Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
>---------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Að lifa af
leikrit sitt
Sljórfarandskuggi erlífið, leikari
sem fremurkæki á fjölunum um stund
ogþegir uppfrá því, stutt lygasaga
þulin afvitfirringi, haldlaustgeip,
óráð sem merkir ekkert.
HIN hverfula list.
List augnabliks-
ins. Leiklistin.
Reyndar aðeins
eins og hún birt-
ist á leiksviðinu þar sem leika-
rinn stendur og heillar áhorf-
andann um stund og er svo
horfinn. Eftir stendur minning,
mynd, tilfinning. Vel heppnuð
tveggja stunda löng leiksýning
skilur kannski eftir sig eina
mynd í hugskoti áhorfandans,
mynd sem kemur alltaf upp í
hugann þegar rifjuð er upp sýn-
ingin. Aðrar
VIÐHORF
sýmngar
hverfa úr
minninu og
verða að
Eftir Hávar
Sigurjjónsson
engu áður en við er litið. Hin
hverfula list. Þjóðleikhúsið
heiðrar sjálft sig með frumsýn-
ingu á Draumi á Jónsmessunótt.
Einum ljúfasta og þekktasta
gleðileik leikbókmenntanna.
Draumur um draum eða draum-
ur um leikhús. Kannski hvoru
tveggja. Það er ágætlega við
hæfi að leika Shakespeare á
hálfrar aldar afmæli Þjóðleik-
hússins. Hugsanlega hefði hin
þjóðlega taug fremur kosið að
sjá eitthvað íslenskt en færa má
gild rök fyrir því að íslensk sýn-
ing á Draumi á Jónsmessunótt í
Þjóðleikhúsi Islendinga í þýð-
ingu snillingsins Helga Hálfdan-
arsonar sé jafn íslensk og hvað
annað. Fá leikskáld hafa ort um
leikhús af jafn mikilli ást
ogWilliam Shakespeare, fáir
hafa skilið eðli leikhússins betur
og fáir hafa skilið tengslin milli
lífsins og leikhússins betur.
A morgun, og á morgun, og á
morgun/þumlungast þessi smá-
spor dag frá degi/til loka hinztu
línu á tímans bók; /og gærdag-
arnir allir lýstu leiðflónum, í
dauðans duft. Slökk, slökk þig,
skar!
Sljór farandskuggi er lífið,
leikari/sem fremur kæki á fjöl-
unum um stund /þegir uppfrá
því, stutt lygasaga þulin af vit-
firringi, haldlaust geip/óráð sem
merkir ekkert. (Makbeð)
Lífið er leikhús. Ekki í hinni
léttúðugu merkingu sem orðtak-
ið er oft látið tákna heldur í
þeirri djúpu merkingu að lífið er
jafn hverfult og leiklistin. Við
stígum á svið um stund og leik-
um okkar hlutverk og síðan er-
um við horfin af sviðinu að eilífu.
Fyrir Guð sakir, setjumst hér
á jörð/og rekjum sorgarsögu af
falli kónga/ýmsum var hrundið,
ýmsir féllu í stríði, /að öðrum
sóttu vofur hinna dæmdu/og
þessum byrlar eiginkonan eitur,
í svefni er drepinn annar; allir
myrtir/Kórónan hola, kringum
dauðlegt ennið á kóngi, hýsir
Dauðans drótt; /þar situr
sá sem völd spottar, gerir gys
að tign/heimilar andrá nokkra,
og lítið leiksvið/ að leika kóng,
sem vekur ótta og drepur með
augnaráði, fyllir hann af hroka
og ímyndun, sem væri hold
hans virki/ málmrekið um hans
líf, og kemur loks á góðri stund
og stingur smárrí nál í gegnum
virkisvegginn! - far vel, kóngur!
(Ríkharður II)
Shakespeare er hin eilífa gáta.
Sífelld ráðgáta þeim sem fást við
texta hans, hvernig honum tókst
að fanga hið eilífa í mannsálinni
með þeim hætti að hver kynslóð
fram af annarri finnur sannleik-
ann í orðum hans, tilfinninguna
að baki þeirra og vísdóminn í
hugsuninni.
Sem veröldin forðum fór á
kreik hæ, hopp! - útí veður og
vind,
enn vöðum við reyk. Nú er
lokið leik/en við lyftum tjaldinu
dag eftir dag.
Þannig syngur trúðurinn
Fjasti í lok Þrettándakvölds og
víst er að enn lyftum við tjaldinu
og enn heillumst við af galdri
leikhússins. Kannski vöðum við
reyk eða kannski er hvergi heið-
skírara en einmitt í leikhúsinu.
