Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 1 5 AKUREYRI Fæðingar- og kvensjúkdómalæknir á FSA kærir uppsögn sína til heilbrigðisráðherra Heildverslun Valgarðs Stefánssonar á Akureyri Morgunblaðið/Margrét Póra Guðmundur Gunnarsson lyá Heildverslun Valgarðs Stefánssonar við störf sín í heildsöluvöruhúsinu. Ing-i Björnsson ráðinn útibússtjóri fslandsbanka Agætur tíma- punktur til að skipta um starfs vettvang INGI Björnsson hefur verið ráðinn útibússtjóri fyrir útibú íslan- dsbanka á Akureyri og tekur hann við stöðunni í byijun júlí í sumar. Ingi er fæddur á Siglufirði árið 1956, hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1977 og nam hagfræði við háskól- ann í Gautaborg, en þaðan braut- skráðist hann með meistara- prófsgráðu árið 1984. Að námi loknu kom hann til starfa á Akur- eyri og hefur fjölbreytta reynslu af atvinnulífi bæjarins. Hann var í fyrstu rekstrarráðgjafí hjá Iðnþró- unarfélagi Eyjafjarðar og síðar framkvæmdastjóri þess félags, þá var hann um skeið fjármálastjóri hjá Alafossi og um eins árs skeið var hann framkvæmdastjóri þáver- andi dótturfélags Útgerðarfélags Akureyringa, Mecklenburger Hochseefischerei íÞýskalandi. Um fjögurra ára skeið var hann fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri en frá árinu 1995 hefur hann gegnt starfi fram- kvæmdastjóra Slippstöðvarinnar og frá því stöðin var sameinuð Stálsmiðjunni í september síðast- liðnum hefur hann verið aðstoðar- framkvæmdastjóri Stáltaks. Þá hef- ur Ingi átt sæti í stjórn fjölmargra fyrirtækja undanfarin 15 ár. Ánægjuleg ár í Slippstöðinni „Þetta hafa verið ánægjuleg ár þjá Slippstöðinni, það hefur verið uppgangur í járniðnaði og rekstur- Ingi Björnsson inn gengið vel. Þannig að ég kveð félaga mína með nokkurri eftirsjá. Það má segja að nú séu ákveðin tímamót, sameining Slippstöðvar- innar og Stálsmiðjunnar hefur gengið í gegn og fyrirtækið er kom- ið í fastar skorður. Mér fannst því þetta vera ágætur tímapunktur til að skipta um starfsvettvang," sagði Ingi. „Ég horfi björtum augum á nýtt starf í Islandsbanka og hlakka til að vinna með því ágæta starfs- fólki sem þar er.“ Eiginkona Inga er Margrét Baldvinsdóttir og eiga þau 3 böm. Nýr deildarstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri Sigurður Þór Salvarsson ráðinn SIGURÐUR Þór Salvarsson hefur verið ráðinn deildarstjóri Ríkisút- varpsins á Akureyri. Hann tekur við stöðunni af Arnari Páli Haukssyni. Sigurður Þór fékk öll atkvæði út- varpsráðsmanna á fundi ráðsins í gær, en alls sóttu fimm manns um stöðuna. Sigurður Þór er fjölmiðla- fræðingur frá Háskólanum í Gauta- borg í Svíþjóð. Hann hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu í 12 ár og þar af sem fréttamaður á Akureyri frá ár- inu 1996. Nýtt heildsöluvöru- hús hefur verið opnað HEILDVERSLUN Valgarðs Stef- ánssonar hefur opnað nýtt heild- söluvöruhús fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þá hefur nýtt vörumerki verið tekið í notkun hjá heildversl- uninni með tilvísun í VALgarð, þ.e. viðskiptavinir geta nú valið um það að koma sjálfir og velja sér vörur úr heilum pakkningum úr hillum eða fá þær sendar til sín eins og áð- ur. Valgarður Stefánsson stofnaði heilsverslun á Akureyri sumarið 1933, en hann lést árið 1975. Frá upphafi var lögð áhersla á þjónustu við verslanir á Norðurlandi. Ný stjórn og framkvæmdastjóri, Frið rik Ingi Friðriksson, tók við rekstr- inum í nóvember á síðasta ári og hafa miklar breytingar verið gerð- ar í kjölfar þess. Markmið félagsins hafa verið skýrð, bætt hefur verið við sölufólki og áhersla lögð á að breyta heildversluninni í vöruhús til að þjónusta fyrirtæki og stofn- anir á sviði matvara og hreinlætis- vara auk þess að þjónusta matvöru- verslanir og söluturna sem fyrr. Stefnt er að því að Heildverslun Valgarðs Stefánssonar verði stærsta heildsöluvöruhús á Norður- landi og hafa tekist samningar við dótturfyrirtæki Kaupfélags Eyfirð- inga um samstarf í dreifingu og þjónustu. Einnig hafa tekist samn- ingar við BESTA ehf. um dreifingu hreinlætisvara og áhalda og opnuð hefur verið ný hreinlætisdeild með vörum frá Besta og Sjöfn. Húsnæði heildverslunarinnar hefur verið endurnýjað og eru áætlanir for- svarsmanna þess að stækka hús- næðið fljótlega um helming. Vöruúrvali hefur verið breytt og eigin innflutningur hefur aukist og verður