Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skrifstofustj óri heilbrigðisráðuneytis um siðareglur Islenskrar erfðagreiningar Setja sér strangari reglur um lífsýni en almennt tíðkast GUÐRÍÐUR Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, segir að sér virðist ís- lensk erfðagreining setja sér strangari reglur um notkun lífsýna úr lífsýnabönkum við rannsóknir en almennt sé tíðkað bæði hér á landi og erlendis. Greint var frá því í Morgun- blaðinu í gær að starfsmenn IE hefðu sett sér siðareglur þar sem m.a. er kveðið á um að engar rannsóknir séu gerðar á fólki eða á lífsýnum úr fólki nema með upplýstu samþykki þess. Guðríður tekur fram að hún hafí ekki séð siðareglurnar í heild sinni en skv. frétt Morgunblaðs- ins virðist íslensk erfðagreining ganga lengra en almennt eru gerðar kröfur um þegar fyrirtæk- ið lýsi því yfir að lífsýni verði ein- göngu notuð með upplýstu sam- þykki viðkomandi. Meginreglan er sú að sögn Guðríðar að þegar lífsýni eru fengin hjá fólki í þeim tilgangi að nota þau til vísindarannsókna sé það alltaf gert að fengnu upp- lýstu samþykki viðkomandi. A hinn bóginn séu lífsýni, sem safn- að hefur verið við þjónusturann- sóknir og aðgerðir og geymd eru í stórum lífsýnabönkum, notuð við rannsóknir án þess að gerð sé krafa um upplýst samþykki, að fengnu samþykki Vísindasiða- nefndar og Tölvunefndar. Þetta hafí tíðkast við notkun stórra lífsýnabanka bæði hér á landi sem erlendis. Aðspurð hvort umrædd siðar- egla sem IE hefur sett sér um öflun upplýsts samþykkis snerti á einhvern hátt miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði sagði Guðríður að gagnagrunnurinn fjallaði hvorki um lífsýni né rann- sóknir á fólki. Skv. gagnagrunns- lögunum væri rekstrarleyfishafa þó heimilt, að uppfylltum skilyrð- um Tölvunefndar, að tengja sam- an upplýsingar úr gagnagrunni á heilbrigðissviði við upplýsingar í gagnagrunni með erfðafræðileg- um upplýsingum. Erfðafræðilegu upplýsinganna hafi þá verið aflað með upplýstu samþykki og lögin geri ennfremur ráð fyrir að þegar tengja eigi saman upplýsingar í þessum gagnagrunnum þurfí aft- ur að afla upplýsts samþykkis viðkomandi. Siðareglur ÍE séu því í samræmi við þær reglur sem Alþingi og heilbrigðisyfirvöld hafa sett um gagnagrunninn. Listasafn Reykjavíkur opn- að í Hafnarhúsinu í dag NÝTT húsnæði Listasafns Reykja- víkur í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu verður opnað formlega í dag kl. 14 af borgarstjóranum í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Þá verða opnaðar tvær sýningar, sem báðar hafa verið valdar á dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000. „Myndir á sýn- ingu“ er yfírskrift sýningar þar sem gefur að líta úrval verka úr eigu Listasafns Reykjavíkur og mun hún standa út árið 2000. Hin sýningin, „Á eigin ábyrgð", er innsetning eftir franska listamann- inn Fabriee Hybert, en hann hlaut gullljónið á Tvíæringnum í Feneyj- um 1997. Við opnunina verður frumsýnd ný heimildarmynd um listamanninn Er- ró sem gerð var af Ergis og íslensku kvikmyndasamsteypunni. Myndin heitir „Erró norður-suður-austur- vestur". Leikstjóri er Ari Alexander Ergis Magnússon. Endumýjun á Hafnarhúsinu hefur staðið í tvö ár. Öll hönnun er í höndum arkitektast- ofunnar Stúdíó Granda og aðalverk- takar eru ístak. Safnið verður opið almenningi alla páskahelgina kl. 11-18. Morgunblaðið/Jón Svavarsson f Hafnarhúsinu var allt að verða klárt fyrir opnun þegar ljósmyndari leit þar inn í gær. Guðrún Helgadóttir og Halldór Blöndal, forseti Alþingis, við málverkið af Guðrúnu í Alþingishúsinu. Málverk af Guðrúnu Helgadóttur í Alþingishúsinu MÁLVERK af Guðrúnu Helgadótt- ur, fyrrverandi forseta sameinaðs Alþingis, var afhjúpað í Al- þingishúsinu miðvikudaginn 22. mars að viðstöddum forseta Al- þingis, forsætisnefnd, formönnum þingflokka, fyrrum samþingmönn- um og fleiri gestum. Eiríkur Smith listmálari málaði myndina (olíumálverk) og hefur henni verið komið fyrir í setustofu Alþingis (áður salur efri deildar). Guðrún Helgadóttir var forseti sameinaðs Alþingis 1988-1991 og varð hún fyrst kvenna til að gegna því embætti, segir