Morgunblaðið - 19.04.2000, Page 12

Morgunblaðið - 19.04.2000, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skrifstofustj óri heilbrigðisráðuneytis um siðareglur Islenskrar erfðagreiningar Setja sér strangari reglur um lífsýni en almennt tíðkast GUÐRÍÐUR Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, segir að sér virðist ís- lensk erfðagreining setja sér strangari reglur um notkun lífsýna úr lífsýnabönkum við rannsóknir en almennt sé tíðkað bæði hér á landi og erlendis. Greint var frá því í Morgun- blaðinu í gær að starfsmenn IE hefðu sett sér siðareglur þar sem m.a. er kveðið á um að engar rannsóknir séu gerðar á fólki eða á lífsýnum úr fólki nema með upplýstu samþykki þess. Guðríður tekur fram að hún hafí ekki séð siðareglurnar í heild sinni en skv. frétt Morgunblaðs- ins virðist íslensk erfðagreining ganga lengra en almennt eru gerðar kröfur um þegar fyrirtæk- ið lýsi því yfir að lífsýni verði ein- göngu notuð með upplýstu sam- þykki viðkomandi. Meginreglan er sú að sögn Guðríðar að þegar lífsýni eru fengin hjá fólki í þeim tilgangi að nota þau til vísindarannsókna sé það alltaf gert að fengnu upp- lýstu samþykki viðkomandi. A hinn bóginn séu lífsýni, sem safn- að hefur verið við þjónusturann- sóknir og aðgerðir og geymd eru í stórum lífsýnabönkum, notuð við rannsóknir án þess að gerð sé krafa um upplýst samþykki, að fengnu samþykki Vísindasiða- nefndar og Tölvunefndar. Þetta hafí tíðkast við notkun stórra lífsýnabanka bæði hér á landi sem erlendis. Aðspurð hvort umrædd siðar- egla sem IE hefur sett sér um öflun upplýsts samþykkis snerti á einhvern hátt miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði sagði Guðríður að gagnagrunnurinn fjallaði hvorki um lífsýni né rann- sóknir á fólki. Skv. gagnagrunns- lögunum væri rekstrarleyfishafa þó heimilt, að uppfylltum skilyrð- um Tölvunefndar, að tengja sam- an upplýsingar úr gagnagrunni á heilbrigðissviði við upplýsingar í gagnagrunni með erfðafræðileg- um upplýsingum. Erfðafræðilegu upplýsinganna hafi þá verið aflað með upplýstu samþykki og lögin geri ennfremur ráð fyrir að þegar tengja eigi saman upplýsingar í þessum gagnagrunnum þurfí aft- ur að afla upplýsts samþykkis viðkomandi. Siðareglur ÍE séu því í samræmi við þær reglur sem Alþingi og heilbrigðisyfirvöld hafa sett um gagnagrunninn. Listasafn Reykjavíkur opn- að í Hafnarhúsinu í dag NÝTT húsnæði Listasafns Reykja- víkur í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu verður opnað formlega í dag kl. 14 af borgarstjóranum í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Þá verða opnaðar tvær sýningar, sem báðar hafa verið valdar á dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000. „Myndir á sýn- ingu“ er yfírskrift sýningar þar sem gefur að líta úrval verka úr eigu Listasafns Reykjavíkur og mun hún standa út árið 2000. Hin sýningin, „Á eigin ábyrgð", er innsetning eftir franska listamann- inn Fabriee Hybert, en hann hlaut gullljónið á Tvíæringnum í Feneyj- um 1997. Við opnunina verður frumsýnd ný heimildarmynd um listamanninn Er- ró sem gerð var af Ergis og íslensku kvikmyndasamsteypunni. Myndin heitir „Erró norður-suður-austur- vestur". Leikstjóri er Ari Alexander Ergis Magnússon. Endumýjun á Hafnarhúsinu hefur staðið í tvö ár. Öll hönnun er í höndum arkitektast- ofunnar Stúdíó Granda og aðalverk- takar eru ístak. Safnið verður opið almenningi alla páskahelgina kl. 11-18. Morgunblaðið/Jón Svavarsson f Hafnarhúsinu var allt að verða klárt fyrir opnun þegar ljósmyndari leit þar inn í gær. Guðrún Helgadóttir og Halldór Blöndal, forseti Alþingis, við málverkið af Guðrúnu í Alþingishúsinu. Málverk af Guðrúnu Helgadóttur í Alþingishúsinu MÁLVERK af Guðrúnu Helgadótt- ur, fyrrverandi forseta sameinaðs Alþingis, var afhjúpað í Al- þingishúsinu miðvikudaginn 22. mars að viðstöddum forseta Al- þingis, forsætisnefnd, formönnum þingflokka, fyrrum samþingmönn- um og fleiri gestum. Eiríkur Smith listmálari málaði myndina (olíumálverk) og hefur henni verið komið fyrir í setustofu Alþingis (áður salur efri deildar). Guðrún Helgadóttir var forseti sameinaðs Alþingis 1988-1991 og varð hún fyrst