Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KARL KRISTINN
KRISTJÁNSSON
^nála, jafnvel fyrir ókunnuga, að
Kalli var mættur á staðinn. Hann
átti gott með að tjá sig, var rökfastur
og hafði ákaflega gaman af því að
rökræða. Hann gat rökrætt nánast
við hvem sem var um hvað sem var.
Alls staðar var hann vel heima og
alltaf var hann fljótur að mynda sér
skoðanir á hlutunum. Þetta fannst
okkur skólasystkinunum benda til
þess að hann gæti orðið góður
stjórnmálamaður er fram liðu stund-
ir.
Hver veit hvað gerst hefði hefði
j^þið ótímabæra kall ekki borist.
Kæri vinur, með söknuði minn-
umst við þín, þú munt aldrei hverfa
úr hugskoti okkar. Guð styrki þína
nánustu.
Áslaug, Gauti og Guðni.
Áhvítumvængjum
kom vorið iirn um gluggann
réttiþérhönd
og hvíslaði:
Komdu með mér
í ferð um ódáinslendur
þar sem gullnar rósirvaxa
íhveijuspori
svo hverfum við saman í sólarlagið.
»-•> (Þórdís Guðjónsdóttir.)
Vorið hefur hikað á leið sinni.
Gróðurinn bíður um sinn með að
vakna af vetrardvalanum. Fuglarnir
sem voru byrjaðir að syngja sitja
hnípnir og hljóðir. í dag er kveðju-
stund.
Hörmulegt slys verður, eitt
augnablik. Ljúfur og góður drengur
er allt í einu horfinn af sjónarsvið-
inu. Hann Kalli Kristjáns.
Ég minnist sex ára gutta sem
mætti stoltur með nýju skólatösk-
tana sína í hópi jafnaldra tilbúinn að
hefja námið. Feiminn í fyrstu en
ávallt glaður. Prakkarasvipur sem
boðaði þó aldrei neitt slæmt. Brosið
var sjaldan langt undan. Ég fylgdist
með honum í hópnum í Brekkubæj-
arskóla, vaxa og þroska þá eigin-
leika sem gerðu hann einstakan.
Leiðir okkar Kalla lágu síðar sam-
an í gegnum Sundfélagið. Hann var
mikill keppnismaður og lagði sig all-
an fram þegar hann keppti fyrir fé-
lagið sitt. Ekki bara í lauginni. Lífs-
krafturinn og lífsgleðin skein af
Kalla og þannig var hann góð fyrir-
mynd í hópnum og frábær félagi.
Eftir að hann hætti var gott að leita
til hans þegar vantaði í hópinn, það
^rerði hann með glöðu gleði.
Kalli var einstaklega jákvæður og
gerði ekki mál úr hlutunum. Tók
þeim eins og þeir voru og gerði gott
úr öllu. Hann hafði góða nærveru og
var óspar á að láta þá vita sem hon-
um þótti vænt um.
Kalli hafði fundið ástina sína,
Guðrúnu. Bestu vinkonu Kolbrúnar.
Á ný fékk ég að heyra hve frábær
Kalli var. Af allri þeirri umhyggju
og ást sem hann sýndi Guðrúnu og
var eftirtektarverð í augum dóttur
minnar.
Það er komið að leiðarlokum. Vor-
ið hefur kallað Kalla til sín og saman
kanna þau ódáinslendur og nýjar
víddir. í spor Kalla munu vaxa
gullnar rósir minninganna sem hann
^SkiIur eftir. Þær eru dýrmætar í
þeirri miklu sorg sem nú grúfir yfir.
Við Kolbrún Yr þökkum Kalla
samfylgdina sem við héldum að yrði
svo miklu lengri. En hún var ljúf og
góð á meðan hún varði. Megi góður
guð geyma hann og vemda. Næst
þegar við horfum til himins mun
stærsta og bjartasta stjarnan verða
tileinkuð Kalla.
Kæra fjölskylda, Guðrún og aðrir
ástvinir. Við sendum ykkur innileg-
ar samúðarkveðjur og höfum ykkur
í bænum okkar.
^ Ingunn og Kolbrún Yr.
Sártervinaraðsakna
sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna,
svo var þín samfylgd góð.
(Höf. ók.)
l^pMig langar til að minnast Karls
Kristins bekkjarfélaga míns og vinar.
