Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ í DAG Heimsmeistaramótið í einmenningi ------------------------ Jón endaði í 14. sæti BRIDS Aþenu, Gi'ikklandi GENARALIMASTERS Heimsmeistaramótið í einmenningi fór fram í Aþenu í Grikklandi, dag- ana 13.-15. apríl. og vann því spilið aðeins slétt, sem gaf AV eðlilega góða skor. Jón var ekki ánægður með spilafé- laga sinn í þessu spili: Austur gefur, enginn á hættu Norður * Á875 v - ♦ KD1094 + KG96 HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í ein- menningi, Generali Masters, hefur verið haldið annað hvert ár frá 1992. Keppt er jafnan í karla- og kvenna- flokki, og í ár var einnig keppt í ungl- ingaflokki. I karlaflokki er 52 spilurum víðs- vegar að úr heiminum jafnan boðið til leiks. Islendingar hafa alltaf átt þar fulltrúa og Jón Baldursson hefur spilað í öllum mótunum og vann árið 1994. Jón byrjaði vel að þessu sinni og fyrstu þrjár lot- urnar af fjórum skiptust þeir Piotr Gawrys frá Póllandi, sem vann mót- ið árið 1992, á um að hafa forustuna. I síðustu lotunni gekk Jóni hins vegar ekki sem best og endaði að lokum í 14. sæti með 51,8% skor. Italinn Antonio Sem- enta átti hins vegar mik- inn endasprett og varð heimsmeistari með 57,15% skor en Gawrys varð í 2. sæti með 55,51%. Rússinn Alexander Gromov varð þriðji með 54,45%. Þess má geta að Kanadamaðurinn George Mittelman, sem hér spilaði á Bridshátíð í vetur, vermdi neðsta sætið og í neðri hlutanum voru einn- ig Frakkinn Poul Chemla og Bretinn Tony Forrester svo einhverjir séu nefndir. I kvennaflokki varð Benédicte Cronier frá Frakklandi hlutskörp- ust, Jill Myers frá Bandaríkjunum varð önnur og Martine Verbeek frá Hollandi þriðja. í unglingaflokki varð Grikkinn Miltos Karamanlis heimsmeistari. Vestur * 10 ¥ AK108765 ♦ - * AD1072 Austur A K9 v? ♦ AG8765432 + 84 Antonio Sementa Suður * DG6432 v DG943 ♦ - + 53 Jón sat í norður og félagi hans í suður var Grikkinn Kapayianidis. Austur byrjaði á að passa og það gerði suður einnig; þetta upphaf sæist aldrei í íslensku móti! Vestur opnaði á 1 hjarta, Jón doblaði, austur sagði 2 tígla og suður stökk í 4 spaða. Þegar vestur sagði 5 hjörtu hélt Jón áfram í 5 spaða sem vestur doblaði þegar að hon- um kom. Grikkinn í suður redoblaði að bragði og við það sat. Vestur spilaði út hjartaás sem var trompaður í borði. Nú er spilið auðunnið með því að leggja niður spaðaás, því sama er hvaða hliðarlit er spilað, allir liggja þeir fyrir sagn- hafa. En suður ákvað að nota inn- komuna í blindan til að fría tígulinn. Hann spilaði tígulníunni úr borði og þegar austur lét lítið henti sagnhafi laufi heima. Nú hrundi spilið. Vestur trompaði og spilaði hjarta sem austur tromp- aði með níu. Hann spilaði laufi á ás vesturs sem spilaði meira hjarta og spaðakóngur austurs varð slagur. Tveir niður, 600 til AV og toppur í stað toppsins til NS. Úrslit MasterCard- mótsins að hefjast Góð vörn Þeim Jóni og Gawrys gekk ágæt- lega þegar þeir spiluðu saman gegn Andy Robson og Giorgio Duboin. Norður * G108 ¥ 10853 * 7 * KD1075 Vestur Austur + KD92 + 7654 ¥ K72 ¥ G64 ♦ 863 ♦ G104 + A82 + 963 Suður + Á3 ¥ ÁD9 ♦ ÁKD952 + G4 Allir spiluðu 3 grönd í suður, sem vinnast auðveldlega, aðeins var spuming um yfirslagi. Gawrys í vestur spilaði út spaðakóng og Jón í austur sýndi jafna tölu í litnum. Robson spilaði næst laufagosa, sem Gawrys gaf; aftur sýndi Jón í austur talningu. Vestur drap næsta lauf með