Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 45
inn í „Útlaga“-skátafélag sitt. Allir
sem nutu félagsskapar og vináttu
Leifs, minnast hans með virðingu og
þökk um leið og þeir votta eiginkonu
hans og öðrum ástvinum innilega
samúð.
Þorsteinn Einarsson.
Það er rétt svo maður geti trúað
því að Leifur sé dáinn. Það var hringt
í mig þriðjudaginn 11. apríl og mér
sagt að Leifur væri kominn á spítala
og væri mjög veikur. Eg heimsótti
hann þá um daginn og þá leyndi sér
það ekki. Hann virtist þekkja mig og
þrýsti hann hönd mína og reyndi að
segja eitthvað sem ég skildi ekki.
Hann gat lítið sagt, ég var að fara til
útlanda að morgni, en hann dó um
nóttina. Kynni okkar Leifs hófust
fyrir hálfri öld. Hann rak þá Bók-
bandsstofuna Amarfell ásamt Georgi
Kristjánssyni. Seijina eignaðist hann
fyrirtækið einn. Ég var að byrja að
læra mitt handverk, hann var tíu ár-
um eldri en ég en samt áttum við svo
mörg sameiginleg áhugamál. Hann
var svo þægilegur í samskiptum og
hnittinn grínisti. Hann varð fljótlega
heimagangur hjá mér og móður
minni og síðar þegar ég stofnaði
heimili með þáverandi konu minni
bjó hann hjá okkur í mörg ár. Hann
tók þátt í uppeldi bamanna rétt eins
og hann ætti þau sjálfur, enda var
hann frábærlega bamgóður og böm
hændust að honum. Leifur var fædd-
ur í Vestmannaeyjum og á yngri ár-
um stundaði hann bæði fimleika,
knattspymu og bjargsig. Það stund-
aði hann einnig eftir hann fluttist upp
á land og fór þá oft með Finni Guð-
mundssyni fuglafræðingi í rannsókn-
arleiðangra og seig þá í björg þegar
til þurfti. Eitt sinn fómm við saman
suður í Krísuvíkurbjarg í byrjun maí-
mánaðar til eggjatöku. Hann hafði
með sér langan vað. Hann lét mig
setjast á klöppina og vafði vaðnum
utan um mig og fór síðan laus fram af
brúninni. Eftir stutta stund kallaði
hann til mín og sagði mér að líta nið-
ur fram af brúninni. Þar var hann
hlaupandi um á örmjórri syllu þaktri
fugladriti, tínandi egg sem hann
stakk inn á sig og hengiflugið fyrir
neðan. Hann vissi ekki hvað loft-
hræðsla var, en mig sundlaði uppi á
brúninni. Svona fór hann langleiðina
niður í fjöra og vó sig svo aftur upp
eftir bjargveggnum af handafli. Leif-
ur hafði gaman af veiðiskap og ferðir
okkar era hér um bil óteljandi. Við
veiddum víða. I fyrstu fórum við
austur að Kaldárhöfða þar sem
Steingrímsstöð er nú og lágum þar í
tjaldi um helgar. Mikið var þar af
smásilungi en Leifur hafði sérstakt
lag á að fá alltaf stærstu fiskana. Það
var sama hvar var, hann var einstak-
lega laginn veiðimaður. Bestu stund-
irnar áttum við saman við Laxá í Að-
aldal, sérstaklega í landi Ness og
draum áttum við þann að fá einu sinni
enn tækifæri til að renna fyrir lax á
því svæði. Leifur var þægilegur veiði-
félagi, tillitssamur, skemmtilegur og
bráðfundvís á skoplegar hliðar
augnabliksins. Vinur okkar Preben,
danskur maður, fór oft með okkur
norður í Laxá og það var stórkostlegt
að bæði sjá þá og heyra tala saman
svo báðir skildu hvors annars mál án
þess að kunna þau.
Fram að fimmtugu hafði Leifur
verið maður einsamall, en þá hitti
hann fermingarsystur sína, Huldu.
Urðu þá mikil umskipti í lífi hans
þegar þau fóra að búa saman og giftu
sig. Það var yndislegt að sjá hvað þau
urðu góðir vinir. Við fóram í ýmsar
ferðir saman bæði til sólarlanda,
Danmerkur, Englands, hringferð um
landið og heimsóttum hvort annað
heim. Þegar ég og konan mín fengum
erlenda gesti í heimsókn var oftar en
ekki kallað í Leif og Huldu, þótt þau
töluðu ekki mörg tungumál þótti öll-
um vænt um vinskap þeirra og þau
áttu auðvelt með að tjá sig með sínu
látbragði.
Það koma svo margar minningar
upp í hugann frá þessum fimmtíu ár-
um sem tengjast þessum góða vini
mínum, en mig langaði bara að þakka
forsjóninni fyrir að hafa gefið okkur
þær stundir sem við höfum átt sam-
an.
