Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Styrkir veittir úr Menningarsjóði Sjóvár-Almennra í þriðja sinn Hæsti styrkur- inn vegna rann- sókna á íslensk- um tónlistararfi STYRKVEITING Menningarsjóðs Sjóvár-Almennra, a-hluta, fyrir árið 2000 fór fram í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur, í gær. Til úthlutunar voru 2.250.000 króna. Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðn- um en alls bárust 179 umsóknir, sem er 40% aukning frá árinu á undan. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut Bjarki Sveinbjörnsson tónlist- arfræðingur, kr. 500.000, vegna verkefnis sem veit að rannsókn og skráningu á íslenskum tónlistararfi. Hér er á ferð mjög umfangsmikið verkefni sem Bjarki vinnur í sam- vinnu við ýmsa aðra fagaðila. Um er að ræða könnun á öllum handritum í handritadeild Landsbókasafns Is- lands-Háskólabókasafns sem Ifldeg eru til þess að varðveita nótur, ljós- myndun þeirra, umritnn yfir i nú- tima nótnasetningu, innsetningu texta, hljóðritun laganna sunginna og gerð gagnagrunns. Þessi athug- un spannar tímabilið frá 1100 og til 1800 og mun ef að líkum lætur leiða í tjós að íslenskur tónlistararfur er mun auðugri en menn hafa lengst- um haldið. Bjarki kvaðst í samtali við Morg- unblaðið afar ánægður með styrk- inn. Hann myndi gera honum kleift að ráða til sin aðstoðarmenn en um t.ímafreka vinnu er að ræða. Stefnt er að því að ljúka verkefninu á ár- inu, opna gagnagrunn á Netinu, þar sem tónlistarunnendur geta nálgast allar upplýsingar um viðkomandi lög og hlýtt á þau flutt. Lögin skipta hundruðum en Bjarki er eigi að síður sannfærður um að mun meira sé til frá þessum tíma annars staðar en á handrita- deildinni. Segist hann reiðubúinn að leggjast í frekari rannsóknir veitist til þess aðstaða. Brautryðjandastarf í Skálholti Aðrir styrkþegar hlutu allir 250.000 kr. styrk. Á sviði tónlistar: Helga Ingólfs- dóttir vegna Sumartónleika í Skál- holtskirkju. I ár verður 25 ára af- mælishátið þessarar elstu og ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 570 4500, FAX 570 4505 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/ Gnoðarvogur m. bílskúr Góð 98 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð (efstu) í fjórbýli ásamt 32 fm bílskúr. Góð stofa og 3 svefnherb. Stór- ar svalir. Sérþvottahús. Verð 11,6 millj. Flyðrugrandi Nýkomin í sölu mjög góð 71 fm íbúð á 3. hæð á þessum eftirsótta stað. Stofa og 2 herb. Stórar vest- ursvalir. Þvottahús á hæð. Verð 9.650 þús. % %* « Morgunblaðið/Jim Smart stærstu sumartónlistarhátiðar landsins. Á hátíðinni hefur verið unnið brautryðjandastarf á mörg- um sviðum, má þar nefna flutning barokktónlistar á hljóðfæri í stfl þess tíma sem og nýsköpun kirkju- legra verka sem byggjast á fomu tónefni. Á sviði myndlistar: Guðrún Þóris- dóttir/Garún vegna starfa við myndlist á Ólafsfirði. Guðrún hlýtur þennan styrk sem fulltrúi allra þeirra listamanna sem starfa oft við erfið skilyrði á landsbyggðinni og líta á það sem hlutverk sitt að veita ferskum vindum menningar og lista til samfélags síns. Á sviði kvikmynda: Ragna Sara Jónsdóttir, Margrét Sara Guðjóns- dóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir vegna gerðar kvikmyndarinnar „Orsögur í Reykjavík" sem er byggð á þremur stuttum dansmynd- um. Höfundar byggja dansa sína á upplifun sinni á Reykjavík og menn- ingu