ásnum, tók spaðadrottninguna og spilaði sagnhafa inn á tígul. Robs- on gat nú tekið tígulslagina en varð í lokin að gefa vöminni 2 slagi á hjarta Úrslit íslandsmótsins í sveita- keppni, MasterCard-mótsins, hefj- ast klukkan 15:20 í Bridshöllinni við Þönglabakka í dag. Þar keppa 10 sveitir til úrslita og Islandsmeistarar verða krýndir síðdegis á laugardag. Keppnin í ár gæti orðið jöfn og spennandi, eins og hún hefur raunar verið undanfarin ár. Að venju em þrjár sveitir taldar sigurstranglega- star: Samvinnuferðir-Landsýn, sem er að reyna við þriðja titilinn í röð, Subaru-sveitin og Skeljungur, en í þessum sveitum em t.d. allir heirns- meistrar og flestir landsliðsmenn ís- lendinga. Aðrar sveitir gætu hins vegar vel unnið mótið og em sveitir Þriggja frakka, Jóhanns Þorvarðar- sonar og Ferðaskrifstofu Vestur- lands þá einna líklegastar til þess. Þær fjórar sveitir sem eftir em, Flugleiðir-frakt, Gísli Þórarinsson, Hlíðakjör og íslensk verðbréf, em einnig skipaðar leikreyndum mönn- um og því er alls ekki hægt að útiloka þær heldur. Spilaðar verða tvær umferðir í dag, þrjá á morgun, tvær á föstudag og tvær á laugardag. Guðm. Sv. Hermannsson TAbiAFUTiAK Pasta-og gufusuðupottur kr 7 ltr. 18/10 stál. Pastavél kr. 4.500. PIPAR OG SALT Klapparstíg«43£mi 562 3614 VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Varðandi þjónustulund VARÐANDI grein í Vel- vakanda í Morgunblaðinu 15. apríl sl. um verslunina Ólavíu og Oliver, vill ég, eigandi verslunarinnar, biðja Sigríði Þóm afsökun- ar á því að hafa fengið svona slæma þjónustu í verslun minni. Við viljum að allir okkar viðskiptavin- ir fái sem besta þjónustu. Vil ég þakka Sigríði Þóru fyrir ábendinguna því allt- af eru allar ábendingar vel þegnar, sama af hvaða rót- um þær em mnnar. Ætla ég í framhaldi af þessu að endurskoða starfsreglur okkar í sambandi við vöru- skipti á gallaðri vöm. Einnig vil ég að það komi fram að upphæð innleggs- nótunnar var röng vegna þess að slegið var af óvar- kárni inn vitlaust vömn- úmer og viljum við biðjast velvirðingar á því. F.h. Ólavíu og Oliver, Þórunn Sigurðardóttir. SD sjávar-og jurtasmyrsl MIG langar að koma á framfæri hvað ég er ánægður með áburðinn frá SD-sjávar- ogjurtasmyrsl- um. Eg hef notað áburðinn á skeggrótina á mér, því ég hef svo þurra húð, sem fylgt hefur mikill kláði og roði og þessi áburður hefur bókstaflega tekið kláðann og roðann alveg í burtu. Með bestu þökkum Guðjón Matthíasson, Öldugötu 54, Rvík. Markaður í Perlunni EG get ekki orða bundist vegna markaðar sem hald- inn var í Perlunni fyrir stuttu. Eg er alls ekki að setja út á markaðinn sjálf- an, heldur það að það skuli vera sameiginlegur inn- gangur á markaðinn og fyrir matargesti Perlunn- ar. Markaðurinn var alveg frábær og gerðu bæði ég og aðrir mjög fín kaup þar. Mér finnst hins vegar að þegar haldnir em markað- ir í Perlunni þurfi að vera annar inngangur fyrir þá sem þangað fara. Mér fannst frekar dapurt að sjá prúðbúna matargesti ganga inn í þetta fallega veitingahús á rauðum dregli og við þeim blöstu kaupglaðir Islendingar með fullt af pokum og allt í drasli í anddyrinu. Þegar matargesti ber að garði í stolt okkar Reykvíkinga, Perluna, ætti aðkoman að vera snyrtilegri en hún var þessa daga. Þetta var ekki fögur sjón, hvorki fyrir ís- lenska né erlenda matar- gesti. Eg vona að breyting verði á aðkomu matar- gesta í anddyrinu næst þegar markaður er haldinn þarna. María. Endalausar