Það er erfitt að trúa því og enn
erfiðara að sætta sig við að hann
Kalli sé dáinn og verði ekki lengur á
meðal okkar. En ef ég horfi á þetta
með augum Kalla, sem alltaf sá
björtu hliðarnar á öllu, er ég þakklát
fyrir að hafa kynnst Kalla og fengið
að njóta návistar hans. Fyrstu kynni
mín af honum voru þegar ég byrjaði í
skóla sex ára gömul og varð þess
láns aðnjótandi að lenda með honum
í bekk. Kalli var alla tíð góður bekkj-
arfélagi og umhyggja hans fyrir ná-
unganum var alveg einstök. Hann
setti mikinn svip á bekkinnn, alltaf
eiturhress og fjörugur, hann efndi
aldrei til illinda og var aldrei dóna-
legur við neinn þótt hann hafi verið
stríðinn mjög.
Það var þó ekki fyrr en í efstu
bekkjunum í Brekkubæjarskóla
sem við urðum perluvinir og var það
m.a. sameiginlegur áhugi okkar á
ræðukeppnum sem gerði það að
verkum. Samstarf okkar gekk alltaf
eins og í sögu og við gátum enda-
laust spjallað um allt milli himins og
jarðar. Oft ræddum við um framtíð-
ina og þær væntingar sem við höfð-
um til hennar. Kom þá einkum fram
hversu vel innrættur Kalli var og
hversu viðhorf hans til lífsins var
fallegt. Eftir grunnskólann lá leið
okkar beggja í Fjölbrautaskólann
og sátum við þar saman nokkra
áfanga og samvinna okkar hélt
áfram í ræðukeppnum og einnig við
rekstur bóksölunnar. Fyrir mér var
Kalli góður vinur með hjarta úr
gulli, alltaf til í að spjalla og hægt að
treysta honum fyrir öllu.
Élsku Kalli, samverustundirnar
með þér eru mér dýrmætar og ég
minnist þín með virðingu og hlýhug.
Guð gefi foreldrum þínum, syst-
kinum og Guðrúnu þinni styrk til að
takast á við þennan mikla missi og
geyma minninguna um þig sem dýr-
mætan fjársjóð.
Þín vinkona,
Maria Nikulásdóttir.
Þótt orð séu lítils megnug og fá-
tækleg á stundu sem þessari langar
okkur fyrrverandi sundfélaga Kalla í
Sundfélagi Akraness að votta honum
virðingu okkar og þakka fyrir góð og
ánægjuleg kynni sem stóðu skemur
en okkur hefði grunað. Er við horf-
um til baka og veltum fyrir okkur
hvað lífið getur verið óvægið og
hverfult koma upp margar minning-
ar um góðan dreng.
Kalli var alltaf hress, líflegur og
bjartsýnn á lífið og tilveruna. Svo
bjartsýnn og líflegur að engum sem í
kringum hann var leyfðist að vera í
fylu eða með eitthvert svartsýnis-
hjal. Glaðværð Kalla reif alla með
sér, hvort sem það var á sundæfing-
um eða utan þeirra. Með hvatningar-
ópum, bröndurum og jákvæðu hug-
arfari hans urðu æfmgamar með
honum að góðri skemmtun. Svona
mann var gott að hafa með sér í Jað-
arsbakkalaug í myrkri, kulda og
kafaldsbil um hávetur.
Kalli var einnig liðtækur í Faxa-
flóasundi sundfélagsins, þar sem
synt er frá Reykjavík upp á Akranes.
Gjaman hittumst við „gömlu kemp-
umar“ við slík tækifæri til að leggja
okkar af mörkum við fjáröflunar-
starf sundfélagsins. í þannig ferðir
þarf menn með bjartsýni, úthald og
viljastyrk, en yfir þeim eiginleikum
bjó Kalli í miklum mæli. Var hann
jafnan manna duglegastur að stappa
stálinu í þá sem ekki vom vanir að
synda í öldum og ísköldum sjó. Þann-
ig var Kalli, alltaf svo jákvæður,
hvetjandi og skemmtilegur.
Eftir um tíu ára vináttu í gegnum
sundfélagið er Kalla nú sárt saknað
úr okkar hópi og ljóst er að stórt
skarð hefur myndast í góðan hóp
fyrrverandi sundfélaga Sundfélags
Ákraness.
Um leið og við vottum foreldmm
hans þeim Kristjáni og Sigrúnu og
systkinum hans þeim Álfhildi og
Sveini alla okkar samúð viljum við
þakka fyrir skemmtilega tíma sem
við áttum með Kalla, hvort sem var í
lauginni eða utan hennar. Fallinn er
frá góður drengur, minning hans
mun lifa og hana munum við varð-
veita um ókomna tíð.
Hvíl þú í friði kæri vinur.
Kallið er komið,
kominernústundin,
vinaskilnaðarviðkvæm stund.
Vinimirkveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margseraðminnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkstþúmeð Guði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þínir vinir úr sundinu,
Garðar Om Þorvarðarson,
Guðmundur Bjömsson,
Hallur Þór Sigurðarson,
Óskar Örn Guðbrandsson.