Hvergi sér betur til sólar,
hvergi verður jafn vítt til veggja
og hvergi kemst sálin á jafnmik-
ið flug og þar. Kannski heyrist
rödd leikhúsmannsins Shake-
speares hvergi jafn skýrt og í
eftirfarandi brýningu Hamlets
danaprins til leikaranna áður en
þeir hefja leik sinn fyrir Kládíus
konung og Geirþrúði drottningu.
Vertu ekki heldur of gæfur;
en hafðu dómgreind sjálfs þín að
leiðbeinanda. Hæfðu athöfn eftir
orðum, og orði eftir athöfnum;
og gefðu því einkum gætur, að
ofbjóða ekki hófsemd náttúrunn-
ar; því allt sem svo er ýkt, er
andstætt tilgangi leiksins, því
markmið hans, bæði í upphafí og
nú, var og er, að halda upp svos-
em einsog spegli fyrir mannlíf-
inu, að sýna dyggðinni svip
sjálfrar sín, forsmáninni líkingu
sína, og tíð vorri og aldarhætti
mynd sína og mót. Sé nú þetta
ýkt, eða gert með semingi, kann
það að vekja hlátur hinna fávísu,
en getur aðeins angrað skyn-
bæra menn; og í þínum augum
hlýtur dómur þeirra að vega
meira en húsfyllir af hinum. Ó,
það eru til leikarar sem ég hef
séð leika, og heyrt aðra hrósa,
og það óspart, og frómt frá sagt,
höfðu þeir hvorki málfar krist-
inna manna, né limaburð krist-
inna, heiðinna, né mennskra
manna, heldur reigsuðu svo og
beljuðu, að mér kom í hug að
einhverjir hlaupasmiðir náttúr-
unnar hefðu búið til manneskjur,
og ekki tekizt vel; svo afkára-
lega stældu þeir manneðlið.
Hamlet danaprins telst af
þessari ræðu einn glöggskyggn-
asti leikhúsmaður heimsbók-
menntanna. Hvort sú reynsla
hans hefði dugað honum til að
verða dugandi kóngur skal ós-
agt; hlutverk hans var ekki að
„fremja kæki á fjölunum um
stund“, heldur endurtaka kæki
sína á fjölunum um alla eillfð, í
túlkunum nýrra og nýrra kyns-
lóða. Það er hið raunverulega
eðli leikhússins. Að endurtaka
sig ávallt sem í fyrsta sinn sé;
þannig er einsog aldrei hafi ver-
ið andað, hóstað eða talað áður í
leikhúsinu. Hver stund í leikhús-
inu er fersk og ný og í hvert
sinn sem Hamlet hefur upp
ræðu sína og efast um hvort
betra sé að lifa eða deyja þá lát-
um við glepjast og vonum þrátt
fyrir allt að í þetta sinn takist
honum að lifa af leikrit sitt.
GRETTIR
JÓHANNESSON
+ Grettir Jóhann-
esson fæddist í
Vestmannaeyjum
hinn 11. febrúar
1927. Hann lést á
Vífilsstaðaspítala
12. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru þau Jóhannes
J. Albertsson, lög-
reglumaður í Vest-
mannaeyjum, frá
Syðri-Kárastöðum í
Miðfirði, f. 19.11.
1899, d. 4.2. 1975, og
Kristín Sigmunds-
dóttir frá Hamra-
endum í Breiðuvík á Snæfellsnesi,
f. 2.1. 1894, d. 1.7. 1936. Grettir
var fjórði í röð barna þeirra Jó-
hannesar og Kristínar, tveir elstu
synir þeirra Iétust kornungir, en
þau sem upp komust auk Grettis
eru: Jóhannes Albert, f. 21. júlí
1925; Gréta, f. 8. janúar 1929, gift
Haraldi Guðmundssyni frá Ólafs-
vík; Elínborg, f. 27. aprfi 1930,
gift Henry Sieiski jr. frá San An-
tonio í Texas, búsett í Bandaríkj-
unum; Jóhanna Maggý, f. 28. maí
1931, gift Arnþóri Ingóifssyni frá
Hauksstöðum í Vopnafírði, og
Ragnar Sigurjón, f. 30. júní 1932,
kvæntur Hólmfríði Sigurðardótt-
ur úr Vestmannaeyjum. Þá átti
Grettir tvö yngri hálf-
systkini, samfeðra,
þau Sævar Þorbjörn,
f. 8. maf 1938, kvænt-
ur Emniu T. Hansen
frá Nesi í Austurey,
Færeyjum, og Soffíu
Lillý, f. 20. júní 1940,
gift Lúðvík Sigurðs-
syni frá Sunnuhvoli,
Djúpavogi, þau eru
búsett í Astralíu.
