Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 63 , Safnaðarstarf Helgihald í Digraneskirkju Á SKÍRDAG eru fermingarmessur bæði kl. 11 og 14. Sóknarprestur- inn sr. Gunnar Sigurjónsson fermir en til aðstoðar verða sr. Gunnar Rúnar Matthíasson og sr. Ingimar Ingimarsson. Skírdagur er dagur seinustu kvöldmáltíðarinnar og því tilhlýðilegt að söfnuðurinn komi saman um kvöldið kl. 20:30 til þess að eiga samfélag um borð Guðs. Altarissakramentið verður fram borið með sérbökuðu ósýrðu brauði og bergt af sameiginlegum kaleik. Á föstudeginum langa flytur sóknarpresturinn sr. Gunnar Sig- urjónsson að venju fyrirlestur kl. 14. Fyrirlesturinn fjallar um orð Krists á krossinum „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfírgefið mig“, í tengslum við 22. Davíðs- sálm. Um kvöldið kl. 20:30 er sungin litanía af sóknarprestinum og kór Digraneskirkju. Litanían á að minna okkur á píslardauða og krossfestingu Krists. Einsöng syngur Sigríður Sif Sævarsdóttir. Litaníunni lýkur með því að kirkj- an verður myrkvuð og íhugun þagnarinnar tekur við. Á aðfangadag páska kl. 22 er páskavaka. Upphaflega var heilög kvöldmáltíð (páskamáltíðin) mið- punktur páskavökunnar. Páska- vakan hefst kl. 22 við eldstæði fyr- ir utan Digraneskirkju. Páskahátíðin hefst að morgni páskadags kl. 8 með morgun- messu. Sungin verður hátíðar- messa sr. Bjarna Þorsteinssonar af sóknarprestinum og kór Digra- neskirkju, einsöngur og mikil dýrð. Einsöng syngja Guðrún Lóa Jóns- dóttir, Sigríður Sif Sævarsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason. Altarissakramentið verður fram borið með sérbökuðu ósýrðu brauði. Eftir messu verður morg- unmatur í safnaðarsal og er mælst til þess að safnaðarfólk komi með eitthvað meðlæti með sér. Það þarf ekki að vera mikið sem hver fjöl- skylda færir fram en ef flestir koma með eitthvað verður þetta hin stórkostlegasta máltíð. Hús- móðir kirkjunnar hitar kaffi, te og súkkulaði og heit rúnnstykki þar að auki. Allir eru velkomnir. Skátamessa á Akranesi SKÁTAMESSA verður haldin í Akraneskirkju á morgun, sumar- daginn fyrsta, kl. 11. Hálftíma áður verður lagt af stað í skrúðgöngu til kirkjunnar frá Skátahúsinu við Háholt. Löng hefð er fyrir skáta- messu á þessum degi á Akranesi. Skátar aðstoða við helgihaldið og Svannakórinn syngur. Ávarp eldri skáta flytur Guðbjartur Hannesson skólastjóri. Akurnesingar eru hvattir til þess að fjölmenna bæði í skrúðgöngu og kirkju á þessum degi. Sóknarprestur. Tónlistarfiutn- ingur í Hafnar- fjarðarkirkju SVO SEM endranær verður mjög vandað til tónlistarflutnings í Hafnarfjarðarkirkju í dymbilviku og á páskum. Við gregórska messu á skírdag- skvöldi 20. apríl sem hefst kl. 20.30 mun Inga Bachman syngja ein- söng. Við guðsþjónustu á föstudaginn langa 21. apríl kl. 14 mun Ragn- heiður Linnet messósópran syngja einsöng. Við hátíðarguðsþjónustur kl. 8 og kl. 11 á páskadag 23. apríl mun Gunnar Gunnarsson skólast- jóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leika á flautu. Athugið breyttan tíma. Kór Hafnarfjarðarkirkju leiðir söng í þessum guðsþjónustum og Örn Falkner leikur á orgel. Við kvöldsamkomu á vegum Hafnarfjarðarkirkja Byrgisins kl. 20 á annan í páskum 24. apríl leikur lofgjörðarsveit Byrgisins. Prestar Hafnarfjarðar- kirkju. Helgihald í Bú- staðakirkju bænadaga og páska FJÖLBREYTT helgihald verður í Bústaðakirkju um bænadaga og póska. Miðvikudagskvöldið 19. apr- íl verður uppfærsla á poppassíunni Síðustu dagar Krists. Poppassían var sýnd á Flateyri á sínum tíma og vakti mikla athygli. Ráðgert er að halda tvær sýn- ingar, kl. 20 og kl. 22. Á skírdag verður messa með alt- arisgöngu