Elsku Kalli okkar, leiðir okkar
hafa nú skilið, fyrr en nokkur átti
von á. Þú munt alla tíð búa í hjarta
okkar og við vitum að þú munt alla
tíð fylgja okkur.
Þær koma enn á kvöldsins hljóðu stund
og kynda bál í næturhúmi svörtu.
Þær stijúka mér um vanga vinar mund
og verma hjartað, minningamar björtu.
Þær era blómstur yndisstundum frá,
sem ástin gróðursetti í huga mínum.
Þær era myndir mér sem tókst að ná
af munaðarblíða, glaða svipnum þínum.
(H. Th. B)
Elsku Stjáni, Sigrún, Álfhildur,
Sveinn, Guðrún og aðrir aðstandend-
ur, megi Guð styrkja ykkur öll í
þessari miklu sorg.
Þínar æskuvinkonur,
Eyrún og Berglind.
Kæri vinur, þá hefur leiðir okkar
skilið og þú ert kominn á stað þar
sem þín var meiri þörf en hér. Hinn
sári sannleikur er sá að alltaf þurfa
þeir bestu að hverfa frá okkur. Ég
mun ætíð geyma minningu þína í
hjarta mér. Þú ert langbestur.
Þinn vinur,
Elías Jón.
Elsku Kalli.
Allt eins og blómstrið eina
uppvexásléttrigrand
fagurt með með ftjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður filjótt,
lit og blöð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
(H. Pétursson.)
Kallið er komið,
kominernústundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Við vottum foreldrum þínum,
systkinum og öðrum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur og megi
Guð vera með þeim og styðja á erfið-
um tíma.
Hvíl í friði.
Þínar bekkjarsystur,
Thelma, Heba, Þórhildur,
Margrét, Sólrún, Fanný og
Sigríður.
Kveðja frá Fjölbrautaskóla
Vesturlands
Fyrir tæpu ári var vaskur hópur
ungmenna að kveðja skólann sinn.
Stundin var blandin tilhlökkun og
nokkrum trega eins og gjarnan er
um kveðjustundir. Tilhlökkun eftir
því sem beið að náminu loknu, tregi
yfir því að kveðja nú skólasystkinin
og skólann sinn. Saman höfðu þau
sett svip sinn á skólalífið, deilt þar
sætu og súru í leik og starfi. I hópi
nýstúdenta Fjölbrautaskóla Vestur-
lands á Akranesi þetta vor var Karl
Kristinn Kristjánsson. Hann var að
ljúka námi á hagfræðibraut. Áfanga
var náð, gatan virtist greið. I glöð-
um hópi félaga var skólinn kvaddur
og haldið á vit framtíðarinnar. Ófyr-
irséð stormhviða blæs á lífsljósið og
það slokknar. Eftir sitja þeir sem
lifa í hljóðri undran, ekki verður aft-
ur snúið. Sviplegt fráfall ungs
manns minnir á þá skyldu okkar að
takast á við lífið eins og það er, læra
af því, rækta það og flytja áfram.
Minning mín um Kalla er björt. Ég
kynntist honum vel og í skólanum
var hann þekktur fyrir hressileika
sinn, hreinskilni og einlægni. Kalli
lét oft til sín taka í skólalífinu, var
gjarnan foringinn í hópnum og steig
fram fyrir skjöldu þegar á þurfti að
halda. Myndin af Kalla er skýr í
huga okkar hér í skólanum og hana
munum við varðveita og heiðra.
Ég flyt foreldrum og systkinum
Kalla, ættingjum hans og vinum
samúðarkveðjur okkar í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi. Við
vonum að minningin um góðan
dreng megi ásamt hlýjum hugsun-
um okkar allra styðja ykkur og
styrkja.
Þórir Olafsson,
skólameistari.
„Dáinn, horíinn!" - Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfír!
En ég veit, að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgr.)
Það er þyngra en tárum taki að
kveðja ungan, glæsilegan mann,
langt um aldur fram, sem nánast er
nýfarinn að lifa.
Kalli var nemandi minn í Brekku-
bæjarskóla. Hann var yndislegur
strákur, kátur, öruggur með sig, áber-
andi foringjaefni, mikill keppnismaður
og framúrskarandi námsmaður.
Hann var í bekk með frábærum
krökkum og var vinátta þeirra og
samstaða ekki síst jákvæðum pers-
ónuleika hans að þakka. Sorg þeirra
bekkjarfélaga er því mikil og votta
ég þeim öllum mína dýpstu samúð.
Ég fylgist alltaf með „bömunum
mínum“ eftir að þau hætta hjá mér
og var ekkert sem benti til annars en
Kalla biði glæsileg framtíð, búinn að
taka stúdentspróf og ætlaði í fram-
haldsnám næsta vetur.