Hulda mín, ég sendi þér og þínum
okkar hjónanna dýpstu samúðar-
kveðjur.
Hörður Pétursson.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GRETTIR JÓHANNESSON,
Gullsmára 9, Kópavogi,
áður til heimilis á Skarði í Þykkvabæ,
sem lést miðvikudaginn 12. apríl sl., verður
jarðsunginn frá Digraneskirkju miðvikudaginn
19. apríl kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minn-
ast hins látna, er bent á Samtök lungnasjúklinga.
Fanney Egilsdóttir,
Egill Grettisson, Lilja Sigurðardóttir,
Kristbjörg Grettisdóttir, Sigurður G. Þórarinsson,
Jóhannes Grettisson, Elín Leifsdóttir,
Marta Grettisdóttir, Valur Jóhann Stefnisson,
Sigrún Grettisdóttir, Magni Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
JÓHANN PÉTUR KONRÁÐSSON,
dvalarheimilinu Feilaskjóli,
áður Grundargötu 29,
Grundarfirði,
verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 22. apríl kl. 14.00.
Bára Pétursdóttir, Elís Guðjónsson,
Elsa Pétursdóttir, Aðalsteinn Friðfinnsson,
Ólöf Pétursdóttir, Garðar Gunnarsson,
Birna Pétursdóttir, Tómas Sigurðsson,
Pétur G. Pétursson, Hjördís Villhjalmsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Eiskuleg eiginkona mín,
BRENDA WILKINSON,
Hjallabrekku 6,
Ólafsvík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 13. apríl sl.
Minningarathöfn verður í Ólafsvíkurkirkju
laugardaginn 22. apríl nk. kl. 14.00.
lan Wilkinson.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ARNHEIÐUR BÖÐVARSDÓTTIR,
fyrrum húsfreyja á Efri-Brú,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn
27. mars síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjóls, fyrir vináttu og góða umönnun.
Steinunn Anna Guðmundsdóttir,
Ingunn Guðmundsdóttir, Bergur Jónsson,
Böðvar Magnús Guðmundsson, Hildegard María Dur,
Guðmundur Guðmundsson, Svala Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR H. INGÓLFSSONAR
sveitarstjóra
í Reykhólahreppi.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,
Gylfi R. Guðmundsson, Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir,
Halldór Sig. Guðmundsson, Ingileif Ástvaldsdóttir,
Kristján Jóh. Guðmundsson, Rannveig Halldórsdóttir,
Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Örn Torfason,
Jóhannes Bjarni Guðmundsson, Berglind Grétarsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
sonar, föður, tengdaföður og afa,
BJÖRNS ÆVARS GUÐMUNDSSONAR,
Bakkahlíð 31,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar
á Akureyri fyrir góða umönnun.
4L.
Halla Sigurðardóttir,
Lísbet Friðriksdóttir,
Unnur Björnsdóttir, Ingvi J. Ingvason,
Guðmundur Björnsson, Margrét Melstað,
Erla Björnsdóttir,
Gréta Björnsdóttir, Ingólfur H. Gíslason
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
SÆMUNDAR ÁGÚSTSSONAR,
Þingskálum 8,
Hellu.
Alúðarþakkir til lækna og starfsfólks deildar
A-7 Landspítala í Fossvogi fyrir frábæra umönnun og hlýhug.
Elínborg Óskarsdóttir,
Ingibjörg Sæmundsdóttir,
Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, Grétar Jónsson,
Sigurlaug Sæmundsdóttir, Jóhann Tómasson,
Lovísa Sæmundsdóttir,
Ágúst Ármann Sæmundsson
og barnabörn.
+ 1j|j|
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- ■
hug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa, t
ÁRNA KRISTJÁNSSONAR ^saa ——"*** f
aðalræðismanns.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar Wmk v $m
L-3 á Landakoti. : ÆKalsSi
Kristine Eide Kristjánsson,
Hans Kristján Árnason, Kristín Petersen,
Ingunn Árnadóttir,
Guðrún Árnadóttir, Ólafur H. Jónsson,
Einar Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSGERÐAR SIGURMUNDSDÓTTUR,
áður til heimilis á
Hofteigi 24,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landakots og
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Sonja María Jóhannsdóttir Cahill,
Örn Jóhannsson, Edda Sölvadóttir,
Óttar Jóhannsson, Guðbjörg Steinarrsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við and-
lát og útför bróður okkar,
BJARNA GUÐMUNDSSONAR
bifreiðastjóra,
frá Túni,
Skarphéðinsgötu 20,
Reykjavík.
Guðfinna Guðmundsdóttir,
Stefán Guðmundsson,
Unnur Guðmundsdóttir.
If
*