Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 51
mm r MORGUNBLAÐIÐ__________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 5 ^ UMRÆÐAN i Framtíðarsýn í samgöngumálum NÝVERIÐ var jarð- gangaáætlun sam- gönguráðherra rædd á Alþingi. Þetta er áætlun sem felur í sér umfangs- miklar samgöngubæt- ur. Þær eiga að kosta, þegar upp er staðið, á bilinu 9-10 milljarða. Það er því sjálfgefið að fram fari nokkuð ítarleg umræða enda um mikl- ar fjárhæðir að ræða sem koma frá skatt- greiðendum af landinu öllu. Ef htið er á það sem sagt er um þær tvær framkvæmdir sem áætlunin fjallar aðallega um þá er meginröksemdin með Siglufjarðar- Ólafsfjarðargöngunum sú að verið sé að tengja Siglufjörð betur við byggð- imar við Eyjafjörð; þannig að Eyja- fjarðarsvæðið verði í heild öflugra mótvægi við höfuðborgarsvæðið og byggð á Norðurlandi komi til með að styrkjast verulega. Leiðin styttist um 45 kílómetra, heildarkostnaður er 5,3 milljarðar og arðsemin er rétt um 7%. Sömu röksemdir gilda um Reyðar- fjörð-Fáskrúðsfjörð, það atvinnu- og þjónustusvæði kemur til með að stækka og eflast. Stytting milli þétt- býlisstaðanna nemur 30 kílómetrum, milli Suðurfjarðanna og Reyðaríjarð- ar 36 km, kostnaður verður 34 mUlj- arðar. Arðsemin er áætluð í kringum 5%. Það er bæði sjálfsagt og eðlUegt að draga arðbæmina inn í umræðuna því hún vegur þungt þegar málið er metið í heUd. Það virðist þó á stund- um að sýna þurfi fram á meiri arðbæmi þegar verk em framkvæmd suðvestanlands en í öðr- um landsfjórðungum. Það er því oft erfitt að útskýra það fyrir þeim sem búa á höfuðborgar- svæðinu af hveiju kraf- an tU arðbæmi fram- kvæmda er meiri þar en annars staðar á landinu. Það er ekki sjálfgefíð að taka um 10 milljarða, sem rétt er að taka fram að era fyrir utan vega- áætlun, í verkefni án þess að aUar hliðar málsins séu kannaðar. En þetta er einnig pólitísk spuming. Hvenær byija atvinnu-, byggða- og öryggis- sjónarmið að ná yfirhöndinni? Því er sjálfsagt að við komum hreint fram og segjum - arðbæmin er ekki eins og best verður á kosið í þessari jarð- gangaáætlun, hér hljóta því að koma aðrir veigameiri þættir tU sögunnar sem taka verður þá sérstakt tillit tíl. Byggðavandi höfuðborgarsvæðisins Það er mikilvægt að viðurkennt verði að byggja þurfi upp fáa en öfl- uga byggðakjama á landsbyggðinni sem geta verið atvinnu-, þjónustu-, mennta- og menningarlegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Jarðgöng era hluti af því að byggja upp slíka kjama. Öryggissjónarmið era einnig Samgöngur Ef hægt er að taka ákveðin landsvæði út fyrir vegaáætlun, segir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, þá verð- ur að taka það land- svæði með í reikninginn sem er með mestan um- ferðarþungann. veigamikill þáttur, því með tilkomu ganganna er t.d. verið að stytta ná- lægð við flugvelli. Landflutningar hafa einnig aukist og koma til með að aukast enn frekar vegna minnkandi strandsiglinga. Með bættum sam- göngum eflast landflutningamir, fyr- ir utan að betri samgöngur og styttri vegalengdir era umhverfisvænni m.a. vegna minni eldsneytisnotkunar. Þær styðja einnig við ört vaxandi atyinnu- grein, sem er ferðaþjónustan. í þess- ari áætlun felst því skýr stefnumörk- un með ákveðna framtíðarsýn. En eins og það er ákveðin framtíð- arsýn í jarðgangaáætluninni verður slík framtíðarsýn að ná til landsins alis, þá ekki síst til þess svæðis þar sem þungi umferðarinnar er mestur. Það þýðir ekki að vera að kippa stórbrotnum samgönguframkvæmd- um út fyrir vegaáætlun til að leysa Þorgerður K. Gunnarsdóttir byggðavanda