bryddar upp á ýmsum nýj- ungum, meðal annars verða tilboð á hinum ólíklegustu vörum á vöru- brettum. Nú eru safndúkkur og bökunarform á tilboðspöllum hjá heildversluninni ásamt hefðbundn- ari vöru eins og mat- og hreinlætis- vöru. Kaffisölu Hlífarkvenna frestað um sinn KVENFÉLAGIÐ Hlíf hefur um árabil staðið fyi-ir kaffisölu á sum- ardaginn fyrsta og hefur það verið aðalfjáröflunardagur félagsins. í ár ber hins vegar sumardaginn fyrsta og skírdag upp á sama dag og því mikið um fermingar og veislur. Hlífarkonur hafa því ákveðið að fresta kaffisölu sinni til 7. maí nk. Þær senda velunnurum sínum, Akureyringum og Norðlending- um, öllum bestu óskir um gleði- legt sumar og þakka allan stuðn- ing undanfarinna ára. Vonast Hlífarkonur til að sjá sem flesta í safnaðarsal Glerárkirkju 7. maí kl. 15. „Það hefði verið hægt að fínna aðra lausn“ JÓNAS Franklín, fæðinga- og kven- sjúkdómalæknir, sem sagt var upp störfum hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í lok janúar sl., hefur kært uppsögnina til heilbrigðisráðherra og jafnframt óskað eftir því að hún verði dregin til baka. Jónas hefur starfað sem sérfræðingur á FSAí samfellt 18 ár og hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að uppsögnin hafi að sínu mati verið óvænt, ómakleg og hastar- leg. Jónas sagði að uppsögn sín hinn 31. janúar hefði verið fyrirvaralaus en hann telur að hægt hefði verið að finna lausn á þessu máli á annan hátt. Ekki var óskað eftir því að Jónas ynni þriggja mánaða uppsagnarfrest sinn. Jónas sagði að sér hefði verið tjáð að ýmsar ástæður lægju að baki upp- sögninni, m.a. samstarfsörðugleikar og mistök í starfi. Hann leitaði eftir frekari skýringum og hefur m.a. fengið greinargerð frá framkvæmda- stjórn og afrit af gögnum sem máli hans tengjast. Jónas hefur jafnframt skilað inn greinargerð um sína starfs- hætti við sjúkrahúsið og einnig hefur hann lagt fram mótrök við þau atriði sem vitnað er til. Hann telur sig hafa hrakið þau rök sem lögð voru fram, nema einna helst þau atriði er lúta að samstarfsörðugleikum og persónu- legum ágreiningi um læknisverk og stjómun kvennadeildarinnar. Leitað eftir málefnalegri umfjöllun Jónas hefur einnig leitað álits lög- fræðinga í Reykjavík á máli sínu og þá hefur hann óskað eftir málefnalegri umfjöllun um mál sitt af hendi Læknafélags ís- lands, Læknafélags Akureyrar, auk þess sem hann hefur leitað til land- læknis, læknaráðs FSA og stjórnar FSA. Jónas sagði að stjórn FSA hafi ekkert haft um málið að segja og að- eins fengið að vita af því eftir að hon- um var sagt upp störfum. „Ég bíð bara eftir viðbrögðum frá þessum að- ilum.“ Jónas sagði að það séu dæmi þess að menn hafi verið beðnir um að skoða hvort rétt hafi verið staðið að mál- um varðandi aðgerðir og hann telur sig hafa hreinan skjöld hvað það snertir. Hann viðurkennir hins vegar að það hafi fallið dómur árið 1996 í máli konu sem hann gerði aðgerð á og að þar hafi verið talið að um mistök hafi verið að ræða. Jónas hefur rekið eigin læknastofu til fjölda ára og starfar nú eingöngu þar. Hann hefur óskað eftir því að fá að vinna ferliverk á sjúkrahúsinu ef eng- in lausn finnst á hans máli en svar við þeirri málaleitan hefur ekki borist. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafa undirskriftalistar með nöfnum um 400 kvenna frá Akureyri og nágrenni verið sendii’ fram- kvæmdastjóm FSA, þar sem kon- umar mótmæla uppsögn Jónasar. Konurnar vilja hafa hann áfram í starfi og fara fram á að uppsögnin verði dregin til baka. Lífsvog borist nokkur mál Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri FSA, sagðist ekki vilja tjá sig um mál Jónasar, enda ekki venja að ræða mál einstakra starfsmanna frekar en sjúklinga á opinberum vett- vangi. Hann sagði að erindi þeirra kvenna sem sendu framkvæmda- stjóm FSA undirski-iftalista Jónasi til stuðnings, yrði meðhöndlað eins og hvert annað erindi sem til spítal- ans berst. Jómnn Anna Sigurðardóttir, vara- formaður Lífsvogar, sagði að nokkuð mörg mál hefðu borist samtökunum sem tengjast störfum Jónasar Franklín en samtökin aðstoða fólk vegna meintra læknamistaka. Hún sagðist jafnframt undrandi á því að lagðir hefðu verið fram undirskrifta- listar Jónasi til stuðnings, enda þyi’fti töluvert til svo lækni væri vikið frá störfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.