klukkan 20.30. Ein- söngvari verður Kristín Sigtryggs- dóttir. Á föstudaginn langa verður messa klukkan 14 og þar er ein- söngvari Þórunn Stefánsdóttir. Á páskadagsmorgun verður há- tíðarguðsþjónusta kl. 8. Þar verður flutt verk eftir Þórarin Guðmunds- son við texta Ingibjargar Sigurðar- dóttur. Einnig verða verk í flutn- ingi Bjöllukórs, sóló-trompets og blásarakvatetts. Messað verður í Bláfjöllum kl. 12.30. Þetta er í tíunda skiptið sem messa er ráðgerð í Bláfjöllum en í tvígang hefur orðið messufall vegna veðurs. Nú lítur vel út með aðstæður og víst að fjölmargir muni leggja leið sína að Bláfjalla- skálanum og taka þátt í messunni. Annan dag páska verður ferm- ingarguðsþjónusta kl. 10.30 og er það síðasti fermingarhópurinn á þessu vori í Bústaðakirkju. Helgihald í ísa- fjarðarkirkju FÖSTUDAGINN langa klukkan 10 árdegs hefst lestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar í ísafjarð- arkirkju. ísafjarðarsókn stendur að flutningnum í samvinnu við aðra. Heimildum manna í sókninni ber saman um að ekki hafí þetta verið gert fyrr hér, alla vega ekki síðustu 50 árin, eins og einn orðaði það. Þrátt fyrir að sálmarnir sem slíkir séu nægilegt efni hefur verið brugðið á það ráð að brjóta lestur- inn upp með tónlistaratriðum og eru það nemendur Tónlistarskóla ísafjarðar og Listaskóla Rögnvald- ar Olafssonar sem flytja tónlist við hæfí auk organista kirkjunnar. Einnig verður flutt erindi um Hall- grím og bókmenntalegt gildi sálm- anna. Lesarar koma úr öllum áttum og eru 7 talsins. Sá yngsti er 13 ára og sá elsti 80 ára. Aðrir lesarar spanna svo aldursbilið. Við valið á lesurunum hefur verið reynt að iinna ólíkt fólk, frá menntaskólan- emum til stjórnmálamanna. Samkvæmt dagskrá er reiknað með að flutningurinn taki um 5 klukkustundir með öllu. Allir eru hvattir til að mæta stundarkorn og hlýða á lesturinn að hluta, nú eða í heild. Kærkomin leið til að hugsa um eitthvað allt annað en maður er vanur. Popppassía í Bústaðakirkju í Bústaðakirkju í kvöld verður sýnd hin umdeilda popppassía frá Flateyri. Sýningar verða kl. 20 og 22. Fjölmargir þekktir listamenn koma fram, m.a. Rúnar Júlíusson, Margrét Eir og Hinrik Ólafsson. Miðaverð er 1.000 kr. Helgihald í Hjallakirkju Á SKÍRDAGSKVÖLD kl. 20.30 verður passíustund í Hjallakirkju í Kópavogi. Atburðir skírdag- skvöldsins verða rifjaðir upp, þátt- takendur á stundinni feta í fótspor lærisveina Jesú er þeir áttu samfé- lag við hann við stofnun heilagrar kvöldmáltíðar. Kammerkór Hjalla- kirkju leiðir sálmasönginn. Á föstudaginn langa kl. 20.30 verður stund sem við nefnum Kvöldvöku við krossinn. Þá er leit- ast við að lifa atburði dagsins á myndrænan hátt og minnast dauða Krists með táknrænum hætti. I kórdyrum kirkjunnar verður reist- ur kross sem minnir á krossinn á Golgatahæð. Við hann munu ferm- ingarbörn lesa sjö orð Krists á krossinum. Fólk úr kirkjustarfinu annast lestur píslarsögunnar og kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng. Þátttakendur í kvöldvökunni yfir- gefa kirkjuna myrkvaða. I henni verða ekki tendruð ljós fyrr en á páskadagsmorgun. Þá hefst hátíð- arguðsþjónusta kl. 8 árdegis, sann- kölluð upprisuhátíð. Alda Ingi- bergsdóttir syngur upprisuaríuna úr Messíasi eftir Handel og Jó- hann Stefánsson leikur á trompet. Kór kirkjunnar syngur og leiðir safnaðarsöng. Að guðsþjónustu lokinni er kirkjugestum boðið í morgunkaffí. Fólk er hvatt til að leggja leið sína í Hjallakirkju yfir páskahátíðina. Samvera í Frið- rikskapellu DRENGIR sr. Friðriks munu að venju efna til samveru sumardag- inn fyrsta í Friðrikskapellu að Hlíðarenda Vals, milli kl. 13.15-14. Þar mun einn af drengjunum, Helgi Elíasson, endurflytja eina af hinum innihaldsríku föstuprédik- unum sr. Friðriks og söngvar hans verða sungnir. Eftir þessa sam- veru verður hópurinn ljósmyndað- ur við styttu sr. Friðriks utan við kapelluna. Fjölmennum og fögnum einnig sumri þarna saman. Allir eru velkomnir, einnig stúlkur á öll- um aldri. Biskup ræðu- maður hjá KFUM & K DR. SIGURBJÖRN Einarsson, Pulhíj fh/JMilJl/U/l/j'jf Silfurkristalskrossinn Kr: 8.850.