Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Norrænn tregi
og suðræn s<51
TOIVLIST
Tónlcikasalur FÍH
TÓMAS R. EINARSSON
OGFÉLAGAR
Tómas R. Einarsson, kontrabassa,
Eyþór Gunnarsson, píanó, kongó-
og bongótrommur, Matthías MD
Hemstock, trommur og slagverk.
Tónlistarsalur Félags fslenskra
hljómlistarmanna. Fimmtudagur
13. aprfl.
TÓMAS R. Einarsson ræðst ekki
á garðinn þarsem hann er lægstur
er hann býður uppá bassaveislu á
vordögum og blandar gömlum
verkum og áhrifavöldum saman við
splunkunýja ópusa. Tómas var á
starfslaunum hjá Reykjavíkurborg
og nýtti tímann vel til tónskáld-
skapar.
Tómas er frægur spænskumaður
og saltfiskskokkur einsog sjá mátti
í matgæðingaþætti Signars B.
Haukssonar á dögunum - en þó
þýðingar hans á verkum Isabel All-
ende séu alls góðs maklegar er það
djassbassinn og tónskáldskapurinn
sem er aðal hans.
Tómas hóf tónleikana einn á
bassann með Matthías MD Hem-
stock á trommur og slagverk og
fyrsti ópusinn var Night train sem
Jimmy Forrest sauð uppúr Happy
go lucky local úr Deep south-svítu
Ellingtons. Tómas heyrði þetta
fyrst með tríói Oscars Petersons
þar sem Ray Brown sló bassann.
Tómas slær girnistrengi bassa síns
sterkt og hann er löngu hættur að
nota pikkupp, en notar þó hljóm-
kerfi til að auka styrk bassatónsins.
Ekki er hægt að segja að lestin
hafi hitað einsog Peterson-tríóið,
enda þarf yfirburðamann tilað
grúva með bassann sem einleik-
shljóðfæri. Næst lék Tómas eitt af
elstu lögum sínum, Stolin stef, sem
heyra mátti á fyrstu skífu hans
með Nýja kompaníinu og á nýjasta
diski hans Á góðum degi. Það
kviknaði ekki á skandinavísku
stefjunum þarna í Rauðagerði eins-
og Á góðum degi, þarsem Tómas
lék þau undurfallega með Oliver
Manoury á bandeoneón. Þá sló
Tómas í klárinn og lék bráð-
skemmtilega hestavísu: Brokk.
Þetta var ekki merkileg músík - en
hillbillystemmningin kætti og menn
voru tilbúnir að meðtaka nýtt verk
sem ekki hafði hlotið endanlega
skím: Hugleiðingar í a og g kallaði
höfundur það og hljómaði vel við
fyrstu heym. Yfirbragðið norrænt
og ljóðrænt sem einkennir fjölmörg
bestu verk Tómasar, ég nefni bara
Trúnað í stofunni.
Þá kom Eyþór Gunnarsson á
svið og settist við kongó- og bong-
ótrommur sínar og þeir þremenn-
ingar léku Á góðum degi. Tómas
strauk laglínuna ekki með boga,
sem hann brá ekki þetta kvöld,
einsog á diskinum góða og svíng-
yfirbragð verksins var latínuskotn-
ara samkvæmt eðli meðleikaranna
og úr suðrænum hita var haldið á
nomænar slóðir og leikinn splunku-
nýr ópus í e moll - nafnlaus. Yfir-
bragðið alvarlegt og flutningur
vandaður en Tómas er maður and-
stæðnanna og stökk beint í sólina
aftur og hóf að tína Skeljar úr
kúbanskri fjöm og Eyþór og Matt-
hías hömuðust á slagtólunum án
þess að auðnast að vekja þann hita
sem aðeins verður vakinn í Karíba-
hafinu og nágrenni. Síðan settist
Eyþór við slaghörpuna og það varð
Logn, vals einhvers staðar á milli
Kaldalóns og Johansons, yndislega
leikið. Svo var skipt yfirí blús.
Þann klassíska: Things aint what
they used to be, sem Mercher heit-
inn Ellington skrifaði um þær
mundir er hann stjórnaði fyrstu
hljómsveitinni sinni. Þeir sem
fylgdust með Tómasi í Eldhúsi
sannleikans heyrðu hann grípa í
bassann meðan saltfiskurinn mall-
aði á grænmetisbeði og þótti harla
gott. Tríóflutningurinn gekk þó
ekki upp í mínum eyrum - ég hafði
meira gaman af einleiknum í sjón-
varpinu. Calypsó hefur heyrst áður
og ríkti þar íslensk karíbastemmn-
ing. Afturá móti fylgdi í kjölfarið
undurljúfur vals, Undir snjónum,
einhvers staðar á milli Kaldalóns
og Johanssons og stundum minntu
píanólínur Eyþórs Gunnarssonar á
Guðmund Ingólfsson þegar hann
var að leika í anda Jans heitins
Johanssons. Svo var franski söng-
dansinn Laufblöð falla leikinn og
Vor hinsti dagur er hniginn af skíf-
unni Þessi ófétis jass, sem bar
ferska vinda inní íslenskt djasslíf á
sínum tíma. Lokalagið var blúsinn
MRPP. Samin fyrir stórstjörnur
bassadjassins: Mingus, Ray
(Brown), Paul (Chambers) og
Pedersen (NHÖP). Skemmtileg lok
á löngum tónleikum hlélausum og
þó vildu menn meira og tríóið lék
lagið sem Guðmundur Andri raul-
aði í Islensku óperunni: Þú ert - og
nú var það latínuskotið.