í frótt frá Alþingis. Hún var 1. varafor- seti sameinaðs Alþingis 1987-1988 og 3. varaforseti Alþingis 1992- 1995. Guðrún var alþingismaður 1979-1995 og aftur 1999. Hún tók einnig sæti á Alþingi sem vara- þingmaður árin 1995, 1997 og 1998. Verslunarmenn ræða við SA í dag FULLTRÚAR Landssambands ís- lenskra verslunarmanna og Verslun- armannafélags Reykjavíkur fund- uðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, í gær. í fréttatilkynningu frá LÍV segir að á fundinum hafí fulltrúar SA kom- ið fram með nýjar hugmyndir, þar sem opnað er á ákveðin skref í mark- aðslaunakerfi. Ennfremur segir að komið hafi fram vilji af hálfu SA til að ræða vinnutímamálin. LÍV og VR mátu þetta svo að SA hefði ákveðið að loka ekki alveg á þessi atriði og því ákváðu félögin að hefja vinnu við útfærslur á þeim. I dag hittast aðilarnir aftur til að ræða vinnutímaþáttinn. Skipafélög sýknuð af bótakröfum vegna strands Víkartinds HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík- ur um að eigandi flutningaskipsins Víkartinds - sem strandaði í Háfs- fjöru austan ósa Þjórsár fyrir þrem- ur árum - Atalanta Schiffahrtsges- ellschaft mbH & Co. í Hamborg, og leigjandi þess, Hf. Eimskipafélag íslands, séu ekki skyldir til að bæta tjón á vörum í eigu Ragnars M. Magnússonar í Garðabæ og fyrir- tækis hans Style-Ragnar M. Magn- ússon, sem fóru forgörðum í strand- inu. Farmur Ragnars var ekki vátryggður og beindi hann skaða- bótakröfum sínum því að Atalanta og Eimskipafélaginu sem farmflytj- endum. Krafðist hann þess í Hæsta- rétti að stefndu yrði gert að greiða sér rúmar 2,3 milljónir króna auk dráttarvaxta, málskostnaðar í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Víkartindur gjöreyðilagðist í strandinu og fór mikill hluti þeirra 250 gáma sem á skipinu voru for- görðum. Stefndi, Eimskipafélagið, hafði tekið að sér að flytja umrædda vörusendingu frá Danmörku til ís- lands og notaði til þess Víkartind sem það hafði til ráðstöfunar sam- kvæmt tímabundnum farsamningi við eiganda þess, stefnda Atalanta. Mál Ragnars Magna gegn Ata- lanta og Eimskipafélaginu var upp- haflega þingfest í héraði hinn 16. ap- ríl 1998 en samhliða því voru nítján önnur mál höfðuð gegn farmflytj- endum fyrir dóminum vegna vörutj- óns í strandinu. Síðar var eitt þeirra fellt niður en samkomulag varð um að hin biðu frekari meðferðar uns endanleg niðurstaða lægi fyrir í máli þessu. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur lá fyrir í lok apríl á síð- asta ári þar sem stefndu voru sýkn- aðir eins og áður segir en stefnandi ákvað strax að áfrýja til Hæstarétt- ar. Ljóst er samkvæmt heimildum Morgunblaðsins að hefði Hæstirétt- ur hnekkt niðurstöðu Héraðsdóms hefðu stefndu, Atalanta og Eim- skipafélagið, staðið frammi fyrir því að þurfa að semja um greiðslu bóta til fyrrnefndu aðilanna átján en kröfur þeirra námu samtals rúm- lega 200 milljónum króna. Stefnandi greiði milljón í málskostnað Áfrýjandi byggði bótakröfu sína m.a. á því að tjónið sé afleiðing þess að skipið hafí verið óhaffært í upp- hafi ferðar, m.a. vegna óhæfi skip- verja, vanbúnaðar vélar og akkeris- vindna en einnig á því að afskipti starfsmanna eiganda annars vegar og leigjanda hins vegar hafi valdið óvissu um hvert raunverulegt vald skipstjórans væri og þar með átt beinan orsakaþátt í tjóni áfrýjanda. Hæstiréttur staðfesti hins vegar niðurstöðu héraðsdóms um að skip- ið hefði verið haffært í upphafí ferð- ar og að starfsmenn eiganda og leigjanda hefðu ekki borið ábyrgð á ákvörðunum skipstjóra, m.a. því að ekki var beðið um dráttaraðstoð fyrr en um seinan. Er áfrýjanda, Ragnari Magna, í dómsorði Hæsta- réttar gert skylt að greiða stefndu, Eimskipafélaginu og Atalanta, hvoru um sig 500 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Ai-nljótur Björnsson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. hafstein. Lögmaður stefnanda var Baldvin Hafsteinsson hdl. en lögmenn verj- enda voru Pétur Guðmundarson hrl. og Rúnar Baldvin Axelsson hdl. fyr- ir Eimskip og Garðar Briem hrl. fyrir þýska skipafélagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.