Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 13 FRÉTTIR Hæstiréttur dæmir í máli bónda sem missti handlegg í vinnuslysi Tryggingafélagið telst ekki skaðabótaskylt HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest sýknudóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur j'fir Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í skaðabótamáli sem rúmlega fer- tugur bóndi úr Norðurárdal höfðaði í kjölfar al- varlegs vinnuslyss árið 1997. Maðurinn var í heyskap á dráttarvél með hey- bindivél driftengda aftan í þegar slysið varð. Til- drögin voru þau að hann fór út úr dráttarvélinni til að huga að búnaði heybindivélarinnar en hrasaði við vélina með þeim afleiðingum að hann festi ann- an handlegg sinn í vélinni svo af tók um öxl. Maðurinn krafði tryggingafélagið um bætur að fjárhæð 23 milljónir króna á grundvelli þeiirar vátryggingar sem ökumaður naut samkvæmt 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 eins og það ákvæði hljóðaði fyrir breytingu með 2. gr. laga nr. 32/ 1998. Meiðsl af völdum sérstaks vinnutækis Hæstiréttm- taldi að sá þáttur í starfi mannsins að stíga niður af dráttarvélinni hefði ekki lotið að stjóm dráttarvélarinnar sem vélknúins ökutækis í merkingu 92. gr. umferðarlaga. Þá væri einnig til þess að líta að meiðsl hans hefðu orðið af völdum sérstaks vinnutækis en ekki dráttarvélarinnar sem ökutækis. Féllst Hæstiréttur á þá niðurstöðu héraðsdóms að vátrygging samkvæmt 92. gr. um- ferðarlaga hefði ekki tekið til tjóns mannsins. Jakob R. Möller hæstaréttai'lögmaður rak mál- ið fyrir hönd stefnda, tryggingafélagsins, en Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður fyrir hönd stefnanda. Dómur Hæstaréttar var skipaður þrem dómur- um, þeim Haraldi Henryssyni, Gunnlaugi Claes- sen og Markúsi Sigurbjörnssyni. Atvinnuleysi í marsmánuði 1,9% Nettó fagn- ar nýjum aðferðum „FORSVARSMENN Nettó hafa lengi talið verðkönnun Neytenda- samtakanna ófullnægjandi. Það er stjórnendum verslunarinnar því mikið fagnaðarefni að Neytenda- samtökin skuli í kjölfar mistaka í síðustu könnun ætla að taka upp vandaðri vinnubrögð og breyta framsetningu,“ segir í yfirlýsingu frá versluninni í gær. „Nettó vekur jafnframt athygli á góðri stöðu verslunarinnar í könn- uninni - sama hvaða aðferð er beitt. Þannig er Nettó með mesta beina lækkun á vörum sem til voru í versl- ununum í bæði skiptin eða 9,2%. Þegar litið er á hlutfallslegan verð- samanburð er Nettó jafnframt næst lægst þeirra verslana sem mældar eru í könnun Neytendasamtakanna. Ef hlutfallsleg verðbreyting er skoðuð er verslunin í hópi þeirra sem mest hafa lækkað verð sitt á tímabilinu og ganga einungis þrjár verslanir lengra í þá átt. Ánægju vekur í því sambandi að verslunar- keðjan Strax, sem er meðal þeirra, er eins og Nettó í eigu Matbæjar ehf,“ segir í yfirlýsingunni. ------♦-4-4----- Biðja Baug afsökunar MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi afsökun- arbeiðni: „Neytendasamtökin og Sam- starfsverkefni Neytendasamtak- anna og ASI félaga á höfuðborgar- svæðinu biðja Baug afsökunar á villu sem leyndist í síðustu matvöruverðs- könnun samstarfsverkefnisins og kom sér illa fyrir verslanir Nýkaups. Virðingarfyllst, Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, verkefn- isstjóri Áfrit sent Samkeppnisstofnun." TÆPLEGA 55 þúsund atvinnuleys- isdagar voru skráðir á landinu öllu í marsmánuði, þar af ríflega 23 þús- und dagar hjá körlum og ríflega 31 þúsund hjá konum. Skráðum at- vinnuleysisdögum hefur fjölgað um 2.500 frá mánuðinum á undan en hins vegar fækkað um ríflega 16 þús- und frá marsmánuði 1999. Að því er fram kemur í yfirliti Vinnumála- stofnunar um atvinnuástandið er mannafli á vinnumarkaði í mars áætlaður 135.384 manns. Atvinnuleysisdagar marsmánaðar jafngilda því að 2.523 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum eða 1.150 karlar og 1.529 konur. Þessar tölur jafngilda 1,9% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar eða 1,4% hjá körlum og 2,5% hjá konum. Undanfarin 10 ár hefur atvinnu- leysi aukist um 4,7% að meðaltali frá febrúar til mars og er árstíðasveiflan milli mánaðanna nú í eðlilegu sam- ræmi við árstíðasveiflur undanfarin ár, að því er kemur fram í yfírliti Vinnumálastofnunar. Hlutfallslega mesta aukningin á Austurlandi Atvinnuleysið eykst hlutfallslega mest á Austurlandi á milli mánaða eða um 10,6%, sem jafngildir því að atvinnulausum hafi fjölgað um 11 manns. Lítilsháttar minnkun er á Suðumesjum, eða um 3%. Hins veg- ar fjölgar atvinnulausum mest