Þetta voru í flesta staði vel-
heppnaðir tónleikar hjá Tómasi og
óhætt að óska honum til hamingju
með áfangann. Sjálfur stóð hann
keikur í eldlínunni nær tvo tíma og
jós úr tónasjóði sínum. Hann hefur
löngum verið fínn tónsmiður og það
verður gaman að heyra nýju lögin í
fjölbreyttari útsetningum.Það reyn-
ir örlítið á að hafa bassann í eldlín-
unni svo lengi - lengst af í salgtogi
við slagverk og einhvern veginn
kviknaði ekki fullkomnlega á pían-
ótríóinu nema í lögum Tómasar.
Vernharður Linnet
Ljósmynd/Halldór Sveinbjömsson
Beáta Joó sem situr við flygilinn hefur æft hátíðarkör Tónlistarskdla ísaflarðar.
Bach-hátíð
á ísafirði á
í'östudag--
inn langa
BACH-hátíð verður í ísafjarðar-
kirkju að kvöldi föstudagsins langa,
kl. 20.30, en þá flytja Hátíðarkór
Tónlistarskóla Isafjarðar og kamm-
erhljómsveit ásamt einsöngvurum
nokkur verka Baehs. Stjórnandi tón-
leikanna er Ingvar Jónasson en
Beáta Joó hefur æft kórinn.
Tónlistarskóli ísafjarðar annast
allan undirbúning tónleikanna og
segir Sigríður Ragnarsdóttir skóla-
stjóri að í kómum séu fyrrverandi og
núverandi nemendur og kennarar
skólans ásamt fleira áhugafólki. Á
föstudaginn langa í fyrra flutti hátíð-
arkórinn ásamt kammersveit og ein-
söngvurum óratóríuna Messias og
segir Sigríður þá hafa verið ákveðið
að halda áfram flutningi stórra og
krefjandi kórverka. Á næsta ári er
ráðgert að flytja Requiem eftir
Mozart.
Beáta Joó hefur æft kórinn frá þvi
í janúarlok og Ingvar Jónasson hefur
valið úr hópi atvinnumanna kamm-
erhljómsveit sem æft hefur undan-
fama daga og stjómar hann jafn-
framt flutningnum. Ingvar segir
ánægjulegt að geta haldið áfram
þeirri gömlu hefð sem skapast hafi í
kirkjunni að hafa tónlistarflutning að
kvöldi föstudagsins langa.
Ekki stórmál
að sækja æfíngar
Sem fyrr segir em í kórnum bæði
nemendur og kennarar við Tónlist-
arskólann, alls um 50 manns. Meðal
þeirra em hjónin Helga Guðný
Kristjánsdóttir og Björn Birkisson,
sem búa á Botni í Súgandafirði, og
dóttir þeirra Fanný Margrét. „Nei,
það er ekki stórmál að sækja æfingar
þegar fært er og áður en göngin
komu var þá bara farið á traktor eða
vélsleða, að minnsta kosti á Sunnu-
Morgunblaðið/Jim Smart
Ingvar Jónasson, stjóraandi tónleikanna, er hér á spjalli við þær Sigur-
laugu Eðvaldsdóttur og Maríu Weiss.
Ljósmynd/Halldór Sveinbjömsson
Hjónin Helga Guðný Kristjánsdóttir og Björn Birkisson koma ásamt
dóttur sinni Fanný Margréti frá Botni í Súgandafirði á hveija æflngu.
kórsballið,“ segir Helga Guðný í
samtali við Morgunblaðið en hún
hefur um árabil verið í Sunnukóm-
um og stundar einnig söngnám og
píanónám. „Það hefur verið mjög
ánægjulegt að vera með í hátíðar-
kórnum og þetta verkefni er ólíkt því
sem við höfum verið að gera í Sunnu-
kómum.“ Tvö önnur böm Helgu og
Bjöms era einnig í tónlistarnámi við
útibú Tónlistarskólans á Suðureyri
og hún segir yngsta barnið, fjögurra
ára, vera að byrja að fikta. Á tónleik-
unum verður flutt kantata nr. 140
„Wachet auf‘, Svíta nr. 1 í C-dúr og
kórar úr Jóhannesar- og Matteusar-
passíum. Einsöngvarar em þau Mar-
grét Bóasdóttir sópran og Jóhann
Smári Sævarsson bassi. Tónlistar-
skólinn nýtur stuðnings Isafjarðar-
bæjar, menntamálaráðuneytis og
ýmissa fyrirtækja við tónleikahaldið.
Forsala aðgöngumiða er í Bókaversl-
un Jónasar Tómassonar.