hækkanir á bensíni KONA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri mótmælum vegna endalausra hækk- ana á bensíni. Hún keyrir um á litlum Suzuki Swift og er hann ekki bensín- frekur. Fyiir nokkrum mánuðum fyllti hún bílinn sinn íyrir rúmar 2.000 krónur, en nú er hann fyllt- ur fyrir tæpar 3.000 krón- ur. Finnst henni þetta vera orðnar allt of miklar hækk- anir á stuttum tíma. Það er orðið svo hrikalega dýrt að reka bfl á íslandi í dag, að það er nánast lúxus. Bláa lónið EG og bömin mín fórum í Bláa Iónið sunnudaginn 16. apríl sl. Langar mig til þess að hvetja fólk til þess að koma við í þessari para- dís okkar íslendinga. Allur aðbúnaður er þarna til fyr- irmyndar og yndislegt að eyða þarna góðri stund með góðu fólki. Þarna var mikið af erlendum gestum og Islendingum og gat ég ekki betur séð en allir væru ákaflega sáttir við h'f- ið og tilveruna á þessum dýrðarstað. Hafið bestu þakkir fyrir. Björg. Vínmenning ÞAD er af og til verið að dásama hina svokölluðu vínmenningu, en því miður hefur þjóðfélagið allt aðra sögu að segja, sem við er- um að heyra næstum dag- lega, eins og fram kemur í orðunum „horf þú ekki á vínið, hversu rautt það er, hversu það glóir í bikar- num og rennur ljúflega niður. Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra.“ Orðskvið- ir 23.31-32. Pétur. 5-D úr Miðbæjar- barnaskólanum SIGFRÍÐUR hafði sam- band við Velvakanda og vildi koma því á framfæri að bekkjarmyndin sem birtist i Velvakanda sunnu- daginn 16. aprfl sl. væri af 5. bekk D úr Miðbæjar- barnaskólanum, veturinn 1929-1930. Kennarinn heitir Sigurbjörg Þorláks- dóttir. Ef einhver vill fá nánari upplýsingar, er hægt að hafa samband við Sigfríði í síma 553-5848. Tapaó/fundið Svart snyrtiveski týndist SVART snyrtiveski með fullbúnu innihaldi týndist laugardaginn 15. apríl sl. Ef einhver hefur fundið það, þætti mér ósköp vænt um að viðkomandi hringdi í mig í síma 551-3938 eða 560-1375. Blá næla fannst á Café Romance BLA næla fannst á Café Romance í Lækjargötu fyrir um það bil 2 mánuð- um. Upplýsingar í síma 554-6298 698-6298. Dýrahald Tinna fæst gefins TINNA er gullfalleg, kois- vört 10 mánaða læða. Hún er inniköttur og bólusett. Hún fæst gefins á gott heimili vegna sérstakra ástæðna. Sandkassi, klór- utré og ferðabúr geta fylgt á hálfvirði. Upplýsingar í síma 567-0704. BRIDS l iusjou Uiiðmiiiiilur Páll AniardúUir Þegar ógnandi hliðarlitur blasir við í borði er besta vörnin gjarnan sú að ráð- ast á innkomurnar. Hér er skemmtilegt dæmi um slíka vörn: Norður gefur; AV á hættu. . Norður + a D65 v AK98432 ♦ 10 + D8 Vestur Austur +G87 +104 »D5 »1076 ♦ D92 ♦ KG874 +ÁKG95 +762 Vestur Suður +ÁK932 ¥G ♦ Á653 + 1043 Norður Austur Suður - 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: Laufás. Setjum okkur í spor vesturs. Hann tekur fyrstu tvo slagina á ÁK í laufi og austur sýnir þrílit. Eftir sögnum að dæma á suður fimmlit í spaða og fjóra tígla. Þar með eru miklar líkur á því að skipting hans sé nákvæmlega 5-1- 4-3. Ef vestur spilar hlut- lausa vörn - skiptir til dæmis yfir í tromp - tekur sagnhafi hjartaás, stingur hjarta, aftrompar síðan vörnina og endar í borði. Það verður að hindra þetta og eina leiðin til þess er að spila laufgosa og neyða sagnhafa til að trompa! En suður á krók á móti þessu bragði. Hann tromp- ar einfaldlega ekki! En hvort á hann að henda hjarta eða einspilinu í tígli? Það virðist ekki skipta