Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ 11« [m SAtAZOK Við leigjum/útvegum þér öll þau tæki sem þú þarft til að koma fýrirlestrinum þínum fagmannlega til skila. Einnig sjáum við um uppsetningu og aðstoð, allt eftir þínum þörfum. maus DAVIS stafrænir skjávarpar í úrvali fyrir tölvur, myndbandstæki og DVD myndspilara (Heimabíó) Upplausn: SVCA-XGA Birta: 800-2000 ANSI Lumens Þyngd: 2,25 - 4,5 kg Mimio er fest á venjulega skriftöflu og yfirfærir allt sem skrifað er á töfluna í tölvu sem tengd er við tækið. Þar með er hægt að geyma allt sem skrifað er á töfluna og prenta út í lit /aui seisiiauuáhi Skiávarpastandar með di i ic __» »„ Skjávarpastandar hæðarstillingu og hliðarplötu fyrir tölvu eða myndbandstæki PLUS bókavarpar varpa upp skýrum myndum beint af bókum og Ijósmyndum r Sýningartjöld aföllum stærðum og gerðum fyrir fyrirtæki og heimili HAHíftimíH Barnabílstóll 15-36 kg Kr. 10.900 Ath. Lokað laugordag fyrir póska. Klapparstíg 27, ALLT FYRIR BÖRNIN s. 552 2522. EG Skrifstoftibúnaður ehf. Ármúla 20 sími 533 5900 fax 533 5901 www.mbl.is Erlendar fjárfestingar auka stöðugleika ekki síður en íslenskar fjárfestingar erlendis Tímaskekkja að tak- marka fjárfestingar Það er meira fé til f]árfestinga á lausu á Islandi en fjárfestingartækifæri, svo útrás fjármagnsfyrirtækja er af hinu góða, komst Sigriin Davíðsdóttir að á ráðstefnu Kaupþings í Lúxemborg. ÞAÐ tilheyrir gamla tímanum að stjómmálamenn takmarki erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða og haldi þannig aftur af arðbærum fjárfest- ingum þeirra. Það er einfaldlega miklu meira fé í umferð á íslandi en tækifæri eru fyrir og streymi ís- lenskra fjárfestinga út og erlendra fjárfestinga inn í landið gæti aukið enn á stöðugleika í íslensku efna- hagslífi. Þetta kom fram í samtölum Morgunblaðsins við íslenska lífeyris- sjóðsmenn og aðra stofnanafjárfesta á kynningarfundi Kaupþings í Lúx- emborg í tilefni af formlegri opnun Kaupthing Bank Luxembourg í vik- unni. A fundinum kynntu starfs- menn Kaupþings fjárfestingarmögu- leika og starfsemi fyrirtækisins fyrir stórum hópi lífeyrissjóðsmanna og annarra stofnanafjárfesta. Nú liggur fyrir lagafrumvarp um lífeyrissjóði, þar sem heimildir þeirra til erlendra fjárfestinga verða rýmkaðar úr 35 prósentum í 50 prósent. En í hópi lífeyrissjóðs- manna mátti heyra að þótt þessi rýmkun væri af hinu góða væri ein- faldlega tímaskekkja að vera með einhverjar takmarkanir yfirleitt. Það besta væri að stjórnmálamenn væru alls ekki með í spilinu, heldur létu sjóðina um sínar fjármagnanir að öllu leyti. „Um þetta erum við allir sammála,“ sagði Jón Kjartansson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Aukin tækifæri með Norex Um leið og íslenskir fjárfestar sækja til útlanda eru augu erlendra fjárfesta einnig óðum að opnast fyrir íslenskum hlutabréfa- og skulda- bréfamarkaði. Viðmælendur Morg- unblaðsins í Lúxemborg voru sam- mála um að tækifærin á þessu sviði ættu enn eftir að aukast og allar að- stæður að breytast þegar Islending- ar yrðu aðilar að norræna kauphall- arsamstarfinu, Norex, sem verður síðar á árinu. Um leið verður það þó kannski annarlegt að ýmsir áhuga- Hagur lífeyrissjóða batnaði eftir að þeir fengu heimild til að fjárfesta erlendis á miðjuni síðasta áratug. verðir fjárfestingarkostir, til dæmis í íslenskum sjávarútvegi, eru háðir takmörkunum, sem stjórnmála- mennirnir hafa sett. Spurningin er hvort löggjafarvaldið hefur fylgst með þeirri hröðu þróun, sem fjár- málamarkaðurinn er í eða hvort þessi forsjá sé tímaskekkja. Stjórnmálamenn eru eftir á Jón Hallsson stjómarmaður í Líf- eyrissjóði verkfræðinga er einn margra lífeyrissjóðsmanna, sem vildu sjá rýmri möguleika á erlend- um fjárfestingum. „Þessar takmark- anir, sem eru á erlendum fjárfesting- um lífeyrissjóðanna og sem enn verða í nýja frumvarpinu eru leifar af gömlum hugsunarhætti og ekkert annað. Stjórnmálamennirnir eru á eftir tímanum," segir Jón í samtali við Morgunblaðið. „Þetta eru aðeins leifar af miðstýringu stjórnvalda og Seðlabankans frá þeim tíma er lí- feyrissjóðir voru skyldaðir til að fjár- magna húsnæðiskerfið. Þetta er gamla góða forræðishyggjan og ekk- ert annað.