I hlekkjum hugarfarsans
LEIKLIST
Félagsmiðstöðin
ÖðaI, llurgarnesi.
Leikdeild
UmI. Skallagrfins
ÉG BERA MENN SÁ
Höfundar: Anna Kristín Krisljáns-
dóttir og Unnur Guttormsdóttir.
Tónlist: Árni Hjartarson.
Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson.
Föstudaginn 14. aprfl.
KLIKKAÐ er kannski fyrsta orðið
sem kemur upp í hugann þegar lýsa á
Ég bera menn sá eftir Hugleikskon-
umar Unni og Önnu Stínu. Þær stöll-
ur sækja gjaman efnivið sinn í þjóð-
sögumar, og svo er einnig hér. Saga
um álfamey í álögum og sauðamenn
sem finnast dauðir á jólanótt eftir
gandreið mikla myndar rauða þráð-
inn í verkinu en einnig koma tvær
skessur við sögu, ættaðar úr trölla-
sögum öllum og engri. Svo er vita-
skuld draugur. En þótt rauður þráð-
ur sé þama einhvers staðar hafa
höfundar sleppt öllum beislum af
hugarflugi sínu og „stefna í allar áttir
og enga þó“ eins og meistarinn sagði.
Engu tækifæri er sleppt til að skapa
skringilegar uppákomur eða skjóta
að orðaleik. Stundum heppnast þetta,
stundum ekki eins og gengur, og ekki
em það alltaf hnittnustu orðaleikim-
ir sem uppskera hláturinn, það getur
allt eins verið aulalegasta fyndnin
sem virkar. Svo er verkið fullt af skír-
skotunum til samtímamálefna sem
vom efst á baugi á ritunartíma þess,
má þar nefna aðför Baldurs Her-
mannssonar að islenskri bændastétt
og íslenskri sauðkindastétt, innflutn-
ing á kalkúnalærum og fleira fyrnt.
Sönglög Árna Hjartarsonar og
hnittnir textar bæta síðan einum lit
enn við þetta skrautlega sjónarspil.
Ekki get ég neitað því að verkið er
full-bláþráðótt fyrir minn smekk.
Lítil tilraun hefur verið gerð til að
láta hinar ólíku persónur eiga þátt í
örlögum hver annarrar, þjóðsagan
siglir sinn lygna sjó til endalokanna
gleðilegu meðan hugarfarshlekkjaðir
bændasynir, bældur bóndi og með-
virk eiginkona hans, orðheppnar
skessur, mglaður munkur og rapp-
andi sauðir fara sínu fram allt í kring.
Ég bera menn sá er köflótt verk,
sumir kaflarnir em skemmtilegri en
aðrir en samhengisleysið dregur
nokkuð úr heildaráhrifamætti þess.
Umgjörð og útlit er ágætlega unn-
ið, baktjald er til að mynda fallegt og
svipmikið, og það verður að teljast
vel af sér vikið að koma þessu flókna
verki fyrir á þröngu sviðinu.
Þröstur Guðbjartsson sækir í upp-
færslu sinni allnokkuð í fmrnupp-
færslu Hugleiks, bæði hvað varðar
útlit og „lögn“ einstakra persóna.
Þetta sætir nokkurri furðu, þar sem
verk af þessu tagi era galopin fyrir
nýjum skemmtilegheitum og hug-
myndum. Kannski á þetta líka sína
sök á því að sýningin er óþarflega
dauf og kraftlaus á köflurn. Stundum
virðist sem leikaramir hafi ekki „gert
þetta að sínu“ svo gripið sé til gamall-
ar klisju. Á þessu era vissulega und-
antekningai-. Þannig vora þeir bræð-
ur Bölvar og Ragnar bráðgóðir og
fyndnir í meðföram Axels Vatnsdal
og Jónasar Þorkelssonar. Guðrún
Kristjánsdóttir og Ragnheiður M.
Jóhannesdóttir vora einnig for-
dæðulegar og kostulegar sem hinai-
trúðslegu tröllskessur Auðlegð og
Ástríður. Ólafur Gunnarsson náði að
gera munkinn furðulega, Meyvant, f
allskemmtilegan og vel fór hann með
sönginn um síðustu kvöldmáltíðina,
sem að mínu viti er besta lag sýning-
arinnar.
Ekki er annað hægt en að geta
gestaleikarans, en brottfluttur Borg-
nesingur, Ingvar E. Sigurðsson, átti
óvænta og fyndna innkomu í upphafi
sýningar. Ekki er vert að ljóstra upp
um eðli hennar, en þess verður þó að |
geta að ekki hafði hann erindi sem j
erfiði, enda trúir enginn leikurum, f
sérstaklega ekki í leikhúsi.
Að lokum vil ég benda Skalla-
grímsmönnum á að taka fyrir þann
leiða ósið að áhorfendur taki ljós-
myndir meðan á sýningu stendur. Að
þessu er traflun og óvirðing jafnt við
leikara sem áhorfendur. Vonandi
verða myndatökur aflagðar þegar
næsti hópur sest í sæti sín í Óðali til
að henda reiður á þessum brjálaða
hugar-farsa.
Þorgeir Tryggvason f