Hinn 5. nóvember
1955 kvæntist Grettir
Fanneyju Egilsdótt-
ur, frá Skarði í
Þykkvabæ, en for-
eldrar hennar voru þau Egill Frið-
riksson, bóndi þar, f. 15.2.1901, d.
27.2. 1987, og Friðbjörg Helga-
dóttir, f. 27.1.1902, d. 27.10.1979.
Þau Grettir og Fanney eignuð-
ust fimm börn. Þau eru: 1) Egill
Ómar, verkstjóri, f. 7.2. 1954, var
kvæntur Unni Garðarsdóttur, þau
skildu. Þeirra börn eru Málfríður
Fanney og Guðný Lára. Hann er
kvæntur Lilju Sigurdís Sigurðar-
dóttur, verkstjóra, og eru þeirra
börn þau Hjördís Rós og Egill Lilj-
ar. 2) Kristbjörg Unnur, stuðn-
ingsfulltrúi, f. 21.3. 1956, gift Sig-
urði Gísla Þórarinssyni, verktaka.
Börn þeirra eru Gunnlaug Rósa-
lind og Friðberg Egill. 3) Jóhann-
es Óskar, trésmiður, f. 27.3. 1958,
kvæntur Elfnu Laufey Leifsdótt-
ur, skólaliða. Þeirra börn eru
Grettir, Leifur og Guðrún Ósk. 4)
Marta, skrifstofumaður, f. 5.2.
1959, gift Vali Jóhanni Stefnis-
syni, matreiðslumeistara, og eru
þeirra börn þær Aðalheiður Jóna
og Guðlaug Katrín. 5) Sigrún
Jóna, kennari f. 14.3. 1968, en
barn hennar og Magna Friðriks
Gunnarssonar, blikksmiðs, er
Andri Már.
Grettir hóf ungur vinnu hjá
Landssímanum og var lengst af
bflstjóri og verkstjóri þar. Þegar
hann lét af störfum hjá Símanum
gerðist hann lögregluþjónn um
tíma í Vestmannaeyjum. Þegar
hann hætti sem lögreglumaður
urðu tímamót í lífi hans þegar þau
Fanney hófu samyrkjubúskap
með foreldrum Fanneyjar að
Skarði í Þykkvabæ. Þar var kart-
öflurækt í fyrirrúmi auk þess sem
Grettir stundaði akstur eða vöru-
flutninga fyrir verslun Friðriks
Friðrikssonar í Þykkvabæ. Þegar
hægðist um með aksturinn vann
hann ýmis störf tengd verslun FF.
Meðal annars vann hann í reyk-
húsi verslunarinnar uns hann lét
af störfum og seldi búið en þá
voru tengdaforeldrar hans látnir.
Þau hjón fluttust til Reykjavíkur
og hafa nú siðustu árin búið í
Gullsmára í Kópavogi.
Utför Grettis Jóhannessonar
fer fram frá Digraneskirkju í
Kópavogi í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Grettir minn.
Eg sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umveQi blessun og bænir,
ég bið að þú sofír rótt.
Þótt svíði sorg mitt hjarta
þásælteraðvitaafþví,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hrið,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig og blessi, Grettir
minn.
Hafðu þökk íýrir allt og allt.
Fanney.
Elsku pabbi, tengdapabbi, afi og
langafi.
Að leiðarlokum viljum við þakka
þér þína góðu samfylgd gegnum ár-
in. Minningamar geymum við öll í
hjarta okkar og yljum okkur við þær
um ókomin ár.
Söknuðurinn er mikill hjá okkur
öllum en þó mestur hjá mömmu og
biðjum við góðan Guð að styrkja
hana á þessum erfiðu stundum.
Margseraðminnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Böm, tengdabörn, bamaböm
og barnabarnabörn.
Nú, þegar sú stund er runnin upp
að ég og fjölskylda mín kveðjum þig
hinstu kveðju, kemur ósjálfrátt upp í
hugann ákveðinn tregi, en þó léttir,
að þessu langa og erfiða veikinda-
stríði skuli vera lokið.
Margs er að minnast frá fyrri tím-
um sem allt of langt er að rekja hér.
Minnisstæðast er þó glettnin og létt-
leikinn sem ávallt einkenndi þig.
Ekki get ég látið hjá líða að minnast
á þær ánægjustundir sem við áttum
saman þegar þú og mamma komuð í
ykkar árvissu heimsóknir til okkar í
Vestmannaeyjum, en þar voru þínar
æskustöðvar og var engu líkara en
þú yrðir unglingur í annað sinn þeg-
ar sögurnar um bernskubrekin voru
rifjuð upp og var þá gaman að hlusta
á þig segja frá. Þá voru ekki síðri
móttökurnar þegar ég og fjölskylda
mín komum til ykkar upp í Þykkva-
bæ, þar sem þið bjugguð lengst af.
