Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 76
Heimavörn Drögum næst 25. aprfl MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBLIS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Bremerhaven Verðfall ákarf- anum KÍLÓIÐ af karfa seldist í síðustu viku á um 2 þýsk mörk eða um 70 krónur. Verð á karfa í vikunni fyrir páska í fyrra fór upp í nærri 4 mörk og hefur því lækkað um helming. Samúel Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Iseyjar, sem rekur fiskmarkaðinn í Bremerhaven, seg- ir alltof mikið af fiski hafa komið inn á markaðinn i síðustu viku. Það komi sér illa fyrir alla, ekki bara seljendur, heldur einnig kaupend- ur. Hann segir ýmsar ástæður liggja að baki og þessu sé erfitt að ? ^stjórna. „Það hafa greinilega margir hugsað sér gott til glóðarinnar núna í páskavikunni og vonast eftir háu verði. Þannig fengum við karfa frá nokkrum fyrirtækjum sem hafa ekki selt hjá okkur á þessu ári fyrr en núna, heldur verið meira í flök- unum. Mesta truflunin kemur þannig frá þeim sem ekki selja hér að öllu jöfnu,“ segir Samúel. Hilmar Júlíusson, hjá Iceland Seafood í Þýskalandi, segir mikið ^_magn á fiskmarkaðnum og verð- ^^mskkun í Bremerhaven einnig þýða verðlækkun í útflutningi ferskra karfaflaka frá Islandi. Mikil og almenn þátttaka var í átakinu Dæturnar með í vinnuna i. ■ Mikil verdlækkun/C3 Uppsagnarfrestur sjúkraliða verður ekki framlengdur j Morgunblaðið/Ásdís Guðbjörg Osk settist í stól bæjarstjórans föður síns Viðræður hefjast . á ný eftir páska EKKI verður gripið til þess að framlengja uppsagnarfrest þeirra sjúkraliða á Landspítala Háskóla- sjúkrahúsi sem sögðu upp störfum 1. mars sl. en uppsagnarfresturinn rennur út 1. júní nk. Þetta kom fram á vinnustaðarfundi sjúkraliða með lögfræðingi spítalans og starfsmannastjóra í gær. Jafn- framt var ákveðið að hefja á ný vinnufundi eftir páska. „Þetta var allt á góðum viðræðu- grundvelli og viðræður munu hefj- ast á ný eftir páska á vinnufund- um,“ sagði Guðrún Björg Ketils- dóttir trúnaðarmaður á Land- L.spítalanum við Hringbraut. „Stofn- unin vill semja við okkur fyrir 1. júní þegar áætlað er að við göngum út. Því verður haldið áfram núna og markmiðið er að samningar tak- ist fyrir þann tíma. Það er einlæg- ur vilji bæði okkar og stofnunar- innar að það gangi enda mega þeir ekki missa okkur.“ Um 65% sjúkraliða hafa sagd, upp störfum Að sögn Guðrúnar hafa um 65% sjúkraliða sagt upp störfum hjá Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi. „Það er þegar komið los á fólk,“ sagði hún. „Sumir ætla að láta uppsagnirnar standa og fara í önnur störf. Þegar svona lagað gerist þá verður það oft til þess að ýta við fólki.