Þá dynur reiðarslagið yfir, slys
sem ekld gerir boð á undan sér.
Sorg og depurð breiðist yfir bæinn
okkar.
Elsku Sigrún, Stjáni, Álfhildur og
Sveinn og aðrir ættingjar og vinir
Kalla, megi minningin um góðan
dreng hjálpa ykkur að sefa sorgina.
Elsku Kalli minn, þakka þér fyrir
yndisleg kynni.
Kijúptu að fótuijj fríðarboðans
og íljúgðu á vængjura morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgr.)
Hrönn Eggertsdóttir.
Það er sárt til þess að hugsa að
eiga aldrei eftir að hitta hann Kalla
frænda aftur. Fréttir eins og þær
sem okkur bárust mánudaginn fyrir
rúmri viku er erfitt að sætta sig við,
drengur í blóma lífsins hrifinn á
brott á nokkrum sekúndubrotum.
Það eru þó margar góðar minn-
ingar sem við eigum um hann Kalla
og ylja okkur um hjartarætur á erf-
iðum stundum. Kalli var alltaf kátur
og fjörugur og lífgaði mikið upp á
hóp okkar frændsystkinanna þegar
við hittumst. Hann sló alltaf á létta
strengi og var ánægður með lífið og
tilveruna. Síðustu árin vorum við
farin að ná svo vel saman, loksins
þegar aldursmunurinn var farinn að
skipta svo litlu máli en þá er stórt
skarð höggvið í hópinn og við hin
sitjum eftir og veltum fyrir okkur
hvernig svona hlutir geti gerst. Það
virðist sýna sig hvað eftir annað að
þeir deyja ungir sem guðirnir elska.
Elsku Stjáni, Sigrún, Álfhildur,
Sveinn og Guðrún, guð blessi ykkur
í baráttunni við ástvinarmissinn. Við
eigum öll fallegar minningar um
yndislegan dreng.
Þín frænka,
Guðrún Margrét.
Elsku Kalli, af hverju er það satt
að hinir góðu deyja ungir? Ég get
með engu móti sætt mig við þetta og
bíð ennþá eftir því að vakna. Ég var
að horfa á myndbandið sem við tók-
um upp þegar við fórum til Egils-
staða og þú varst þar. Ég trúi því
ekki að þú sért farinn. Sú ferð og all-
ar þær minningar sem ég á um þig
skerpast og verða mér enn kærari.
Þú varst alveg frábær félagi og ég
mun alltaf sakna þín.
Ég óska fjölskyldu þinni styrk til
að takast á við þetta.
Geir Guðjónsson.
Elsku Kalli, hver hefði trúað að
svona ungur og hamingjusamur
strákur væri tekinn frá okkur? Það
er svo margt sem kemur upp í hug-
ann þegar við nú verðum að kveðja
þig. Við eigum svo margar góðar
minningar um þig úr sundinu, skól-
anum og hversdagslífinu. Þú varst
alltaf hress og til í að taka þátt í að
lífga upp á tilveruna. Við áttum
margar góðar stundir saman í sund-
ferðalögum, þar á meðal á Hvamms-
tanga þar sem þú lékst prinsinn í
Öskubusku með svo miklum tilþrif-
um að þú gleymdir skónum. Á gisti-
húsi 101 þar sem þú settist inn í
skáp með þeim afleiðingum að hann
brotnaði og fékkst þú þá tilnefningu
„skápaskelfir“ mótsins. Þegar þið
strákarnir fóruð, sakleysið upp mál-
að, út í sjoppu á sundmótum til að
kaupa banana en komuð til baka
með alla vasa fulla af nammi. Þér
gekk líka vel með að tæma opal-
pakkana hjá okkur í sögutímunum.
Við munum minnast þín fyrir þína
glaðværð, sönglsins og fyrir að vera
alltaf með bros langt út á kinn.
Við sendum Kristjáni, Sigrúnu,
Álfhildi, Sveini, Guðrúnu og öllum
sem eiga um sárt að binda okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð
gefa ykkur styrk í sorg ykkar.Við
þökkum fyrir allar góðu samveru-
stundirnar sem við áttum með þér,
Kalli.
Arna og Ragnheiður.
• Fleirí minningargreinar um Karl
Kristinn Krístjánsson bíða birting-
ar og munu birtast íblaðinu næstu
daga.
t
Ástkær eiginkona min, móðir okkar, dóttir og
systir,
KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Viðarrima 44,
Reykjavík,
er látin. Jarðarförin auglýst síðar.
Pálmar W. Magnússon,
Hólmfríður Hulda,
Sigfríður Arna,
Jóhanna Wíum,
Ingibjörg Anna,
Hólmfríður S. Jakobsdóttir, Þorsteinn S. Jónsson
og systkini.