ákveðinna landshluta án þess að litið sé til byggðavandans á höfuðborgarsvæðinu. Hann felst ein- mitt í umferðaröngþveiti og miklum og sífelldum umferðartöfum. Eðli málsins samkvæmt er vandinn mis- munandi eftir landsvæðum sem ein- faldlega verður þá að taka tillit til. Því er það fullkomlega eðlilegt að ræða umferðarvandann hér á höfuð- borgarsvæðinu um leið og þessi jarð- gangaáætlun er tii umfjöllunar. Sú umræða á ekki að vera slitin í sundur. Á suðvesturhominu era um 70% af umferðinni en þangað renna einungis um 20% af framlögum til vegaáætlun- ar. Þetta hlutfall er auðvitað ekki við- unandi. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni er fyrirsjáanlegt að til ársins 2020 aukist umferðin um þetta svæði um helming frá því sem nú er. Áætlanir um þróun umferðar og íbúafjölda hafa þó ekki alltaf staðist. Allar áætlanir um umferð um Vestur- landsveg hafa kolfallið þannig að veg- urinn hefur nú ekki undan hinni miklu umferð. Umferðin þar er mun meiri en gert var ráð fyrir eða um 17.300 bílar á dag síðastliðið sumar en þeir verða líklega 21.000 árið 2001. Helstu ástæður þess era Hvalfjarðargöngin og óvenjumikil íbúafjölgun á þessu svæði. Tvöfóldun Vesturlandsvegar kostar um 900 milljónir ef dýrasta leiðin er valin eða um einn tíundi þeirrar fjárhæðar sem áætluð er í jarðgangagerð fyrir norðan og aust- an. Hér er því ekki um neina stór- fenglega fjárhæð að ræða svo ekki sé talað um arðbæmi þeirrar fram- kvæmdar sem er mikil. Það má benda á fleiri framkvæmdir sem era afar brýnar. Nauðsyn á tvö- fóldun Reykjanesbrautar þekkja allir enda líklegt að þeirri framkvæmd verði flýtt. Samgöngur í gegnum Hafnarfjörð um Reykjanesbraut era þungar og erfiðar, á gatnamótunum við Lækjargötu þar sem fara um 22.000 bflar á sólarhring, er umferðin sprungin. Því verður að bregðast við þessari miklu umferð áður en í enn frekara óefni er komið. Samgöngnúrbætur fyrir landið allt Það hefur verið bent á þensluáhrif vegna slíkra framkvæmda en það er einfaldlega ekki rétt. í því sambandi má benda á útboð í framkvæmdir við Þverárijall, þar hljóðaði áætlunin upp á um 300 milljónir en lægsta útboðið var í kringum 185 milljónir. Það er því alls ekki svo að einhver þensla sé ríkj- andi í þessum geira atvinnulífsins. Það er því ekkert sem mælir á móti því að við tökum hér umræðu um þann mikla umferðarvanda sem blas- ir við hér á suðvesturhominu sam4K hliða umræðum um jarðgöng, enda þörfin brýn og neyðin mikil. Að mörgu leyti er hægt að taka undir þessa áætlun samgönguráð- herra um jarðgöng, þrátt fyrir fremur litla arðsemi má frekar líta til þess að styrkja beri og efla byggðina í landinu á markvissan hátt þannig að áherslur verði lagðar á ákveðna byggðakjarna og eflingu þeirra sem atvinnu-, þjón- ustu-, mennta- og menningarsvæði. Hins vegar er með engu móti hægt að ræða svo mikilvægar og fjárfrekar samgönguúrbætur nema allt landið sé kannað um leið. Það er óviðunandi að suðvesturhornið sé undanskilið í þessari umræðu. Ef hægt er að taka ákveðin landsvæði út fyrir vegaáætE^ un þá verður að taka það landsvæði með í reikninginn sem er með mestan umferðarþungann, umferðarvandann og umferðaröngþveitið. Hér era sam- gönguvandamál líkt og annars staðar á landinu sem verður að horfast í augu við. Öflugar samgöngur um land allt koma öllum íslendingum til góða. Þvi hefði ég kosið að sjá víðtækari áætlun um samgönguúrbætur en þá sem nú er til umræðu á Alþingi, áætl- un sem hefði náð til landsins alls. Höfundur er alþingismaður og situr í samgöngunefnd Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.