- Gullkross með kristal Kr: 5.950.- Framtíðareign. Komið og sannfærist. Kringlunni - Faxafeni biskup, verður ræðumaður á hátíð- arsamkomu í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg að kvöldi páskadags kl. 20. Sonardóttir Sig- urbjörns, Guðný Einarsdóttir, mun leika hátíðareinleik á píanó og Halla Jónsdóttir, fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar og stjórnarkona KFUK í Reykjavík, mun ávarpa samkomuna og flytja bæn. Stjórn- andi verður Sigurbjörn Þorkels- son, framkvæmdastjóri KFUM & K. Allir velkomnir. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra í dag kl. 13.30. Dúmkirkjan. Samvera fyrir mæður með ung börn kl. 10.30-12 í safnað- arheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Samverustund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulest- ur, samverustund, kaffíveitingar. TTT-starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Jó- hannesarpassían eftir J.S. Bach kl. 20. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Kirkjukvöld kl. 20.30. í fótspor Krists. Krossinn og ljós heilagrar þrenningar. Hver var kveikjan að kórmyndinni? Benedikt G. Gunnarsson, listmál- ari. Kirkjukór Háteigskirkju syng- ur undir stjórn dr. Douglas A. Brotchie, organista. Langholtskirkja. Messa kl. 18. AJt- arisganga. Æðstaprestsbæn Jesú lesin og hugleidd. Prestar sr. Kri- stján Valur Ingólfsson og sr. Jón Helgi Þórarinsson. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Fræðsla: Anton Bjarnason ræðir um hreyfingu og aga barna. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11- 12 ára börn kl. 17-18.15. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. Digraneskirkja. Unglingastarf á vegum KFUM & K og Digra- neskirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Léttur hádegisverður. Kirkjukrakkar 7-9 ára í Engja- skóla kl. 17-18. Æskulýðsstarf fyr- ir unglinga kl. 20-22 í Engjaskóla. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænast- und í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Léttur kvöld- verður að stund lokinni. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Hugleiðing, altaris- ganga, fyrirbænir, léttur málsverð- ur á eftir í Ljósbroti, Strandbergi, kl. 13. Akraneskirkja. Unglingakórinn. Söngæfing í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 17.30. Klctturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Boðunarkirkjan. I kvöld verður 14. hluti námskeiðs um Opinberun- arbók Jóhannesar á sjónvarpsstöð- inni Omega og í beinni útsendingu. Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórð- arson. Efni: Plágurnar sjö. Allir velkomnir í Omega. Ath. þátturinn er endursýndur utan auglýstrar dagskrár. Ffladelfía. Súpa og brauð kl. 18.30. Kennsla kl. 19.30, krakka- klúbbur, unglingafræðsla, kennsla fyrir enskumælandi og biblíulest- ur. Allir hjartanlega velkomnir. ANTIK Eitthvert athyglieverðasta úrval landsins Fornhúsgögn eru fjárfesting til framtíðar Hólshrauni 5, 220 Hafnarfirði, sími 565 5656 Fyrlr aftan Fjarðarkaup - Opið alla helgina - WWW.islantik.CQm Tilvalin fermingargj öf Didriksons Vindgalli léttur og regnlieldur til í bláu og grænu 5.990 kr HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.