“ Sagði hún að á fundinum hefði komið fram að fólk væri farið að líta í kringum sig eftir öðrum og betur launuðum störfum. Nefndi hún sem dæmi að laun sjúkraliða eftir 20 ára starf væru lægri en starfsmanna á bensínstöðvum. MIKIL og góð þátttaka var í átak- inu Dæturnar með ívinnuna sem efnt var til í gær í tengslum við AUÐI í krafti kvenna, verkefni sem miðar að því að auka hagvöxt á Is- landi með því að hvetja konur til at- vinnusköpunar. I Reykjanesbæ létu tólf ungar stúlkur að sér kveða við upphaf bæjarstjórnarfundar er þær komu sér fyrir í sætum bæjarfulltrúa og báru fram tillögu um að bæjaryfir- völd kanni möguleika á að náms- efnið Látum drauminn rætast, sem samið var í tengslum við AUÐI í krafti kvenna, verði tekið til kennslu í grunnskólum bæjarins. Tillagan hlaut góðar undirtektir meðal bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, sem látið höfðu stúlkunum eftir stjórnartaumana um stund. Á myndinni má sjá Ellert Eiríksson bæjarstjóra til hægri en í sæti hans situr dóttir hans Guðbjörg Osk Ell- ertsdóttir. Til vinstri er Thelma Guðbjörg Theódórsdóttir en hún sat í sæti Jóhanns Geirdals bæjar- fulltrúa. ■ Fjöldi dætra/6 Þjóðmenningarhúsið opnað eftir 330 milljóna endurbætur Gjörðabók þjóðfundar 1851 sýnd í fyrsta sinn ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ verð- ur opnað við hátíðlega athöfn í gamla Safnahúsinu við Hverfisgötu á morg- un. Húsið hefur verið endurnýjað að utan og innan en það hefur verið gert í fullu samræmi við alfriðun þess. Framvegis verða ekki söfn í húsinu heldur verður það opinbert sýning- ar- og fundarhús, vettvangur kynn- ingar á íslenskri sögu og menningar- arfi. Heildarkostnaður við endurbætur Þjóðmenningarhússins er um 330 milljónir króna, eða 15 milljónir yfir frumkostnaðaráætlun sem gerð var árið 1997 og hljóðaði upp á 315 millj- ónir. Jóhanna Hansen, verkíræðing- ur hjá Framkvæmdasýslu n'kisins, telur það tiltölulega vel sloppið og segir mismuninn að miklu leyti skýr- ast af verðbreytingum milli áranna 1997 og 2000. ' Kostnaður við endurbætumar er greiddur úr Endurbótasjóði menn- ingarbygginga. ■y f Jtj/troí’ /i t (ufmi ■jtm—ijJ,.,-y Í' ,e*f /** f n UjUf* •{*»**«>: ‘i-)a h/M Ufr fú/l,í ftnu lýjt, \kxn * ót'ttvaU.wx ailx^u! . / {uttt {/r / rtuiut í fuif Affnrny '. íUnuitV tt /ffJe/,' uf nr jitf Mlnunt. in *f fú/ tv/*. v.V /'o.ifeJ, ttnn , / ' 07/'/ '? / ert/wý/s ? Vt/ö'/tx/d * inh 'J/ftf/tf/t /Mi /u,. *» Auttitt ! („tu Úfjt /ÁAíCUA. Vttf d/ Morgunblaðið/Kristinn Gjörðabók þjóðfundarins 1851 verður til sýnis í Þjóðmenning- arhúsinu. Orð þingmanna, að frumkvæði Jóns Sigurðssonar, „Vér mótmælum allir!“ eru táknræn fyrir þjóðfundinn og hafa orðið fleyg. Margir kjörgripir verða til sýnis í Þjóðmenningarhúsinu. Þar má nefna gjörðabók þjóðfundarins 1851 sem kemur nú í fyrsta skipti fyrir al- menningssjónir. Bókin geymir frum- heimildir um þennan sögufræga fund sem álitið er að hafi markað þáttaskil í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar. Fundargerðina ritaði Bene- dikt Gröndal skáld og er hún listilega skrifuð. Ometanlegar heimildir Heimildir gjörðabókarinnar eru taldar ómetanlegar um hina sögu- legu atburði í Reykjavík er dönsk stjórnvöld reyndu að innlima ísland í Danmörku til frambúðar. A þjóðfundinum settu leiðtogar Is- lendinga, undir forystu Jóns Sig- urðssonar forseta, fram kröfur sem urðu grundvöllur sjálfstæðisbarátt- unnar næstu áratugina. ■ Þjóðmenningarhús/E 1-4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.