hennar nú þegar Reykjavík er FRESTUR til að skila inn handritum til Bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness rennur út 1. maí nk. Verð- launin verða veitt í fjórða sinn í haust að undangenginni árlegri samkeppni. Verðlaunin, sem nema 500.000 krón- um, eru veitt fyrir nýja og áður óbirta íslenska skáldsögu eða safn smá- sagna. Samkeppnin er öllum opin og mun bókin, sem verðlaunin hlýtur, koma út hjá Vöku-Helgafelli sama dag og þau verða afhent nú í haust. Handrit skal senda til Vöku- ein af menningarborgum Evrópu og fengu til liðs við sig unga listamenn úr öðrum greinum svo sem kvik- myndun og tónlist auk dansara úr ýmsum áttum. „Örsögur f Reykja- vík“ verður sýnd á Stöð 2 á morgun, skirdag, kl. 18.10. Á sviði bókmennta: Þórunn Sig- urðardóttir til að gefa út um 50 erfi- og harmhljóð frá 17. og 18. öld. Um er að ræða bókmenntagrein sem var ipjög vinsæl á sínum túna en hefur lítið verið sinnt af fræðimönn- um nú á dögum. I umsókn styrk- þega segir að erfiljóð og harmljóð séu stór hluti af bókmenntaarfi ald- anna eftir siðaskipti og þurfi að vera sýnileg rétt eins og aðrar bók- menntagreinar til þess að sem heil- stæðust mynd fáist af íslenskri bók- menntasögu. Saga Hringsins Á sviði sagnfræði: Kvenfélagið Hringurinn vegna ritunar starfs- sögu félagsins í 95 ár. Saga Hrings- Helgafells, Síðumúla 6, 108 Reykja- vík, merkt Bókmenntaverðlaun Hall- dórs Laxness. Handritin eiga að vera merkt dulnefni en rétt nafn fylgi með í lokuðu umslagi. Samkeppnin um Bókmenntaverð- laun Halldórs Laxness er öllum opin hvort sem þátttakendur hafa áður sent frá sér bækur eða ekki. Að sam- keppni lokinni geta þátttakendur vitjað verka sinna hjá Vöku-Helga- felli en stefnt er að því að dómnefnd ljúki störfum í byrjun júní. ins er aldarfrásögn af menningu og líknarstarfi kvenna í Reykjavík, þ.m.t. leikstarfsemi fyrsta aldar- fjórðunginn. Sagan er hluti af óskráðri sögu kvenna í Reykjavík frá upphafi 20. aldar og fram á okk- ar dag. Björg Einarsdóttir rithöf- undur skráir sögu félagsins. Á sviði skólamála: Nora Kornblu- eh vegna þróunar námsefnis fyrir Iesblinda nemendur á Islandi. Um er að ræða frumvinnu við þróun ís- lensks námsefnis að erlendri fyrir- mynd en þær aðferðir sem um er að ræða hafa reynst mjög áhrifaríkar víða um heim. I umsókn styrkþega segir: „Það þarf ekki að koma á óvart að ungir lesblindir nemendur standa sig illa í námi þar sem engin áreiðanleg og viðeigandi aðferða- fæði er til staðar hér á landi. Slíkt efni er þó til erlendis en það hefur ekki enn verið lagað að íslensku. Það eru sjálfsögð mannréttindi hvers einstaklings að fá að njóta kennslu við sitt hæfi en hvað það varðar erum við því miður enn að bregðast lesblindum nemendum á íslandi." Á sviði íþrótta: Martha Ernsts- dóttir til undirbúnings fyrir Ólymp- íuleikana í Sydney. Martha er af- rekskona sem æft hefur iþróttir í tvo áratugi og margsinnis keppt fyrir Islands hönd á stórmótum. Eft- ir að hafa gert hlé á æfingum og keppni, m.a. vegna bameigna, keppir Martha nú að því að komast aftur í fremstu röð. Engin fslensk kona hefur fram að þessu keppt í langhlaupum á Ólympíuleikunum. Að úthlutun lokinni fluttu Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari nokkur lög og aríur. Sjóvá-Almennar eru einn af Mátt- arstólpum menningarborgarinnar. Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.