máli, en gerir það þó. Ef hann kastar hjarta, er það yflrlýsing um að hann sé með tígulás og þá er aðeins einn möguleiki eftir í vörninni: að spila laufi í fjórða sinn og láta austur trompa með tíunni. Á þann hátt uppfærist slagur á spaðagosa. En ef sagnhafi hendir tígli, eins og hann eigi ekki ásinn, er mun meira freistandi fyrir vestur að spila tígli í fjórða slag. Og þá á sagnhafi síð- asta orðið. Yíkverji skrifar... OFT má sjá orðalag sem Vík- verji telur hvimleitt og er honum spurn hvort sé eðlilegt - varla má tala um rétt eða rangt lengur í þessu samhengi - og varp- ar spurningunni til sér fróðari manna um íslenskt mál. Þegar menn tala um að veita þjónustu eða fræðslu er oft sagt: Þjónusta til viðskiptavina, fræðsla til nemenda og svo framvegis. Þetta má gjarnan sjá í auglýsing- um en jafnvel líka í skrifuðum texta. Er ekki betra að segja og skrifa að veita viðskiptavinum þjónustu og nemendur fræðslu? Það þarf ekkert til í þessu sam- bandi. Það þarf hins vegar ein- hverja hugsun til. Svo mætti líka hugsa sér að segja að hinn eða þessi aðilinn veiti fræðslu fyrir ákveðinn hóp manna. Þetta var nöldur dagsins. XXX HJÓLREIÐAR virðast eiga auknum vinsældum að fagna og á þessum árstíma spretta hjól- reiðamenn fram á götum og torg- um og stéttum. Á góðviðrisdegi um vor og sumar vilja þeir gjarnan fara allra sinna ferða á hjóli eða nota fákinn sem hreyfingu og þjálf- un eða bara til að viðra sig á. Er það allt saman gott og blessað. Víkverja varð hugsað til hinnar miklu notkunar okkar á einkabíln- um þegar hann tók einn morguninn eftir þessum sístækkandi hópi hjól- reiðamanna. Við förum helst ekki bæjarleið hér á höfuðborgarsvæð- inu nema í bílnum okkar. í lang- flestum tilvikum erum við ein á ferð, oftast erum við bara á ferð milli heimilis og vinnustaðar og jafnvel bara kvöld og morgna. Þess á milli stendur bíllinn óhreyfður á vinnustað. Okkur dettur varla í hug að nota annan ferðamáta, strætó, hjól eða tvo jafnfljóta. Hver getur verið skýring á því? Getum við ekki notað strætó af því að leiðin næst okkur hentar ekki? Er það of dýrt? Eru ferðir of strjál- ar? Nennum við ekki að hjóla? Eða eigum við kannski ekki hjól? Kannski kunnum við það ekki? Það sama gildir ef til vill með gönguna. Það er oft langt, veðrið er leiðin- legt, skjólfatnaður og annar þægi- legur göngu- eða hjólreiðafatnaður hentar ekki þegar á vinnustað er komið. Allt þetta er eflaust einhver skýring. En getur ekki líka verið að við viljum ekki finna okkur ann- an ferðamáta? Það er þægilegast að skella sér út í bíl og æða af stað. Hitt er alltof mikil fyrirhöfn. Við viljum kannski ekki draga úr notk- un einkabílsins. Við leiðum kannski ekki hugann að því hvort okkur beri að gera eitthvað til að draga úr mengun. Við viljum sýna okkur og sjá aðra úr okkar einkabíl. Er þetta sem sagt hin margfræga þjóðarsál sem ræður þess XXX MERKILEGT var að lesa frétt um bókastuldinn mikla hjá Borgarbókasafninu. Þúsund bækur á einu ári. Þetta er orðið svo mikið vandamál að það verður að koma upp öryggiskerfi til að reyna að spyrna við fótum. Hvaða lestrar- hestar eru það sem taka bókasafns- bækur ófrjálsri hendi? Og hvað skyldu þeir gera við þær? Skella þeim upp í bókahillu? Selja þær? Víkverji telur sig vita að ekki sé mjög dýrt að notfæra sér þjónustu bókasafna. Varla þurfa menn því að stela bókum til að geta lesið ódýrt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.