðan og í Djúpið. Unnar sagði að leitað hefði verið eftir að leigja Fagranesið og hafa það við lægi ná- lægt Arngerðareyri sem vinnubúðir og verkstæði en það hefði strandað á háum tryggingagjöldum. Njálu- handrit til Fiske- safnsins HANDRIT Njálu sem verður á sýningu í Library of Congress eða bókasafni Bandaríkjaþings í Washington verður að henni lokinni einnig lánað til Cornell- háskóla. Var það samþykkt af ríkisstjórninni á mánudag. Vésteinn Olason, forstöðu- maður Stofnunar Ái-na Magn- ússonar, sagði að um væri að ræða svonefnda Oddabók, eitt miðaldahandrita Njálu, og væri það frá 15. öld. Handritið fer á sýningu sem hefst í lok maí í Washington og í ágúst verður síðan opnuð sýning í Fiske- safninu við Cornell-háskóla. Vésteinn segir að gerðar séu kröfur til ýtrustu öryggisráð- stafana þegar handrit eru lánuð úr landi og fer maður með og sér til þess að þeim sé komið fyrir á sýningarstað í samræmi við kröfur. Stjórn Ámastofnun- ar þarf að samþykkja lán sem þessi og leitar menntamálaráð- herra einnig samþykkis ríkis- stjórnarinnar. Kjarasamningur RSÍ og SA samþykktur MEIRIHLUTI rafiðnaðarmanna hefur samþykkt nýjan kjarasamning Rafiðnaðarsambands íslands og Samtaka atvinnulífsins, en af þeim 470 sem tóku þátt í atkvæðagreiðsl- unni greiddu 356 eða 76% atkvæði með samningnum en 107 eða 23% á móti. Alls voru 1.826 á kjörskrá og var kosningaþátttakan því 25,8%. Guðmundur Gunnarsson, formað- ur RSÍ, segir að vitanlega hefði þátt- taka mátt vera meiri, en rneiri þátt- taka hefði líklega orðið til þess að samningurinn hefði verið samþykkt- ur með enn afgerandi hætti. „Gott atvinnuástand og góð kjara- leg staða gerh’ menn kærulausari um hvað samninganefnd er að sýsla við,“ sagði Guðmundur. „Af reynsl- unni vitum við að óánægðir rafiðnað- armenn láta í sér heyra, enda hvetj- um við þá eindregið til þess. Með þessum samningi náðust fram öll meginatriðin sem við lögðum af stað með. Meðaldagvinnumánaðarlaun þein-a sem eru á þessum kjarasamn- ing eru um 165.000 krónur og meðal- heildarmánaðarlaun eru um 270.000 krónur. Meðalvinnutími er rétt undir 50 klukkustundir á viku. Síðan 1991 hafa lágmarks dagvinnulaun rafið- naðarmanna hækkað um tæp 90%. í hinum nýja kjarasamning eru lág- marks dagvinnulaun tæknifólks 99.366 krónur og laun starfsþjálfun- arnema eru 90.000 krónur. Lág- marks dagvinnulaun rafiðnaðar- manna með sveinspróf eða sambærilega menntun er kr. 117.861 og lágmarks dagvinnulaun í stærri framkvæmdum eru 145.000 krónur.“ Eitthvað fallegt fyrir sumardaginn fyrsta ENGLABORNIN Laugavegi 56 liiiiberkndð^ Falleg tvískipt sumardress, blússur, pils JJjÁp, Frábært verð - Sérhönnun - St. 42-56 /opn Vl^Áifhí sérverslun - Fataprýði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347. HánA. (épiyði VII/ Álfhe Ný sending - Full búð af frábærum dömufatnaði - Sérhönnun - St. 42-56 sérverslun - Fataprýði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347. } AUGUST SILK f C ^ j. ' á Islandi Qýty HeiCdsoCuverð á 100% siC^i í dag, SíðumúCa 35, 2. hceð, fyC. 17-20. Peysnsett peysur, náttsett sCoppar. Fyrir páskafríið Ferðafatnaður — sparifatnaður tddOýQafithiUi >— Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. GRILLMARKAÐUR - Eitt mesta úrval landsins af gasgrillum á góöu veröi Char-Broil | Tegund 463-2012 | Komdu og skoðaðu nýja kynslóð gasgrilla - árgerð 2000. EIGUM VARAHLUTI 0G VIÐHALDSVÖRUR FYRIR GASGRILL. GRILLÁHÖLD í ÚRVALI. Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500. Opið virka daga 8-18 og laugard. 10-14 Eddu TÍSKU VERSLUN S. 55' Opið mán. - fös. frá kl. 10 tjarlind 6 >547030.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.