“ Almennt má segja að það sé meira fjármagnsstreymi á Islandi en tæki- færi eru til að fjárfesta þar. Því væri betra að afnema fjárfestingarþak líf- eyrissjóðanna með öllu. Jón Hallsson bendir á að ef á annað borð er verið að halda í reglur á þessu sviði sé nær að miða við 60 prósenta hámark en 50. „Sextíu prósent eru algjört lág- mark, því lífeyrissjóðimir hafa ein- faldlega ekki tök á að koma pening- unum á markað á íslandi," segir hann. Jón Kjartansson bendir á að íslenski fjármagnsmarkaðurinn sé grunnur og nú sneyðist enn um tæki- færin með minnkandi framboði skuldabréfa. íslenska lífeyrissjóðakerfið: Dæmi til fyrirmyndar? Hið áhugaverða í þessu sambandi er að á meðan ýmsar aðrar þjóðir eins og til dæmis Þjóðveijar og Italir sjá fram á gríðarlega erfiðleika í fjár- mögnun lífeyris handa æ stærri hóp- um ellilífeyrisþega og æ minni hóp- um vinnandi manna, með gegnum- streymiskerfi, sem felst í því að þeir sem vinna núna sjá fyrir ellilífeyris- greiðslum handa eftirlaunaþegum er íslenska kerfið byggt á uppsöfnun og samtryggingu eins og Jón Hallsson bendir á. Sjálfir mega Jón og félagar hans í Lífeyrissjóði verkfræðinga vel við una, því sá sjóður var í fyrra með hæstu ávöxtun lífeyrissjóða. Góðan árangur þakkar Jón ekki síst erlend- um fjárfestingum. „Þegar við fengum heimsókn frá norskum lífeyrissjóði nýlega og þeir sáu hvernig kerfið okkar er voru þeir mjög hrifnir. Hvort sem þetta kerfi okkar varð til fyrir slysni eða var gert af fyrirhyggju öfunda allir okk- ur af því í dag,“ segir Jón. Smá söguleg upprifjun er áhuga- verð því horfumar fyrir íslensku líf- eyrissjóðina hafa þó ekki alltaf verið svo bjartar. Jón rifjar upp að lífeyris- sjóður verkfræðinga hafi verið stofn- aður árin 1954-55, en kúrvan hafi verið flöt fram að þeim tíma er verð- trygging lána var tekin upp á miðju ári 1979. Þeirrar breytingar fór að gæta árið 1980. Þá tók kúrvan sveiflu upp á við, sem síðan hefur haldist. Fram til 1980 áttu lífeyrissjóðirnir aldrei neitt, heldur voru bara lána- sjóðir með neikvæðum raunvöxtum sökum verðbólgunnar. „í raun má segja að menn hafi á þessum tíma tekið lífeyrinn sinn fyrirfram," bætir Jón við. „Við höfum reiknað það út að menn hafi aðeins greitt til baka 35 prósent lána sinna þá.“ Hagur sjóðanna batnaði enn er Iíf- eyrissjóðunum var gert heimilt að fjárfesta erlendis á miðjum síðasta áratug, en þó með þessu 35 prósenta hámarki, sem nú breytist í 50 pró- sent ef frumvarpið nú verður sam- þykkt óbreytt. Eins og rakið er hér að framan þykir lífeyrissjóðsmönn- um sem betur hefði farið á að gefa þetta alveg frjálst. „Þeir sem sömdu lögin þekktu ekki málið,“ bætir Jón Hallsson við. Af samræðum við íslenska fjár- festa á fundi Kaupþings mátti glöggt heyra að þar voru miklar væntingar bundnar við íslenska aðild að Norex, norræna kauphallarsamstarfinu. En einnig þar valda íslenskar takmark- anir á fjárfestingum útlendinga á Is- landi urg í mönnum. Mönnum þykir sem hræðsla stjórnmálamanna við erlendar fjárfestingar á íslandi eigi rætur að rekja til ótta við að erlend fyrirtæki taki yfir stóra hluta ís- lensks atvinnulífs. Spumingin sé samt hvort það sé ekki ótti við drauga sem ekki eru til. íslensk fyr- irtæki, til dæmis sjávarútvegsfyrir- tæki, hafi sýnt og sannað að þau eru að kaupa upp fyrirtæki erlendis og þegar best lætur að vaxa á þann hátt. Sú útrás gæti haldið áfram eftir sem áður. Einn heimildarmaður Morgun- blaðsins benti á að þegar íslenski hlutabréfamarkaðurinn yrði kominn á Norex og fjárfestar hvar sem er gætu á Netinu séð íslensk fyrirtæki á hlutabréfalistum rétt eins og önnur norræn fyrirtæki yrði það undarlegt að þau íslensku fyrirtæki, sem væru í hópi áhugaverðustu fjárfestingar- möguleikanna, til dæmis sjávarút- vegsfyrirtæki, væru utan seilingar. „Það verður óviðunandi til lengdar," ályktaði hann. Af umræðum manna á meðal á kynningarfundi Kaupþings í Lúxem- borg hefur verið áhugavert að sjá að íslenski fjármagnsmarkaðurinn og heimur íslenskra stjórnmálamanna virðist ekki að öllu leyti í kallfæri. Meðan íslenskir fjárfestar og fyrir- tæki geta nýtt sér vaxandi fjár- magnsfrelsi erlendis gildir ekki það sama á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.