á höf- uðborgarsvæðinu á milli mánaða eða um 127 manns, en á svæðinu eru um 61% allra atvinnulausra manna. At- vinnuleysi er nú hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra en minnst á Vesturlandi. Atvinnuleysið er nú talsvert minna en í mars í fyrra á öll- um atvinnusvæðum nema á Vest- fjörðum, þar sem það hefur meira en tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt yfirliti Vinnumála- stofnunar má búast við því að at- vinnuleysið í apríl getið orðið á bilinu 1,4% til 1,8%. Ríkið sýkn- að af kröf- um fanga á Litla- Hrauni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum fyrrverandi fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni, sem krafði ríkið um tvær milljónir króna í bætur fyrir að hafa verið látinn sæta agaviðurlögum í fangelsinu að ástæðulausu árið 1998 vegna hassmáls í fangels- inu. Maðurinn fór í skaðabótamál við ríkið eftir að Héraðsdómur Suðurlands sýknaði hann af ákæru um að hafa átt rúm 20 grömm af hassi sem fangaverð- ir fundu í klefa hans. Dómurinn taldi þá m.a. ekki hægt að úti- loka að hassinu hefði verið kom- ið fyrir í klefa hans Éftir að hassið fannst hjá fanganum var hann látinn sæta agaviðurlögum í fangelsinu. Hann var einangraður í 15 daga og sviptur vinnulaunum/dag- peningum að hálfu í 30 daga. Hann var settur í síma- og send- ingarbann í jafnlangan tíma og auk þess áttu heimsóknir til hans að fara fram eina klukku- stund á viku, án snertingar, í sérstöku heimsóknaherbergi, frá 9. júlí til og með 6. október. Arngrímur Isberg dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfum manns- ins, m.a. á þeim forsendum að hann hefði viðurkennt það fyrh’ tveim fangavörðum að eiga hassið og framburður hans hjá varðstjóra fangelsisins hefði einnig verið óákveðinn um mál- ið. Að mati dómsins var for- stöðumaður fangelsins í rétti þegar hann lagði umrædd við- urlög á fangann, enda má for- stöðumaður fangelsis, lögum samkvæmt, refsa fanga sem brýtur fangelsisreglur. Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður fór með málið fyrir hönd stefnanda og Einar K. Hallvarðsson hæsta- réttarlögmaður fyrir hönd stefnda, ríkisins. Jarðskjálfti við Hengilinn JARÐSKJÁLFTI sem mældist 3 á Richter varð í gærkvöld rétt fyrir klukkan 20 í nágrenni Hengilsins. Upptök skjálftans voru í Hengladöl- um um 3 km sunnan við Hengilinn og fannst skjálftinn lítillega í Reykjavík og Hveragerði. Nokkrir smáskjálft- ar fylgdu í kjölfar aðalskjálftans. Ekki hefur borið á fleiri skjálftum norðan við landið síðan á mánudags- morgun þegar tugir jarðskjálfta- kippa, þar af nokkrir upp á 4 á Richt- er, komu fram á mælum Veð- urstofunnar. Haraldur kominn yfir 400 km markið Utboð á vélbúnaði fyrir metangas HARALDUR Örn Ólafsson pólfari gekk 15,5 km í góðu veðri á mánu- dag á leið sinni að norðurpólnum og mjakaði sér yfir 400 km markið. Hann hefur alls lagt að baki 405 km þá 39 daga sem hann hefur verið á heimskautaísnum og á enn ófarna 365 km á pólinn. Hann sagði í samtali við ba- kvarðasveit leiðangursins í hádeg- inu í gær að snjórinn hefði verið mjög gljúpur á köflum, sem gerði sleðadráttinn frekar erfiðan. ís- hryggir reyndust ekki mikill farar- tálmi og mestan part dags gekk Haraldur á opnu svæði. I lok dags- ins kom hann að mjög brotnu svæði sem var nokkuð erfitt yfírferðar. Ingþór Bjarnason bíður tilbúinn í Resolute með nýjar birgðir handa Haraldi og flýgur með First Air- flugfélaginu út á ísinn á morgun, skírdag, með vistirnar handa fé- laga sínum. Að loknu birgðafluginu fer Ingþór áfram með flugvélinni á norðurpólinn til að sækja þangað þrjá Svfa úr tveim leiðöngrum sem lokið hafa ætlunarverki sínu. Ljósmynd/Ingþór Bjarnason BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu stjórnar Orkuveitu Reykja- víkur um að fram fari útboð á vél- búnaði til framleiðslu raforku úr metangasi eða hauggasi frá urðun- arstöð Sorpu i Álfsnesi. Miðað er við að samningar tak- ist við Metan hf. um kaup á gasi til framleiðslunnar. Áætlaður stofn- kostnaður við vélbúnað og húsnæði er 45 milljónir. í greinargerð með tillögunni kemur fram að niðurstaða könnun- ar hafi leitt í ljós að hagkvæmara væri að Orkuveitan ætti og ræki sjálf rafstöðina og keypti metan- gas af Metan hf. til raforkufram- leiðslu. Tekið er fram að vélin yrði þannig útbúin að hún gæti keyrt á öðrum orkugjöfum svo sem dísel- olíu. Hugmyndin er að vélin verði í nýrri aðveitustöð við Esjumel 6 og að gasleiðsla verði lögð þangað frá urðunarstað Sorpu í Álfsnesi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.