kvenna til að gegna því embætti, segir í frótt frá Alþingis. Hún var 1. varafor- seti sameinaðs Alþingis 1987-1988 og 3. varaforseti Alþingis 1992- 1995. Guðrún var alþingismaður 1979-1995 og aftur 1999. Hún tók einnig sæti á Alþingi sem vara- þingmaður árin 1995, 1997 og 1998. Verslunarmenn ræða við SA í dag FULLTRÚAR Landssambands ís- lenskra verslunarmanna og Verslun- armannafélags Reykjavíkur fund- uðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, í gær. í fréttatilkynningu frá LÍV segir að á fundinum hafí fulltrúar SA kom- ið fram með nýjar hugmyndir, þar sem opnað er á ákveðin skref í mark- aðslaunakerfi. Ennfremur segir að komið hafi fram vilji af hálfu SA til að ræða vinnutímamálin. LÍV og VR mátu þetta svo að SA hefði ákveðið að loka ekki alveg á þessi atriði og því ákváðu félögin að hefja vinnu við útfærslur á þeim. I dag hittast aðilarnir aftur til að ræða vinnutímaþáttinn. Skipafélög sýknuð af bótakröfum vegna strands Víkartinds HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík- ur um að eigandi flutningaskipsins Víkartinds - sem strandaði í Háfs- fjöru austan ósa Þjórsár fyrir þrem- ur árum - Atalanta Schiffahrtsges- ellschaft mbH & Co. í Hamborg, og leigjandi þess, Hf. Eimskipafélag íslands, séu ekki skyldir til að bæta tjón á vörum í eigu Ragnars M. Magnússonar í Garðabæ og fyrir- tækis hans Style-Ragnar M. Magn- ússon, sem fóru forgörðum í strand- inu. Farmur Ragnars var ekki vátryggður og beindi hann skaða- bótakröfum sínum því að Atalanta og Eimskipafélaginu sem farmflytj- endum. Krafðist hann þess í Hæsta- rétti að stefndu yrði gert að greiða sér rúmar 2,3 milljónir króna auk dráttarvaxta, málskostnaðar í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Víkartindur gjöreyðilagðist í strandinu og fór mikill hluti þeirra 250 gáma sem á skipinu voru for- görðum. Stefndi, Eimskipafélagið, hafði tekið að sér að flytja umrædda vörusendingu frá Danmörku til ís- lands og notaði til þess Víkartind sem það hafði til ráðstöfunar sam- kvæmt tímabundnum farsamningi við eiganda þess, stefnda Atalanta. Mál Ragnars Magna gegn Ata- lanta og Eimskipafélaginu var upp- haflega þingfest í héraði hinn 16. ap- ríl 1998 en samhliða því voru nítján önnur mál höfðuð gegn farmflytj- endum fyrir dóminum vegna vörutj- óns í strandinu. Síðar var eitt þeirra fellt niður en samkomulag varð um að hin biðu frekari meðferðar uns endanleg niðurstaða lægi fyrir í máli þessu. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur lá fyrir í lok apríl á síð- asta ári þar sem stefndu voru sýkn- aðir eins og áður segir en stefnandi ákvað strax að áfrýja til Hæstarétt- ar. Ljóst er samkvæmt heimildum Morgunblaðsins að hefði Hæstirétt- ur hnekkt niðurstöðu Héraðsdóms hefðu stefndu, Atalanta og Eim- skipafélagið, staðið frammi fyrir því að þurfa að semja um greiðslu bóta til fyrrnefndu aðilanna átján en kröfur þeirra námu samtals rúm- lega 200 milljónum króna. Stefnandi greiði milljón í málskostnað Áfrýjandi byggði bótakröfu sína m.a. á því að tjónið sé afleiðing þess að skipið hafí verið óhaffært í upp- hafi ferðar, m.a. vegna óhæfi skip- verja, vanbúnaðar vélar og akkeris- vindna en einnig á því að afskipti starfsmanna eiganda annars vegar og leigjanda hins vegar hafi valdið óvissu um hvert raunverulegt vald skipstjórans væri og þar með átt beinan orsakaþátt í tjóni áfrýjanda. Hæstiréttur staðfesti hins vegar niðurstöðu héraðsdóms um að skip- ið hefði verið haffært í upphafí ferð- ar og að starfsmenn eiganda og leigjanda hefðu ekki borið ábyrgð á ákvörðunum skipstjóra, m.a. því að ekki var beðið um dráttaraðstoð fyrr en um seinan. Er áfrýjanda, Ragnari Magna, í dómsorði Hæsta- réttar gert skylt að greiða stefndu, Eimskipafélaginu og Atalanta, hvoru um sig 500 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Ai-nljótur Björnsson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. hafstein. Lögmaður stefnanda var Baldvin Hafsteinsson hdl. en lögmenn verj- enda voru Pétur Guðmundarson hrl. og Rúnar Baldvin Axelsson hdl. fyr- ir Eimskip og Garðar Briem hrl. fyrir þýska skipafélagið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.