Þar var oft glatt á hjalla og áttum við
þar margar ánægjustundir sem ég
geymi í hugskoti mínu sem minn-
ingaperlur.
Víst mér þótti sárt að sjá þig deyja,
ég sorgardaga og nætur mátti þreyja
E n þú birtist mér í draumi væri vinur
sagðir: „Vertu ekki alltaf svona linur“.
Þínum anda ætíð fylgdi gleði
gamansemin auðnu þinni réði
því skaltu halda áfram hinum megin
með himnaríkisglens við mjóa veginn.
Ég vona að þegar lífi mínu líkur
ég líka verði engill gæfuríkur
þávið skoðum skýjabreiður saman
og skemmtum okkur, já, það verður gam-
an.
(L.Æ.vís.)
Að lokum vil ég þakka þér fyrir
samveruna, elsku pabbi og kveð þig
með hlýju og virðingu í huga.
Elsku mamma, um leið og við vott-
um þér samúð, biðjum við góðan Guð
um að styrkja þig um ókomna fram-
tíð.
Kristbjörg Grettisdóttir og
fjölskylda.
Það var fallegt að horfa út um
gluggann úr herbergi þínu á Vífils-
stöðum daginn sem þú kvaddir, sólin
skein og vor var í lofti. Þessi fallegi
dagur einkenndi í raun þína persónu,
þitt líf, svo bjartur og fagur. Það
voru blendnar tilfinningar sem ég
fann í brjósti mér þennan dag, sorgin
var mikil yfir því að þú værir að
kveðja þennan heim en jafnframt
gleði og þakklæti fyrir að þú þyrftir
ekki lengur að þjást. Þú varst ríkur
maður pabbi minn, áttir stóra fjöl-
skyldu, góða æskuvini, systkini en
flest vorum við með þér á kveðjust-
und og var gott að finna styrkinn
sem við höfðum hvert af öðru á erf-
iðri stund.
Mér líður svo vel þegar ég hugsa
til allra góðu stundanna með þér, en
þær voru vissulega margar. Það
komst enginn upp með að vera í
vondu skapi nálægt þér, glettnin,
stríðnin og þín góða lund gerðu það
að verkum. Ég man alltaf að ein góð
kona sem tengdist fjölskyldu okkar
sagði oft eitthvað á þá leið hvernig
svona fallegur maður eins og þú gæti
heitð Grettir. Mér eru þessi orð svo
minnisstæð því vissulega varstu fal-
leg persóna, fólk á öllum aldri laðað-
ist að þér, enda áttir þú ávallt auðvelt
með að umgangast fólk og varst
hrókur alls fagnaðar á mannamót-
um. Þú áttir einnig margar erfiðar
stundir vegna veikinda þinna, stund-
ir sem mamma ein geymir hjá sér.
Það sem er ofarlega í huga mér nú
er ég sit og skrifa þessar línur eru
minningar úr sveitinni. Minninga-
brot þjóta hjá eins ogþessi:
Þegar þú kallaðir mig drusluna
þína og þú áttir bara eina druslu.
Þegar við fundum selkópinn úti á
fjörum.
Fjöruferðirnar á bláa Bronco-bíln-
um.
Spilakvöldin í Skarði.
Þegar ég fékk að fara til Reykja-
víkur með þér og mömmu í Fr. Fr.
bílnum.
Hvað ég var oft ósátt við reglurnar
sem þú settir mér á unglingsárunum.
Þegar þú kynntir mig fyrir fólki
sem litla örverpið þitt þótt ég væri
komin yfir þrítugt.
Stríðnisglampinn í augum þínum
sem sást svo oft.
Hvað þú talaðir alltaf fallega til
mömmu.
Pabbi minn, það var svo fallegt
þegar þú sagðist elska hana mömmu
jafnmikið í dag eins og þú gerðn- fyr-
ir tæpum 50 árum þegar þið voruð að
kynnast.
Þú varst alltaf Eyjapeyi í hjartanu
og það sló örar þegar Eyjar bar á
góma. Þér leið vel þegar þú heim-
sóttir Eyjarnar þínar, þar sem lund-
inn er ljúfastur fugla. Þú, pabbi
minn, verður ávallt í huga mér, ljúf-
astur manna.
Guð blessi minningu þína og styrki
okkur öll.
Sigrún.
„Einstakur“erorð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
meðbrosieðavinsemd.
„Einstakur" lýsir fólki
sem stjómast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annara.
„Einstakur“áviðþá
sem em dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur" er orðið sem lýsir þér best.
(Terri Femandez.)
Þetta ljóð segir svo margt um
hvernig hann var og hvað hann var